Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 24
lEins og fram hefur komið í HP voru uppi hugmyndir í Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um um að skipta á stöðu lögreglu- stjóra og útvarpsstjóra. Dóms- málaráðherra (frcunsókncirmaður- inn Jón Helgason) ræður lögreglu- stjóra en menntamálciráðherra (sjálfstæðismaJSurinn Ragnhildur Helgadóttir) ræður útvarpsstjóra. Sjálfstæðismenn lögðu mikla áherslu á að ráða lögreglustjóra- stöðunni og þá kom upp umrædd hugmynd um að framsóknarmenn fengju útvarpsstjórann en sjálf- stæðismenn lögreglustjórcmn. Framsóknarmenn undu þessum skiptum vel en nú hafa sjálfstæðis- menn snúist aftur og ljóst er orðið að um slík hrossakaup verður ekki að ræða. Ræður þar miklu eindreg- in afstaða Ragnhildar Helgadóttur. Er því næsta ljóst að Markús Öm Antonsson verður næsti útvarps- stjóri, svo framarlega sem það strandar ekki á honum sjálfum. Frcunsókncirmenn hafa leitað með logcmdi ljósi að lögreglustjóra úr sínum röðum, og þá einhverjum sem sjálfstæðismenn gerðu ekki of mikinn usla út af. Sá sem einna sterkast kemur til greina mun vera Böðvar Bragason, sýslumaður í Rangárvallasýslu. Böðvar var áður sjálfstæðismaður en snerist á einni nóttu og bauð sig fram fyrir Frcimsókncnflokkinn fyrir nokkrum árum. Hamn er því „farsæll, hægri- sinnaður framsóknarmaður" eins og heimildamenn HP orða það. Annar framsóknarmaður sem mun verða hafður til vara í stöðu lög- reglustjóra er Friðjón Guðröðar- son, sýslumaður á Höfn í Homa- firði... D H •^itstjóraskipti á Þjóðviljanum eru í sjónmáli. Einar Karl Haralds- son mun vera á förum frá blaðinu og mun fullákveðið að hann taki við framkvæmdastjórastarfi Alþýðu- bandalagsins af Baldri Óskars- syni. Óvíst er hver sest í ritstjóra- stól Einars Karls, en víst er að Olaf- ur Ragnar Grímsson mun ekki tylla sér þar niður, enda þótt hann hafi ritstýrt Þjóðviljanum undanfar- in misseri. Óskar Guðmundsson, blaðamaður á Þjóðviljanum, hefur leynt og ljóst stefnt í ritstjórastöðu málgagnsins en alls óvíst er að hann hreppi stöðuna. Hins vegar nefna margir Alþýðubandalagsmenn nafn Össurar Skarphéðinssonar sem þykir hress og dugandi blaða- maður þótt nokkuð þyki óvíst um flokkshollustu hans... s trætisvagnar í Reykjavík aka um með auglýsingaborða á ut- anverðum vögnunum og auglýs- ingar þekja þá að innanverðu. Allt frá árinu 1975 hefur auglýsinga- stofan Argus tekið að sér umsjón með þessum auglýsingamálum SVR. Á fundi Strætisvagna Reykja- víkur þriðjudaginn 18. sept. var gerð fyrirspum um þessi augiýs- ingamál vegna lítilla auglýsinga- tekna á fjárhagsáætlun. í ljós kom að auglýsingastofan Argus hafði ekki sent neinar greiðslur til SVR það sem af er þessu ári fyrir strætis- vagnaauglýsingamar. Auk þess hcifði 10% þóknun auglýsingastof- unnar, sem staðfest var í upphaf- 36 HELGARPÓSTURINN legum samningi milli Argusar og SVR, verið breytt í 15%. Þessar upplýsingar komu stjóm SVR í gjörsamlega opna skjöldu: enginn stjórnarmanna, né heldur forstjóri SVR, vissi neitt um málið, né hafði haft neitt eftirlit með auglýsingum á strætisvagnana. Var þegar í stað á sama fundi samþykkt að rifta samningum við Argus og aðilum mnan stjórncir SVR falið að ákveða framhald auglýsingamálanna. Verður að öllum líkindum sam- þykkt að bjóða auglýsingamar út. Þá var einnig samþykkt að SVR myndi taka að sér auglýsingar í biðskýlum SVR en einkaaðilar hafa sóst eftir skýlunum undir auglýs- ingastcirfsemi... M ■ ^H ú er ákveðið hver hlýtur aðalhlutverkið í leikritinu Edith Piaf sem sett verður á svið hjá Leikfélagi Akureyrar um áramótin. Það er engin önnur en Edda Þórarins- dóttir leikari og söngkona sem leik- ur Piaf og Sigurður Pálsson mun leikstýra. s ^^^tarfsmenn ríkisins eiga sínar unaðsstundir sem aðrir, ekki síst þar sem yfirvofandi verkfall gæti gert þeim lífið leitt innan tíðar. Fyrir tæplega þremur vikum bauð Lands- virkun 120 starfsmönnum sínum í helgarferð til Noregs og leigði heila þotu hjá Arnarflugi undir ferðina. Starfsmenn stofnunarinnar voru þó látnir borga dálítið upp í kostnað eða tvö þúsund kall á kjaft. Kannski að restin verði greidd með hækkuð- um rafmagnsreikningum hjá okkur hinum... l fyrri viku var greitt úr verkfalls- sjóði prentara í fyrsta sinn eins og fram hefur komið í fréttum. Magn- ús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, vildi ekki skýra frá upphæðinni, sem hver og einn fékk fyrir tíu daga verkfall, en sagði að reiknuð væri prósentutala á tekj- ur prentara. Sannleikurinn er hins vegar sá að hver og einn fékk greiddar 1400 krónur. .. A fundi útvarpsráðs með Þorgeiri Ástvaldssyni, forstöðu- manni Rásar 2, í fyrri viku, var sam- þykkt að veita rásinni leyfi til að útvarpa á fimtudagskvöldum og á öðrum helgardeginum og mun sunnudagurinn að öllum líkindum verða fyrir valinu. Hins vegar er samþykkt útvcupsráðs háð grænu ljósi útvarpsstjóra en Andrés Björnsson útvarpsstjóri var ekki til staðar á fundinum til að stað- festa samþykktina... •• enaðrirbankarbjjóða Þaö er engin spurning, lönaöarbankinn býöur aörar sparnaöarleiöir. Viö bjóðum þér BANKAREIKNINC MEÐ BÓNUS í staö þess aö kaupa skírteini. Rú týnir ekki bankareikningi. Þú þarft ekki aö endurnýja banka- reikning. Rú skapar þér og þínum lánstraust meö bankareikningi. Iðnaðarbankinn Fereigin leiðir - fyrir sparendur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.