Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 24
NÆRMYND Siguröur Helgason ' er fæddur á frídegi verkalýðs- ins árið 1946, frumburður hjónanna Sigríðar Sigurðar- dóttur og Helga J. Sueinssonar fulltrúa hjá LÍÚ. Ættir sínar rekur hann ekki út fyrir bæjarmörk Reykjavíkur fyrr en í fjórða lið, en nafnið ber hann eftir afa sínum í 'móðurlegg, Sigurði Sigurðssyni skipstjóra á togaranum Geir RE, miklum aflamanni á sinni tíð, en hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. Systkini Sigurðar eru fjögur og vekur athygli að af þessum barna- hópi Sigríðar og Helga eru þrjú menntuð í viðskiptafræðum. Auk Sigurðar sjálfs eru það þeir Sveinn Gunnar og Helgi Sœmundur, en önnur eru Ágústa hjúkrunarfræð- ingur og Jóhann sem er doktor í jarðfræði. Æskuheimili Sigurðar var við Hagamelinn, nánar tiltekið í þar- næsta húsi við barnaskóla hverfis- Iinn nýráðni forstjóri Flug- leiða er hæglætismaður. Þessa rólyndis hans varð vart strax í frumbernsku. Mamma hans minnist stráksa: „Hann var afskaplega þægt barn, hlédrægt og feimið. Hann á nú rólegt fóik ' að, en sjálfur var hann og er enn- þá, rólegastur allra í ættinni." Und- ir þessa lýsingu af Sigurði taka æskufélagar hans. Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri VSÍ, var samferða honum í barnaskóla og lætur tvö orð nægja um per- sónueinkenni hans frá þessum tíma: „Yfirmáta hógvær." Örn Ottesen Hauksson, fjármála- stjóri Nóa-Síríuss, var einnig með Sigurði í Melaskólanum: „Hann var lítið sem ekkert gefinn fyrir það að ærslast eins og stráka var nú annars siður á þessum árum. Strákapör voru honum ekki að skapi, hvað þá þátttaka í hverfa- bardögum. Hann var meinlaus, þægur og prúður, gat átt það til að glettast iítiliega, en það var heldur ekkert meira. Hinsvegar var hann mjög trúr öllum sínum vinurn." | Nei, ærslin áttu ekki við hann og aðrar íþróttir almennt alls ekki. „Og svo hefur alltaf verið með hann Sigga,“ segir Magnús Gunn- arsson, „ég hef ekki kynnst virkari antisportista," bætir hann við. Það var kannski einna helst skák sem vakti spenning með honum sem stráklingi, jú, og dúfur. Ásamt Erni Ottesen og bræðrum sínum tók hann sig tii einn sunnudaginn og reisti forláta dúfnakofa í garð- inum heima hjá sér, nágrönnum til lítillar hrifningar. Og svo bar hann út Vísi. Örn segir: „Hann var bara svo miklu meira inni við en við hinir strákarnir. Sjálfsagt réði þar mestu hvað hann fékk fljótt mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart heimanámi sínu. Hann virtist vilja ná vissri fullkomnun á því sviði strax sem strákur, og lagði því, ákaflega hart að sér við að skila öllu til kennarans sem best úr garði gerðu. Og ef hann skildi ekki eitthvað í fyrstu yfirferð greip hann bara til þrjóskunnar. Ég held að hann hafi aldrei verið neitt gef- inn fyrir að gefast upp i baráttunni við sjálfan sig.“ Það kom lika fljótt í ljós að Sigurður uppskar í sam- ræmi við sáninguna, hvað barnaskólanámi viðvék. Hann fékk jafnan hæstu tölustafina i bekknum þegar einkunnabókum var útdeilt á vorin. Og fyrst tölur eru nefndar: Ef eitthvað var eftir- læti hans sem stráks þá voru það tölur í reikningsbókum. Sá áhugi hefur síður en svo rénað með ár- unum, þvert á móti eflst, en beinist nú fremur að linuritum en reikn- ingsbókum eins og gefur að skilja. Þar þykir hann séní. Á sumrin tók hann rútuna ein- samall austur í Suðursveit til Ragnars bónda Sigurðssonar í Gamla-Garði, sem þar býr nú ein- búi: „Jú, ég man vel eftir gutta. Hann var nú frekar rólegur, fannst mér, og hugsi, en ef því var að skipta þrælduglegur og röskur að taka til hendinni. Ég held að hann hafi heillast af Suðursveitinni, landslaginu, náttúrunni. Eitt haustið kom hann að máli við mig og sagðist ekki geta hugsað sér að fara aftur vestur á mölina, hvort ég vildi nú ekki vera svo góður að leyfa sér að vera alveg yfir vetur- inn, hann skyldi bara sækja hérna næsta skóla og haga sér vel.“ Þetta segir Ragnar sem annaðist Sigurð í fimm sumur, ailt fram að ferm- ingaraldri. Unglingsárin liðu. Alltaf var Sig- urður jafn rólyndur, hógvær og námsglaður. Mamma hans minn- ist þess hvað hann fór lítið út að skemmta sér. „Það er varla hægt að hugsa sér heimakærari ungling en Sigurður var.“ Vinir hans segj- ast líka hafa átt erfitt með að draga hann með sér út á lífið. „Hann virt- ist eiga nóg með sjálfan sig og var ekkert gefinn fyrir það að horfa í kringum sig á hitt kynið, eins og okkur hinum strákunum þótti mest í varið," segir Örn Ottesen og leiðir síðan hugann að því þegar þeir voru að útskrifast úr Versló tuttugu ára gamlir: „Dimitteringin í Verslunarskólanum heitir Peysu- fatadagur, eins og menn kannski vita. Og svei mér þá ef það var bara ekki í fyrsta skipti þá, sem ég sá Sigga leiða stelpu!" Annar fé- lagi Sigurðar frá þessum árum seg- ir Sigurð einfaldlega hafa verið praktískan í kvennamálum. Jafn mikili námshestur og hann var hafi gert sér ljósa grein fyrir hvað stelpufans gæti auðveldlega gert úti um lærdóminn: „Það lýsir Sigga dálítið vel að hann hóf ekki búskap fyrr en hann var algjör- lega orðinn fullnuma í fræðunum, nefnilega í rekstrarhagfræði!" Versió, já. Hann var þar fyrst og fremst til að læra. I félags- lífinu var hann aftur á móti „mjög til hliðar", eins og Örn Ottesen orðar það. „Yfirmáta hógvær,“ endurtekur Magnús Gunnarsson en bætir við í þetta skipti: „Hann var svo sem með í því sem við hin vorum að gera, en hann átti þar aldrei neitt frumkvæði. Aldrei for- ystusauðurinn, nema þá náttúr- lega í einkunnum." Þar blómstraði Sigurður sem endranær og „kúr- istinn", eins og hann var þá af sum- um nefndur, skildi við Verslunar- skólann með tvenn verðlaun upp á sparivasann. Þar komu tölur nærri. Hann varð langhæstur í stærðfræði og hampaði þar að auki bókfærslubikar skólans. „Siggi fór í gegnum viðskipta- fræðideild Háskólans rétt eins og hann hafði farið um Verslunar- skólann, af rósemi og nákvæmni," segir Magnús Gunnarsson, sem enn var honum samferða á náms- brautinni. „Hann var ómetanleg hjálparhella okkur skussunum sem stunduðum ekki námið sem skyldi. Það var alltaf hægt að leita í smiðju hans, ef eitthvað vantaði í sambandi við námið. Og hann leysti úr öllum gátum manns, enda var hann þá jafnan búinn að liggja yfir efninu lengi og vel. Ég held að ég geti fullyrt að einkunnakúrfa þessa árgangs viðskiptafræði- nema sem við Siggi tilheyrðum hefði orðið töluvert og eflaust miklu tilkomuminni ef þessa talnameistara hefði ekki notið við. Hann bókstaflega lærði fyrir bekkinn." Sigurður útskrifaðist úr við- skiptafræðideild Háskóla ís- lands vorið 1971 með ein- hverja hæstu einkunn sem nokkur viðskiptafræðingur getur státað af á lslandi. Hann var dúx ársins. Það Sigurður Helgason eftir Sigmund Erni Rúnarsson teikning Elín Edda Sigurður Helgason yngri tekur við starfi forstjóra Flugleiða fyrsta júní í sumar. Það var látið svo heita í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu þegar næsti forstjóri þess var fyrst nefndur, að „samstaða“ hafi verið um ráðningu hans á meðal stjórnarmanna þess. f Nær- myndinni sem hér á eftir verður dregin upp af júní- ornum kemur annað í ljós, svo og hitt hver hann eigin- lega er, þessi huldumaður sem næsta ekkert hefur borið á til þessa; maðurinn sem á að stjórna stærsta einka- fyrirtæki Islands næstu árin. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.