Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 17
Hann dreymdi byrjunina Árni Ibsen með leikrit fyrir EGG-leikhúsið: Árni Ibsen hefur verið með næsta nýstárlegt leikverk í smíðum á síð- ustu mánuðum. Hann semur það fyrir einn leikara, Viðar Eggertsson og leikhús hans EGG-leikhúsið, sem hinn síðarnefndi hefur starfrækt einsamall við góðan orðstír nokkur undanfarin misseri. Árni segir þetta leikverk koma til með að verða í fullri lengd, eða allt að tveimur tímum í flutningi. „Og það verður gífurlega erfitt fyrri Vidda að leika þetta, enda er ég ekki að skrifa þetta leikrit í þeim til- gangi að það verði orkusparandi fyrir hann.“ — En hvað á Viðar að leika? „1 vær personur. nao veroúr n'on- um unnt með því móti að önnur per- sónan breytist í útvarpstæki meðan hin er að,“ segir Árni. — Það er einmitt það! En hvenær fékkstu hugmyndina að þessu Árni? „Ég er búinn að ganga með hana í ár, nákvæmlega meira að segja; það var aðfaranótt sautjánda sept- ember sem mig dreymdi byrjunina að verkinu." — Heyrðu; ég held að þú verðir að segja mér eitthvað meira um efni verksins. „Já, það er byggt á ákveðinni fyrirmynd, nefnilega samskiptum tveggja kunnra bandarískra skálda, þeirra Ezra Pound og Williams Carl- os Williams. Þessir kollegar hittust nú ekki oft í lifanda Iífi, en engu að síður voru þeir miklir og góðir vinir; Viðar Eggertsson: Leikur einn tvær persónur og önnur þeirra er útvarps- tæki. um það bera til dæmis gríðarleg bréfasamskipti þeirra glöggt vitni. Þetta er merkilegt, vegna þess að þeir voru svo gerólíkir að skoðun- um og afskiptum af öllum hlutum, en báru samt endalausa virðingu hvor fyrir öðrum og' að því er sagt er, voru bestu gagnrýnendur hvors annars. Sem sagt; merkileg vinátta.. Nú, ég fantasera út frá þessu sam- bandi skáldanna og er megin dram- að fólgið í því þegar Ezra Pound gengur fasistum Italíu á hönd í seinna heimsstríðinu og tekur að boða fasisma þeirra í útvarpi. Það gekk vitaskuld á skjön við lífsstefnu Williams. Og út frá þeirri staðreynd spinn ég. Og er enn að, með Vidda mér til halds og trausts." — Hvernig kom þetta samstarf ykkar til sögunnar? „Við Viddi erum ákaflega góðir félagar og höfum verið það lengi. Eins lengi hefur okkur dreymt um það að vinna að einhverju leik- verki. Við höfum svipaðar skoðanir á ýmsum hlutum í sambandi við leikhús. Og svo var það sem sagt í fyrrahaust, að við ákváðum að taka okkur tak og hefja þetta umrædda samstarf. Litlu seinna hugmyndin að verkinu að mér, í svefni eins og fyrr segir. Við höfum verið að kíkja á hana allt þetta ár. Og æfa. Svo stefnum við að því að frumsýna stýkkið í nóvember." — Hvar? „Það er ekki alveg ákveðið enn- þá. Þó eru mestar líkur á því að það verði í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þar er lítill og snotur salur fyrir sirka þrjátíu manns, sem er alveg nóg.“ — Hafiði skírt verkið? „Það er nú búið að hafa ýmsa titla frá þvi aðfaranótt sautjánda sept- ember í fyrra. Verkið heitir til dæm- is núna „Skjaldbakan kemst þangað líka.“ Ég býst við að það nafn fái að lifa.“ -SER. Árni Ibsen: Leikritið byggist á sam- skiptum Pounds og Williams. ROKK Veðraskil Stevie Ray Vaughan-Couldn’t Stand The Weather Gítarleikarinn Stevie Ray Vaughan vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn á plötu David Bowie, Let‘s Dance, sem kom út á fyrri hluta síSasta árs. Það er álit margra, þar á meðal mitt, að platan sú hefði orðið til muna fátæklegri ef hans hefði ekki notið þar við. Það vakti líka athygli í fyrra að Vaughan lék ekki með á tónleikaferð sem far- in var til að fylgja plötunni eftir en eitt- hvert missætti varð þeirra í milli og var einkum „óhóflegum" kaupkröfum Vaugh- ans kennt þar um. Á síðasta ári sendi Vaughan líka frá sér sína fyrstu breiðskífu, Texas Flood, og er þss skemmst að minnast að þar var um frábæran grip að ræða. Nú í sumar sendi hann svo frá sér aðra stóra plötu og ber hún heitið Couldn‘t Stand The Weather. Nýtur hann þar aðstoðar sömu hljóðfæraleikara og áður, þ.e. bassaleikarems Tommy Shannon og trommarans Chris „Whipper" Layton og er þeirra leikur út í gegn ein- faldur og traustur. Auk þess nýtur Vaughan aðstoðcir bróður síns Jimmy Vaughan í lögunum Couldn't Stand The Weather og The things (That) I Used To Do, en Jimmy er gítarleikari, eins og Stevie, og hefur hann helst getið sér orðstír fyrir að leika með hljómsveitinni The Fabulous Thunderbirds. Þá leikur ein- hver Christina á trommur í einu lagi og Stan Harrison sér um saxófónblástur. Platan hefst á stuttu fjörlegu rokk-blús lagi, sem aðeins er leikið og fer Vaughan þar strax á kostum. Annað lagið er titillag plöt- unnar. Couldn't Stand The Weather og er það góður rokk-blúsari með fönk.ívafi, sem minnir nokkuð á Jimi Hendrix. A eftir því kemur svo The Things (That) I Used To Do, sem er venjulegra blús lag en hin fyrri og fer Stevie Ray Vaughan þar á kostum i einu besta sólói plötunnar, þar sem hann ýmist kreistir tóninn úr gítamum eða þá hann hrærir úr honum tónaflóðið. Það er ljóst á öllum leik Vaughans, að hann fer ekki leynt með aðdáun sína á Jimi Hendrix og á Texas Flood mátti oft greina áhrifin frá meistaranum í leik hans. Á nýju plötunni gengur hann skrefinu lengra og leikur Voodoo Chile (slight Retum) eftir Hendrix og að mínu mati fer Vaughan þar yfir strikið, því að hér er ekki um neitt ann- að en eftiröpun á uprunalegu útgáfunni að ræða og hún verður ekkert endurbætt. Seinni hliðin er að mínu mati sterkari hluti plötunnar en þar heldur Vaughan sig meira við það sem hann gerir best, nefni- lega að leika blús. Cold Shot er millitempóblús, sem Vaughan skreytir með fremur átakalitlu en vel útfærðu sólói. Á eftir því kemur Tin Pan Alley, rólegur og fallegur blús eftir Jimmy Reed. Þetta er besta lag plötunnar og er gítarleikurinn í lagi þessu sérlega afslapp- aður, viðkvæmur og hreint út sagt mjög góður. í iaginu Honey Bee svífur hressilegur ryþma og blús andi yfir. Hressilegt og gott gamaldags lag. Plötunni lýkur svo með einskonar jazzlagi, þar sem gítarinn og saxófónninn kallast á. Góður og skemmti- legur endir á góðri plötu. Vaughan leikur enn sama leikinn og hann gerði á fyrri skífunni, þcir sem varia er um nokkrar yfirtökur (overdub) að ræða, enda vart að maður með slíka tækni þurfi á slíku að halda. Þetta gefur líka tónlistinni hrárra og hressilegra yfirbragð. Þá má ekki gleyma þvf að Stevie Ray Vaughan hefur ágæta rödd til þess að syngja þessa tegund tónlistar en eins og ég sagði í umfjöllun um fyrri plötuna á sínum „Vaughan ferekki leynt með aðdáun sínaá Jimi Hendrix," segirGunnlaugur Sigfússon m.a. i umsögn sinni um plötuna Couldn’t stand The Weather. eftir Gunnlaug Sigfússon tíma, þá er tónlist hans tímaskekkja, að minnsta kosti verður ekki vart við marga sem leika slíka tónlist í dag, en hún er síður en svo verri fyrir það. Spaundau Ballet - Parade Það voru víst ekki margir sem komust hjá því að heyra plötuna True, sem Spandau Ballet sendi frá sér í fyrra og náði þá gífur- legum vinsældum og þá sérstaklega í Bret- landi. Ég er þó einn þeirra sem aldrei hafa heyrt þessa plötu, utan einhver lög af henni sem náðu vinsældum. Þó held ég að ég hafi aldrei heyrt neitt þeirra nógu oft til þess að bera kennsl á þau í dag. Raunar hef ég ekki hlustað á Spandau Ballet neitt af viti síðan þeir sendu frá sér sína fyrstu plötu, Joum- eys To Glory árið 1981, þegar blitz æðið var í hámarki, þannig að ég hef ekkert fylgst með þróun þessarar hljómsveitar. Eftir að hafa hlustað töluvert á Parade, get ég nú varla sagt að ég sakni þess að hafa ekki fylgst betur með þeim. Því verður þó vart í móti mælt að þeim hefur farið geysi- lega fram á þessum tíma, enda heyrir mað- ur þegar hlustað er á Joumeys To Glory i dag, að þar hafa verið algerir viðvaningar á ferð. Tónlist Spandau Ballet er í dag betur flutt en áður, fyrir utan að búið er að pússa hana og fága. Þeir halda sig við létta popp- tónlist, sem auðveldlega getur einnig flokk- ast undir fótaburðartónlist, þó að bassa- trommuslagið sé nú aftar í hljóðblöndun- inni. Lögin á Parade em öll, svo sem verið hefur á fyrri plötum þeirra, samin af gítar- leikaranum Gary Kemp og enn tekst honum að koma saman lciglínum, sem sumar hverjcir ættu að geta náð almenningshylli og ein- hverjar þeirra hafa raunar þegar gert það. Að öðm leyti er Parade ekki eftirminnileg plata og em útsetningar laganna raunar fremur flatar og lítt eftirminnilegar og söng- urinn er einhæfur. Það er helst að gítarinn lífgi uppá en hann bjargar þó ekki miklu. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.