Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 7
OLIUÞRIVELDIÐ HARÐIR SAMKEPPNISAÐILAR EÐA FLOKKSPÓLITÍSK SAMTRYGGING? Hrikalegar veröhækkanabeiönir á olíu liggja fyrir Hagnaöur olíufélaganna og fjár- festingar stinga í stúf viö tap á sölu olíu „Bláköld staðreynd vegna gengishækkunar,“ segja tals- menn olíufélaganna Dagsbrúnarmenn viö sölu á sígarettum og tóbaki Sjávarútvegsráöherra segir loforö um veröstöövun á olíuverði til áramóta standa eftir Ómar Friðriksson mynd Jim Smart Gríðarlegar hœkkanabeiðnir frá olíufélögunum þremur, á olíum og bensíni, bíða nú samþykkis hjá Verðlagsráði. Þarna fara félögin fram á hœkkanir á þessum vörum í prósentum talið frá 12% allt upp í rúmlega 20%. Gangi þessar hœkkanir í gegn hlýtur að verða um mjög alvarlegt ástand að ræða íþjóðfélaginu, ekki síst fyrir útgerðina í landinu. Þessar upplýsingar komu frám í athugun sem HP hefur verið að gera á uppbyggingu olíurisanna í land- inu, þríveldisins mikla, og nokkrum þáttum í olíuversl- uninni. Samstaða þeirra eða samkeppni hefur verið til mikillar umfjöllunar í tímans rás og deilur staðið um það hvort hið þrefalda dreifingarkerfi olíuvara sýni ekki bruðl og óhagkvœmni í olíuverslun á íslandi þar sem t. d. bensínverð hér er með því hœsta sem þekkist. For- mælendur félaganna segja þó samkeppni harða milli þeirra hvað þjónustu varðar og víst er að umsvifin á því sviði hafa aukist og fjárfesting félaganna verið veruleg undanfarið. Olíufélögin komu öll út með hagnaði á síðasta ári. þeirra hafa mjög verið gagnrýndar undanfarið og það stíngur í augu að afkoma félaganna allra var m jög góð á síðasta ári um leið og þau telja sig geta sýnt fram á það á pappírum að tap hafi verið á söiu fljótandi eldsneytis, ss. á bensíni. Hlutfall opinberra gjalda í bens- ínverði er þó það sem þyngst veg- ur. Það er nú tæp 60% og hefur ekki verið. hærra í 10 ár. Dreifingar- kostnaður hefur verið um 10-11% (8 - 14% í öllum teg.) og miðað við að sala á bensíni hafi verið um 90 þús. tonn á síðasta ári er dreifing- arkostnaður félaganna um 228 millj- ónir á ári sem neytendur borga en félögin ráðstafa þó ekki hluta af því fé til fjárfestínga í t.d. bensín- stöðvum, heldur fjármagna það með afskriftafé eða tekjuafgangi. í rauninni hafa olíufélögin löng- um gangrýnt verðlagsyfirvöld fyrir að sjá til þess við framkvæmd síns verðlagseftirlits að olíuverslun skyldi eingöngu rekin á þann hátt að olíufélögin fengju dreifingar- kostnaðinn greiddan en héldu ekki eftir neinum hagnaði. Alhliða frelsi í sumar voru þeir Georg Ólafs- son verðlagsstjóri og Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, fengnir til þess af viðskiptaráðherra að gera at- hugun á leiðum til þess að lækka olíuverð. Þetta var gert vegna ákvörðunar ríkisstjómarinnar um að endurskoða bæri verðlagningu á oiíu. Bráðabirgðaskýrsla um mál- ið mun hafa borist ráðherra fyrir um það btiliþrem vikum og hefur I t I » I I » * » * * staðan í þessum málum gefið ýms- um tilefni til að líta gagnrýnisaug- um til olíufélaganna. HP hefur það eftir mönnum sem velt hafa þess- um málum fyrir sér að dreifingar- kostnaður félaganna, þ.e.a.s. álagning þeirra, og hvemig hcinn er reiknaður, orki tvímælis. Félög- unum þykir hann of lágur en aðrir telja að hann hafi þær afleiðingar að félögin sjái sér ekki hag í að . i gæta. i spamaðar. - . Fjáríestingar . Samkvæmt þeim upplýsingum sem HP hefur komist yfir munu vera uppi hugmyndir um að olíu- kaup verði gefin frjáls og ekki að- eins dreifingin innanlands, því vegna hlutfalls hennar í heildar- verði veittist með því of lítíð svig- rúm til að ráða bót á vandanum. Hleypa þurfi fleiri aðilum að. En vandinn er stór og virðist ekki verða leystur á næstunni, þvi fyrir nokkrum.dögura kom s«ndinefnd. . I * * < | i'lVlV* 4 viðskiptaráðuneytísins og olíufé- Iaganna heim frá Sovétríkjunum þar sem samið var um olíukaup fyrir næsta ár, eins og venja er á þessum árstíma. Þaðan kaupum við mestallt magn olíunnar skv. föstum viðskiptasamningum, og sitjum því uppi með þær birgðir og Scima fyrirkomulag út næsta ár. Olíuviðskiptin við Sovétríkin hafa verið svipuð síðustu ár og nam hlutfall af heiidarinnflutningi olíu- vara á síðasta ári um 62.6%. Nú mun hafa verið samið um svo til sama magn. Einokun „Olíuverslun á íslandi er í alltof föstum skorðum," segir maður sem gagnrýnt hefur verulega þetta fyrirkomulag. „Við erum með þre- falt dreifingarkeríi, þrefalt skrif- stofubákn og þrefaldan gróða fé- laganna og þetta leggst allt ofan á verð neytandans. Þetta er hlut- fallslega miklu meira en í öðrum löndum og fáránlegt einokunar- kerfi því félögin eru að selja sömu olíuna undir mismunandi nöfnum og á sama verði. Þama er eingöngu um gervifrelsi að ræða og ég er viss um að ef bandarísk einokunarlög giltu hér á landi væri fyrir löngu búið að ganga í þessi mál. Hér hef- ur þetta fengið að viðgangast vegna pólitískra hagsmuna ákveð- inna flokka. Þarna hefur verið á ferðinni það sama og á við um t.d. verktaka- starfsemina á Keflavíkurflugvelli, Grænmetiseinkasöluna og ATVR, »íð. þessn ihefur.- verað .skiptt upp > • i t t i 'i i j V t < írril1} í 'n / pólitískt áratugum saman og sem hluta af plottínu í helmingaskipta- stjórnum Framsóknar og Sjálf- stæðisflokksins." Áður en vikið er að hækkana- beiðnum er rétt að líta á nokkra meginþætti í þessu kerfi innflutn- ings á olíu og verslunar. Allt frá 1953 hefur mestur hluti olíuinnflutningsins komið frá Sov- étríkjunum samkvæmt viðskipta- samningum milli lcmdanna. Ínn- flutningsverð hefur á síðari árum miðast við skráð markaðsverð í Rotterdam en á ári hverju er samið um fyrirfram ákveðið magn fyrir næsta ár og eru kaupin byggð é 5 ára rammasamningum um heildar- viðskipti milli landanna. Það er viðskiptaráðuneytið sem formlega sér um þessi innkaup en olíufélögin tilnefna ætíð menn í samninganefndirnar og að lokinni samningsgerð hverju sinni fá þau hann í hendur til ráðstöfunar. Kaup frá Portúgal hafa einnig auk- 'ist nokkuð frá ‘77 en eru gerð á sama grundvelli. Afgangurinn er hins vegar keyptur frá öðrum aðil- um á Vesturlöndum. Sáralítið hafa olíufélögin svo sjálf fengið að kaupa frjálst. Allar ríkisstjómir á íslandi hafa talið að olíuviðskiptin við Sovétríkin væru í samræmi við viðskiptahagsmuni þjóðarinnar. Þannig er ekki um samkeppni milli olíufélaganna að ræða viðvíkj- andi mismúnandi gæðum olíunn- ar. Ekki heldur um innkaupsverð né heldur söluverð innanlands vegna verðlagsákvæða. Síðustu 7 ■ ár hefur olíusala felagarwia.nainnk- ‘ " HELGARPÓSTURÍNN *7,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.