Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 8
Fundur í Teigahverfinu: Munu börn og gamalmenni stöðugum ótta — ef Verndarheimilið verður á lifa í Laugateignum? Fjölmennur fundur var haldinn í Laugalækjarskóla sl. mánudag um áætlanir fangahjálparinnar Verndar, að starfrækja heimili fyr- ir sína skjólstæðinga að Lauga- teigi 19. Fundurinn var haldinn að tilhlutan íbúa Teigahverfis, sem margir höfðu mótmælt þessum áformum. Miklar umræður urðu á fundin- um. Hér verður fundurinn ekki rakinn lið fyrir lið, heldur aðeins drepið á nokkur þau efnislegu við- horf er komu fram í máli nokkurra ræðumanna, sem tóku til máls að afloknum framsöguerindum. Gunnar Már Herbertsson, íbúi í Teigahverfinu. Hann sagði íbúa hverfisins þess ekki fýsandi að fá fyrrum fanga, suma bitra og firrta, til nágrennis við börnin í hverfinu. Börnin ættu eftir að alast upp í námunda við þetta fólk. Gunnar Már sagði þetta vera tímasprengju og að fórnar- lömbin væru „þú og ég og börnin okkar“. Hann hvatti til þess að komið yrði í veg fyrir þetta stór- slys. Adda Bára Sigfúsdóttir, íbúi í Teigahverfinu. Hún rifjaði upp mál af svipuðum toga, sem upp kom í Laugarásnum fyrir um það bil áratug. Hún sagði íbúana þar hafa mótmælt því harðlega, þegar Kleppsspítalinn keypti þá hús fyrir skjólstæðinga sína. Adda Bára sagði það mál minna mjög á umræður nú. Hins vegar sagði hún að íbúar í Laugar- ásnum iðruðust nú, því allar hrak- spár hefðu verið hraktar í tímans rás, því hvorki hefði orðið verðfall á íbúðum í Laugarásnum eins og spáð hafði verið, né heldur hefði einn eða annar skaði fylgt hinum nýju íbúum þess hverfis. Kvaðst hún vona að hið sama yrði upp á teningnum hvað varðar Teiga- hverfið og heimili Verndar. Einar Símonarson, Ránar- götu 10. Einar kvaðst vera nábúi heimil- ismanna að Ránargötu 10, sem væri annað tveggja húsa Verndar og aldrei hefði það nábýlí skapað honum vanda eða fjölskyldu hans. Hann sagði þeSsa heimilismenn Verndar vera fyrirmyndarná- granna. Séra Árelíus Níelsson. Hann kvaðst vona að íbúar Teigahverfis tækju skjólstæðing- um Verndar opnum örmum og þeir hefðu mannbætandi áhrif á þá í anda kristilegs siðgæðis. Erlendur Baldursson, starfs- maður skilorðseftirlits. Minnti á að á heimilum Verndar væru ekki svokallaðir síbrota- menn, sem væru sífellt á leið inn og út úr fangelsum, heldur fyrrum fangar sem hefðu áhuga á því að bæta sig. Hins vegar kvað hann það álitamál hversu stórar eining- ar heimili af þessu tagi ættu að vera og hugsanlega væri of fjöl- mennt að halda heimili fyrir 20—25 manns, eins og áætlanir væru um. Guðfinna Ragnarsdóttir, ibúi í Teigahverfi. Sagði að ský hefði dregið fyrir sólu í Laugarneshverfinu öllu við þau tíðindi, að 25 manna heimili fyrrum afbrotamanna ætti að setja á stofn í hverfinu. Hún sagði þetta þýðá það, að börn og gamalmenni lifðu í stöðugum ótta og margir hefðu þegar sett éignir slnar í sölu af þessari ástæðu, en ættu þó erfitt með að selja, því fasteignaverð lækkaði sjálfkrafa vegna þessa máls. Sérstaklega gerði hún aldr- aða íbúa hverfisins að umtalsefni og kvað þá eiga annað betra skilið, en að ævikvöldið væri hulið myrkri og skelfingu. Davíd Oddsson borgarstjóri. Hann sagði að borgaryfirvöld hefðu ekki um málið fjallað, enda það ekki komið þar inn á borð. Málið væri ekki formlega á ábyrgð borgarinnar, en hins vegar hlyti borgarstjórn að líta til þess þegar íbúar í stóru borgarhverfi lýstu andstöðu sinni við þessar áætlanir félagasamtakanna Verndar. Myndi borgin ræða þessi mál við Vernd og leita farsællar lausnar fyrir alla aðila. Brandur Valdimarsson, íbúi í Teigahverfi. Hann sagði íbúa hverfisins ekki hafa mótmælt þessum áformum í húgsunarleysi heldur að athuguðu máli. Hitt væri líka það, að eðlilegt hefði verið að Vernd hefði leitað álits íbúahna áður en til húsakaup- anna kom. Ragnar Ragnarsson, íbúi í Teigahverfi. Hann sagði það fyrirliggjandi að íbúðaverð í hverfinu myndi lækka ---------------------————- til muna við tilkomu Verndar- heimilisins og það þýddi ekkert að reyna að telja íbúum hverfisins trú um það, að flutningur þessara manna í hverfið hefði bætandi áhrif á það. Ef þeir væru lokaðir úti vegna drykkju, þá væru þessir menn ráfandi um nærliggjandi garða í hverfinu. ína Marteinsdóttir, íbúi í Teigahverfi. Hún sagði íbúana hrædda við skapgerðargalla þessara manna. Þeir gætu lent í sama farinu og þeir voru og hún spurði hvort ástæða væri til að halda heilu hverfi í hræðslu og ótta. Jónas Jónasson, íbúi í Teigahverfi. Kvaðst treysta borgarstjóra til að leysa þetta mál, þannig að íbúar Teigahverfis yrðu lausir við þessa menn. Fleiri töluðu á fundinum og fjöl- margar fyrirspurnir bárust til framsögumanna. Það skal tekið fram að hér er aðeins stiklað á stóru í máli ræðumanna — nokkur dæmi tekin — þannig að ekki er gefin heildstæð mynd af allítarleg- úm umræðum á fundinum. - Eiríkur Sölvason verkat- maftUr býr á heimill Verndar að Skóla- vörðustíg; en starfar sem verkamaður. Er handlaginn við bifvéla- viðgerðir. Hann segist ekki óska eftir mikilli hjálp frá samfélaginu, en þó ekki hreinni og beinni andstöðu, þótt hann hafi farið illa með áfengi og setið í fangelsi í 45 daga á ævinni. „Okkur þarf enginn að óttast## — Eiríkur Sölvason, einn heimilismanna „Þetta er eins og hreinir og klárir kynþáttafordómar. Ég fyrir mína parta sætti mig alls ekkert við það, að vera höndlaður eins og 2. flokks borgari vegna þess að ég sat á sínum tíma í fangelsi um 45 daga skeið. Ég hef tekið út mína refsingu, goldið fyrir misgjörðir mínar. Er það ætlunin að almenn- ingsálitið, í þessu tilfelli íbúar í Teigahverfi, haldi áfram að refsa mér um ókomna tíð?“ Þetta sagði Eiríkur Sölvason, 22 ára verkamaður, sem hefur verið búsettur að Skólavörðustíg, í öðru heimili Verndar, síðustu mánuði. „Ég fluttist í hús Verndar þann 10. apríl síðastliðinn," sagði Eiríkur, „og þar hefur mér liðið ágætlega." Eiríkur kvaðst aðspurðUr hafa setið bak við rimia fjörutíu og fimm daga skeið, vegna þess að hann gat ekki greitt sektir sínar. „Ég var sektaður fyrir ítrekuð ölv- unarakstursbrot og eitt innbrot. Þá hef ég átt í erfiðleikum með áfengismálin og farið í meðferð nokkrum sinnum. Það hins vegar bjargaði miklu fyrir mig, þegar ég var laus úr fangelsinu, að ég hafði í hús að venda; ég fékk inni á heimili Verndar við Skólavörðu- stíg, enda var ég og er staðráðinn í því að ná mér upp úr ruglinu. Síð- ustu mánuði hef ég unnið mikið, frá morgni og langt fram á kvöld og raunar lítið gert annað en vinna og sofa þetta tímabil." Við virðum heimilin „Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin að reynslan af hús- um Verndar hefur verið mjög góð,“ sagði Eiríkur Sölvason. „Ég segi það t.d. fyrir mig, að ef heimili Verndar hefðu ekki verið annars vegar, þá hefði ég átt höfði að halla á Farsótt eða annars staðar, og þá er ég fullviss um að ég hefði lent í ruglinu á nýjan leik. En á heimilum Verndar er brennivín ekki liðið; þar eru menn edrú. Og þeir sem falla fyrir brennivíninu fá ekki að dvelja þar. Þetta vita heimilismenn sjálfir manna best og það er svo, að þegar það kemur fyrir að einhver fellur í edrú- mennskunni þá heldur sá hinn sami sig fjarri heimilinu — kemur þar ekki nærri. Við virðum heimilin og viljum halda þeim þurrum og sem hlýleg- um heimilum, eftir því sem kostur er,“ sagði Eiríkur ennfremur.,,,Ég vissi það, að menn voru farnir að hlakka til að komast niður á Laugateig, því það er mikill um- ferðarniður við Skólavörðustíginn og ys og þys dag og nótt. Ég hugs- aði mér gott til glóðarinnar að komast í rólegt og friðsælt íbúðar- hverfi þar sem hlutirnir gætu ver- ið sem heimilislegastir. Og ekki spillti það fyrir, að sundlaugin í Laugardal er þarna nærri og mað- ur hefði getað skellt sér í sund.“ Eiríkur Sölvason sagði hins veg- ar, að hann hygðist ekki dvelja til langframa í híbýlum Verndar og hann væri þegar farinn að svipast um eftir húsnæði fyrir sig. „Ég vinn í Hafnarfirði og vildi því helst fá húsnæði þar, enda eiga menn ekki að hafa of langt stopp í heim- ilum Verndar; þau eru fyrst og fremst áfangastaður á meðan menn eru að ná fótfestu í hinu dag- lega lífi.“ „Fordómar byggðir á vanþekkingu" „Ekki get ég neitað því að þessi hörkulegu viðbrögð íbúanna í Teigahverfi hafa komið mér mjög á óvart. Óneitanlega hugsar mað- ur um kynþáttamisréttið í Suður- Afriku í sama mund. Þetta eru for- dómar byggðir á vanþekkingu. Það er ekkert nýtt fyrir mér, að umhverfið geri til mín miklar kröf- ur þegar fólk heyrir að ég hafi far- ið í meðferð vegna áfengisneyslu og setið inni. En það finnst mér ekki það versta. Ég vil gjarnan sanna getu mína við vinnu og ann- ars staðar fyrir sjálfum mér og öðrum, ef því er að skipta. En í þessu máli er okkur ekki gefið tækifæri til að sanna það, að við erum menn eins og aðrir menn og þurfum og viljum lifa í sambýli við fólk. Teigahverfið vill okkur ekki. Hvað næst? Er einhvers staðar pláss í borginni, þar sem við meg- um vera? Fólkið þarna í Teigahverfinu hefur enga ástæðu til að óttast heimilismenn í Verndarhúsunum. Reynslan talar þar skýrustu máli. Það hefur ekkert komið upp á þau fimm ár sem húsin hafa verið í gangi, þótt þar hafi verið fleiri tug- ir manna á þessu tímabili. Ég und- irstrika, að heimilismenn bera virðingu fyrir þessum húsum og þótt einn og einn detti í ruglið, þá varast hann að skemma fyrir hin- um með því að eyðileggja góðan móral í kringum þessi heimili. íbúar í Teigahverfi þurfa því ekki að hræðast okkur hina nýju ná- granna. Það er langt því frá. Okk- ur Jsarf enginn að óttast. Ég veit ekki sjálfur hvort ég er endanlega laus úr ruglinu," sagði Eiríkur Sölvason aðspurður. „Hver veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Ég vil hins vegar takast á við vandamálin og reyna að leysa þau. Það er út af fyrir sig ekkert mál að hanga þurr, ef menn hafa ekki önnur verkefni að stefna að. En ef það þarf að gerast með flótta, forðast þennan staðinn eða hinn staðinn, þá er frelsið undan ruglinu orðið lítið. Ég vil ekki flýja sjálfan mig eða mín mál, heldur reyna að leysa þau. Ég bið ekki um mikla hjálp frá náunganum; get klárað mig sjálfur, en vildi þó gjarnan að ekki yrðu stærri stein- ar settir í mína götu en annarra þjóðfélagsþegna. Þess vegna er ég svo óhress með þessa furðulegu afstöðu ýmissa íbúa Teigahverfis í þessu máli,“ voru lokaorð Eiríks Sölvasonar. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.