Helgarpósturinn - 18.07.1985, Side 4

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Side 4
Vernharður Linnet í HAAG Vernharður okkar Linnet heimsótti Holland um sið- ustu helgi og hlýddi á helstu djassleikara heims á North Sea Jazz Festival, sem hald- inn var í Haag dagana 12.—14. iúlí. Eftir að hafa lustað á rjómann úr djassmenning- unni í 32 tíma á þremur sólar- hringum, sendi djass-fréttaritari HP eftirfarandi skýrslu til lesenda blaðsins: hi; Miles Davis: Hinn svarti KRON NORÐURSJAVAR DJASS GEGGJUN King is the thing! þrjár minútur urðu hmmtíu míno. Fats Do- Ó, þvílíkt djasslíf! í þrjátíu og tvo tíma á þremur sólarhringum höf- um við Tómas R. Einarsson hlust- að á heimssafnið af djassmönnum. Þar hefur farið saman snilli og skemmtun, hraði og ljóð, flest og fátt. í upphafi voru faðirinn og sonurinn — Dizzy Gillespie og Jon Faddis — bassaleikarinn í íslenska hópnum var sem uppnuminn, þarna var amerískur rýþmi upp á sitt besta og þá er ekki verið að gefa eftir — enda sama hversu kýlt var hjá feðgunum; þeir alltaf sól- kerfi á undan, en samt í takt! Ella er Ella Þessi upphafsdýrð var í fyrsta hringleikasalnum sem er lítill — eitthvað á annað þúsund manns þar. Næsta hlaup var í garðinn þar sem tíu þúsundin rúmast og Ella gamla Fitzgerald fór á kostum. Þvílík snilli! Night in Tunisia var engu lík og svo var um nokkur önnur lög. Ekki skal því neitað að röddin er gömul og hitinn ekki sá hinn sami og fyrr — en Ella er Elia. Það sama má segja um Keith Jarrett. Hann og píanóið eru eitt og samfarir þeirra góðar. Það var makalaus andskoti að sjá hann standandi við hljóðfærið spilandi hvurja melódíuna annarri fegurri með Pecock og DeJohnette — God Bless The Child ! Sálmur og sálar- sýn hins menntaða manns! Ég hefði viljað leiða Vestmanna- eyingana villtu á fund Shorty Rodgers. Hann var meistari þeirra eyja og risaveldi hans litaði djass- lífið þar blátt og svalt — gamall er hann og Bob Cooper og kona hans Juny Christy farlama en Bud Shank — there’ll never be another you. Niðrí kjallara til stjarnanna Shorty Rodgers spilaði niðrí kjallara og leiðin upp til stjarn- anna, þar sem þaksalurinn skart- aði í næturkyrrðinni, var djassi stráð. Þar sló Jamaaladeen Tac- uma rafbassann og Tómas óskaði þess að sá kraftbirtingur slægi heimsbyggðina — samt lá leiðin aftur niður, enda kraftbirtingurinn fljótur að þreyta dauðlegar sáiir og í PWA-salnum lék Newport- stjörnusveitin. Dálítið góður salur þar sem við áttum frátekin sæti á fjórða bekk. Ó, hvílík hvíld að koma þar eftir þúsundatroðning í stórsölunum! Scott Hamilton og Warren Vaché eru blásarar hins hvíta minnihluta — þeir blása sæmilega í anda Bens og Bixs; en sálin — Hvar eru fuglar þeir er á sumri sungu? George Wein er á píanó. Hann rekur Cool Jazz há- tiðina í New York. Hann rekur þetta band. Eitthvað meira að segja? Oliver Jackson, Norris Turney og Slam Stewart voru líka í bandinu og hvílíkur Slam. Hann lá í hjartakasti þegar The Great Eight heimsóttu Reykjavík en nú var hann á fótum og stórbrotnum fótum. Heill þér Slam! Jörðin ekki okkar heimur Það var mikið fjör að heyra sex- bombuna Dee Dee Bridgewater syngja niðrí kjallara og ekki síðra þegar félagi hennar Jimmy Whith- erspoon kom á sviðið. Klæddur einsog greifi, með gullhring og demantsúr söng hann kreppu- söngvana. Nobody knows you when you’r down and out og snöggar hreyfingar hans komu ís- Iensku sendinefndinni í uppnám — alla leiðina uppá þak tókum við snögga sveiflu en þá varð annað uppá teningnum. Geggjuð hopp og handahreyfingar þess sjötuga Hermans Sonny Blounts náðu tök- um á okkur og máttlausir af hrifn- ingu tókum við flugið og ferðuð- umst með meistara Sun Ra til Sat- úrnusar. Jörðin er ekki okkar heimur, æpti meistarinn, og við tókum undir. „Space is the ptace", vældi hann og brosti feiminn og undirleitur. Við Tómas vorum í nýjum heimi: Værum við tvítugir á ný slægjumst við í hóp hinna freis- uðu engla! „The earth is not our home!“ Miles Davis og Nils Henning Hinn annar dagur rann upp — Miles Davis — Kron sjálfur — Váááá... og við Tómas standandi uppá endann í tvo tíma. Þvílíkur blástur og poppmelódíurnar runnu silungstærar gegnum hlust- irnar — Human Nature og Time After Time. Meistarinn í gullsaum- uðu, svörtu vesti, smásköllóttur án þess að fela það og trompettónn- inn slíkur að Jesús Kristur hefði ekki getað komið boðskapnum betur á framfæri — tugþúsundir hylltu meistarann og þegar gald- urinn var úti, héldum við í kjallar- ann, þar sem Rita gamla Reys söng með Pim Jacob manni sínum. Hún var betri '55 og hann eins og Óskar, en sá var næst á dagskrá. Ósköp er gamli maðurinn vél- rænn, en bassaleikarinn hans er sá besti —NH0P er nafnið og það þekkja allir íslenskir tónelskarar, — Nils Henning 0rsted Pedersen. Hann spilaði bassaverkið sitt - Fremtidens barn - í nýrri útsetn- ingu og þá urðum við hlustendur orðlausir. Sem betur fer mun hann heimsækja okkur í september. Svo var haldið áfram að hlusta: 29th Saxophone Quartet, Julius Hemphill, The Thunderbirds, Jackie McLean og Charlie Ventura — hvílík upplifun að heyra þann gamla Ventura. Það var hann sem blés með Krupa-tríóinu Dark Eyes á stríðsárunum og enn er hann hress. Tommy Flanagan sló flygil- inn og Dorothy Donegan líka — ólíkari einstaklinga er ekki hægt að hugsa sér! Flanagan hinn yfir- vegaði snillingur og Dóra blessun- in búlluleg — mikill Iistamaður þrátt fyrir það, Jessör! Díalektík Tvennir helstu tónleikar hins annars dags voru ólíkir — ekki aðeins tónlistin, heldur aðstaðan. í garðtjaldinu var B.B. King — kon- ungur blúsins. — Hann er meistari — og orðið ekki innantómt! Tærar línur fljóta úr gítarnum og söngur- inn magnþrunginn — þetta var sálarupplifun og heitara en flest heitt; þó var Modern Jazz kvart- ettinn heitari. Díalektíkin er afl- gjafi alheimsins, var Kjartan Helgason vanur að segja. Og því- lík díaletík! Milt Jackson meistari hinnar skapandi laglínu og John Lewis, fúgunnar frændi — vinir vorir. innan sviga; Percy biður að heilsa öllum. Þökk sé Ámunda fyrir Ray Charles — sá var líka í Haag — hinn þriðji dagur var runninn upp og eftir Charles rák- umst við Tómas á helsta flykki djasssögunnar. Beryl Bryden is the name og sú gamla var að hengja listaverk sín á ganga Jazz- hallarinnar, — hún var ekki eini Naustsöngvarinn á svæðinu, því að Elaine Delmar var líka á dag- skrá. Fautasöngkona og með henni Milo maður hennar á bassa og fautapíanistinn John Taylor. Fats blúsar Sjá dagar koma og hvert bandið rak annað: Mel Lewis, Horace Silv- er, Jack DeJohnette, Mangelsdorf og Bennink, Woody Herman, og Paris Griffin Reunion Band með drykkjufélögum íslenskra: Johnny Griffin og Kenny Drew. Svo var Benny Carter í kjallaranum og með honum Red Mitchell — þá var Tómas vinur minn glaður og þurfti á engu að þreifa til að trúa — Hóri Parlan var á píanó og bað að heilsa íslensku djassþjóðinni. Og í garðtjaldið var haldið að nýju. Inní upphafstónleika Charlie Hadens komið og trompetsóló á dag- skránni: Palle Mikkelborg frá Dan- mörku og við íslenskir göpum — jeeee, sá trompetleikur töfrar oss — tóngaldur sem fær líkamann til að skilja að „space is the place“ og allt í einu eru drengirnir í Steps Ahead á sviðinu og Mick Brecker vælir einsog sá sem valdið hefur — en kannski var valdið í PWA- salnum stuttu áður. Fats Domino blúsaði þar í klukkutíma og Jambolaya varð stundarfjórð- ungsverk. Við sem héldum að Domino væri einfaldur þriggja- mínútna rokkari, urðum að klein- um meðan afstaðan var endur- skoðuð og þá var allt á hreinu. Ekkert mál að njóta lokatónleika hátíðarinnar: Count Basie-bandið með Joe Williams undir stjórn Thad Jones. Freddie Green á gítar. Þarf að segja meira! 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.