Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 20
MATKRÁKAN Homo excrematorius mobilis Stundum fer ég í matarmenningarsögu- lega spássitúra aftur í tímann, gerist á minn hátt afturganga; oftast læt ég mér nægja að lesa um hvað og hvernig menn átu fyrr á öld- um, en það kemur fyrir að ég prófa að elda rétti sem ég rekst á uppskriftir að, ef þær eru sæmilega aðgengilegar og pyngjan veitir já- yrði sitt. í einu elsta „skáldsögubroti" sem vaðveist hefur, latneska ádeiluritinu Satyricon.frá því á 1. öld f. Krist, er blandað saman ljóðum og lausu máli, ævintýrum og heimspeki, matreiðsiufræði og klámsögum á afar magn- aðan hátt. Sögumaðurinn Encolpius er sam- kynshneigður nautnaseggur, lyginn og þjóf- óttur, og telur sjálfsagt að allir skynsamir menn séu sama markinu brenndir. í verkinu er lýsing á Cena Trimalchionis, einhverri mögnuðustu veislu sem um getur í heims- bókmenntunum, en þangað þvælast Encolpius og vinur hans. Gestgjafinn Trímalchíó er fyrrverandi þræll sem grætt hefur auð fjár og lifir í munaði nýgróða- mannsins. Veislulýsingin nær yfir tugi blað- síðna, en nokkrar setningar gefa hugmynd um mannfagnaðinn: „Þarna var kringlótt trog og umhverfís var raöaö merkjum dýrahringsins, en á hvert merki haföi hinn mikli aödráttarmaöur sett þann rétt sem því hœföi best: Hrútafléttur á hrútsmerkiö, bauta á nautsmerkiö... innyfli ungrar gyltu á meyjarmerkiö... á vogarmerk-' iö tertu íaöra skálina, en köku í hina... Fjórir dansmenn komu inn stígandi eftir hljómfalli tónlistar, og tóku brott efra hluta trogsins. Undir... voru geldhanar og gyltusíöur, en hérasteik í miöju. í hornunum stóöu fjórar Marsyasarstyttur og sprœndu kryddsósu yfir smáfiska, sem syntu í leginum ...Nœst var inn borinn villigöltur á trogi; á vígtönnum hans héngu körfur fullar meö döölur, en um- hverfis voru ofurlitlir sœtabrauösgrísir. ...Þegar skurömeistarinn stakk hnífi sínum í síöu galtarins flugu þar út þrestir, einn handa hverjum gesti." (Þýðing Jónasar Kristjánssonar úr Róma- veldi I eftir Will Durant, bls. 338) Framangreindar krásir voru reyndar að- eins forréttirnir, gustatio. Er þeir höfðu ver- ið reiddir fram, gengu þrír hvítir geltir í sal- inn og Trímalchíó valdi þann stærsta og feit- asta til soðningar sér og gestunum. Þeir héldu áfram að éta meðan galti var mat- reiddur. Brátt kom hann inn aftur og þegar rist var á kvið hans ultu þar út bjúgu og kjöt- snúðar. Réttur þessi nefnist Trójugölturinn, Porcus trojanus, fylltur að innan rétt eíns og Trójuhesturinn. M.a.s. eftirréttirnir í veislu þessari voru búnir til úr svínakjöti, því mat- reiðslumeistari Trímalchíós kunni þá list að matreiða svínakjöt á ótrúlegasta máta, dul- búa það sem fugla, fisk og ávexti. Af skiljanlegum ástæðum er ekki á færi mínu að leggja til atlögu við rétti á borð við Trójugöltinn. En annan forrétt prófaði ég að elda á dögunum upp úr franskri matreiðslu- bók frá 13. öld, eftir yfirmatreiðslumann Karls 5., Taillevent. Rétturinn nefnist Galimafré, kjötréttur með lauk, vínberjum, engifer og víni. Leit vel út en bragðaðist sem viðurstyggð. Orsakaði þriggja daga maga- kvalir. Nei, erfitt er að skilja hvernig fólk fór að því hér áður fyrr að svalla svo í mat og drykk sem heimildir bera með sér. Ég er hrædd um að við legðum fljótlega upp laupana sökum magasárs, mígreni og hægðateppu ef við ætluðum að taka upp þeirra siði. Og þegar öllu er á botninn hvolft felst fag- urfræðileg þversögn í ferli matargerðar og meltingar. Þegar mannskepnan eldar mat- inn og framreiðir hann má segja að hún sé að breyta kaos, sundurleitum hráefnum, í kosmos, samstæða og oft listræna heild, sem át og melting breytir síðan aftur í kaos. Þannig má því skilgreina innsta eðli mannskepnunnar, og leyfi ég mér að nota hér latínuna góðu, sem homo excrematorius mobilis. Hún er sífellt, frá fæðingu til hinstu stundar, að breyta skipulagi í óreiðu, anarkí endagarnarinnar. Þess má að lokum geta að í vissum „frumstæðum" þjóðflokkum borðar fólk í laumi en gengur örna sinna fyrir allra aug- um, sem er jú andstæðan við a.m.k. vestrænt hegðunarmynstur. En hvað segja ekki Stuð- menn á nýjustu plötu sinni: „Ég legg métnað minn í að míga úti...“ Þá kemur helgarmatseðillinn: Svínakjöt með sveskjum í aðalrétt, og ostaterta með bönunum og engifer í eftirrétt, fallegir réttir, bragðgóðir og auðveldir í framreiðslu og meltingu. • Svínalundir meö sveskjum (handa 6) 1,2 kg af svínalundum eda ððru meyru, beinlausu svínakjöti 24 steinlausar sveskjur 2,5 dl af þurru hvítvíni 150 g sýrdur rjómi 1 msk. matarolía 25 g smjör salt og pipar 1. Skerið kjötið í 4 sm stóra teninga. Þvoið sveskjurnar í síu undir rennandi vatni og lát- ið síðan drjúpa vel af þeim. 2. Hitið olíuna í potti, bætið smjörinu saman við. Þegar smjörið er bráðnað eru kjötbitarn- ir settir út í og steiktir þar til þeir eru orðnir léttbrúnaðir á öllum hliðum. Hellið þá víninu út í pottinn, setjið sömuleiðis sveskjurnar út í, saltið og piprið, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. lVá klst. með mjög þéttu loki. 3. Takið þá kjötbitana og sveskjurnar upp úr pottinum og haldið þeim heitum á meðan sósan er búin til. Hellið sýrða rjómanum út í soðið í pottinum, látið bullsjóða svo að sós- an hlaupi saman og þykkni, hrærið stöðugt í á meðan. Kryddið hana frekar ef með þarf. Hellið henni að því búnu yfir kjötið og sveskjurnar og berið fram ásamt meðlæti. Ostaterta með bönunum og engifer Botn: 225 g hafrakex (heimabakað eda úr búð) 1 tsk. steytt engifer 50 g bráðið smjör Fylling: 225 g kotasæla 1,5 dl hrein jógúrt 1 msk. fljótandi hunang 3 stappaðir bananar safi úr V2 sítrónu 3 blöð matarlím Skraut: 2 stk. sultaður engifer, skorinn í litla bita (má sleppa). 1. Botninn: Myljið hafrakexið, hrærið engi- ferduftinu saman við og blandið saman við bráðið smjörlíkið. Setjið í smurt tertuform og látið svo standa í ísskápnum meðan fyllingin er búin til. 2. Fylling: Bleytið matarlímsblöðin upp í köldu vatni í u.þ.b. 10 mín., veiðið þau svo upp úr og bræðið í lítilli skál í vatnsbaði. 3. Þeytið saman kotasælu, jógúrti, hunangi, bönunum og sítrónusafa. Hellið uppleystu matarlíminu hægt saman við og hrærið stöð- ugt í á meðan. Hellið fyllingunni yfir kex- botninn í tertuforminu og látið standa í ís- skápnum þar til fyllingin er stífnuð. Skreytið ef vill með sultuðum engifer áður en tertan er borin fram. IÞROTTIR Maökur í (íþróttajmysunni? „Það er eins gott að strákarnir byrjuðu í handboltanum í haust. Annars væru þeir bara hangandi við sjoppuna á kvöldin og gætu flækst í dóp eða einhvern andskotann annan.“ Þannig komst einn kunningi minn að orði fyrir skömmu þegar íþróttir og íþróttaþátttaka unglinga voru aðalumræðu- efnið yfir tebolla heima hjá mér. Og hann hélt áfram: „Jú, sjáðu til, vídeóvesen, partísukk, brennivín og útiverur öll kvöld og allar helg- ar gera nánast alla foreldra gráhærða af áhyggjum, en þegar unglingarnir eru í sport- inu þurfum við engar áhyggjur að hafa. Við vitum að vel er hugsað um þá; ekkert mál.“ Víst er það svo að íþróttaiðkun er ákaflega gott tómstundagaman. Um það get ég vitnað sjálfur. En er það virkilega svo, að allir þeir sem tengst hafa íþróttum um lengri eða skemmri tíma eigi einungis skemmtilegar minningar um þau kynni? Þar sem engar kannanir hafa verið gerðar innan svokall- aðra íþróttafræða hérlendis sem gætu gefið svar við þessari spurningu minni leitaði ég á náðir Willy S. Railo, sem er einn kunnasti fræðimaður á Norðurlöndum á sviði íþrótta- sálfræða og íþróttauppeldisfræða. Árið 1980 stóð hann, ásamt fleirum, fyrir rannsókn á orsökum þess, að börn og unglingar sem byrjað höfðu að iðka íþróttir hættu þeirri iðkun. Sendir voru spurningalistar til um 6 þúsund barna og unglinga á aldrinum 9 til 19 ára í fylkinu Vestfold í Noregi og seinna var talað við 300 þessara barna og unglinga eftir þeim forskriftum sem um slíkar kannanir gilda. Hér á eftir ætla ég að rekja nokkrar af helstu niðurstöðum Railo og félaga. í ljós kom að 57% aðspurðra voru virkir þátttakendur í íþróttum, 26% höfðu hætt í íþróttum eftir iðkun þeirra um lengri eða skemmri tíma og 17% höfðu ekkert komist í tæri við sportið. Fram til 12 ára aldurs eru þeir fleiri sem hefja íþróttaþátttöku en þeir sem hætta. Eftir það fer að síga á ógæfuhlið- ina, ef svo má að orði komast, og dæmið snýst við. Þá kom það fram, að stúlkur staldra skemur við í íþróttahreyfingunni og þær hætta yngri en strákarnir. Að hluta til má skýra þetta með mismunandi kynþroska- aldri. Railo og félagar beindu nú sjónum sínum að þeim hópi ungmenna sem hafði hætt íþróttaiðkun og með samtölum við þau feng- ust margar fróðlegar upplýsingar um orsakir þessa. Þessi hópur lagði áherslu á að við- komandi þjálfari væri allt of upptekinn af ár- angri og gerði þá einatt meiri kröfur til barn- anna en þeim væri unnt að uppfylla, tengslin væru lítil og þjálfarinn léti nánast eins og þau væru ekki til. Þessi hópur vildi að þjálfunin væri betur skipulögð, „almennileg þjálfun", meira um leiki, betri tengsl við þjálfarann og minni áhersla lögð á mælanlegan árangur. Hefði þjálfunin verið með þessu móti fullyrti innan við helmingur hópsins, að hann hefði haldið áfram íþróttaiðkun. Að þjálfaranum frátöldum eru foreldrar og vinir þeir aðilar sem mest áhrif hafa á íþróttaþátttöku barna og unglinga. Það eru mjög fáir foreldrar sem beita t.d. fortölum til þess að hafa áhrif á íþróttaþátttöku barn- anna. Foreldrar flestra þeirra barna sem hættu íþróttaiðkun í Vestfold í Noregi árið 1980 virtust kæra sig kollótta um það hvort börnin tóku þátt í íþróttum eða ekki. En stærstur hluti barnanna æskti þess að for- eldrarnir væru jákvæðari gagnvart íþróttum og hjálpuðu þeim meira, beint og óbeint. Reyndar kom einnig fram í könnuninni að 12—13% foreldranna reyndu að hafa áhrif á börnin í þá veru að þau hættu íþróttaþátttök- unni. Og það eru fleiri niðurstöður í Vestfold- rannsókninni sem eru athyglisverðar. Lítum á svör við spurningu um hvar börnin eru „óör- uggust og angist þeirra mest". Um 20% segja að það sé í skólanum á meðan um 35% nefna íþróttirnar. Þetta segir e.t.v. ekki svo litla sögu Orsakirnar fyrir þessum niðurstöðum eru margar og er nefnt að í íþróttahreyfingunni sé áhersla óeðlilega mikil á keppni og árang- ur og eins að jafnframt sé lögð of lítil áhersla á hina félagslegu þætti. Flestir þeirra sem hætta í íþróttum eru „ekki nógu góðir" að .mati þeirra sjálfra og/eða annarra og þeir fá ekki fullnægt þörf sinni fyrir vináttu innan íþróttanna. Afleiðingarnar eru oft vanlíðan og ótti við að gera vitleysur, sem síðan leiða til þess að viðkomandi slítur tengslum sínum við íþróttirnar. En hvað verður þá um þau sem hætta eftir Ingólf Hannesson’ íþróttaiðkun? Lenda þau ekki í dópi eða ein- hverjum andskotanum, svo að notuð séu orð félagans, sem vitnað var til hér í upphafi? Samkvæmt Vestfold-könnuninni kemur ann- að í ljós. Fæst úr þessum hópi leita til skipu- Iegs tómstundastarfs (s.s. skátahreyfingar) eftir að „íþróttaferlinum" er lokið, aðeins 15%. Um 35% finna sér önnur tómstunda- störf, en á milli 40 og 50% eyða sínum frítíma með vinum og kunningjum sem ekki stunda ákveðin tómstundastörf. Ennfremur kom fram að flest úr þessum hópi voru ánægð, einfaldlega vegna þess að þeim leið illa við íþróttaiðkunina. Það sem mesta athygli vakti í niðurstöðum könnunar Railo og félaga voru þær upplýs- ingar að á milli 3% og 5% þeirra barna sem stunda íþróttir yrðu fyrir „þvingunum" af hálfu foreldra og þjálfara. I kjölfar þessa drógu norsk dagblöð fram dæmi af 10 ára gamalli „tilvonandi fimleikastjörnu", sem neytti taugalyfja, 11 ára „efnilegum skíða- göngustrák" sem brotnaði niður í keppni, foreldrum og þjálfurum sem beita börnin bæði andlegum og líkamlegum refsingum sé árangurinn ekki í samræmi við það sem bú- ist var við o.s.frv. Á milli 20 og 30% barnanna sem spurð voru sögðu að næðu þau ekki nægilega góðum árangri væri hnýtt í þau ónotum og að þeim fyndist gerðar of miklar kröfur til sín. Nóg um Vestfold-könnunina að sinni. „Jú, þetta er líkast til allt saman satt og rétt, Ingólfur, en ég er samt á því að íþrótt- irnar séu skásti kosturinn fyrir mjög marga unglinga. Þeir sem eru ekki ánægðir geta þá bara hætt, þeirra er valið," sagði kunningi minn eftir að ég hafði sagt honum frá þessari könnun í Noregi, sem drepið er á hér að framan. Og ég er honum sammála; íþróttaiðk- un er eitthvert besta tómstundagaman fyrir flest börn og unglinga sem völ er á. En þetta gildir bara ekki fyrir alla og það verðum við að virða og taka tiilit til. Þá er mikilvægt að vera sífellt á varðbergi gagnvart því sem ger- ist í íþróttahreyfingunni; að horfa gagnrýn- um augum á þetta tómstundagaman barn- anna. Þetta á við um okkur foreldra barn- anna og ekki síður um þá sem innan íþrótta hreyfingarinnar starfa. Þeir ættu stundum að staldra við og athuga sinn gang. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.