Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 28
ÍEÍ ftir því sem HP hefur fregnað miðar rannsókn Verðlagsstofnun- ar á kaffibaunakaupum O. Johnsons & Kaabers vel og hefur ekkert komið fram enn, sem bendir til þess að fyrirtækið hafi óhreint mél í pokanum vegna afsláttar- og umboðslauna. Verðlagsstofnun ákvað að fara í saumana á þessum málum í kjölfar uppljóstrana í blöð- um um 5,5 milljón dollara afslátt sem Sambandið fékk vegna sinna kaffibaunakaupa fyrir Kaffi- brennslu Akureyrar. Eftir því sem HP kemst næst, nam kaffiafslátturinn til Kaabers á árun- um 1979—1981, sömu ár og Sam- bandið fékk sinn afslátt, um einni milljón dollara og mun Kaffi- brennsla Kaabers hafa notið þessa afsláttar að stærstum hluta. Pá munu neytendur hafa notið þess að megnið af afslættinum rann til Kaffibrennslu Kaabers, því verð á kaffi hækkaði ekki í eitt og hálft ár eða frá því um mitt ár 1980 og út árið 1981. Verðlagsstofnun byggði verðút- reikninga sína að mestu leyti á gögnum frá Kaffibrennslu Kaabers en endanleg niðurstaða liggur ekki enn fyrir... || ■ ■ itt leikhúsið hefur verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu með sýningu sína á Litlu hryllings- búðinni í Gamla bíói. Ekki hafa allir verið jafnhrifnir af framgangi leik- hússins og þótt mikil peningalykt af fýrirtækinu og gauragangurinn í kring um það fullmikill. M.a. höfum við frétt að fulltrúar Þjóðleikhúss- ins, Leikfélags Reykjavíkur og leik- ara hafi marghringt upp í rás 2 og kvartað undan því hve oft Litla hryllingsbúðarplatan sé leikin. . . eysilegar fjárhæðir liggja 1 uppsetningu á Litíu hryllingsbúð- inni. Hitt leikhúsið er hlutafélag og munu allir hluthafar hafa lagst á eitt að fjármagna sýninguna. En það eru einkum tveir aðilar sem hafa fjárfest í uppsetningunni. Eru það þeir Árni Möller sem rekur kjúkl- ingabú á Þórustöðum fyrir austan fjall og Sigurður Gísli Pálmason — sonur Pálma í Hagkaup. Þá mun Þórir Jónsson tengdafaðir annars yfirumsjónarmanns sýningarinnar, Sigurjóns Sighvatssonar, hafa lagt drjúgan skilding af mörkum, enda eigandi Sveins Egilssonar og Þ. Jónssonar, eða öðru nafni Ford-um- boðsins. Svo skemmtilega vill til að Þórir Jónsson er ennfremur tengda- faðir Sigurðar Gísla Pálmasonar, svo ekki skemma ættartengslin fyrir. . . A Akureyri hafa menn um langa hríð velt vöngum yfir því hvort Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar þar í bæ, ætlaði sér sæti á Alþingi Islendinga. Þessu hefur yfirleitt verið svarað þannig, að svo verði varla, þar sem Gunnar hafi ekki efni á því að lækka svo mikið í launum, sem raunin yrði. Þetta mun eitthvað hafa breyst. Eins og menn muna gerðist Lárus Jóns- son, fyrsti þingmaður sjálfstæðis- manna á Norðurlandi eystra, banka- stjóri Útvegsbankans í Reykjavík og þar með færðist Björn Dagbjarts- son upp og varð þingmaður. Hall- dór Blöndal færðist í fyrsta sætið. Nú segja kunnugir okkur, að Gunnar Ragnars ætli þrátt fyrir allt í slaginn um þingsæti fyrir næstu kosningar og reyna þá að ýta Birni frá. Ýmislegt virðist benda til þess, að Gunnar sé kominn með þingmanninn í magann og segja sumir, að ekki þurfi annað en að fylgjast með framkomu hans. Hún sé öll í einhverjum ímynduðum þingmannsstíl. . . II m mánaðamotin verður hald- inn landsfundur Bandalags jafnað- armanna og bíða menn nokkuð spenntir eftir því hvort þeir banda- lagsmenn ætli að vera formanns- lausir áfram eða binda samtökin betur saman. Guðmundur Einars- son alþingismaður er formaður þingflokksins og er búist við að hann verði það áfram. Hins vegar er uppi hugmynd um að kjósa svo- kallaða landsnefnd og formann hennar. Formaður landsnefndar verði annar aðaltalsmaður BJ auk þingflokksformannsins. Með þess- ari skipan mála víkur BJ af hefð- bundinni leið stjórnmálaflokkanna hérlendis og er helst að leita fyrir- myndar að slíkum formanni lands- nefndar hjá formönnum stjórnmála- flokkanna í Bandaríkjunum. Óráðið er hverjir gefa kost á sér í formanns- embættið, en helst er talið að til greina komi Stefán Benediktsson alþingismaður eða Kristófer Már Kristinsson varaþingmaður og kennari í Reykholti. Burtséð frá hæfileikum stendur Kristófer Már verr að vígi í landfræðilegu tilliti, þar sem hann þyrfti að flytja til Reykjavíkur... u tanríkismálanefnd Fram- sóknarflokksins heldur mikla ráð- stefnu um helgina að Hótel Hofi, nánar tiltekið á laugardaginn kl. 10 — 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggi íslands og kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndum. Þar munu valinkunnir menn úr forystuliði framsóknarmanna taka til máls eins og forsætisráðherrann sjálfur, Steingrímur Hermannsson, Þór- arinn Þórarinsson fv. alþm. og Póll Pétursson form. þingflokks Framsóknar ásamt ungum fram- sóknarmönnum á uppleið eins og Þórdi Ingva Guðmundssyni stjórnsýslufræðingi. Það sem vekur athygli varðandi ráðstefnuna eru hinir erlendu gestir sem gefa henni þunga, sendiherrar þriggja Norður- landa og sendiherra Sovétríkjanna en frá Bandaríkjunum kemur Thomas J. Hirschfield sérfræðingur 1 öryggis- og afvopnunarmálum. Maðurinn bak við þessa ráðstefnu er Guðmundur G. Þórarinsson, formaður utanríkisnefndar Fram- sóknar og hefur hann lagt dag við nótt til að ráðstefnan yrði að veru- leika. Guðmundur hefur áður beitt sér á þingi fyrir öryggis- og utanrík- ismálum og hélt mikið erindi í Kaup- mannahöfn í nóvember um kjarn- orkulaus svæði á Norðurlöndum. Allt þetta brölt Guðmundar í utan- ríkismálum virðist benda til þess að hann sæki fast að komast inn á þing aftur og segja kunnugir menn í völ- undarhúsi Framsóknar að Guð- mundur horfi nú fránum augum á stól utanríkisráðherra í framtíð- inni... Í^Enn berast fréttir af frægð Hrafns Gunnlaugssonar erlendis: Við sögðum frá því í síðasta töiu- blaði HP að Hrafn væri staddur í lnd- landi í boði þarlendra aðila og væri í athugun að dreifa mynd hans Hrafninn flýgur um Indland. Nú get- um við staðfest að Hrafn seldi dreif- ingarréttinn á mynd sinni til bíó- dreifingar í Indlandi. Munu sýning- ar á Hrafninum hefjast bráðlega í einu mesta bíólandi heims en hins vegar mun söluverðið fyrir dreif- inguna ekki hafa verið ýkja hátt. Þá hefur Hrafninn flýgur verið tilnefnd til hinna frægu árlegu kvikmynda- verðlauna „Guldbaggen" og verða fimm myndir alls í kjöri. Úrslitin liggja fyrir næstkomandi mánudag og er Hrafn sem er nýkominn til landsins strax á förum á nýjan leik til Stokkhólms þar sem hann mun fylgjast með úrslitunum á fyrsta bekk... Kaupmannahöfn Ödýrasta Ástarsamband til eilifðar okkar til WUPMANNA kostar aðeins kr. 11.933 Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaup- mannahafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu. Verðin eru einstaklega hagstæð. Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 11.933.- Innifalið er flug og gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og söluskattur. Flug- vallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 13.306.- Sjö daga ferð kostar kr. 17.970.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.