Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 11
c ^^Ftarfsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar fengu smáskrekk fyrir jólin vegna samnings, sem þeir geröu við ungan mann um útgáfu á auglýsingablaði með jólaefni á stangli. Þeim var gert viðvart um að útgefandinn hefði áður gefið út blað í nafni göfugs málstaðar, en hins vegar hefði staðið á greiðslum og reynst nauðsynlegt að senda lög- fræðing á manninn. Þessi viðvörun varð til þess, að starfsmenn Hjálpar- stofnunarinnar geirnegldu samn- inginn við útgefandann með ein- dögum um skil á ágóða. Sjálfur átti útgefandinn að fá laun fyrir vinnu sína. Prentun blaðsins tafðist raun- ar, því í prentsmiðjunni var krafist að maðurinn gerði upp fyrri skuldir og borgaði prentun vegna Hjálpar- stofnunarblaðsins áður en hann fengi eintökin. Á morgun (föstudag) á útgefandinn að gera skil upp á ein 200 þúsund og bíða menn nú spenntir eftir því hvort það standist. En um hríð óttuðust menn, að óprúttnir náungar hygðust afla sér tekna í eigin þágu út á hungruð börn í Eþíópíu.. . s ^^^jalfstæðismenn eru nú farnir að hlakka til landsfundarins að vori enda mun eflaust margt gerast þar skemmtilegt. Ýmsir uppgangs- menn munu hafa í hyggju að láta til skarar skríða á landsfundinum og tryggja sér frekari völd og áhrif. Þannig gengur það fjöllum hærra innan Sjálfstæðisflokksins að Fridrik Sophusson meti Þorstein Pálsson það veikan fyrir eftir ráð- herrastólsraunir vetrarins að nú sé rétti tíminn til að bjóða sig fram gegn honum. Raunsæir menn telja það þó mikið vanmat á stöðu Þor- steins en hann muni þola hvaða frambjóðanda sem er í vor, og verði endurkjörinn. Spá sömu menn að Friðrik myndi fá sömu útreið og Birgir ísleifur á síðasta lands- fundi. . . || H ■ inar nýju skipulagstillögur arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar, Ólafs Sigurðs- sonar og Björns Hallssonar við Skúlagötu^ eru í reyndinni sam- þykktar. Áður var búið að sam- þykkja landnotkun Skúlagötusvæð- isins undir íbúðir og þjónustustofn- anir en eftir að samþykkja hina nýju deiliskipulagstillögu. Hins vegar er borgarstjórnarmeirihlutinn ein- dregið fylgjandi tillögum arkitekt- anna og verður skipulag þeirra sam- þykkt bráðlega og segja fróðir menn um borgarstjórnarmál að fram- kvæmdir við Skúiagötu hefjist þeg- ar á síðari hluta þessa árs. Hins veg- ar er enn óákveðið hverjir munu standa að uppbyggingunni og hvernig eigendaskipting svæðisins fer fram. Líklegt þykir þó að fáir að- ilar verði valdir til að byggja um- ræddar byggingar í stað þess að dreifa uppbyggingunni meðal margra aðila. . . FOTSKEMILL AF FULLKOMNUSTU GERÐ __fotskemillinn er hannaður í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara og skrifstofufólk, stöðugur og auðveldur í meðförum. Þú stillir hallann sjálfur, velur honum hentugan stað framan við stólinn og finnur fljótt muninn á að hvíla fæturna á stöðugu gúmmíi í þægilegri hæð. VERÐ AÐEINS KR. 1.2SO Hringið í síma 82420 og fáið allar nánari upplýsingar. J Wón Baldvin Hannibalsson, sem haldið hefur 40 fundi í öllum kjördæmum á undanförnum vikum, hefur sannarlega vindinn í seglin þessa dagana, eins og skoðana- könnun HP sýnir í dag. Jón Baldvin er þó ekki maður sem horfir þröng- sýnum augum á kratismann heldur er þegar farinn að svipast um eftir samstarfsflokki sem jafnvel væri hægt að innlima í Alþýðuflokkinn. Hin haukfránu augu Jóns Baldvins hafa nú staðnæmst á Bandalagi jafn- aðarmanna og gerir hann hosur sín- ar mjög grænar fyrir Bandalaginu þessa dagana og talar ávallt við menn úr BJ í fyrstu persónu fleir- tölu, eða ,,við“. . . Eilsuhúsið VERSLUN MEÐ NÁTTÚRULÆKNINGAVÖRUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1A, SÍMI 22966, 101 REYKJAVÍK Eilsuhúsið VERSLUN MEÐ NÁTTÚRULÆKNINGAVÖRUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1A, SÍMI 22966, 101 REYKJAVÍK HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.