Helgarpósturinn - 29.08.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Side 6
INNLEND YFIRSÝN Enginn vill leggja peninga í hið nýja fyrir- Borgin verður meirihlutaeigandi „Við keyrum þetta af stað í hvelli," segir Ragnar Júlíusson formaður útgerðarráðs BUR við HP um sameiningu BÚR og ísbjarn- arins og spurningin stendur tæpast um það hvort fyrirtækin renni saman í eitt heldur hvenær. Ragnar bjóst við að niðurstöðu yrði að vænta „allvel fyrir áramót". Stóra spurningin í samruna þessara tveggja tapfyrirtækja er hvort takist að koma fótunum undir reksturinn og tryggja áfram- haldandi rekstur. Rekstrarstöðvun er yfirvof- andi hjá ísbirninum og staða BÚR jafnvel verri, j)ó peningaflæði úr borgarsjóði hafi hingað til tryggt áframhaldandi rekstur fyrir- tækisins. I skýrslu sem Davíð Oddsson hefur látið gera um rekstur fyrirtækjanna og hugs- anlegan samruna eru settar fram tilgátur um aukna hagkvæmni sem fylgi samrunanum. Dugi þau ráð ekki til má eins gera ráð fyrir að þar sem nú eru BÚR og fsbjörninn verði gjaldþrota fyrirtæki sem borgin telur ekki í sínum verkahring að halda lifandi. Með minnkandi útgerð í Reykjavík væri svo kominn fram vilji landsbyggðarmanna um að erfiðleikum og samdrætti í fiskveið- um verði mætt í þeim plássum sem geta mætt slíku án byggðaröskunar. Er þá uppi skondin uppákoma þegar Davíð Oddsson, Ragnar Júlíusson og Brynjólfur Bjarnason hrinda þeirri stefnu í framkvæmd. Með samruna þessara tveggja fyrirtækja er gert ráð fyrir einu útgerðarfyrirtæki af svipaðri stærðargráðu og Bæjarútgerðin var árið 1982. Þá öfluðu 6 togarar hennar um 29 þúsund tonna og Isbjörninn var með um 15 þúsund tonn. Síðasta ár var afli BÚR með fjórum og hálfum togara kominn niður í 17,5 þúsund tonn og ísbjörninn hékk í 10,5 þús- und tonnum. 1982 unnu hjá BÚR um 500 manns sem er litlu minna en sameiginlegur starfsmannafjöldi beggja fyrirtækjanna í dag. í fyrrnefndri skýrslu er gert ráð fyrir 460 til 500 starfsmönnum hjá hinu nýja fyrirtæki. Helsti munur á því og BÚR 1982 er að það verður fært um að verka mun stærri hluta aflans, eða allan, í frystan fisk meðan stór hluti af afla ársins 1982 fór í óhagkvæma skreiðar- og saltfiskvinnslu. Ein af meginástæðunum fyrir slæmum rekstri ísbjarnarins og BÚR er kvótakerfið. Viðmiðunarárin sem úthlutaður kvóti er miðaður við voru óhagstæð á öllu suðvestur- horninu; þorskur var lítill hluti aflans miðað við annarstaðar og meginuppistaða karfi og aðrar ódýrar, illseljanlegar fisktegundir. Angi af sama vanda er salan á BÚH og gjald- þrot útgerðarfyrirtækja suður með sjó. Svar skýrslunnar við þessum vanda er meiri stjórnun veiðanna og sérhæfing í vinnslu. Þessutan er gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki fái inn meira eigið fé frá eigendum þess og er talað um 180 til 250 milljónir króna. Þessutan kemur sala á stórum hluta eigna, BÚR-húsum á Meistaravöllum og ís- bjarnarins úti á Nesi. Aðspurður hvort aukins fjár ætti að afla með hlutafjársöfnun meðal einstaklinga, svaraði Ragnar Júlíusson því til, að hann reiknaði ekki með að neinn vildi leggja fé í hið nýja fyrirtæki á þessu stigi. Þá sagði Ragnar að honum sýndist það ekki rangt ályktað, án þess að vilja svara því, að borgin yrði meirihlutaeigandi að hinu nýja hlutafélagi, fyrst um sinn að minnsta kosti. Af viðtölum HP við fjölda manns virðist ekki útilokað að hagkvæmur rekstur hins nýja fyrirtækis muni leiða til þess að hlutafé borgarinnar í fyrirtækinu verði selt. Um það vildi Ragnar Júlíusson hvorki segja af né á. Þá um leið er orðið til útgerðarfyrirtæki sem getur farið á hausinn og það öryggi í rekstri sem Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi talar um að einkenni Bæjarútgerðina ekki fyrir hendi. Ragnar Júlíusson sagði það rétt að borgin hefði alltaf veitt fé til BÚR þegar illa áraði en kvaðst ekki geta svarað því hvort meirihluti sjálfstæðismanna myndi gera það áfram um aldur og ævi. Óskabarn reykvískra jafnaðarmanna, út- gerðarfyrirtæki sem gengur hvort sem reikningar sýna tap eða gróða, virðist því standa höllum fæti. Eins víst er að ef hið nýja fyrirtæki stendur ekki á eigin fótum næstu árin láti borgin það rúlla. Undanfarin ár hefur bprgin veitt tugum milljóna inn í rekstur BÚR; 25 milljónum króna árið 1983 og 60 milljónum í fyrra, en þá tókst að halda tapinu nokkuð niðri með því að tekjufæra sölu á togaranum Bjarna Benediktssyni. Tapið í ár stefnir í að verða ekki minna en síðasta ár. Borgarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðisflokksins lofaði borgar- búum því í upphafi kjörtímabils að koma rekstri fyrirtækisins á réttan kjöl. Nær úti- lokað er að meirihlutinn geti staðið við það loforð sitt og samruni við tapfyrirtækið Is- björninn virðist í raun örþrifaráð. Hver nið- urstaðan af þeim samruna verður er í raun- inni ekki vitað, en líklegast að innan fárra ára verði borgarbúar lausir við þá áþján að greiða stóran hluta síns útsvars til fyrirtækis- ins. Fari svo að afkvæmi BÚR og ísbjarnarins verði andvana fætt og útgerð á höfuðborgar- svæðinu minnki um þá sex eða sjö togara sem reiknað er með að það hafi á sínum snærum, vænkast væntanlega hagur ann- arra útgerðarfyrirtækja. Tilkoma kvótans og minni veiðar kalla á minni fjárfestingar í sjávarútvegi sem um leið kallar fram kröfu um sölu á þeim fjárfestingum sem hægt er að selja undir aðra atvinnustarfsemi. í þeim efn- um er gjörólík staða BÚR og ísbjarnarins annarsvegar og fiskvinnslu í smáplássum úti á landi hins vegar. ERLEND YFIRSÝN Leyndin sem skýla á athöfnum leyniþjón- ustu getur hæglega orðið þeim að fótakefli, þegar leyniþjónustumenn sjást ekki fyrir, fyllast ofmetnaði og falla á sjálfra sín bragði. Einkum eru mörg dæmi slíks hjá aðgerða- deildum leyniþjónustanna, þeim stofnunum hervelda sem ætlað er að gera andstæðing- um eða keppinautum grikki og skráveifur. Um þessar mundir hafa leyniþjónustur Frakklands og Vestur-Þýskalands haft það af að setja ríkisstjórnir landa sinna í hvora klíp- una annarri verri. Samtímis takast leyniþjón- ustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á fyrir opnum tjöldum í Moskvu, og er ósýnt hvorri betur veitir. Ljóst er orðið að það voru erindrekar utan- landsdeildar frönsku leyniþjónustunnar, DGSE skammstafast hún á frönsku, sem sökktu flaggskipi Greenpeace, Rainbow Warrior, í höfn í Auckland á Nýja Sjálandi 10. júlí. Málið snýst nú um það, hvort þeir tóku skemmdarverkið, sem varð manni að bana, upp hjá sjálfum sér eða framkvæmdu skipun yfirboðara sinna. Bernard Tricot, fyrrum yfirmaður einka- skrifstofu de Gaulle, sem sósíalistinn Mitter- and forseti setti til að kanna málið, fullyrðir í skýrslu sinni, að hvorki franskir ráðherrar né yfirmenn DGSE hafi fyrirskipað tilræðið. Erindrekar leyniþjónustunnar hafi verið sendir til Nýja Sjálands einungis til að njósna um Greenpeace, sem beitir sér fyrir siglingu inn á kjarnorkutilraunasvæði Frakka við Mururoa. David Lange, forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, finnur skýrslu Tricot allt til foráttu og krefst afsökunarbeiðni frá frönsku stjórn- inni. Fabius forsætisráðherra í París, lætur hana ekki í té, en lýsir yfir að sprenging Rain- bow Warrior hafi ekki verið álappaleg leyni- þjónustuaðgerð heldur glæpaverk, og frönsk stjórnvöld skuli koma lögum yfir þá sem Ný- sjálendingar geti hjálpað til að sanna á sekt. Frönsk blöð minna óspart á að DGSE er gamalt vígi hægri manna, lá í útistöðum við ríkisstjórn sósíalista fyrst eftir að hún komst til valda og hefur gert ráðherrum og Mitter- and forseta hverja skráveifuna af annarri með villandi upplýsingum, sér í lagi varð- andi borgarastríðið í Chad og samskiptin við Gaddafi Libýuforseta. Er þess getið til að sprengingin í Aucklandhöfn hafi verið einka- framtak einstakra foringja í DGSE til að gera sósíalistastjórninni óleik. Tiedge gagnnjósnastjóri í Bonn er strokinn til Austur-Þýskalands Leyniþjónustur liggja í því hver um aöra þvera Fróðlegt verður að heyra vitnisburð frönsku skötuhjúanna sem Nýsjálendingar klófestu, þegar þau koma fyrir rétt í nóvemb- er. En svo mikið er víst, að Fabius forsætis- ráðherra leggur á það megináherslu í yfirlýs- ingu sinni, að hann hafi fyrirskipað ráðherr- um sem í hlut eiga að herða eftirlit með og taumhald á hinum ýmsu stofnunum ríkisins sem leynilega starfsemi stunda og gefa sér reglulega skýrslur. Fyrir helgina hittust þeir Mitterand og Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og hafa væntanlega haft nóg um að spjalla utan dag- skrár, því ekki má á milli sjá hvorn eigin leyniþjónusta hefur sett í verri bobba. Gagn- njósnaþjónusta Vestur-Þýskalands nefnist Skrifstofa til verndunar stjórnarskránni, skammstafað BFV. Þar hefur Hans Joachim Tiedge starfað í 19 ár, fjögur hin síðustu yfir þeirri deild sem á að verjast njósnum af hálfu Austur-Þýskalands. Fyrir rúmri viku hvarf Tiedge, og skaut svo upp í Austur-Berlín í gerfi pólitísks flóttamanns frá Bonn. Áður en Tiedge taldi rétt að leynast á brott, höfðu tvær konur og einn karl með aðgang að ríkisleyndarmálum horfið með skömmu millibili. Voru það ritari Bangemanns efna- hagsmálaráðherra og formanns Frjálsa demókrataflokksins, ritari heildarsamtaka Vestur-Þjóðverja sem urðu að flýja heim- kynni sín í Austur-Evrópu í stríðslok, og boð- beri hersins, sem eitt sinn sá um lyftubúnað í leynilegu byrgi djúpt í fjalli, þar sem ríkis- stjórn og yfirherstjórn eiga að hafast við á stríðstímum. Nú er komið í ljós að konurnar báðar komu til Vestur-Þýskalands fyrir áratugum með skilríki annarra. Austurþýska leyni- þjónustan hefur þann hátt á, að hún gerir njósnurum sínum fært að villa á sér heimild- ir og felur þeim að komast í störf í vestur- þýsku embættiskerfi og atvinnulífi, þar sem íeynilega vitneskju er að hafa. Mestur slægur er þó austurþýskum stjórn- völdum í Tiedge. Enn er ekki ljóst, hve lengi hann hefur gengið erinda þeirra, en sé um langt tímabil að ræða er gagnnjósnakerfi Vestur-Þýskalands hrunið og vesturþýskir njósnarar í Austur-Þýskalandi unnvörpum í hættu. Enda var gumað af því í Austur-Berlín samtímis og Tiedge skaut þar upp kollinum, að þrjú misserin sem lauk í júní síðastliðnum hefðu 168 vesturþýskir njósnarar verið handsamaðir. eftir Magnús Torfa Ólafsson Þegar uppvíst varð að Willy Brandt, þá- verandi kanslari, hafði glæpst til að taka austurþýskan njósnara í starfslið sitt, sagði hann tafarlaust af sér. Enginn býst við slíkri einurð af Kohl. En einhverjir verða látnir taka ábyrgð á Tiedge í Bonn. Komið er í ljós að yfirboðarar hans höfðu lengi vitað að mað- urinn væri drykkfelldur og skuldum vafinn. Nú er þar á ofan hafin rannsókn á sviplegu fráfalli konu hans fyrir tveim árum. Leyniþjónusturnarsem mest hafa umleikis eru gerðar út frá Moskvu og Washington. Sovéska leyniþjónustan KGB er kunn að því að láta einskis ófreistað til að fylgjast með ferðum bandarískra sendiráðsmanna í Moskvu og kortleggja samskipti þeirra við sovétmenn. Þó þótti tíðindum sæta, þegar Bandaríkjamenn kunngerðu í síðustu viku, að þeir hefðu komist að raun um að KGB hefði um langan aldur stundað það að merkja Bandaríkjamenn sem hún vildi að skildu eftir merki hvar sem þeir kæmu með dufti af efnasambandi einu, nítrófenyl- pentadien. Auk þess að skilja hvarvetna eftir merki geti efni þetta valdið krabbameini og erfðabreytingurp. Fótur og fit varð uppi hjá Bandaríkja- mönnum í Moskvu og öðrum útlendingum þar í borg við þessi tíðindi, einkum urðu konur á barnsburðaraldri órólegar. En þegar vestrænir fréttamenn tóku að spyrja tals- menn bandaríska sendiráðsins nánar út í málið urðu þeir að gjalti. Ýmist var borið við leynd, að ekki væri unnt að svara spurning- um, eða svörin gáfu til kynna að of mikið hefði verið sagt í upphafi. Þegar skýrt var frá að nítófenylpentadien mældist einungis við rannsóknarstofuaðstæður og með rándýru tæki, sem nefnist massaspektrómeter, þótti fréttamönnum vandseð að KGB kæmi efnið að miklu haldi við að fylgjast með manna- ferðum í milljónaborg. Ekki tók betra við, þegar sérfræðingar sögðu efnið álíka sterk- an krabbameinsvald og sakkarín eða skyndi- kaffi. Þykir líklegast að þarna hafi CIA orðið full veiðibráð í viðleitninni til að setja sovét- menn í varnarstöðu fyrir fund þeirra Reagans og Gorbatsjoffs. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.