Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 8
þörfina á þessari útþenslu. Nú fer fjöldi þeirra að nálgast fimmta tug- inn og oft virðist mikið í þær lagt. ÖIl telja olíuféiögin það þó vera höfuðhlutverk sitt að selja bensín og olíur og nú fcira þau fram á rífleg- ar verðhækkanir við verðlagsyfir- völd. Stórfelld hœkkun olíunnar? Samkvæmt heimildum HP er þarna um að ræða hækkanir frá 12% upp í rúmlega 20%. Minnst á bensíni og mest á svartolíu. Ástæðumar eru taldar vera mjög neikvæð staða á innkaupajöfn- unarreikningi, eða alls upp á 100 milljónir vegna hækkunar dollars (sbr. viðtal við Þórð Ásgeirsson hér á síðunum) en slflcur halli þýðir einfaldlega það að félögin heifa selt olíuna undir innkaupsverði á síð- ustu mánuðum. í samteili við HP staðfesti Georg Olcifsson verðlagsstjóri að þessar beiðnir lægju fyrir en að þær færu sennilega ekki fyrir Verðlagsráð fyrr en eftir mánaðcimótin. Þá geta verkföll verið skollin á og það þýð- ir að enn dregst að leysa úr vand- anum. Þetta er mjög slæm staða, segja þeir sem þekkja til, og stjóm- völd hljóta að verða að aðhafast eitthvað. Svartolíuhækkunin hlýt- ur t.d. að koma hrikalega illa út fyrir útgerðina. Stjómvöld hafa raunæ gefið útgerðinni loforð um að ekki komi til olíuverðshækkana fram að áramótum. Þetta staðfestir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við HP og segir það eiga rætur í umræðum vegna ákvörðunar síðasta fiskverðs. ,,Það verður staðið við það,“ segir Halldór. „Það getur þá þýtt það að skuld safnist á imikaupa- jöfnunarreikningnum. Ríkisstjórn- in sá um það að staðcin á honum var jöfnuð þegar hún tók við stjórnartaumunum, en nú hefur þetta safncist upp ciftur. Gengið hefur hækkað og það er eðlileg ástæða fyrir þessari beiðni olíufé- laganna. Það hefur staðið yfir end- urskoðun á verðlagningu olíunnar og því verki er að ljúka. Það em margir liðir inni í verðinu, s.s. landsútsvar, og það er óeðlilegt að þessi gjöld verði innheimt á erfið- leikatímum." Gagnrýni á vöruverslun olíufélaganna Aukin umsvif olíufélaganna í mörgu öðm en því að selja olíur - s.s. sælgæti, matvörur, o.fl. - leiða hugann að því hvað talsmönnum frjálsrar verslunar á íslandi þyki um þennan verslunarmáta. Gagn- rýnandi þessa kerfis getur þess m.a. í samtali við HP að félögin noti veldi sitt og uppbyggingu kringum olíuvömr undanfama áratugi til að byggja ofan á það með ólíkum verslunum. að vemlega að magni til, eða um 18 - 20% í heildina. í spá orkuspárnefndar fyrir nokkmm ámm (til ársins 2000) er t.d. talið að bensínnotkun lands- manna muni aðeins lítillega aukcist næstu ár og síðan fara minnkandi. Hitaveitufrarnkvæmdir o.fl. hafa svo dregið úr olíunotkun þannig að almennt er talið að samkeppnin um dropann fari hzirðnandi, ef svo má segja, því í raun skipta olíufé- lögin olíuförmunum bróðurlega á milli sín í samræmi við hlut hvers og eins þeirra í heildarsölu. Stefni eitt að aukinni markaðshlutdeild hlýtur það því að verða á kostnað hinna. Samkeppnin snýst því t.d. um staðarval bensínstöðva, aðdráttar- afl þeirra og síaukinn fjölda alls- konar vara, sem oft em ærið fjar- skyldar olíuafurðum. Þjóðviljinn gerði s.l. vetur úttekt á vaxandi umsvifum í uppbyggingu bensín- stöðva á Reykjavíkursvæðinu og vakti upp margar spumingar um FORSTJÓRI Skeljungs, Indriði Páls- son, telur erfitt að meta hvort við- skiptin við Sovét megi teljast hag- stæð fyrir íslendinga. ,Sé til lengri tíma litið er tæpast hægt að segja að þau hafi verið íslendingum óhagstæð." Um aukið frelsi olíufélaganna til innkaupa segir Indriði: „Þetta er viðskiptapólitísk spurning sem aðrir hafa meira um að segja en olíufélögin. Það er ekki hægt að mínum dómi að svara henni með já eða nei. En ef aðeins er verið að tala um olíuna sem slíka þá er það mín skoðun að á því sviði sem öðmm eigi að ríkja sem mest frelsi. Málið er bara ekki svona einfalt, því við íslendingar þurfum að selja okkar afurðir sem við framleiðum hér og þar geta komið til hagsmunir sem binda okkur og gera eðlilegt að við bein- um kaupum á olíuvömm í ákveðna farvegi. Það er verðjöfnun skv. lögum á bensíni, gasolíu og svartolíu í land- inu,“ segir Indriði aðspurður um hvort skipulagið á þessum málum þýddi ekki óeðlilega samkeppni milli félaganna. „Þessar vömr ber því að selja á sama verði hvar sem er á landinu. Ég hef ekki vald til þess að breyta því. Að því er varðar spurninguna að öðm leyti þá er mikil samkeppni milii olíufélag- anna á mjög mörgum sviðum. Samkeppni um þjónustu og mjög vemlegur hluti af sölu félaganna er sala á annarskonar vörum, ss. smurningsolíu og kemískum vör- um og allskonar þjónustuvörum fyrir befreiðar o.fl. Þar er mikil samkeppni. Ég get nefnt sem dæmi innflutning okkar á asfalti. Það er boðið út hér á landi og t.d. árin ‘81 og ‘82 vomm við hjá Skeljungi með lægstu tilboðin þannig að við feng- um öll þau viðskipti. Ekki hafði Indriði á reiðum höndum upplýsingcir um hlutfall þjónustuvara í heildarveltu félags- ins en sagði heildarveltuna á síð- asta ári hafa verið einn milljarður og 905.000 kr. og veltuaukning um 75%. Hann vildi þó hafa vara á því hvað hvert félag teldi vera veltu- aukningu hjá sér. Olís seldi t.d. ekki flugvélaeldsneyti heldur flytti það inn og geymdi það fyrir Flugleiðir. „Hvort það er talin sala í þessu eða ekki veit ég ekki um, en það var alla vega um vemlega aukningu á af- hendingu til Flugleiða að ræða á síðasta ári. Það dró mjög úr sölu til erlendra flugfélaga á síðasta ári og það minnkaði veltuaukninguna hjá okkur. Hlutdeildin í gasolíu, bens- íni og svartolíu breytist mjög lítið hjá okkur.“ Um harðnandi samkeppni sagði Indriði: 8 HELQARPÖSTURINN „Fyrir utan fasta olíuverðið hef- ur samkeppnin í sölu á þjónustu harðnað. Ég get ekki dæmt um hvort það hefur orðið á kostnað samstarfs milli olíufélaganna en það er þó miklu minna en margur heldur. Við rekum ekki matvörumark- aði,“ segir Indriði aðspurður um þá þróun félaganna að auka cflls- konar þjónustu. „Við teljum að það sé í verkahring cmncirra. Við höfum uppi hugmyndir um alls koncir nýj- ungar á hverjum tíma en það er ekki til þess að tilkynna fyrirfram. Það er ágætt að þú spyrð um þetta,“ segir hann þegar ymprað er á auknum byggingum olíufélag- anna á bensínstöðvum. „Við erum að byggja bensínstöð uppi áVest- uriandsvegi en Skeljungur hefur ekki byggt bensínstöð í Reykjavík síðustu tíu árin. Með öðrum höfum við hins vegar gert það bæði í Mos- fellssveit og á Seltjamamesi." Indriði kvaðst að lokum líta svo á að með þessu viðtali vildí hann halda sig við staðreyndir en ekki hcflda uppi áróðri fyrir sitt fyrir- tæki, en ef út í það væri farið gæti hann eflaust dregið ýmislegt fram sem hann teldi vera betra hjá Skel j- ungi en hinum fyrirtækjunum. VIÐTÖLIN við Vilhjálm Jónsson, forstjóra Olfufélagsins, og Indriða Pálsson, forstjóra Skeljungs, vom tekin áður en upplýsingar höfðu fengist um hækkanabeiðnir félag- anna, þannig að láta verður nægja svör Þórðar Á. um ástæður þeirra fyrir beiðnunum, enda væntanlega þær sömu. Að öðm leyti vom sömu spumingar lagðar fyrir for- stjórana og Vilhjálmur Jónsson hafði þetta að segja um viðskiptin við Sovétríkin undanfarin ár: „Ég tel að frá fyrri olíukreppu ‘73 megi segja að þau viðskipti hafi verið hagstæð samanborið við olíukaup annarsstaðar að. Við- skiptahagsmunir ísiands hafa Iíka áhrif á það hvað er hagstætt og hvað ekki. Viðskiptin við Sovétrík- in byggjast á því að við getum selt þeim okkar útflutningsvömr." Um hagkvæmni þess að olíufé- lögin fái frjálsar hendur til inn- kaupa segir Vilhjálmur: ,„Ég hef enga trú á því að við fengjum ódýrari olíu inn til lands- ins þó sett yrði meira frelsi á í þess- um viðskiptum. Ég held að við fá- um ekki olíu á öðm en svipuðum kjömm. Ég held það megi slá því alveg föstu að það væri ekkert hag- stæðara. Ég lít svo á og veit það mikið um markaðinn, að því er ég tel. Við íslendingar erum óskaplega litlir á þessum sviðum eins og öðr- um og olíunotkunin í landinu er ekki meiri en svo, að erfitt væri fyrir aðila sem hefði t.d. 10 eða 20% Álit forstjóra olíufélaganna á stöðu olíuverslunarinnar, samkeppni félaganna og f járfestingum Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís: ,,Olís ertvímælalaust í sókn.“ af olíuviðskiptunum í lcindinu að flytja inn einn. Það yrði feikilega dýrt. Þannig að ég tel að þetta sé ekki eins óhagstætt í dag og sumir vilja vera láta.“ Um hugmyndir um sameiningu félaganna hefur Vilhjálmur þetta að segja: „Það sem ég tel vera höfuðkost- inn við að hafa þrjú félög er að þótt ekki sé samkeppni um verð - sem er opinbert og ég tel að við mynd- um ekki ná lægra verði sinn í hvom lagi, - þá er samkeppni um þjón- ustu og mjög mikil samkeppni um að reyna að gera hlutina sem hag- kvæmast í hverju félagi fyrir sig. Það er því raunvemlega sam- keppni milli fólksins sem vinnur hjá félögunum um að reyna að gera dreifinguna, afgreiðsluna og söl- una sem hagkvæmasta og ég tel að þetta sé töluvert mikils virði. Ef þetta væri allt komið á eina hönd, t.d. ríkisfyrirtæki, þá deyfðist þetta. Annað er þó að til þess að þetta geti gengið svona þá verða félögin að sýna vissa ábyrgðartilfinningu, t.d. með því að fjáríesta ekki um of. Það skiptir miklu í dag að fyrirtæki séu rekin með sem minnstum til- kostnaði. Ef það fer að bera á því að félögin fara að yfirf járfesta til að ná einhverjum spóni hvert úr ann- ars aski, þá er komin hætta í spilið, og það fyrir félögin sjálf, því al- menningur myndi ekki þola það ef félögin fæm út í alltof miklar fjár- festingar hvert fyrir sig.“ Vilhjálmur segir að samkeppnin milli félaganna á seinni árum hafi að mörgu leyti breyst. „Við hjá Olíufélaginu höfum ekki _____________~...................... Js ‘.'1 íi t * í í,i ,» J .*.» * « ? i f I Vilhjálmur Jónsson forstjóri Esso: ,,Tel ekki að frjáls innkaup leiði til lækkaðs verðs.“ farið mikið út í það að fylgja hinum olíufélögunum við að bjóða upp á allskonar nýjar þjónustuvömr. T.d. ekkert farið út í það að byggja matvöruverslanir eða setja upp vídeóleigur eða annað og það er mín persónulega skoðun að olíu- félögin eigi þama að halda sig inn- an vissra marka. Það er eðlilegt að fólk geti fengið ýmsa hluti til bif- reiða og ýmislegt til ferðalaga, svo dæmi sé nefnt, en að það sé farið út í alveg óskylda hluti s.s. verslanir með matvömr og á aðrar slíkar brautir, það er áicaflega andstætt minni hugsun í þessu sambandi.“ Vilhjálmur segir hlutfall svona þjónustu í heildarveltu Olíufélags- ins vera sárcflítið, eða um 2 - 3%, en varðandi byggingu bensín- stöðva segir hann: „Við höfum ekki byggt mikið af bensínstöðvum síðustu árin, þótt við höfum náttúrlega endumýjað á nokkmm stöðum. Eg kannast ekki við það að við höfum byggt ein- hver sérstök musteri heldur að- eins þokkaleg hús til að annast þessa þjónustu." Eins og Þórður segir um Olís tel- ur Vilhjálmur sitt fyrirtæki vera í sókn, því það hafi vel haldið sínu á markaðnum á þessu ári en veltu- aukningin á síðasta ári varð um 82%. ÞÓRÐUR Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslunarinnar, var fyrst spurður um ástæður að baki þess- ara hækkanabeiðna sem olíufé- lögin hafa sent til verðlagsyfir- valda: „Við emm ekki búnir að kynna þetta fyrir Verðlagsráði enn heldur ct .l höfum aðeins sent bréf þar að lút- andi, en ástæðan er einfaldlega hækkun dollarans undcmfarið um 13 - 14%. Innkaupsverð hefur raunar staðið í stað í dollurum en vegna hækkunar hans er staðan á innkaupajöfnunarreikningi félag- anna nú neikvæð um 100 milljónir króna. Þetta er það sem við eigum inni í verðlaginu og er tap á Jjess- um tegundum undanfama mánuði sem félögin hafa þurft að taka á sig en vilja nú fá leiðrétt. Þetta þýðir ekki hækkun á álagn- ingu, þ.e.a.s. dreifingarkostnaðin- um; þó að ný vísitala á kostnaði olíufélaganna hafi hækkað nokkuð 1. sept. er það aðeins brot af hækk- anabeiðnunum. Þórður sagði að auðvitað hlytu slíkar hækkanir, ef þær gengju í gegn, að þýða mikið áfcfll fyrir t.d. útgerðina, en þetta væm einfcfld- lega blákaldar staðreyndir sem við stæðum frammi fyrir vegna hækk- unar dollarans. .fáist þessar hækkanir ekki í gegn, heldur það auðvitað áfram að við verðum að taka á okkur tap, en með 100 millj. kr. halla á inn- kaupajöfnunarreikn. er þetta kom- ið svo langt að ekki verður lengur við það unað.“ Um það hvort félögin geti ekki notað hagnað sinn af öðrum vör- um til að jafna þetta sjálf segir Þórður: „Olíufélögin geta verið í gróða- rekstri á öðrum sviðum en það em takmörk fyrir því hve hægt er að borga mikið niður af tapinu af sölu á þessum hefðbundnu olíum. A.m.k. viljum við koma þeim við- skiptum á núll.‘ t... i i - i .i 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.