Helgarpósturinn - 18.07.1985, Síða 20

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Síða 20
20 HELGARPÓSTURINN Fótabað — James Bond hefði gert það llka! Eina ferdina enn kemur sumar- id í allri sinni dýrö og med túrist- ana í fanginu. Reykjavík breytir um svip, miöbœrinn ómar af ensku, sœnsku, frönsku, ítölsku, jafnvel japönsku. Túristar standa á götuhornum með vegakort í krókloppnum fingrunum, berjast gegn veðrinu inn Borgartúnið á leið í tjaldstœðið sitt, standa afsér skúr upp við búðarglugga, báðar hendur fullar með troðnum plast- pokum, og liggja yfir matseðlun- um á veitingahúsunum. Úti á landi fikra þeir sig hœgt eftir veg- unum, leggja við vegaskiltin og rýna í kortið eða, séu þeir í hóp- ferð, ryöjast út úr rútubíl með myndavélarnar á lofti. Þegar brúnkusæknar íslenskar húsfreyj- ur leggjast á brjóstahaldaranum út á tún, rennilœsa þeir anúrökun- um og hama sig. Þeir eru alls stað- ar: á ystu nöf við Gullfoss, við suðumark í Haukadal, uppi á grasþekjunum í Glaumbœ, á bak við Seljalandsfoss, á klóinu á Flúðum. Masandi, skoðandi, myndandi, skjálfandi en samt svo undursamlega glaðir á svipinn. Hvað hugsar þetta fólk? Eftir hverju er það að leita? Hvað finnst því? \ Stóra, stóra spurningin er: Hvernig líst því á okkur? How do you like Iceland? Er þetta ekki það sem allir spurja um hvort sem það er í skyndikönnun á tjaldstæði eða við stórmennamóttökur á Kefla- víkurflugvelli? Jafnvel konurnar á „Hér er greinilega engin fátækt, það getur ekki verið " Thorvaldsensbasarnum spurja þessarar spurningar með kammó svip og hver túristi heldur að verið sé að fitja upp á samræðum — „en hvað þetta er skrafhreifið og elskulegt fólk!“ — þegar allt sem verið er að gera, er e.t.v. að biðja um einkunn og staðfestingu á því sem allir eru hræddir um að sé ekki satt: ísland er yndislegt land! Klappaðu mér á bakið og segðu mér að ég sé OK. Gerðu það nú! Og þó, e.t.v. er þetta bara gest- risni líkt og þegar spurt er hvernig svafstu eða fer vel um þig. Hin margrómaða íslenska gestrisni. Hvað um það. Helgarpósturinn tók þá ákvörðun að fara með er- lenda ferðafjölskyldu í ökuferð um Reykjanes til að hlera álit á landi og löndum. Fjölskyldufaðir- inn var heimsvanur; sendiherra sem hefur búið í Belgíu, Brasilíu, á Indlandi, í Bangladesh, í Finn- landi. . . Við ökum sem leið liggur inn Miklubrautina, framhjá Nýja mið- bænum með Hús verslunarinnar eins og virki við veginn. „Reykja- vík er einkennilega spreðuð borg, hún minnir mig um margt á Brasil- íu, þú veist höfuðborgina sem reist var frá grunni inni í miðju landi. Þar voru líka svona breiðir vegir, byggingarnar langt í burtu og fáir á ferli. En það sem vekur athygli hér er hvað húsin eru vel byggð og glæsi- leg. Hér er greinilega engin fá- tækt; það getur ekki verið.“ Fátækt hér? Ég segi frá launa- kjörum, frá löngum vinnudegin- um, frá verkamannablokkum — þær blasa reyndar við okkur núna: „En þetta eru rammbyggð hús. Og ég hefi engan séð, sem ekki er vel klæddur...“ Við tölum um fátækt: „Sá sem hefur farið um lndland, séð fáklædda og sjúka betlara liggja úti á götu og biðja um aura eða matarbita, séð fólk sem ekki veit hvernig það ætlar að seðja hungur sitt næst, hann lítur öðrum augum á fátæktina," segir ferðamaðurinn minn og spyr um atvinnuleysi þegar við förum fram hjá Álverinu, en sú umræða týnist í grýttu hrauninu sem tekur við okkur á Krísuvíkurafleggjaranum. „Dæmigerð íslensk gata!“ segi ég, líklega til að afsaka mig og þjóð- ina. En fjölskyldunni finnst vegur- inn ekki annað en það sem við er að búast, furðar sig reyndar á því hversu mikið er þó steypt eða mal- bikað. „í arabalöndunum, þar sem búa nýríkar þjóðir eins og þið er- uð, hafa peningarnir farið í hallir handa landeigendum og í stóra, ameríska bíla. Mér finnst þið hafa varið ykkar nýfengna auði skyn- samlega; í hitaveitur, rafvæðingu, heilbrigðiskerfi. . . eitthvað sem allir hafa gagn af.“ Landslagið tekur svip af tungl- inu; hraunið, gamlir gígar, hrjóstur hvert sem augað lítur. „Viltu stoppa svo við getum snert ekta hraun", biðja litlu strákarnir og ég Túristi Helgarpóstsins I einn dag: Michael Czetwertinski, sendiherra í belglsku utanrfkisþjónustunni. íslendingar eru ttlKIR. AfSI HAMIN HP bregður sér í bíltúr með erlendum ferðamc nem staðar að bragði. Vindurinn rífur upp bílhurðina, svo að tvo þarf.til að halda henni. Ekkert er að heyra utan hvininn í rokinu og fugl og fugl. „Nú skal ég taka mynd af ykkur og þegar þið komið í skólann í haust getið þið sagt strákunum að þið hafið farið til tunglsins í sumarfríinu," segir pabbinn við synina og þeir stilla sér upp fyrir myndatökuna, eiga þó erfitt með að standa kjurir því rokið rífur þá til sín. Ofboðslega gaman! Enn er ekið, fram með Kleifarvatninu, ýfðu og samt að- laðandi. „Sjáiði þessa strönd, því- lík sóun! Hugsið ykkur bara ef veðurfarið væri betra." En ef það væri betra þá sæjum við ekki gerð fjallanna, bætir ein- hver við. Rofabörðin eru lambán- um skjól — eins dauði er annars brauð! „Þetta er eins og á tunglinu. . . Krísuvík slær við Star Wars og geimleikjunum " Krísuvík. Þau spurja hvers vegna hér sé svona vond lykt; „ekki er alltaf lykt af hverum t.d, var engin svona lykt við Geysi." Ég giska á súlfa án þess að vera viss. Sjálf fer ég allt í einu að velta fyrir mér nafninu Krísuvík, vegna þess að það minnir þau á ,,krísu“ — þið vitið: kreppa. (Ég fletti því upp þegar heim var komið: skylt þýsku orði sem merkir að skrækja, að stynja, jafnvel hafa hríðir.) Um- ræða um nöfn á landslagi leiðir í ljós að þetta eru sömu heitin hvar sem er í heiminum. Strákarnir hlaupa á milli hver- anna skrækjandi af hrifningu. Mamma þeirra og ég horfum á þá með öndina í hálsinum, hrópandi viðvörunarorð. Pabbinn fer með þeim eftir plankagötunni yfir að gufuspúandi rörinu, mökkinn leggur undan vindinum svo að þeir hverfa okkur sjónum. Lengi. „Guð minn góður, hvar er kalt vatn hérna,“ hugsa ég og fer að skima í kringum mig eftir kælingu á væntanleg brunasár. En þeir koma aftur. Strákarnir horfa hug- fangnir á bullandi leirhverina og tína sér storknaða mola til að hafa með heim til minningar. Hitinn í hvernum skilst þeim ekki fyrr en þeir gera sér grein fyrir að hann bræðir grjót. „Og þá er hraun bráðnaðir steinar sem renna eins og vatn?" Krísuvík slær við Star Wars og geim-leikjum. í Ameríku væru leiðsögumenn á svona stað klæddir eins og verur utan úr geirnnum! Áfram í átt til Grindavíkur. í hlíð- unum ofan vegar blasir „vand- ræðabyggingin" við, sú sem átti að verða skóli, heilsuræktarstöð. . . hvað var það nú allt? „Stórkostleg- ur staður fyrir hótel,“ segja útlend- ingarnir. „Heitt vatn og leir í næsta nágrenni, stórkostlegt út- sýni, friður og ró.“ — „Eða hug- leiðslustaður. í Skotlandi er „Sjáiði gróður- inn. . . hvernig hefur þetta gerst?'' Búdda-klaustur, sem er að verða mjög vinsælt, þangað kemur fólk til að meditera. Þetta væri kjörið fyrir eitthvað slíkt.“ Ég sé í anda appelsínugular skikkjur á sveimi í gufumökkum Krísuvíkur! Atlants- hafið til suðurs, nálægð sjávar er útlendingunum mínum fagnaðar- efni. í útlöndum er sjórinn fullur af drasli og sjaldnast hægt að komast að honum nema um hafnir fullar af farmskipum. Hér byltir sjórinn sér í sandinum og skilur eftir drumba frá öðrum meginlöndum. „Bráðum komum við í dæmigert íslenskt fiskiþorp," segi ég og bý þau undir Grindavík. En þau eru ekki reiðubúin fyrir Grindavík. Fyrst verður tún fyrir augunum. „Sjáiði gróðurinn! — hvernig hef- ur þetta gerst? Var flutt hingað gróðurmold og túnþekjur?" „Nei, nei,“ svara ég, „bara girt og borið á, reikna ég með.“ Túnið verður þeim jafnmikils virði og pálma- trjálundur íslendingum í sólar-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.