Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 19
HRINGBORÐ í dag skrifar Heimir Pálsson Lágmenntastefna eða láglaunastefna eða bréfkorn til íslenskra foreldra ÞEGAR ÞESSIORÐ eru fest á blað stendur prentaraverkfcill, og guð og Þorsteinn Pálsson vita einir hvaða verkfall stendur þegar pistillinn kemur fyrir sjónir Ies- enda. Vonandi verður samt ekki úrelt þá að minna menn á að skólar hafa fyrir skemmstu hafið störf eftir sumarhlé. Ég hef oft áður — bæði á þess- um vettvangi og öðrum — lýst eftir því sem kalla mætti ábyrga íslenska menntastefnu. Efni þessa pistils fellur ekki langt frá þeirri eik, en samt langar mig einkum að beina orðum mínunr til þeirra íslenskra foreldra sem nú eiga börn og unglinga í skól- um. Og mig langar að hefja bréf- kornið til þessa hóps (er það um helmingur þjöðarinnar?) með einfaldri spumingu: „Hvaða kröfur gerir þú til kennara barna þinna?" Með því að svarið gæti orðið ofurlítið mismunandi eftir skólastigum, lcingar mig að byrja á grunnskólakennaranum. I fyrsta til sjötta bekk gmnn- skólans (eða barnaskólanum) eru iíkur til að bömin þín hafi einkum einn kennara. Þá er nokk- uð ljóst að hann er í flestum til- vikum sú fullorðin manneskja sem börnin hafa mest af að segja. Þau em lengur samvistum við hann en þig í vöku. Þá sýnist mér fyrsta krafan hljóti að vera nokk- uð augljós: Þú ætlast til að kenn- arinn sé prúðmenni og umgang- ist böm þín eins og mikilvæga einstaklinga, sýni þeim með for- dæmi sínu hvemig ábyrg og ljúf manneskja hagcir sér. í annan stað ætlast þú áreiðan- lega til að kennari bamanna þinna kunni skilgóð svör við hverju því sem upp kann að koma í kennslustofunni. Hann hefur axlað megnið af frum- fræðslunni, þeirri sem bænda- samfélagið gamla dreifði á a.m.k. tvær kynslóðir og stundum all- marga einstaklinga af hverri kyn- slóð. í þriðja lagi verður kennarinn að sjálfsögðu að vera þeim vanda vaxinn að gerast „huggari" bam- anna þinna í hverri þraut. Þú ert ekki í kallfæri, því þú ert væntan- lega að sinna framfærsluskyld- unni. í fjórða lagi verður kennarinn vitanlega að búa yfir og geta miðlað þeirri þekkingu sem nauðsynleg er hverjum einstakl- ingi í nútímascimfélcigi. Þama taka gmnnskólalögin kröftuglega undir við þig. í fimmta lagi verður kennarinn vitaskuld að ábyrgjast að sú þekking sem hann er að miðla sé í samræmi við nútíðina, ekki lið- inn tíma. Úrelt þekking kemur börnunum þínum að litlu haldi. í sjötta lagi — og er þó reyndar fólgið í því sem áður er sagt — verður bekkjarkennarinn að kunna skil á einum sex náms- greinum skólans. Auk frumgrein- anna þriggja, lesturs, skriftar og reiknings, koma þar fög eins og átthagafræði (þ.e. ajn.k. saga, landafræði og náttúrufræði) og Biblíusögur (það er undirstaða allreir hugmyndafræði okkar). í sjöunda Iagi kann náttúrlega að vera að börnin þín eigi við einhvern smávægilegan vanda að stríða í hegðun eða líkams- byggingu, og þá verður kennar- inn vitanlega að vera starfi sínu vaxinn og geta veitt hverjum ein- staklingi þjónustu. Við þennan lista getur hver og einn bætt eftir efnum og ástæð- um. En hvernig búum við nú að kennaranurrt svo hann geti leyst þessi smáræði fyrir okkur. í fyrsta lagi fáum við honum náttúrlega fullkomið húsnæði og nýtískuleg kennslutæki. Flestir skólanna eru að vísu mjög van- búnir að tækjum og í marga þeirra vantar alla aðstöðu til kennslu í sumum greinum (íþróttahúsið var kannski látið bíða og hefur beðið í áratugi, máski gleymdist að gera ráð fyrir líffræðikennslunni, nú eða heimilisfræðunum). En hvaða kennslutæki og aðstöðu höfðu eiginlega fcirkenncircimir í gamla daga? Kennsla þeirra fullnægði þörfum foreldra okkar. í öðru lagi ætlumst við aðeins til að kennarinn sinni að meðal- tali tuttuguogsex nemendum. Það merkir m.a. að margir bekkir eru til muna stærri, svona um 30 nemendur. Hefurðu nokkum tíma reiknað út að þetta merkir það að bamið þitt fær einhvers staðar í grennd við fjömtíu mín- útna þjónustu hjá bekkjarkenn- aranum á viku - þ.e.as. ef hann getur skipt tíma sínum nákvæm- lega jafnt milli nemenda? I þriðja lagi leyfum við kennar- anum að vinna af sér sumartím- ann. Vinnuvika hans, samnings- bundin, er því nærri fimmtí'u klukkustundir á viku þá mánuði sem skólinn starfcir, meðan aðrir búa við fjömtíu stunda vinnu- viku. í fjórða lagi stöndum við þann- ig að endurnýjun kennslugagna og námsefnis og hver kennari með sjálfsvirðingu notar kvöldin og helgarnar til að búa til nýtt náms- efni. Hefurðu nokkum tíma hug- leitt að öll fjölritin sem bömin þín koma með úr skólanum taki tíma og kosti vinnu? Og í framhaldi cif því: Hefurðu hugsað um hvemig þér liði að kvöldi dags eftir að hafa reynt að skipta tíma þínum réttlátlega milli tuttuguogsex bcurna? Manstu hvemig var með þín tvö? Þótti þér þau nokkum tíma kref j- andi? X ÞEGAR OFAR KEMUR i skólakerfið breytast kröfumar að sumu leyti, en þó einkcmlega í þá áttina að við gemm auknar kröfur til sér- menntunar kennaranna í ein- stökum greinum. Það léttir að sumu leyti á þeim. en á móti kem- ur þá að kennarinn getur þurft að „stilla stig inn á“ allt að 100 nem- endur á dag, því nú gengur hann ekki aðeins í „bekkinn sinn“ heldur marga mismunandi bekki. Hefurðu hugsað út í álagið sem þessu fylgir? Og vel á minnst: Þegar bömin þín koma heim með leiðrétt verk- efni í ýmsum greinum, hefurðu hugsað út í hvenær kennarinn muni hafa farið yfir verkefnin? Væ það kvöldvinncm? Var það næturvinnan? — Eða var það helgin sem fór í stílabunkann að þessu sinni? x ÉG HEF ÁTT ÞESS kost að kynnast býsna mörgum kennurum um ævina. Og ég get huggað þig með því að flestailir hafa þeir hingað til lagt líf og sál að veði til þess að geta staðið undir kröfunum sem þú gerir til þeirra. En ég verð að vara þig við: Hefurðu hugsað út í að þú greiðir kenncira bamanna þinna miklu lægri laun en þú myndir greiða manni sem passaði tölv- una þína? Hefurðu gert þér grein fyrir að kennarakaupið á íslandi er orðið þannig að tala má um „vitsmuna- flótta“ úr stéttinni? Hefurðu gert þér grein fyrir hvaða máli menntun þessarar þjóðar skiptir fyrir afkomu fólks í þessu landi - hlustaðirðu kannski á Ingjald Hannibcilsson í sjón- varpinu hér um daginn? Hefurðu velt fyrir þér hvaða frcUrttíð þú ætlar bömunum þín- um? Væri ráð að hugsa um það næst þegar þér gefst stund frá brauðstritinu til að horfa í augu þeirra? Geturðu þá sagt með góðri samvisku að þú viljir þeim aðeins hið besta? Flugfrakt borgarsig Fullkomin og fljótleg flutninga- tœkni er nauðsynleg til þess að ná œskilegum veltuhraða fjár- magns, halda birgðum í lágmarki og tryggja góða vörumeðferð. Þessum markmiðum er auðvelt að ná með FLUGFRAKT. Áratuga reynsla og þekking á vöm- flutningum milli landa ásamt teng- ingu við flutninganet í lofti og á landi um allan heim er grund- völlur reglubundins áœtlunar- flugs Flugleiða sem miðast við óskir og þarfir viðskiptavina á hverjum tíma. Láttu FLUGFRAKT um flutninginn fljótt og örugglega. FLUGLEIDIR SZ FLUGFRAKT ® simi: 27800 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.