Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 11
ú lfar Þormóðsson, opinber guðlastari og klámhundur, hefur nú fengið bréf frá lögreglustjóra þar sem honum er gert að greiða dóms- sekt vegna Spegiimálsins í síðasta lagi 3. október (fyrir lok skrifstofu- tíma). Gangi Úlfar ekki að þessu ber honum að mæta kl. 10 árdegis í hegningarhúsið við Skólavörðustíg þ. 5voktóber. HP hefur það fyrir satt að Úlfar sé staðráðinn í að mæta til fangelsunar og mun vistin bak við múrana vara í 20 daga. Hins vegar munu stuðningsmenn Úlfars og áhugamenn um tjáningarfrelsi halda mikla hátíð á meðan. Er þeg- ar farið að koma saman skemmti- nefnd en hátíðardagarnir munu hljóta nafnið „Þórðargleði"... D ■ óli Y ■ m; þeirra röðum getur sótt um þau án þess að hljóta verulega kjaraskerð- ingu af. Því mun Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra vera að hugleiða alvarlega miklar lag- færingar á launum helstu yfir- manna ríkisstofnana og ríkisfyrir- tækja svo hægt sé að koma réttum mönnum að... m ■vkafma F ___ orlagið, hið nýja útgáfufélag Jóhanns Páls Valdimarssonar (sjá Listapóst) mun verða með ýmsa spennandi titla á jólavertíðinni. Meðal bóka Forlagsins er ný ljóða- bók eftir Þórarin Eldjárn sem nefnist „Ydd“, og er sérkennileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta ljóðabók Þórarins þar sem hann beitir ekki hefðbundnum bragar- háttum, heldur eru öll ljóðin í frjálsu formi, án stuðla, höfuðstafa og ríms. Önnur bók sem mun án efa vekja mikla athygli og umtal er sagnabók eftir Guðberg Bergsson sem heitir „Hinsegin sögur". I sögunum fjallar Guðbergur um leyndustu afkima ástalífsins, eins og titillinn bendir reyndar til, og þá þætti þess sem fólk talar aldrei um. Við höfum heyrt að þarna sé að finna þekktar fyrirmyndir úr íslenskum samtíma í djörfu samhengi......... s ólitískt óvissuástand síð- ustu vikna hefur sem kunnugt er hrundið af stað margvíslegum þreifingum milli flokka um nýja ríkisstjómarmöguleika. í síðustu viku var það altalað í herbúðum flokkanna að það hefði verið SÍS sem losaði um fyrsta steininn í þessum umræðum; að fyrirspum hefði borist með vindinum úr SÍS- áttinni til forystumanna Fram- sóknarflokksins um það hvort flokkurinn gæti ekki beitt sér fyrir nýrri ríkisstjóm, þar sem byggða- stefna áttunda áratugarins fengi flugfjaðrimar á ný. Hugmyndin var sú að stofnað yrði til þessarar rík- isstjórnar án kosninga, og þá t.d. með Alþýðubandalaginu, Alþýðu- flokknum og e.t.v. Kvennalistan- um. Eftir þetta laumuspil SÍS eiga ungliðcir í Sjálfstæðisflokknum að hafa tekið snarlega við sér og látið óspart í það skína að flokkurinn gæti hvenær sem væri sprengt nú- verandi stjómarsamstarf, látið kjósa og gengið af hólmi sem sigur- vegari. Eftir fjömgar þreifingar í byrjun, virðist nú sem stjómar- flokkamir ætli að biða og sjá til með 011 slík áform þangað til Ijóst verður hvaða ástand skapast í byrjun október þegar og ef BSRB leggur niður vinnu... ________nagnsveitur Reykjavíkur hafa ekki hækkað afnotagjald af rafmagni undanfcima 13 mánuði og mun það einsdæmi í sögu höfuð- borgarinnar. Ef verðbólgan helst niðri eins og verið hefur sem af er þessu ári segja forráðamenn Raf- magnsveitnanna að verð á raf- magni í Reykjavík muni ekki hækka í eitt ár í viðbót. Það em þó altént gleðifréttir fyrir launapíndan al- menning... um og er talið að þcir hafi Þorsteinn treyst sig mjög vemlega í sessi... 'teinar Berg og Sigurjón Sighvatsson haifa stofnað nýtt hlutafélag sem nefnist Stig h.f. Eins og fram hefur komið í fréttum mun félagið sjá um dreifingu á mynd- bandaþáttum frá Bandaríkjunum sem nefnast Dynasti og em af Dall- as-gerðinni. Hið nýja í málinu er hins vegar að þeir félagar hafa keypt cúla þætti sem framleiddir hafa verið, 86 talsins, og hyggjast kaupa sjónvarpsréttinn að 26 nýj- um þáttum sem em í framleiðslu í USA. Dreifing þáttanna hérlendis mun vera mikið á vegum Steina h.f. en ennfremur hafa þeir kumpánar fengið Hagkaup í lið með sér. Mun Hagkaup koma á sérstöku áskrift- arkerfi - eins þáttar spóla í viku - svona um leið og þú kaupir helgar- steikina... ______I ið skemmtilega í viðskipt- um þeirra Steinars og Sigurjóns er að hvomgur þeirra býr á íslandi. Steinar er á þönum í plötuútgáfu í London, eins og kemur fram ann- ars staðar í fréttadálkum HP, og Sigurjón framleiðir svonefndar B- myndir í Los Angeles. B-myndir em kvikmyndir gerðar með lágum framleiðslukostnaði og komast yfirleitt ekki í stóm dreifingarkerf- in. Sigurjón hefur stofnað fyrirtæki vestra ásamt bandarískum félaga sínum og hafa þeir nýverið lokið við upptökur á tveimur myndum. önnur myndin er eins konar Rocky Horror Show en hin er létt sexuð gamanmynd í stíl við Skólafrí... I msar toppstöður hjá því opinbera em að losna og þarf að- eins að nefna lögreglustjóra, fram- kvæmdastjóra útvarps og útvarps- stjóra. Það sem veldur stjómar- flokkunum hve mestum áhyggjum er að laun þessara toppstarfa em svo lág að enginn hæfur maður úr ftr, largir spá í alþingiskosn- ingar í haust. Þeir pólitísku sérfræð- ingar sem HP hefur leitað til telja að komi til kosninga muni Sjálfstæðis- menn standa nokkurn veginn með sömu þingmannatölu og jafnvel auka hana, Framsókn bíða mikið af- hroð og Alþýðubandalagið standa í stað en kannski minnka við sig. Kratar munu allt að því þurrkast út, Bandalag jafnaðarmanna bæta lítil- lega við sig (ekki síst vegna þess að þeir bjóða nú fram í öllum kjördæm- um) en stóru sigurvegararnir verði Kvennaframboðið sem muni að öll- um líkindum tvöfalda þingmanna- tölu sína... P ■ rentaraverkfallið hefur kall- að á ýmsar ráðstafanir útgefenda. DV hefur haldið uppi fjölrituðum fréttum. Nú hafa DV-menn keypt hálfs tonns fjölritunarpressu frá Danmörku og kemst þá vonandi meira fjör í verkfallið... orsteinn Pálsson, hefur ver- ið hálfgert vandræðabam Sjálf- stæðisflokksins síðan hann var kjörinn formaður hans. Hin hörðu viðbrögð formanns BSRB og verka- lýðsforystunnar eftir fréttaviðtal sjónvcupsins við Þorstein á dögun- um hefúr ekki gert nýja formannin- um lífið léttara. Nú hefur Þorsteinn hins vegar sótt í sig veðrið og lagt mikla áherslu á að efla stöðu sína innan flokksins. í fyrri viku var flokksfundur í Valhöll þar sem Þor- steinn hélt þrumuræðu og talaði blaðalaust allcui tímann. Gamlar kempur í Sjálfstæðisflokknum munu haúa viknað og talað um gömlu góðu dagana þegar þjóðar- leiðtogamir veittu flokknum for- ystu. Um 400 manns vom á fundin- liklar hræringar eru nú innan Alþýðubandalagsins. Ymsir flokksmenn eygja fall ríkisstjórnar- innar í kjölfar kjaradeilnanna og nýjar kosningar þar með á næsta leyti. Mikill glímuskjálfti mun vera runninn á Ólaf Ragnar Grímsson og stefnir hann ekki aðeins á þing- sæti heldur ráðherrastól, því tals- verðar líkur eru á nýrri viðreisn, komi til alþingiskosninga í haust. Með dyggri aðstoð nokkurra flokks- félaga sinna vinnur Ólafur Ragnar ötullega að því þessa dagana að ná efsta sæti á lista Alþýðubandalags- ins í Reykjaneskjördæmi. Svavar Gestsson formaður mun vera þess- ari hugmynd fylgjandi, því hann mun óttast átök í Reykjavíkurfélag- inu um persónu Ólafs. Hugmyndin um að Ólafur skipi efsta sæti flokks- ins í Reykjanesi hefur verið viðruð í félögum Alþýðubandalagsins í kjördæminu og fengið vægast sagt dræmar undirtektir. í fyrsta lagi er núverandi efsti maður listans, Geir Gunnarsson, mjög vinsæll af flokksmönnum og stendur sterkt. í öðru lagi eru skiptar skoðanir um Ólaf Ragnar Grímsson, ekki síst eftir tillögu hans á miðstjórnarfundi flokksins í vetur, er prófessorinn lagði það til að leyfa NATÓ-her á ís- landi ef hann væri ekki bandarískur og stakk t.d. upp á norskum her eða her frá öðrum Evrópulöndum. Þing- manns- og ráðherraganga Ólafs Ragnars mun því að öllum líkindum verða þyngri en hann grunaði... Ý msar getgátur eru á lofti um hve lengi prentaraverkfallið muni standa. HP hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að stjórnarflokk- arnir séu búnir að draga upp áætlun að lausn deilunnar.'Umræddir tveir flokkar óttast mjög að BSRB muni fella sáttatillöguna og fara í verkfall þ. 4. október. Verkfall BSRB-manna mun að sjálfsögðu setja ríkisstjórn- ina í lífshættu og ríður þá á að stjórnarflokkarnir hafi pressu til að „útskýra" fyrir almenningi ósann- gjarnar kröfur opinberra starfs- manna. Segja kunnugir menn um þessi mál að áformað sé að semja í deilu bókagerðarmanna og útgef- enda viku eða tíu dögum eftir 4. okt- óber svo að stjórnarblöðunum Morgunblaðinu og NT ásamt stuðn- ingsblaði ríkisstjórnarinnar DV geti hafið fréttirnar. Útgáfa Þjóðviljans og Alþýðublaðsins mun hins vegar vega lítið á móti. .. HcLUAHPOSTUHIiyiH 11 . it £ ) "C ‘; I:T f <•»: i i > 5.1 -\.i .:(,£■>

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.