Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 7
Alþýðuflokkurinn eykur fylgi sitt verulega umsjón Halldór Halldórsson myndir Jim Smart # Enn hallar undan fæti hjá ríkisstjórninni # Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn staðfesta tilveru sína # Framsókn fengi ekki mann í Reykjavík og á Reykjanesi # Lausafylgið stœrsta stjórnmálaafíið ? Helgarpósturinn hefur í samstarfi við Skoðanakannanir á ís- landi efnt til könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu kjósenda til ríkisstjórnarinnar. Niðurstöður þessarar könnunar koma ekki mjög á óvart. Skýrasta niðurstaðan er fylgisaukning Alþýðuflokksins. Þá er orðið ljóst, að Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista hafa fest sig í sessi í íslenzku stjórn- málalífi. Þá er athyglisvert hversu fylgi Framsóknarflokksins í þéttbýlustu kjördæmunum, Reykjavík og á Reykjanesi, er orðið lítið. Samkvæmt könnun HP fengi Framsóknarflokkurinn ekki mann kjörinn í Reykjavík né á Reykjanesi. Þá staðfestir þessi könnun enn einu sinni hversu stór sá hóp- ur manna er sem er óákveðinn og má segja að þessi hópur sé stærsta stjórnmálaaflið á íslandi. Um þetta fólk eiga stjórnmálaflokkarnir eftir að slást. Hins vegar er fremur líklegt, að sá hópur sem neitar að svara heyri ekki til lausafylginu svokallaða, heldur hafi að stærstum hluta mótaðar skoðanir þótt ekki séu þær gefnar upp. En við skulum láta könnunina tala fyrir sig sjálfa um leið og við vísum í greinargerð framkvæmanda könnunarinnar, Skoðana- kannana á íslandi. Hún birtist á næstu blaðsíðu. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.