Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 19
KVIKMYNDIR Stjörnuleikur Nýja bíó: Dómsord (The Verdict). Bandarísk: Árgerd 1982. Handrit: David Mamet eftir skáldsögu Barry Reed. Tónlist: Johnny Mandel. Kvikmyndun: Andrzej Bartkowiak. Leikstjórn: Sidney Lumet. Adalhlutverk: Paul Newman, Charlotte Rampling, Jack Warden, James Mason og fl. Gleðilegt er þegar gamlar leikstjórakemp- ur eins og Sidney Lumet láta ekki deigan síga en leikstýra kvikmyndum af mikium krafti og list. Lumet er löngu heimskunnur sem leikstjóri fyrir myndir eins og Twelve Angry Men (1957), The Pawnbroker (1965), The Hill (1965), The Seagull (1968), Murder on the ÍOrient Express (1974), Network (1976), Prince of the City (1981) og Death Trap (1982). Lumet hefur sérhæft sig í að kvik- mynda sviðsverk og ennfremur er eftirlætis- efni hans barátta einstaklingsins fyrir rétt- lætinu. í Dómsorði (The Verdict) er einmitt réttur einstaklingsins í deiglunni. Frank Galvin (Paul Newman) er alkóhólíseraður lögfræð- ingur sem er á góðri leið í ræsið. Hann fær mál upp í hendurnar; sjúklingur liggur með- vitundarlaus í vél á spítala fyrir handvömm lækna. Aðstandendur sjúkrahússins bjóða dómsátt en Galvin vill meira: Opinbera stað- festingu á mistökum læknanna og hærri skaðabætur. Þessi krafa er í óþökk aðstand- endanna sem geta vel sætt sig við bætur sjúkrahússins. Galvin gengur illa með málið, aðalvitnið hverfur úr bænum og allt virðist snúast gegn honum, sérstaklega eftir að verj- andi sjúkrahússins, stjörnulögfræðingurinn Ed Concannon (James Mason) lætur til sín taka. En Galvin gefst ekki upp og skal sögu- eftir Ingólf Margeirsson þráður ekki nánar rakinn, eins og lokaorð flestra bíóprógramma hljóða. Tvennt gerir Dómsorð að afbragðsmynd: Leikurinn — og þá einkum túlkun Newman á hinum lífsþreytta, drykkfellda Boston- lögfræðingi — og leikstjórn Lumets sem breytir götóttri sögu í magnað verk. Lumet tekst nefnilega með aðstoð handritshöfund- arins Mamet að gera samtöiin að djúpstæð- um samskiptum manna og eins notar hann þögnina á meistaralegan hátt til að undir- strika einmanaleika, efa, vonbrigði. Dóms- orð er því engan veginn dæmigerð dóm- stólamynd eins og margir vilja meina, enda gerist hún nær öll utan dómsalarins, heldur er hún vandað tilfinningadrama sem unnið er af mikilli fagmennsku á öllum sviðum. Dómsorð fær hæstu einkunn. IM. Áróöur í amerísku Afganistan Tónabíó: Raud dögun (Red Dawn). Bandarísk: Árgerö 1984. Handrit: Kevin Reynolds og John Milius eftir bók Reynolds. Tónlist: Basil Pöledoyrid. Leikstjórn: John Milius. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, C. Thomas Howell, Lea Thompson, Ben Johnson og fl. Kúbanir og Sovétmenn ráðast inn í Banda- ríkin að sunnan og norðan en ná ekki land- inu öllu. Lítill hópur ungmenna á hernumda svæðinu flýr upp í fjöll og stundar skæru- hernað; eins konar amerískt Afganistan. Þetta er ekki góð mynd. í fyrsta lagi er hand- ritið harla ósannfærandi; hvernig í ósköpun- um má það vera að hið mikla hernaðarveldi Bandaríkin hleypi Sovétríkjunum yfir Alaska og Kanada sísona og Kúbumönnum gegnum Suðurríkin? Að vísu er gerð grein fyrir mikl- um alþjóðlegum umskiptum í stórfyndnu prógrammi Tónabíós (sem eiginlega er skrif- að eins og erlend fréttaskýring) og þeim forsendum sem fyrir hendi eru og útskýra innrás kommanna. En engu að síður verður myndin aldrei sannfærandi. í öðru lagi er söguþráðurinn harla slitróttur, einstaka atburðir tengjast illa í eina heild og maður botnar eiginlega hvorki upp né niður í þess- um skæruhernaði. Ef Sovétmenn og Kúbanir hafa lagt hálf Bandaríkin að velli, hvers vegna geta þeir ekki útrýmt nokkrum skóla- krökkum í fjöllum? Nóg er hins vegar af of- beldi, hasar og flugeldasýningum og grát- klökkum, væmnum senum. Ojbjakk. Áróður þessarar myndar er heill kapítuli út af fyrir sig. Mjög er spilað á strengi sögunnar; minnt á hetjur Bandaríkjanna og frelsis- baráttu þjóðarinnar. Frelsið er náttúrulega í USA en ófrelsi í Sovétríkjunum, Kúbu og Nikaragúa. Hin svart-hvíta pólítíska mynd heldur áfram: E1 Salvador og Honduras eru orðin kommúnísk og bylting í Mexikó; ófrels- ið flæðir yfir heiminn. Kúbanski oíurstinn sem stjórnar innrásarsveitunum innf^Banda- ríkin fer sjálfur að efast; skyldi það vera að bylting sé til bölvunar, er hann að breytast úr þjóðfrelsismanni í byrókratískan iögreglu- stjóra? Rússarnir hins vegar, með nær sjötíu ára iögregluríki kommúnismans í farteskinu, efast ekki um neitt. Rauð dögun er áróðursmynd gegn þjóð- frelsishreyfingum Suður-Ameríku og óvenju- lega farðalaust hatur á Sovétmönnum og Kúbönum. Óttinn við hina rauðu hættu er ennfremur það yfirgengilegur að hann jaðr- ar við martröð fasískra herforingja. IM. BÓKMENNTIR Amerískar öskubuskur Colette Dowling: Öskubuskuáráttan (197 bls.) Jónína Leósdóttir íslenskadi. Ægisútgáfa/Bókhladan 1984. Höfundur bókarinnar, Colette Dowling, er bandarísk; rúmlega fertug, tvígift, þriggja barna móðir; mörg hundruð greinar hafa birst eftir hana í tímaritum, en auk þess hefur hún sent frá sér þrjár bækur: TheSkin Game, How to Love a Member of the Opposite Sex: A Memoir og nú síðast The Cinderella Complex 1981, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Auk þess á hún fyrirtækið The Print Project, ásamt manni sínum, Lowell Miller, en það kemur með hugmyndir að rit- verkum og kemur á framfæri bókum sem aðrir skrifa. Semsé: Colette Dowling er kona sem tekist hefur ,,að meika það“ á öllum víg- stöðvum: Inni á heimilinu, hefðbundnum vettvangi kvenna sem eiginkona og móðir, og úti í „hinum harða samkeppnisheimi" sem skríbent. En það skyldi þó enginn ætla að sameining þessara hlutverka hafi gengið þrautalaust fyrir sig í lífi Dowling og annarra jafnaldra hennar í millistétt í landi einka- framtaksins. Bók hennar, Öskubuskuárátt- an, gerir grein fyrir þeirri togstreitu sem hef- ur einkennt líf slíkra kvenna. Hvati þess að Dowling skrifaði Öskubusku- áráttuna var sá að í öðru hjónabandi sínu vaknaði hún upp við vondan draum. Eftir að hafa séð fyrir sér og þremur börnum milli hjónabanda var hún alsæl að komast inn á heimilið á ný: Geta bakað, hugsað um garð- inn, dútlað við hvaðeina, og um leið afsalað sér fjárhagslegu sjálfstæði. Hún steinhætti að skrifa. En eftir dálítinn tíma benti maður- inn hennar henni á, að þau hefðu í upphafi samið um að halda hvort sínu sjálfstæði í starfi og afla bæði tekna. Hann undirstrikaði að hann vildi ekki vernda hana (eða vildi öllu heldur ekki taka þátt í hinum hefðbundna leik og láta eins og hann væri verndari henn- ar). Og hvað gerði þá aumingja konan? Jú, hún fór í naflaskoðun með aðstoð sálkönn- uðar, og síðan tók hún að skrifa um eigin van- líðan á opinberum vettvangi. Viðbrögðin við skrifum hennar urðu slík að henni varð ljóst að konur um gjörvöll Bandaríkin áttu við svipuð vandamál að etja. Og enn gekk Dowl- ing skrefi lengra: Tók viðtöl við slíkar konur og skrifaði „Óskubuskuáráttuna" á grund- velli þeirra. En viðkomandi áráttu lýsir hún svo: Sú kenning, sem ég set fram í þessari bók, er að það sem aðallega stendur konum fyrir þrifum í dag sé persónulegt, andlegt ósjálf- stœði — djúpstœö þörf fyrir að láta vernda sig. Ég kalla þetta ,,Öskubuskuáráttuna“, en með því á ég við víðtœk, niðurbœld viðhorf , og hrœðslu, sem valda því að konur lifa í eins konar hálfvelgju, án þess að nota til fulln- ustu heilabú sitt og sköpunargáfu. Nútíma- konur bíða þes enn að eitthvert utanaðkom- andi afl verði til þess að umbreyta lífi þeirra, alveg eins og raunin varð á um Öskubusku foröum daga. (bls. 23) Orsakanna er fyrst og fremst að leita í upp- eldinu sem konurnar hlutu á heimilum sín- um á 4. og 5. áratugnum. Foreldrunum fórst uppeldið fremur illa úr hendi, án þess að þeir gerðu sér nokkra grein fyrir því, því í raun og veru vissu þeir ekki undir hvers konar líf þeir væru að búa dæturnar. Þær voru þess vegna ekki undir það búnar að lifa sjálfstæðu lífi (sbr. bls. 19). í stuttu máli sagt var þessum konum innprentuð leynt og ljóst á uppvaxt- arárunum goðsögnin um verndun karl- mannsins. Konan eigi ekki að treysta á eigin hæfileika í námi og starfi, heldur að krækja sér í karl sem veiti henni tilfinningalegt og fjárhagslegt öryggi á fullorðinsárum á sama hátt og foreldrarnir á uppvaxtarárunum. Þessi goðsögn standi konum síðan ævinlega fyrir þrifum, ekki síst ef þær eru svo „ólán- samar að þurfa að vinna“: Þessi þörf kvenna fyrir „annan aðila" stendur konum á margan hátt fyrir þrifum í atvinnulífinu. Hún aftrarþvíað þœrgeti verið framkvœmdasamar, frumlegar, áhugasam- ar og kraftmiklar í vinnunni. Sú goðsögn, að björgun okkarsé fólgin í ástarsambandi, seg- ir óbeint að við þurfum ekki að vinna úti allt okkar líf. Þegar eitthvað verður síöan þess valdandi að við verðum að fá okkur vinnu, fyllist mörg konan heiftugri innri reiði. Það er litið á það sem sönnun um að konu hafi mistekist í lífinu, ef hún þarf að vinna. (bls. 45) Samkvæmt vitnaleiðslum bókarinnar virðast giftar konur gera allt til þess að vera sem lengst inni á heimilunum, sleppa við að fara út á vinnumarkaðinn: Með því að leggj- ast í „ósjálfráðar barneignir", þ.e. eignast „óvart" eitt barn í viðbót, með því að flýja sjálfar sig á sadó-masókískan hátt og sökkva sér niður í hin óendanlegu heimilisstörf og reyna að vinna bug á þunglyndinu með ró- andi lyfjum og áfengi. Með þessu móti eru það konurnar sjálfar sem standa í vegi fyrir eigin þroska, kúga sjálfar sig: Þessi tilhneiging okkar að halda aftur at okkur og nýta ekki hœfileika okkar, af ótta við að glata ástinni, er afleiðing þess sem ég hef kallað kvennahrœöslu. Þessi hrœösla fylgir óvissu okkar um hvað sé kvenlegt eöli. Við höldum aö okkur höndunum, frekar en að takast á við þann ótta sem fylgir fram- kvœmdum, því framtakssemin gœti látið okkur finnast viö ókvenlegur. Hvað er til ráða? Jú, að hætta að bíða eftir björgun „annars aðila", að konur taki sjálfar að sér hlutverk prinsins. Um eigin þróun seg- ir Dowling: Ef lausnin á vandamálinu vœri fólgin í viljastyrk, hefði ég aldrei skrifað þessa bók. Þetta stökk fram á við var árangur langrar og merkilegrar þróunar. Þeirrar þróunar, að koma auga á mótsagnirnar í persónuleikan- um og vinna úr þeim. Það er ekki hœgt að skipa viljanum fyrir. Þegar sálarlíf manns er ekki í flœkju lengur og togstreitu er ekki fyrir aö fara, framkvœmdist vilji manns án nokk- urrar áreynslu. (bls. 189) Ég er búin að komast að því, að frelsi og sjálfstœði fœr maður aldrei frá öðrum, hvorki frá þjóöfélaginu í heild né frá karl- mönnum, heldur verður maöur að þróa það meö sér sjálfur. Það kemurað innan, ogekki átakalaust. Þetta getum viö ekki gert nema viö hœttum aö styðjast við aðra eins og hœkj- ur, til þess aö finnast við öruggar. (bls. 197) Bókarhöfundur fullyrðir að allar konur séu haldnar Öskubuskuáráttunni. Það finnst mér fullmikið sagt. Að mínu viti er þessi bók lítið meira en lýsing og yfirborðsleg krufning á sálarstríði kvenna á tilteknum aldri og í til- tekinni stétt (miðaldra bandarískra millistétt- arkvenna) og „lausnirnar" í samræmi við það: Fara í sálgreiningu, rísa upp úr ösku-í stónni og höndla Hamingjuna með því að stjórna fyrirtæki og skrifa metsölubækur skv. leikreglum karla, m.ö.o.: Axla Ábyrgð. Dowling gerir nefnilega þá reginskyssu að meta hefðbundin störf kvenna eftir gildis- mati karla: Dæma þau léttvægt og ómerki- legt dútl. Barnauppeldi leiðir hún algerlega hjá sér, því virðist ekki fylgja nein Abyrgð. Varla er minnst á barnaheimili, atvinnuþátt- taka kvenna í sambúð hlýtur þó óhjákvæmi- lega að vera háð möguleikum á dagvistun. Ekki er sett spurningarmerki við „framapot" karla, né sú grundvallarspurning rædd hvort ekki sé tímabært að útivinnandi hjón skipti með sér heimilisverkum. Hins vegar vitnar Dowling athugasemdalaust í niðurstöður nýrrar skýrslu um „hinn bandaríska eigin- mann" þar sem segir: ,,Nútímakarlmaður vill að konan hans vinni tvöfalda vinnu, aðra innan heimilis en hina utan þess... Meirihlutinn (þ.e. nútíma- manna) er ekki tilbúinn til þess að létta hin- um hefðbundnu húsmóðurskyldum afeigin- konum sínum." (bls. 166) Greinilega léttvægt að mati höfundar, því konur eiga bara að aflétta eigin kúgun, burt- séð frá hvað „karlmönnum" og „þjóðfélag- inu“ líður. Það læðist að mér sá „ljóti“ grun- ur að það hafi nú verið seinni eiginmaðurinn sem „bjargaði" Colette Dowling þrátt fyrir allt. Leitt að hún skuli hafa farið varhluta af þeirri róttæku jafnréttisumræðu sem ýmsar samlöndur hennar hafa staðið fyrir undan- farna tvo áratugi. Ég nefni höfuiida á borð við Germaine Greer, Ti-Grace Atkinson, Shulamith Firestone og Gloríu Steinem. (Sjá ágæta umfjöllun í nýjasta hefti Veru um ást- ina þar sem vitnað er til þeirra flestra.) Ofan- greindir höfundar leggja heimspekilegan og pólitískan grundvöll að kenningum sínum um samskipti kynjanna. Það gerir Dowling ekki. Mun meiri fengur hefði verið að fá í ís- lenskri þýðingu nýtt greinasafn Gloríu Stein- em, Outrageous Acts and Everyday Rebel- lions þar sem allur heimurinn er til umræðu, ekki brot úr bandarískri millistétt eins og í Öskubuskuáráttunni. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.