Helgarpósturinn - 29.08.1985, Side 7
skiljanlegur ótti íbúa
í friðsælu hverfi?
Helgarpósturinn skoðar deilumólið í Laugarneshverfinu og ræðir
við þc sem allt snýstum — fyrrum fanga og aðra heimilismenn í
húsnæði Verndar
eftir Guðmund Árna Stefónsson myndir Jim Smart
Hvað er á seyði í Teigahverfinu?
Er grunnt á fordómum í garð
minnihlutahópa hjá okkur íslend-
ingum, eða er ótti og andstaða
íbúa Teigahverfis við flutning
fyrrum fanga í hverfið af eðlileg-
um toga spunninn?
Þessar spurningar og fleiri hafa
vaknað í kjölfar umræðna og
blaðaskrifa, sem orðið hafa vegna
þeirra áforma fangahjálparinnar
Verndar að flytja skjólstæðinga
sína í nýkeypt hús að Laugateigi
19. Vernd, sem undanfarin tæp
fimm ár hefur rekið heimili fyrir
fyrrum fanga og þá er eiga við
áfengisvandamál að etja, að Rán-
argötu og Skólavörðustíg, keypti
fyrir skömmu hús við Laugateig-
inn og hugðist flytja starfsemina
,úr fyrrgreindum tveimur húsum
og færa undir sama þak í húsi nr.
19 við Laugateig. Húsakaupin eru
um garð gengin. Kaupverðið var 9
milljónir. Flutningur er á döfinni.
Hins vegar brugðust margir íbúar
Teigahverfis hart við og mót-
mæltu þessum áætlunum og
sögðu það ófært að vista fyrrum
fanga inni í miðju íbúðarhverfi.
Gagnrýndu íbúarnir Vernd einnig
fyrir að hafa ekki ráðgast við þá
um þessi mál áður en gengið var
frá kaupunum.
Ýmislegt hefur borið á góma í
þessari umræðu og málið fór fyrir
borgarráð sl. þriðjudag, en það
ákvað að leggja kauptilboð fyrir
stjórn Verndar; kaupa húsið fyrir
aðra starfsemi og gangast fyrir
því, að annað húsnæði fengist fyr-
ir heimili Verndar.
Þessi mál eru ekki útkljáð enn-
þá. Niðurstaða liggur ekki fyrir.
Helgarpósturinn skoðar nokkra
þætti þessa máls og þó einkanlega
viðhorf þeirra manna sem helst er
deilt um — heimilismanna í hús-
næði Verndar.
Stöðugur ótti
í dreifibréfi sem nýlega var sent
til íbúa í Laugarneshverfi sagði
m.a.: „Það sem veldur okkur íbú-
um hverfisins stórum áhyggjum er
vera þessara manna hér við hús-
vegginn hjá okkur. Reynslan sýnir
að stór hluti þeirra ,,fellur“ aftur
og aftur og þótt alltaf séu einhverj-
ir sem komast á réttan kjöl er
hættan mikil á að heimili þessu
iylgi óþægindi — og þau af verri
gerðinni — fyrir okkur íbúa Laug-
arneshverfisins. Eiturlyf, innbrot,
hávaði og ónaeði hvers konar.“ Og
síðan segir: „í hverfinu búa margir
aldnir sem nú eru gripnir miklum
ótta við þessa nýju nágranna og
það sem þeim fylgir. Ekki síður er
óttinn mikill hjá barnafólkinu.
Þótt Vernd ábyrgist að allur rekst-
ur sé til fyrirmyndar og engin
ástæða sé til að óttast eitt eða neitt
er erfitt að kyngja slíkum fullyrð-
ingum. Heimilið að Laugateigi 19
mun hafa örlagaríkar afleiðingar
fyrir íbúa hverfisins og þeir munu
lifa í stöðugum ótta við innbrot,
áreitni og jafnvel árásir. Annað
vandamál sem vert er að gefa
gaum er það að íbúðir munu hér
snarlækka í verði — ef einhver
fæst þá til að kaupa þær. ..“
í dreifibréfi íbúa Laugarnes-
hverfis segir einnig að mikil
„óánægja og reiði" sé ríkjandi
meðal íbúanna í hverfinu vegna
þess að engar spurnir bárust til
þeirra fyrr en kaupin voru um
garð gengin. Þá er lýst yfir efa-
semdum með það, að vænlegt sé
til árangurs í hjálparstarfi af þessu
tagi að hrúga 20—25 manns sam-
an í íbúðarhverfi. Minni einingar
gefi betri raun. Það sýni reynslan
erlendis frá.
Reglur heimilanna
strangar
Jóna Gróa Sigurðardóttir, for-
maður og framkvæmdastjóri
Verndar, sagði í samtali við Helg-
arpóstinn, að hún vonaðist til þess
að málin fengju farsæla lausn.
Hún kvað stjórn Verndar enga af-
stöðu hafa tekið til tilboðs borgar-
ráðs, enda það nýtilkomið. Jóna
Gróa sagðist hins vegar dálítið
undrandi yfir öllum þessum mála-
rekstri og aðstandendum Verndar,
sjálfboðaliðum sem vildu reyna að
hjálpa föngum, fyrrum föngum og
aðstandendum þeirra, eftir því
sem kostur væri, hefði einfaldlega
ekki komið það til hugar, að þetta
yrði jafnmikið hitamál og raun
bæri nú vitni um. Af þeim sökum
og þeim einum hefði málið ekki
verið sérstaklega kynnt fyrir íbú-
um hverfisins, enda hefði starf-
ræksla heimila Verndar að Ránar-
götu og Skólavörðustíg gengið
eins og í sögu um margra ára
skeið.
Jóna Gróa Sigurðardóttir sagði
ennfremur að sú áhersla sem íbú-
ar hverfisins og fleiri hefðu lagt á
stærð heimilisins og fjölda heimil-
ismanna væri ekkert aðalatriði.
„Leikmenn jafnt sem fræðimenn
greinir á um það, hvaða stærð
heimila er heppilegust í þessu
sambandi," sagði hún. „Hins veg-
ar er margt sem mælir með um 20
heimilismönnum og í því sam-
bandi er rétt að minna á, að nú
þegar eru starfandi í bænum tvö
heimili fyrir menn sem eiga við
áfengisvandamál að stríða. Þau
eru rekin af líknarfélögum með
styrk frá borginni. Nágrannar þar
hafa ekki kvartað og þar eru heim-
ilismenn 23 á hvorum stað og þyk-
ir henta ágætlega."
Jóna Gróa vildi taka það skýrt
fram að þessi heimili Verndar
væru fyrir menn sem væru að
vinna sig út úr vandanum og vildu
það virkilega. Reglur heimilanna
væru strangar og þar fengju menn
ekki að vera, ef þeir stæðu sig ekki
gagnvart áfenginu og ef þeir
stunduðu ekki vinnu af krafti, svo
aðeins tvær reglur væru tiigreind-
ar.
„Vona að úr rætist"
„Vernd hefur verið í húsnæðis-
hraki,“ sagði Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir. „Við erum að missa þau hús
sem við höfum haft fram að þessu
og eftir að hafa leitað í heilt ár að
hentugu húsnæði duttum við nið-
ur á húseignina Laugateig 19.
Stjórn Verndar var sammála um
að festa kaup á því húsi og fram-
undan er mikil barátta sjálfboða-
liða til að endar geti náð saman
fjárhagslega í því dæmi, því kostn-
aður við kaupin og rekstur Vernd-
ar er mikill. Við höfum hins vegar
notið stuðnings víða að, frá ein-
staklingum, félögum og opinber-
um aðilum og þannig hefur okkur
tekist að halda úti víðtæku og
blómlegu starfi til hjálpar okkar
skjólstæðingum. Ég vona svo
sannarlega að þjóðin standi áfram
með okkur í þeim efnum, þótt
leiðindaágreiningur hafi komið
upp vegna þessa húss við Lauga-
teiginn. Ég vona af heilum hug að
úr þessu rætist, þannig að allir geti
staðið upp ósárir á eftir,“ sagði
Jóna Gróa.
Sjá næstu síðu.