Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 4
Sigurborg Sigurðar- dóttir nafnasafnari í Vogunum. Þjóðbjörg, Þórbjörg, Þiðrik, Þorleifína, Þýðrún, Þórveig, Þórína, Þórelfa, Þórmann, Þórjón, Þórörn, Þorgunnur, Þorlóksína, Þorvalda, Þöll, Þórheiður, Þórgerður, Þórhannes, Þjóðmundur. Nei, lesandi góður, við erum ekki komin í skólakladdann í Tré- kyllisvík eða Jökuldal. Blaðamað- ur Póstsins situr í kaffi hjá Sigur- borgu Siguröardóttur, húsfreyju í höfuðborginni sem hefur undan- farin 8 eða 10 ár safnað skrýtnum mannanöfnum, íslenskum. Alvea ótrúlegt hvað er sett a börn „Nei, nei þetta er alls ekki nein skipuleg söfnun," segir Sigurborg. „Ég hef bara punktað þetta niður um leið og ég hef rekist á þessi nöfn. Þetta var bara grín að ég fór að gera þetta." I lausblaðamöppu geymir Sig- urborg á að giska 2000 nöfn sem hún hefur fengið úr ýmsum áttum. Mörg hver fyrir ábendingar vina og kunningja en ekki færri úr bók- um; allskyns ævisögum og endur- minningum sem geyma nöfn ís- lendinga. í þessu safni eru nöfnin ekki öll jafn fágæt eða skrýtin en áreiðanlega koma flest þeirra okk- ur á óvart. Innanum hefur Sigur- borg sett nöfn sem hún hefur sjálf haft sérstakt dálæti á, án þess að þau teljist mjög fágæt, svo sem Ásný, Arna, Birkir, Elvar og Snædís. Þessi stinga jafnvel í stúf innan um Klásínus, Híraníu, Hjörtþór, Hagbarð, Ingibrekt, Jóneu, Fjölmund og Fimm- suntrínu. „Það er alveg ótrúlegt hvað var sett á börn,“ segir Sigurborg og hristir höfuðið um leið og við blöð- um í þessari sérstöku möppu. „Það er sérstaklega mikið um skrýtin nöfn ef maður fer aftur í aldir og eins á Vestfjörðunum." Á einstaka stað hefur Sigurborg skrifað fullt nafn einstaklinga nið- ur, eins og Alexsandir Desemb- er Jónsson í Reykjavík, á fyrstu síðu bókarinnar, en í langflestum tilvikum aðeins punktað niður nafnið án þess að geta nokkurs um uppruna. Get ekki heimfært hvert einasta nafn. . . „Ég get ekki heimfært hvert ein- asta nafn sem er hérna, en það er samt staðreynd að þessi nöfn hafa verið látin á börn. Auðvitað geri ég þetta bara að gamni mínu fyrir sjálfa mig,“ segir safnarinn en þeg- ar við höfum grúskað góða stund kemur í ljós að Sigurborg man hvar hún komst yfir stóran hluta af þessum nöfnum. „Nýbjörg er til á konu. Það er mjög fátítt nafn. . . Katanía, það RANIALEON, FLJÓÐA OG FIMMSUNTRÍNA — „Þetta er bara grín/' segir Sigurborg Sigurðardóttir sem safnar skrýtnum íslenskum mannanöfnum leftir Bjarna Harðarson mynd Jim Smart I er ábyggilega af Vestfjörðunum, .. .Ýunn, Jóhannes hringdi í mig, hafði séð þetta á legsteini í Hafnar- firði og vissi að amma hans var að safna nöfnum . . . Pantaleon, hef- urðu heyrt það? . . . Niðbjörg, ég fékk það nú úr bók . . . Jörína, það er einhver kona sem er á lífi... Mamma þekkti konu sem hét Fljóöa. .. Og Rúnveldur, það er úr bók; hérna, úr minningum Sigurðar frá Syðstu Mörk. Og svona höldum við áfram lengi vel, hittum fyrir Blang og Blómlaugu, Dralín og Díómet- esu, Freysveln, Dagóbert, Dilju, Diðrikku, Dýrborgu, Einbjörgu, Elíngunni, Einar- svein, Einharð, Eidvöru og Elínbetu. Upptalningin hættir þegar sjálfvirka kannan hefur lok- ið við kaffigerðina og blaðamanni er boðið upp á bakkelsi inni í eld- húsi. „Mjallhvít Aþena var barnið skírt," segir húsfreyjan og undir- ritaður stingur uppá að það hafi nú verið í skáldsögu. „Nei, nei, ekki í skáldsögu. Eg tek aldrei neitt upp úr svoleiðis bókum." En mikið af nöfnunum fær Sig- urborg úr bókum sem greina frá fólki sem var til á sama hátt og hann Jón Jónsson í næsta húsi, þó það fólk hafi oft dragnast með lítið eitt afkáralegri heiti en hann. Jarðarfarartilkynningarnar eru iíka oft fengsælar í þessari sér- stöku söfnun og síðast en ekki síst skjótast vinir og nágrannar inn í kaffi með nokkur nöfn í pokahorn- inu. „Nei, ég veit ekkert um merk- ingu þessara nafna eða hvernig þau eru til komin," svarar Sigur- borg þegar blaðamaður víkur að þeim fræðum. Bætir svo við að einhverntíma hafi séra Árelíus Níelsson fyrrum sóknarprestur í hverfinu litið í heimsókn og nafna- söfnunin þá borist í tal. Árelíus hafði þá á takteinum skýringar á mjög mörgum þessara nafna og er manna fróðastur um þessi mál. Gat ekki þolað nafnið mitt. . . Það lá því beinast við að Helgar- pósturinn sneri sér til Árelíusar, til að forvitnast um tilurð skrýtinna nafna og hvernig nafngiftir snúa að prestum. Árelíus sagði í samtali við blaðið að áhugi hans á nöfnum hefði kviknað eftir að honum varð ljóst hvað hans eigið nafn merkir. „Ég gat ekki þolað nafnið mitt í 30 ár, en síðan veit ég að það er eitt hið fegursta í heimi. Ár er sama orðið og aur sem þýðir gull eða ljómi og E1 er nafn guðs; ljómi guðs þýðir það.“ En ölt þessi skrýtnu nöfn, Árelí- us, er rétt ad þau séu af Vestfjörd- um og huer er þá skýringin á því? „Jú, þau eru aðallega af Vest- fjörðum. Prestar þar voru svo lærðir, sumir kenndir við galdra, og skírðu mikið af latneskum og grískum nöfnum. Þeir voru bara svona lærðir og hafa vitað hvað nöfnin höfðu góða merkingu. Lík- lega hafa þeir líka sagt fólki hvað þessi nöfn þýddu og þessvegna hefur það valið þau. Til dæmis Evlalía sem þýðir hin góðorða því ev þýðir góður og lalía það sem talað er. Evgenía er svo hin góð- ættaða, genía er kyn. Ég þekki mann af Vestfjörðunum sem heitir Dósótheus en það þýðir gjöf guðs, dósis er gjöf eða skammtur en Theos er guð. Jú, jú mikið rétt hann er Tímóteusson og Tímó- teus er sá sem dýrkar guð. Tímeó þýðir „ég virði" eða „ég met“ og Theos eins og áður guð. Matteus sem er í okkar máli Matthías þýð- ir það sama og Dósótheus, bara á annan hátt. Mat er sama og gjöf.“ En myndir þú þá sem prestur skíra barn erlendu nafni, ef merk- ing þess vœri gód? „Við erum nú fyrst og fremst ís- lendingar og ég myndi spyrja eftir því hvort við hefðum ekki eitt- hvert íslenskt nafn sem þýðir það sama. En maður verður að gera þetta upp við fólkið sem kemur með barnið og það er misskilning- ur að prestarnir ráði þessu svo mikið. Ég hef einu sinni neitað að skíra barn erlendu nafni en það breytti engu." Annars vildi Árelíus vara við að of langt yrði gengið í að banna fólki að skíra börn sín þeim nöfn- um sem því dettur í hug. Þegar til dæmis á að skíra barn erlendu nafni eftir afa eða ömmu barnsins þá taldi hann varasamt að standa móti slíku. Eins taldi hann alltof langt gengið þegar fólki er neit- að um að bera nöfn hérna sem það hefur verið skírt erlendis og skipað að skipta um nafn. Með allt þetta í huga sláum við botninn í þessa nafnaþulu. Helgar- pósturinn vonar að engum hafi sárnað að sjá sitt eigið nafn skil- greint hér í greininni sem sérstak- lega sjaldgæft eða skrýtið. „Þetta ætti annars ekki að skaða neinn. En ef það verða einhver blaðaskrif út af þessu, þá verður þú að standa í þeirn," sagði Sigurborg Sigurðar- dóttir nafnasafnari í Vogunum. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.