Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 13
menn. Andrúmsloftið var ekki mjög skemmti-
legt eftir það.“
Engir silkihanskar
„Það var engin furða þótt hann væri dálítið
stífur í fyrstu," segir einn af samstarfsmönnum
Sveins sem byrjaði um sama leyti og hann tók
við stjórninni. .Ástandið veir hörmulegt, aga-
leysi, drykkja og kæruleysi. Tækjakosturinn var
lélegur og það sem til var af honum var jafn oft
bilað og í lagi. Mönnum fannst Sveinn kannski
vera óþarflega mikið hörkutól á stundum, en
svona lið var ekki hægt að rífa upp með neinum
silkihönskum. Undir hans stjóm hefur sú breyt-
ing orðið á þessu liði að það hefur hirt nær allar
yiðurkenningar og verðlaun sem eitt slökkvilið
getur hlotið og ég held að það hljóti að réttlæta
töluvert hörkuna. Hann hefur líka mikið ,/óast“
ef svo má að orði komast. Hann hefur mjög
hæfum mönnum á að skipa, sem leggja metnað
sinn í að þetta skuli vera besta slökkvilið á
vegum bandaríska heraflans. Það líkar honum
vel og þá er hann ekkert erfiður í umgengni."
Sveinn losnaði semsagt fljótt við þá Banda-
ríkjamenn sem voru óbreyttir borgarar. En það
var honum ekki nóg, hann vildi iosna við her-
mennina líka. Eftir því sem liðið spjaraði sig
betur óx traustið á því og Sveinn fékk að ráða
meiru. Hermennimir fór því að týna tölunni og
1970 var liðið orðið alíslenskt. Tíu árum síðar
vann það keppni Alríkis brunamálastofnunar
Norður-Ameríku. í henni tóku ekki aðeins þátt
slökkviliðssveitir hersins heldur öll slökkvilið í
Bandaríkjunum og Kanada. Meiri viðurkenn-
ingu er ekki hægt að fá í þeim heimshluta og
Sveinn var gerður að heiðursborgara í Boston,
þar sem verðlaunin vom afhent.
„Það var auðvitað óskaplega gaman að við
skyldum vinna þessa keppni, en það var hræði-
legt að taka við verðlaununum. Það var hryss-
ingskuldi við þetta tækifæri og við þurftum að
aka langa leið í bílalest, við undirleik lúðra-
sveita. Svo vom fluttar margar ræður úti á torgi
og að lokum þurfti ég að taka í höndina á þús-
undum stórmenna borgarinnar. Mér var kalt á
höndunum fyrir og var því handlama lengi á
eftir.“
Viðurnefnið ,,Patton“
Það vair í gosinu mikla í Vestmannaeyjum
sem Sveinn fékk viðumefnið Patton. Það var
verið að sýna kvikmyndina Um þénnáh frægá
hershöfðingja um líkt leyti. Sveinn skrapp til
Eyja með dælustút sem slökkviliðið ætlaði að
lána til hraunkælingar. Hann fór með vél frá
Varnarliðinu og hafði fyrirmæli um að koma
strax til baka, vélin átti að biða eftir honum.
Næst þegar yfirmaður hans hjá Vamarliðinu
heyrði um hann var hcmn kominn með skrif-
stofu í Iðnskólanum í Eyjum og stjómaði þaðan
mörghundmð manna björgunarliði.
„Það var nú eiginlega fyrir slysni," segir
Sveinn. „Ég fór í bæinn til að líta á þetta og þá
voru hús brennandi og vikur að hlaðcist að
þeim. Menn vom búnir að gefa sér að ekkert
væri til varnar því að vikurinn næði yfir allt og
kveikti í húsunum. Mér fannst þetta dálítið vafa-
Scunt með vikurinn og fór inní nokkur hús til að
skoða mig um. Ég komst að þeirri niðurstöðu að
það væri ekki vikurinn sem kvéikti í heldur
„bomburnar" sem gígurinn spjó upp með reglu-
legu millibili og þá því aðeins að þær fæm inn
um glugga. Ég nefndi þetta við þá sem þarna
vom og að hægt væri að hægja á þessu að
minnstakosti, en þeir vom ósammála svo ég
hypjaði mig upp á flugvöll.
En á leiðinni hugsaði ég með mér að, and-
skotinn sjálfur, það væri ekki hægt að fara
svóna frá þessu svo ég snéri við og för niður á
bæjarskrifstofur. Þar hitti ég fyrir Magnús
Magnússon, þávercmdi bæjcirstjóra, og scigði
honum að ég héldi að hægt væri að hindra
mikið af íkveikjunum. ,það þykja mér góðar
fréttir," sagði Magnús, „þú ert sá fýrsti sem berð
eitthvað jákvætt á borð fyrir mig.“ Hcinn spurði
slökkviliðsstjórann í Eyjum hvort hann gæti út-
vegað mér einhvem mcmnskap, en hann taldi
öll tormerki á því, enda hafði hann litla trú á
framkvæmdinni og í miklu að snúast. Magnús
kallaði þá á skátastrák sem þama var og spurði
hvort hann gæti hjálpað. Stráksi var himinlif-
andi því það átti að fara að senda hann í land,
svo hann mætti með allt sitt lið. Ég sendi þá
vélina til bcika og var alla nóttina að negla plöt-
ur fyrir glugga, með skátastrákunum.
Við fengum svo nokkrum dögum seinna mik-
ið lið cif smiðum út í Eyjcir sem þeir stjómuðu til
skiptis Jón Snorri Þorleifsson og Sigurjón Pét-
ursson. Við höfum líklega hirt allt plötujám á
landinu, enda var neglt fyrir um fjórtán þúsund
glugga. Og það kviknaði ekki í fleiri húsum,
nema náttúrlega þeim sem föm undir hraun.
Þjófar og uerkfrœðingar
En það var fleira sem að þurfti að hyggja. Þótt
vikurinn kveikti ekki í húsunum þá hlóðst hann
upp á þökin og var að sliga þau. Það var því
stofnuð verkfræðingadeild á skrifstofunni hjá
mér og þar reiknuðu verkfræðingamir út
hvemig ætti að koma fyrir stífum undir þökin
innanfrá. Þeir höfðu líka það óyndislega verk-
efni með höndum að skríða um undir brakandi
þökunum til að sjá hvar ætti að setja stífumar,
því hvert hús var náttúrlega sér fyrirbrigði og
lítið til af teikningum af þeim. Það vom ýmsar
aðrar deildir starfandi, svosem þjófadeildin
sem hafði þann starfa með höndum að þefa
uppi vörubíla, jeppa og verkfæri sem höfðu ver-
ið skilin eftir og koma þeim í gagnið þar sem
með þurfti.
Við þurftum líka deild til að moka ofan af
þökum, aðra til að koma skemmdum matvæl-
um á haugana og enn eina til að berjast við
rottufaraldur, en rottumar sóttu auðvitað í
skemmda matinn. Sem betur fór sá gasið nú um
rottumar áður en yfir lauk. En meðal sveita sem
við fengum út var hundrað manna lið af Amerí-
könum af Vellinum sem mættu með alian sinn
búnað, mat, svefnpoka, verkfæri og þar fram-
eftir götunum. Ég var eitthvað mikið að stússa
svo ég bað Jón Snorra að fara og taka á móti
þessu liði og koma því að verki.
Ég varð undrandi þegar hann reyndi á allan
hátt að snúa sig út lir þessu því fram til þessa
hafði ekki þurft að dekstra Jón til verka. Þessu
lauk þó með því að hann gagði: Jæja, ég geri
þetta þá fyrir þig," og svo fór hann. Aðrir við-
staddir skellihlógu þegar hann var farinn og
spurðu hvort ég vissi ekki að Jón Snorri Þor-
leifsson væri varaþingmaður Alþýðubanda-
lagsins. En svo hjálpi mér hamingjan, ég hafði
ekki hugmynd um það. Það kom allavega ekki
að sök því það fór vel á með Jóni og Könunum."
— Það voru nú ekki allir alveg sáttír við allt
sem þú gerðir úti í Eyjum?
,Áei, það er alveg rétt. Þama var geysimikið í
húfi og ég þurfti stundum að taka ákvarðanir
sem skiptu fólk miklu máli, eins og t.d. um
hvaða húsum ætti frekar að bjarga en öðrum.
Sjálfsagt hef ég ekki verið óskeikull í því frekar
en öðru en ég get fullyrt að ég lagði mig allan
fram. Það kom líka fram pólitísk tortryggni eins
og þegar ég ákvað að leggja áherslu á að bjarga
ísfélaginu frekar en húsum Einars ríka. Eg
byggði mína ákvörðun á því að það væru marg-
falt meiri verðmæti í Isfélaginu. En ég fékk upp-
hringingu bæði frá Lúðvík Jósepssyni og Ólafi
Jóhannessyni sem spurði hvort þetta væri að
undirlagi Magnúsar bæjarstjóra, en þeir Einar
voru á öndverðum pólitískum meiði. Það var
auðvitað hrein fjarstæða.
,,Steinrotaði mig“
Enginn gerði mér þó jafn ljósa grein fyrir
óánægju sinni og skipstjórinn á Vestmcmnaey,
ungur og röskur maður sem var örþreyttur eftir
miklar vökur við að flytja fólk í land. Hann frétti
af því að ég hefði ákveðið að húsi móður hans
skyldi ekki bjargað, svo hann skundaði niður á
skrifstofu til mín.
Hann kom inn og spurði: „Hvar er Patton?"
Honum var bent á mig og hafði ekki fleiri orð
heldur steinrotaði mig.“
Sveinn skellihlær og hristir höfuðið þegar
hann rifjar upp þetta atvik. Afrek hcins í Vest-
mannaeyjum hafa borist út fyrir landsteinana
því þegar gaus á Hawaii-eyjum fyrir skömmu
var Sveinn beðinn um að koma og aðstoða við
björguneústarfið. Þegar hann kom á staðinn sá
gígurinn að sér og hætti, og hefur ekki heyrst
múkk í honum siðan. Undirmenn Sveins í
slökkviliðinu eru ekki í nokkrum vafa um
ástæðuna:
irJú, sérðu til. Það var venja á Hawaii hér í
gamla daga að friða eldguðina með því að
fleygja óspjölluðum meyjum í gígana. Nú er árið
1984 og engar óspjallaðar meyjar til á Hawaii
lengur. Um þetta vissu eldguðimir auðvitað
ekkert. En þegar þeir opnuðu ginið til að með-
taka meyjarnar sáu þeir Svein Eiríksson í stað-
inn. Það hefur mörgum svelgst á af minna til-
efni.“
(Nó sör, þú færð ekki að vita hverjir þeirra
sögðu þetta. Blaðamönnum ber skylda til að
vernda líf 00 lími heimildarmanna sinna.)