Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friöriks- son Sigmundur Ernir Rúnarsson og Halldór Halldórsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steen Johansson Markaösmál: Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Ofbeldi barna „íslendingar eru friðsöm og ró- lynd þjóð. Á islandi er glæpatíðni lág samanborið við aðrar nálæg- ar þjóðir. Morð og alvarlegar líkamsmeiðingar eru sjaldgæfir viðburðir og því hafa erlendir menn gjarnan þá sýn á þjóðlífið og okkur að hér ríki fyrirmyndar- ástand I þessum efnum." Þessari mynd er oft á tíðum brugðið upp þegar gerður er samanburður á íslensku þjóðlífi og öðrum Vesturlöndum. Hún segir þó ekki nema hálfan sann- leikann. Staðreyndin er nefnilega sú að hér á landi hefur þróast uggvænlegt ástand á seinustu ár- um. Eiturlyfjanotkun fer vaxandi, nýlega birtust fréttir þess efnis að afbrotamálum hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins hafi fjölgað veru- lega á síðasta ári, nýleg rannsókn tannlæknis ber með sér að (s- lenskir karlmenn misþyrmi kon- um slnum og valdi þeim kjálka- brotum í ríkari mæli en flestir aðr- ir Evrópumenn. Fleira má tina til sem sýnir að hér á landi er ekki allt I þeim skorðum er réttlæti þá lýsingu á landanum að hér búi löghlýðin og friðsöm þjóð svo að til fyrirmyndar sé. Því er þetta tekið hér til um- ræðu að I Helgarpóstinum í dag er greint frá erindi konu nokkurrar sem flutt var nýlega á fundi Sam- taka áhugafólks um uppeldis- og menntamál og fjallaði um ofbeldi I skólum. Kona þessi, Hope Knútsson, hefur kynnt sér vax- andi ofbeldi meðal skólabarna á . r Reykjavíkursvæðinu og víðar. Heldur hún því fram að það fær- ist verulega í aukana að börn verði fyrir líkamsárásum skóla- systkina sinna. „Þetta er handa- hófskennt ofbeldi," segir hún. „Þessi börn þekkja ekki einu sinni hvert annað." Það er einkenni á þeim upplýs- ingum sem hún hefur aflað sér og margir orðið til að staðfesta það, að venjulega er ofbeldið þannig að eldri krakkar ráðist á sér yngri og minni máttar börn. Hvað liggur hér að baki? Ástæðurnar eru eflaust mýmarg- ar og af ólikum toga spunnar, en enginn kemst hjá því að líta á út- breidda myndbandanotkun og þá möguleika sem jafnvel yngstu börnin hafa til að eyða löngum stundum við ofbeldismyndir af versta tagi. Ástæða er til að taka aftur upp þá tillögu sem rædd var á Alþingi fyrir ári að koma á frið- arfræðslu í skólum landsins. Hún getur einfaldlega falist I því sem Hope Knútsson leggur til, „að kenna mannleg samskipti. Kenna börnum hvernig hægt sé að lifa I sátt við sig og sína". Þetta er alvarlegra og stærra mál en marg- an grunar og beinlinis hrópar á at- hygli, umræður og þó fyrst og fremst tafarlausar aðgerðir. Sálar- heill upprennandi kynslóðar er I húfi. BREF TIL RITSTJORNAR Mjólkursamsalan og laxveiði Til ritstjórnar Helgarpóstsins. Vegna fréttar í Helgarpóstinum 17. þ.m. staðfestist hér með, að Mjóikursamsalan hefur á undan- gengnum árum engin veiðileyfi keypt hjá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur á þeim vatnasvæðum, sem það hefur á leigu. Reykjavík, 22. janúar 1985. f.h. Stangaveiðifélags Reykjavíkur Friörik D. Slefánsson framkoœmdastjóri Í síðasta blaði varð okkur svolítið á í messunni, þegar við héldum því fram, að Mjólkursamsalan hefði haft Norðurá á leigu í 14 daga síðastliðið sumar. Sannleikur málsins er hins vegar sá, að hér munu forsvars- menn Tetra Pak hafa verið á ferðinni með lið manna frá Frakklandi, Hol- landi og Sviss. Þeir munu einmitt hafa dvalist hér í hálfan mánuð. Eftir því sem við vitum best, hefur Tetra Pak fyrirtækið boðið góðum og gild- um viðskiptavinum sínum hingað í fjölda ára. Þannig mun það hafa boðið frönskum viðskiptavinum sín- um hingað reglulega á hverju sumri síðustu 10 árin. I sumar voru Frakk- arnir hér í eina viku, en menn af öðru þjóðerni í aðra viku. Annars er það að frétta af Tetra Pak, að það hefur gert það nokkuð gott hérlendis í samkeppninni við Elo Pak, sem einnig selur umbúðir hérlendis. Þannig kaupa 10 af 17 mjólkursamlögum á íslandi umbúð- ir frá Tetra Pak og þar að auki hefur svaladrykkjafyrirtæki Davíðs Schevings Thorsteinssonar bæst í hópinn. Ritstj. ekamál Morgunblaðsins og Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra hefur vakið kátínu margra í blaðamannastétt og utan hennar. Það þykir ekkert nýtt þótt „trún- aðarmál" ríkisstjórnar eða ein- stakra flokka leki út af þingflokks- fundum og í málgögn viðkomandi flokka. Yfirlýsingar Ólafs G. Ein- arssonar formanns þingflokks sjálfstæðismanna í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, þóttu einkar spaugilegar er hann hélt því fram að vonlaust væri að trúnaðarskjal Steingríms upp á 9 síður hefði lekið frá þingflokksfundi sjálfstæðis- manna í Moggann þar sem forsætis- ráðherra sjálfur hafi safnað saman umræddum gögnum eftir þing- flokksfundinn. Þá varð einum góð- um sjálfstæðismanni að orði: „Þótt pappírarnir séu afhentir aftur, þá gleymist ekki innihaldið."... S.___________________________ samþykktar voru um daginn fela m.a. í sér ýmsar breytingar á störf- um ráða og nefnda. Þannig hefur áfengismálanefnd verið innlimuð í félagsmálaráð en umrædd áfengis- málanefnd hefur ekki þótt leggja neitt af mörkum frá því hún var sett á laggirnar. Helsta verkefni áfengis- málanefndar hefur verið að taka fyrir ökuleyfissviptingar manna sem teknir eru undir áhrifum áfengis í umferðinni en þau mál hafa iðulega verið afgreidd á öðrum stöðum kerfisins. . . v ^Rið höfum áður sagt frá þeirri umræðu á sviði áfengismála að SÁÁ tæki við starfsemi áfengisvarna- deildar Reykjavíkurborgar en deild- in hefur einkum séð um fjölskyldu- hlið alkóhólisma og rekið starfsemi sína í húsnæði SÁÁ í Síðumúla. Um- raeður hafa verið lengi í gangi um að SÁÁ tæki alfarið við þessari starf- semi og var á síðasta ári skipuð nefnd sem í sátu fulltrúar SÁÁ og áfengisvarnadeildar borgarinnar. Nú á föstudag í síðustu viku voru niðurstöður nefndarinnar lagðar fyrir heilbrigðisráð og kom í ljós að einróma álit nefndarinnar var að SÁA tæki við fjölskyldudeildinni svonefndu alfarið. Heilbrigðisráð hefur nú málið til umfjöllunar en hefur fengið heimild heilbrigðis- málaráðherra sem send var bréf- leiðis til borgarlæknis til að Reykja- víkurborg gæti afhent SÁÁ um- rædda starfsemi. Hins vegar er óvíst að SÁÁ taki að sér þessa starfsemi. Enn er mikil mótstaða í borgarstjórn við að áfengisvarnadeild leggi upp laupana og SÁÁ taki við og eru það einkum fulltrúar Alþýðubandalags- ins, Kvennaframboðsins og Fram- sóknar að hluta sem telja það eðli- legt af prinsípástæðum að borgin hafi virka starfsemi í áfengisvarna- málum. Þá er einnig að myndast tregða innan SÁA að taka við um- ræddri starfsemi borgarinnar og margir starfsmenn samtakanna telja að slík breyting sé of viða- mikil fyrir SÁÁ sem stendur. En mál- ið er sem sagt hjá heilbrigðisráði og verður væntanlega afgreitt á næsta fundi... LAUSN ÁSPILAÞRAUT Þannig voru S H T L S A-K-G-10 H Á-K T G-7-3-2 L Á-K-2 S H T L öll spilin: 9-8-7-5-3 D-G-10-7-4-3 8 3 S D-2 H 6-5 T Á-D-5-4 L D-10-6-5-4 6-4 9-8-3 K-10-9-6 G-9-8-7 Eftir að hafa tekið á laufakóng- inn, þá lætur vestur tígul og tekur á ásinn í borði. Lætur lauf, sem hann tekur á ásinn, en þá er norð- ur laufalaus. (Annars væri spilið á borðinu.) Tígli spilað á drottningu. Ef þeir sídptast þrír-tveir, þá vinn- ast tólf slagir. Sömuleiðis ef norður á fjóra tígla með kónginum og tek- ur slaginn. Þá er spilið unnið. Norður verður því að gefa. Vestur neyðist því til að afskrifa laufaslag. Hafi suður fjóra tígla ásamt kóng- inum, þá verður hann að taka drottninguna. En nú tekur vestur á spaðann sinn og við það lendir suður í kastþröng í laufi og tígli. Takið eftir því, að þá má alls ekki reyna að svína tíglinum, því kóng- urinn gæti verið blankur. HP í ÁSKRIFT TIL NÁMSMANNA ERLENDIS Kynningarverð: í dönskum krónum 104,- utan Evrópu í US$ 10,- 3ja mán. áskrift burðargjald 40,- burðargjald 6,- Samtals 144,- Samtals 16,- ÁSKRIFTARGJALD GREIÐIST í BYRJUN ÁSKRIFTARTÍMABILS EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ 6 og 12 MÁNAÐA ÁSKRIFT UPPL. ÍSÍMA 81511 HELGARPÓSTIIRINN 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.