Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 25. janúar i Á döfinni. i Krakkarnir í hverfinu. 6. Sofffa sér um búöina. i Fróttaágrip á táknmáli. ! Fróttir og veöur. ) Kastljós. Umsjónarmaður Ólafur Sigurösson. 3rínmyndasafniö. Leiksýningin. f Hláturinn lengir lífið. Ellefti þáttur. i Lára (Laura). Bandarísk bíómynd frá 1944, s/h. Leikstjóri Otto Preminger. Aöalhlutverk: Gene Tierney, Dana Andrews, Clifton Webb, Judith Anderson og Vincent Price. Ung kona finnst myrt og lögreglan hefur rann- sókn málsins. Beinist grunurinn fljót- lega að nokkrum nánum vinum hinn- ar látnu. 23.20 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 26. janúar 16.30 Iþróttir. 18.15 Enska knattspyrnan. 19.00 Skonrokk. Endursýndur þáttur frá 4. sþessa mánaðar. 19,|Ö Fróttaágrip á táknmáli. 2ÖÍI0 Fróttir og veður. 20.35 Við feðginin. tím ökuþórinn. (The Last American Hero). Bandarísk bíómynd frá 1973. Leikstjóri Lamont Johnson. Aðalhlut- verk: Jeff Bridges, Valerie Perrine, Geraldine Fitzgerald, Ned Beatty. Heimilisfaðir í Suðurríkjunum er hnepptur í fangelsi fyrir brugg og leynivínsölu og verður þá sonur hans að sjá fjölskyldunni farboða. Hann af- ræður að leggja stund á kappakstur og nær góðum árangri á því sviði. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.35 Ástarsaga frá Shanghai. Kínversk bíómynd frá 1982. Leikstjóri Ding Yinnan. Aðalhlutverk: Guo Kaimin, Wu Yuhua, Xu Jiniin og Xiao Xiong. Myndin er um ungt fólk í Kína á okkar dögum, ástamál þess og framtíðar- drauma. Aðalsöguhetjan er þó ungur verkamaður í skipasmíðastöð sem fæst við ritstörf í tómstundum. Þess vegna fá vinnufélagarnir hann stund- um til að skrifa fyrir sig ástarbréf. Dag nokkurn sér ungi maðurinn eina stúlk- una, sem hann hefur skrifað, og verð- ur sjálfur ástfanginn af henni. Þýðandi Ragnar Baldursson. 00.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Guð- mundur örn Ragnarsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 10. Nýr heimur — síðari hluti. 17.00 Gerasa — rómversk rústaborg. Heimildarmynd frá BBC. Rómverska borgin Gerasa í Jórdaníu eyddist í jarðskjálftum á 8. öld e.Kr. en hefur nú veriö grafin upp. í myndinni er árangur þessa verks skoðaður og rakin saga borgarinnar. Þýðandi Helgi Skúli Kjartansson. 18.00 Stundin okkar. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. Fróttir og veður. Sjónvarp næstu viku. Glugginn. ýrasta djásnið. Ellefti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá síðustu valdaárum Breta á Indlandi. 22.25 Nýárstónleikar f Vínarborg. Fílharmónfuhljómsveit Vínarborgar leikur lög eftir Johann Strauss, Josef Strauss og Franz von Suppé. Ballettflokkur Vínaróperunnar dansar. Þýðandi Pálmi Jóhannesson. Þulur Katrín Árnadóttir. (Evróvision — Austurríska sjónvarpiö) Fimmtudagur 24. janúar 19.0ö|Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson ';ís:' flytur þáttinn. 19.50 Tónlist 20.00 Hvískur. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. (Beint útvarp frá fyrri hluta tónleik- anna). Stjórnandi: Jean-Pierre Jac- quillat. Einsöngvari: Nicolai Gedda. 21.25 ,,Löngum er óg einn á gangi” Dagskrá um örn Arnarson skáld á ald- arafmæli hans. Helgi Már Barðason tók saman. Lesari ásamt honum Gyða Ragnarsdóttir. (Áöur flutt 29. des. 1984). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Orð kvöldsins. 22.35. Milli stafs og hurðar 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. jpFöstudagur 25. janúar 0æ§D0 Fréttir. OÉOO Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Trítl- arnir á Titringsfjalli" eftir Irina Korschunow. Kristín Steinsdóttir les þýðingu sína (5). 10.00 Fréttir. 10.45. ,,Mór eru fornu minnin kær" 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. 14.00 ,,Ásta málari" eftir Gylfa Gröndal. (2.) 14.30 Á lóttu nótunum. 16.0Q#réttir. 16 Síðdegistónleikar. 17.10 Síðdegisútvarp. l|,^Ð Kvöldfréttir. 1§M5 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.50 ,,Orð elta fugla". Nína Björk Árnadóttir les úr nýrri Ijóðabók Árna Larssonar. 20.40 Kvöldvaka. a. Frá safnamönnum b. af Árna Grímssyni Benedikt Sigurðsson tekur saman og flytur þátt af sakamanni. (Annar þáttur). c. Þættir af Guðmundi Hjörleifs- syni á Starmýri. 21.30. Hljómbotn 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum. 23.15 Á sveitalínunni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 26. janúar 07.00 Fréttir. 08.00 Fréttir. 08.30 Forstugr. dagbl. (útdr.). 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur frá kvöldinu áður. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Eitthvað fyrir alla. 1220 Fróttir. 13:|p||þróttaþáttu r. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 1ð|5 Listapopp. OOgFréttir. Flslenskt mál. Bókaþáttur. óperusviðinu. 2. þáttur. 19,00 Kvöldfréttir. 19.35 Úr vöndu að ráða. 2ÖJ)0 Útvarpssaga barnanna: ,,Ævin- týri úr Eyjum" eftir Jón Sveins- son. > 20.^0|Harmonikuþáttur. 20.50 ,,Þorra við bjóðum á þennan fund" Valborg Bentsdóttir rifjar upp ýmis- legt efni sem flutt var á þorrablót- um sem hófust fyrir 40 árum. 21.30 Kvöldtónleikar. 22.|:pFréttir. 22.35 Þriðji heimurinn. 2§!l5. Óperettutónlist. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Val Ævars Kjartanssonar varadagskrárstjóra „Almennt má segja að ég geti lítið fylgst með dagskrá útvarps og sjón- varps. Það er þá helst um helgar,“ segir Ævar Kjartansson varadagskrár- stjóri hljóðvarpsins. „Venjulega horfi ég á eina bíómynd í sjónvarpinu um helgar og vildi gjarnan horfa á þessa kínversku á laugardagskvöldið ef ekki væri annað efni í útvarpinu á sama tíma sem ég vil síður missa af. Annars vil ég lítið vera að tjá mig um einstaka dagskrárliði. Mér er mál- ið dálítið skylt. Almennt séð er það staðreynd að það vantar öflugri inn- lenda dagskrárgerð í sjónvarpinu en það er að vísu nokkuð dýrt. Þetta er auðveldara í útvarpinu og þar er enn mögulegt að maðurinn á göt- unni geti komið inn og búið til útvarpsefni. Til að gera útvarpsefni um líðandi stund og skemmtiefni þarf þó fagfólk, þ.e.a.s. til að gera þætti eins og Hér og nú, sem útvarpað er á laugardögum. Ég lít á rás 2 sem til- raunastarfsemi enn sem komið er, þar sem eftir er að móta dagskrána til fulls. Það verður vonandi gert þegar hún nær til alls landsins." Sunnudagur 27. janúar 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. Fréttir. > Stefnumót við Sturlunga. | Messa í Fíladelf íukirkjunni. Hádegistónleikar Próttir. ,Hve sælt að dvelja með þór, dauði minn". Þáttur um spænska skáldið Federico Garcia Lorca. 14.30 Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálf- leik FH og Herschi í átta liða úrslitum 15.15 Með bros á vör. 16.00 Fréttir. 16.20 Um vísindi og fræði. Þættir sem stjórna stofnstærð villtra dýra og plantna. Agnar Ingólfsson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.Q|;Síðdegistónleikar. 18*00 Á tvist og bast. 19,00 Kvöldfróttir. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn. 20.00 20.50 21.30 22.00 22.15 22.35 23.05 23.50 Umsjón: Halldór Halldórsson. Um okkur. islensk tónlist. Útvarpssagan: ,,Morgunverður meistaranna" eftir Kurt Vonne- gut. Þýðinguna gerðj Birgir Svan Símonarson. Gísli Rúnar Jónsson flyt- ur (6). Tónleikar. Fréttir. Kotra. (RÚVAK) Djassþáttur. Fréttir. Dagskrárlok. Á0J Fimmtudagur 24. janúar 20.00-24.00 Kvöldútvarp. Föstudagur 25. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Hléjf 5-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 26. janúar 14.00?j6.00 Léttur laugardagur. 16.0018.00 Milli mála. HI6. 24.00-00.45 Listapopp. Endurtekinn þátt- ur frá rás 1. 00.45-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 27. janúar 13.20-15.00 Krydd í tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. SJONVARP Fólkið í landinu effir Sigmund Erni Rúnarsson Sjónvarp er miðill sem á að sýna okkur. Og sýna sosem hvað, kunna menn að spyrja. Svörin eru mörg og eiga að vera mörg. En eitt þeirra, kannski ekki það minnst um verða, finnst mér vera landið okkar, fólkið, aðstæður þess, heimspeki og draumar. Ég held að ég tali fyrir munn márgra þegar ég segi að eitthvert þakkarverð- asta efni sem íslenska sjónvarpið hefur boðið okkur upp á að undanförnu séu leiðangrar starfsmanna þess út á land í leit að fólkinu, einkennum þess og öðrum hugsunarhætti en oftast nær bylur á okk- ‘ur hérna suður í fjölmenninu. Ómar Ragnarsson hefur í þessu efni verið fremstur meðal jafningja niðrá Laugavegi 176, enda engin furða; maður- inn var svo gott sem upphafsmaður að þessum perlum sjónvarpsdagskrárinnar og hefur því öðlast mesta og besta reynslu á þessu sviði. En það þarf að gefa fleiri mönnum tækifæri. Ekki svo að skilja að neinn sem ég þekki sé orðinn leiður á Ómari heima á hlaði fólks, þvert á móti. Hann hefur van- ist vel. En sjónvarpið má ekki falla í þá gryfju að þjálfa aðeins einn mann upp í þeirri list að opna fólk fyrir framan allan tæknibúnaðinn sem hleðst upp við bæjarhlið þess einn góðan veðurdag. Það er erfitt viðfangsefni að fá fólk til að tjá sig eðlilega framan við suðandi vélarnar, fá það til að vera eins og það á að sér. Að öðrum kosti nást sérkenni þess ekki fram. Og þá er botninn dottinn úr efninu. Sjónvarpið hefur nú um nokkurt skeið sýnt okkur nýja leiðangra sjónvarps- manna út í dreifbýlið, og þar hafa umsjón- armenn verið fleiri en Ómar einn. Þessir þættir hafa verið með nokkuð öðru lagi en Stiklur Ómars, þar sem aðaláherslan hefur verið að heilsa upp á fólk í stað þess að sýna mikið af umhverfi þess. Nú má spyrja: Er sjónvarpið ekki einmitt að þjálfa aðra menn en Ómar í þeirri kúnst að opna fólk? Jújú, þetta var góð og gild viðleitni til þess. En hvað hefur gerst? Starfsmannaflóttinn frá stofnuninni hef- ur hrifið með sér alla þessa menn í miðri viðtalsþjálfun, og eftir stendur Ómar einn. Ekki ætla ég að fara velta vöngum yfir því hvort Ómar sé á leiðinni út af Lauga- vegi 176 eins og þessir sporgöngumenn hans, og þó er það kannski þarft: Hvar stæði þetta þakkarverðasta efni íslenska sjónvarpsins ef Ómar héldi á vit mann- sæmandi launa? Yrði eyðunni sem mynd- aðist í dagskránni ekki bara reddað með aðkeyptri erlendri sápufroðu, svo þakk- arvert sem mönnum finnst það nú vera? Auðvitað snýst þetta mál um það að halda hæfileikaríkum starfsmönnum við efnið með viðunandi launum. Þetta er spurning um nokkrar tugþúsundir króna á mánuði í viðbót — og þar með áfram- haldandi viðkynningu við litríkasta fólk- ið á landsbyggðinni. Ég vil borga hærri afnotagjöld upp á þau býtti. UTVARP Velkominn Markús! eftir Helga H. Jónsson Full ástæða er til þess að óska nýja út- varpsstjóranum, Markúsi Erni Antons- syni, til hamingju — um leið og forveri hans í starfi, Andrés Björnsson, er kvadd- ur með miklum virktum. Markús Örn tekur við stjórnartaumun- um í mikilli og voldugri stofnun, sem skipar öndvegi í íslenska fjölmiðla- heiminum og hefur alla burði til þess að gera það áfram. Furðulegar eru þær raddir sem heyrst hafa um að Ríkisút- varpinu stafi stórfelld hætta af því að rétt- ur útvarps og sjónvarps verði rýmkaður. Þeir sem svo tala þykjast bera hag Ríkis- útvarpsins fyrir brjósti, en í öllu tali þeirra felst í raun mikil fyrirlitning á þessari stofnun og starfsliði hennar. Þeir láta sem Ríkisútvarpið muni falla saman eins og spilaborg, ef öðrum verði leyft að keppa við það. Þetta er mikið vanmat á Ríkis- útvarpinu, sem hefur auðvitað gott af samkeppni eins og aðrir og er vel undir hana búið. Þar er fjöldi góðra starfs- manna, sem hafa yfir að ráða langbesta tækjakosti landsins á þessu sviði. Til þess að komast með tærnar þar sem Ríkisút- varpið hefur hælana hvað varðar fjölda starfsmanna og tækjabúnað, svo að aðeins sé nefnt það tvennt, þarf miklu meira fé en nokkur einkaaðili er reiðu- búinn að hætta, því að rekstur einka- stöðva er áreiðanlega miklu vafasamari gróðavegur en forsvarsmenn einokunar vilja vera láta. Hvernig til tekst hjá Ríkisútvarpinu í samkeppni við aðra er undir stofnuninni sjálfri komið. Nyi útvarpsstjórinn sýnist hafa á þessu fullan skilning og ekki er á honum að heyra að hann sé banginn — enda engin ástæða til. Hann er líka þegar byrjaður að vinna að sjálfsögðum umbót- um, t.d. á Akureyri. I þessum anda á að vinna og undir þessu flaggi mun Ríkisútvarpið — hljóð- varp og sjónvarp — halda áfram að skipa þann sess sem þessi stofnun hefur skipað í hugum almennings allt frá upphafi. Markús Örn tekur við óskastarfi fyrir mann sem þorir og vill takast á við nauð- synlega endurnýjun og uppstokkun inn- an Ríkisútvarpsins, Hann hefur jafnframt látið í ljós þann metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins og þá trú á getu þess að vera ekki hræddur við samkeppni. Þess vegna er ekki ástæða til þess að óttast um hag Ríkisútvarpsins — og ástæða til þess að óska nýja útvarpsstjór- anum og öllu starfsliði til hamingju. Við hlustendur og áhorfendur getum svo hlakkað til þess að eiga í vændum enn betra útvarp og sjónvarp en áður. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.