Helgarpósturinn - 18.07.1985, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Qupperneq 19
ÍÞRÓTTIR Spartakíaöa: Líkamsuppeldi og þjódarvitund Fyrir nokkru bauðst mér að skreppa til Tékkóslóvakíu í 10 daga og fylgjast þar með svokall- aðri Spartakíöðu, sem er nokkurs konar fimleikaþjóðhátíð þarlend- is, haldin á fimm ára fresti. í íþróttapistli dagsins ætla ég að rekja það helsta sem mér fannst merkilegt í förinni, einkum það sem snýr að því sem við getum kallað líkamsuppeldi einnar þjóð- ar-, Áður en ég lagði af stað til Prag hafði ég aðeins óljósa hugmynd um það hvaða fyrirbæri Sparta- kíaðan væri. Sem íþróttafrétta- maður hafði ég heyrt um stórmót með sama nafni í öðrum löndum Austur-Evrópu. í Sovétríkjunum og Austur-Þýskalandi er keppt í fjöimörgum íþróttagreinum, fyrst í smærri bæjum og héruðum, síðan sýslum, þá landshlutum o.s.frv., uns allir bestu íþróttamennirnir mæta til keppni í Moskvu eða Austur-Berlín. Þarna vissi ég að lægi ein af fjölmörgum skýringum á afrekum Áustur-Evrópumanna í íþróttum. Punktum basta. Kynningarbæklingur á ensku um Spartakíöðuna tékknesku jók þekkingu mína snarlega. Þegar flugvélin lenti á flugvellinum við Prag gat ég a.m.k. þulið upp nokkrar staðreyndir úr bæklingn- um fyrir leiðsögumanninn sem tók á móti mér. Þessar staðreynda- þulur dugðu þó skammt þegar ég reyndi að gera mér grein fyrir eðli og áhrifum Spartakíöðunnar á líf venjulegs borgara í Tékkóslóvak- íu. Reyndar hygg ég að enn sé skilningur minn yfirborðskennd- ur, þó að þekkingin hafi aukist. Ég dvaldist með hópi 40 blaða- og fréttamanna, sem voru þarna í boði ríkisins. Við urðum aðnjót- andi ótrúlegrar gestrisni hvar sem við komum. Matur og drykkur var borinn í okkur í slíku magni að einstaka menn tóku sér ,,átfrí“ og félagi minn frá Zambíu hætti ekki öldrykkjunni fyrr en mjöðurinn var farinn að renna útum eyrun á honum. Það er nú önnur saga. En ég hygg að gestrisni og matarást sé Tékkum (Tékkum og Slóvökum) í blóð borin og þeir gefa sér ætíð góðan tíma til þeirra hluta. Þetta fór reyndar nokkuð í taugarnar á japönskum blaðamanni, sem þurfti að skrifa 5 greinar um að- skiljanlegustu efni á þessum 10 dögum. „Helvítis kommarnir, þeir segja bara jess, jess og halda síðan að þeir geti keppt við okkur Jap- ana á efnahagssviðinu." Tékk- neskur fygldarmaður okkar sem heyrði þetta sagði seinna við mig: „Þannig hygg ég að Spartaklaðan eigi drjúgan þátt í að efla þjóðarvitundina og slíkt er mikilvaegt hjá þjóð sem lengi hefur átt undir högg að sækja." „Þeir eru alltaf svo uppteknir við að nýta hverja sekúndu. Þessir litlu púkar vinna tíu til tólf tíma á dag, búa í örsmáum íbúðum með færanlegum milliveggjum og svo fá þeir eina viku í sumarfrí á ári. I frívikunni fara þeir kannski í hnattferð með Canon-myndavél- ina á belgnum." Áfram með Spartakíöðuna. Eftir því sem mér skildist eru færustu þjálfarar landsins fengnir til þess að útbúa æfingar með mjög ná- kvæmri lýsingu á útfærslunni. Þessi prógrömm eru síðan send hingað og þangað um landið, ásamt blaði þar sem á stendur eitt- hvað á þessa leið: Við þurfum að fá 500 þátttakendur frá héraðinu. Síðan hefst undirbúningur heima í héraði, farið er að æfa prógramm- ið og síðan er keppt. Þeir 500 bestu í héraðinu (af t.d. 10.000 sem stunduðu æfingar og kepptu) eru valdir til þess að sýna í Prag. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við fengum voru haldnar eitt þús- und og fimm hundruð minniháttar Spartakíöður um allt land að þessu sinni. Þátttakendur þar voru um 1.6 milljónir og um 3.5 milljón- ir fylgdust með. Hins vegar voru haldin um 20 þúsund mót í hinum ýmsu íþróttagreinum í nafni Spartakíöðunnar og í þeim tóku þátt um 8 milljónir barna og full- orðinna. Það má nærri geta hvort Spartakíaðan snerti ekki líf ansi margra Tékka. En hér er ekki eingöngu um að ræða íþróttahátíð. Hinar aðskilj- anlegustu kúltúrsýningar tengjast Spartakíöðunni, þar sem viðfangs- efnin eru einatt með þjóðlegum blæ. Þannig hygg ég að Spartakí- aðan eigi drjúgan þátt í að efla þjóðarvitundina og slíkt er mikil- vægt hjá þjóð sem lengi hefur átt undir högg að sækja. Margir við- mælendur mínir í Tékkóslóvakíu drógu enga dul á þennan tilgang. Einn æðsti maðurinn í undirbún- ingsnefnd Spartakíöðunnar, Rud- olf Dusek, sagði þó: „Höfuðtil- gangur Spartakíöðunnar er að fylkja eins mörgum ungmennum og mögulegt er undir merki íþróttahreyfingarinnar og að fá fram í sviðsljósið efnilega íþrótta- menn sem síðan mynda landslið Tékkóslóvakíu." Fjöldasýningar í íþróttum eiga sér ianga hefð í Tékkóslóvakíu. Þjóðernishreyfingin „Sokol“ efndi til sýninga fyrir aldamót, hinnar fyrstu árið 1882. Verkalýðshreyf- ingin sá að þarna var gott tækifæri til þess að fylkja fjölda fólks undir merki þjóðlegs sósíalisma og íþrótta. Tékkum var og er hugleik- ið nafn þrælsins Spartakusar (sem stjórnaði uppreisn gegn Róm- verjum) og árið 1921 var fyrsta Spartakíaðan haldin. Svipaða sögu má einnig rekja í ýmsum öðr- um löndum. Síðan 1955 hafa Tékk- ar haldið Spartakíöðu fimmta hvert ár í þeirri mynd sem hún þekkist nú. „Ég er ekki viss um að Spartakí- aðan efli þjóðernisvitund okkar sérstaklega, samkenndin er öllu mikilvægari. AUir eru glaðir þegar Spartakíaðan stendur yfir, einnig þeir sem ekki taka þátt í henni,“ sagði ungur tékkneskur meistari og landsliðsmaður í köfun, Eva Chýlova, við mig þegar talið barst að Spartakíöðunni. Hún bætti við: „Margir þeirra sem ekki iðka íþróttir fá tækifæri til þess að hreyfa sig skipulega þegar verið er að æfa fyrir Spartakíöðuna. Hér í landi er slíkt erfitt ef íþróttamenn eru ekki meðlimir í félagi. Félögin auka starfsemi sína mjög, bjóða t.d. upp á skipulagt trimm og keppni. Einnig er nokkur keppnis- bragur á þessu öllu saman. Ibúar þorpa og héraða keppa í sundi. Það er alveg ótrúlegur fjöldi fólks sem tengist Spartakíöðunni, beint og óbeint, og hún smýgur in í líf flests fólks hér í landi." Þegar Spartakíöðudagarnir í Prag nálgast, byrjar fólk að streyma til borgarinnar. Ég heyrði nefnt á blaðamannafundi, að um hálf milljón manna kæmi sérstak- lega til Prag til þess að fylgjast með hátíðinni. Auðvitað koma flestir frá hinum ýmsu héruðum Tékkóslóvakíu, en einnig mörg þúsund erlendir gestir og þátttak- endur. Fimleikahátíðin verður til- efni uppákoma af margvíslegu tagi og er borgin eitt iðandi mann- haf allan sólarhringinn. Þá eykst víst til muna framboð af ýmsum sjaldséðum vörum, eins og t.d. banönum, sem eru annars einung- is til sölu fyrir jól. „Þetta er svo- sem ágætt, enda er ríkisstjórninni í mun að sýna ykkur útlendingum að við höfum allt hér sem hugur- inn girnist," sagði einn viðmæl- enda minna þegar ég spurði hann um þetta atriði. En það voru ýmsar aðrar spurn- ingar sem vöknuðu varðandi tékk- neskt íþróttalíf og Spartakíöðuna á þessum 10 dögum í Prag. í næsta íþróttapistli leita ég svara við þeim og tíunda það sem fyrir augu bar á Strahov-vellinum þar sem um 200 þúsund áhorfendur fylgdust með sýningaratriðum. löndum mun ekki vera sem bestur. HP hefur frétt það frá starfsmönn- um ferðaskrifstofu á Norðurlöndun- um, að hóteleigendur í S-Evrópu frá- biðji sér flestir hverjir að fá íslenska „ferðamenn" vegna óhemjugangs, fyllerís og skrílsiáta þeirra. Munu ís- lensku ferðaskrifstofurnar vera farnar að finna fyrir mótstöðu hóteleigenda, en illa gengur að siða landann, sérstaklega á suðrænum ströndum þar sem náttúruöflin leys- ast úr læðingi... JU| I Tleð haustinu er von á nýrri plötu með gömlum guttum, Ríó-tríóinu. Gunnar Þórðarson topp-poppari sér um útsetningar, en um efni plötunnar vitum við það eitt, að það verða aðallega gamlar lummur, enda þótt staðið hafi til upphafiega að bjóða upp á nýtt efni. . . l^rs I yrst við erum byrjuð að tala um Gunna Þórdar, þá muna kannski sumir eftir því, að hann varð fertug- ur, sjáifur popparinn, í janúar í vet- ur. í haust er ráðgert að fara af stað með eins konar „Gunnars Þórðar- sonar-sjó“, þar sem uppistaðan verð- ur tónlist eftir afmælisbarnið. Málið er á byrjunarstigi. . . l slandsmethafinn í stjórnarfor- mennsku stórra einkafyrirtækja, Halldór H. Jónsson. hefur verið endurkjörinn formaður Sameinaðra verktaka hf., sem er samsuðufyrir- tæki í verktöku fyrir Varnarliðið. Þarna sitja saman í stjórn Thor Ó. Thors (íslenskir aðalverktakar), Axel Gíslason (SÍS) og fleiri góðir menn... Góð kaup Nýr lax 325,- kr. pr.kg Kjúklingar 230,- - Nauta T.Bone 328,- - Nautahakk 258,- - Svínalæri 270,- - Svínabógur 270,- - Nautahamborgari 22,- kr. stk. Roast-beef 475,- kr. pr.kg Nauta-snitschel 499,- - Nauta-gullasch 435,- - Nautainnanlæri 575,- - Nauta-fillet 647,- - Sviðasulta 198,- - KJÖTMIÐSTÖÐIN LAUGALÆK. S. 686511 HELGARPÓSTURÍNN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.