Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Edda
Andrésdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir og Sigmundur
Ernir Rúnarsson
Útlit: Elfn Edda
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea Matthfasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Jakob Þór Haraldsson
Innheimta:
Garðar Jensson
Afgreiðsla: Guðrún HSsiler
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúlá 36.
Sfmi 8-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Fordómar eða
samhjólp?
Það þarf stundum ekki mikið
til að sátt og samlyndi meðal
íbúa þjóðarinnar snúist upp í
andhverfu — harkalegar deilur
og stóryrði. Þessa dagana er
harðlega deilt um það hvort
fangahjálpinni Vernd sé stætt á
því að setja á stofn heimili fyrir
fyrrverandi fanga í gömlu og
grónu íbúðarhverfi í borginni —
Laugarneshverfinu. Ibúarnir
hafa nú flestir að því er virðist
snúist alfarið gegn þessum
áformum og bent á að ekki fari
vel á því að setja á stofn heimili
af þessu tagi, af þessari stærð
(20—25 menn) inni í miðju
íbúðarhverfi.
Aðrir hafa á hinn bóginn sagt
þessar áhyggjur íbúa í Laugar-
neshverfinu algjörlega ástæðu-
lausar. Staðreyndin sé sú, að
Vernd og aðrar sambærilegar
stofnanir, hafi rekið samsvar-
andi heimili út um alla borg, án
þess að til vandamála hafi kom-
ið. Þess vegna sé ótti íbúa í
Laugarneshverfinu byggður á
vanþekkingu og misskilningi.
Þessir hinir sömu rifja enn-
fremur upp, að fyrir nokkrum
árum reis upp mikil alda
óánægju og andmæla í Laugar-
áshverfinu, þegar Kleppsspítali
keypti þar húseign til nota fyrir
sína skjólstæðinga. Þá voru
þung orð látin falla á báða
bóga. Flestir hljóta hins vegar
að vera um það sammála, að
reynslan frá Laugarásvegi hefur
verið allt annað en slæm, því
þar hefur allt gengið eins og
best verður á kosið.
Helgarpósturinn lítur á þessi
mál í dag í ítarlegri yfirlitsgrein,
þar sem meðal annars er rætt
við þá sem í aðalhlutverkum
eru — nefnilega þá sem dvelja
á heimilum Verndar og munu
að óbreyttu flytjast í Laugar-
neshverfið. I samtölum við
þessa menn kemur fram mikill
áhugi hjá þeim að sanna fyrir
íbúum Laugarneshverfis og
öðrum landsmönnum, að þeir
séu engir friðarspillar, heldur
venjulegt fólk sem hafi hrasað
fyrr á lífsleiðinni en leggi nú allt
kapp á að ná fótfestu í lífinu.
Þarna er um að ræða fyrrum
fanga og einnig menn sem
urðu áfenginu að bráð. Á heim-
ilum Verndar gilda strang'ar
reglur, sem þessir menn verða
að fara eftir og í viðtölum við
Helgarpóstinn leggja þeir ein-
mitt áherslu á, að það séu að-
eins menn inni á þessum heim-
ilum sem vilji raunverulega fá
fast land undir báða fætur; vilji
breyta lífsstfl sínum til hins
betra. Þeir segjast því vilja fá
tækifæri til að sanna sig —
sanna fyrir sínum væntanlegu
nágrönnum að þeir verði ekki til
vandræða í Laugarneshverfinu.
Við hin sem betur hefur
vegnað í lífinu, eigum ekki að
ráðast á þennan góða vilja með
stóryrðum og fordómum, held-
ur koma til móts við þessa
meðbræður okkar með opnu
og jákvæðu hugarfari.
A
^^^•rtöl hafa löngum vafist fyrir
þeim sem vilja heita sögufróðir og
þannig er til dæmis með það
hvenær Alþingi lagðist af á Þingvöll-
um. Var það 1799, 1800, 1801 eða
hvað? Auðvitað kemur svona fram í
ferðahandbókum, bæklingum og á
póstkortum. Á fallegu korti í þjón-
ustumiðstöð þjóðgarðsins á Þing-
völlum var úr þessu skorið. Á fjórum
tungumálum var það tilgreint með
feitu letri ofan í myndinni að Þing-
vellir hafi verið aðsetur Alþingis
930—1879. Ágætis tala og nauðalík
þeirri sem almennt er viðurkennd í
sögubókum, eða ártalinu 1798. í
ljósi þess hafa forsvarsmenn Litbrár
hf. sem gefur þetta kort út ákveðið
að draga aðeins í land og breyttu
1879 í 1878 í stuttum texta á ensku
á bakhlið kortsins. Bakhlið kortsins
vekur ekki síður athygli en hin. Þar
eru upplýsingar á þremur tungu-
málum. Enskan segir þetta með ár-
tölin og að Hengillinn með sínum
jarðhita sé í baksýn á myndinni. Þá
kemur danskur texti þar sem segir
að Thingvellir séu 50 kílómetra
austur frá Reykjavík og vatnið
stærsta stöðuvatn landsins, 82,6
km2. Hengillinn er svo sagður í bak-
sýn og nú tekið fram að staðurinn sé
sögustaður og að til hægri á mynd-
inni sé hraungjáin Almannagjá. Það
er sitthvað sem þjóðirnar fýsir að
vita. . .
HP eftir að greinar blaðsins um inn-
heimtuaðferðir lögfræðinga birtust.
Ein af mörgum Ijótum sögum sem
blaðamenn hafa hlýtt á gerðist fyrir
um áratug. Kunningi heimildar-
manns okkar stóð í húsbyggingu og
þurfti á lokastigi byggingarfram-
kvæmda á stóru láni að halda. Út-
búinn var víxill og maðurinn fékk vin
sinn sem átti góða fasteign til þess
að ábyrgjast greiðslur. Síðan hófst
píslarganga milli banka sem allir
neituðu að kaupa bréfið, enda vinur
okkar bara skrifstofumaður með lít-
il viðskipti við banka. Að lokum var
húsbyggjandanum bent á lögfræð-
ing sem myndi kaupa víxilinn með
30% afföllum. Þau kaup gengu eftir
BÍLALEIGA
REYKJAVIK:
AKUREYRl:
BORGARNES:
VÍDIGERÐI V-HÚN..
BI.ÖNDUÓS:
SAUÐARKRÓKUR:
SIGLUFJÖRDUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPNAFJÓRDUR:
SEYDISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRDUR:
HÖFN HORNAI IRDI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
BÖRN 1 BÍLUM
ÞURFA VÖRN
þó okkar manni hafi að vonum þótt
hart að borga síðan full nafnverð
víxilsins þremur mánuðum seinna
að viðbættum vöxtum.
En þegar maðurinn borgaði víxil-
inn í einum af þeim bönkum sem áð-
ur höfðu neitað að kaupa sama víx-
il, sagði honum kunningi sem vann
í sama banka að bankinn hefði
keypt víxilinn af lögfræðingi á nafn-
verði daginn eftir að sama stofnun
neitaði að kaupa víxilinn af sam-
þykkjanda. Ástæðan; jú lögfræðing-
urinn hafði ákveðinn víxlakvóta
sem hann mátti fylla upp í með víxl-
um sem hann sjálfur keypti á afslátt-
arverði. Það er ekki sama Jón og
séra Jón...
^^^^enningarlífið er allt að
fara í gang eftir sumarmánuðina.
Þjóðleikhúsið hefur starfið á mánu-
dag eftir helgi en enn er ekki búið
að ganga endanlega frá leikritavali
vetrarins. Æfingar byrja þó þegar á
tveimur verkum, nýfundnu verki
eftir rússneska skáldjöfurinn
Tsjekóv, Villihunangi og Grímudans-
leiknum eftir Verdi. Sveinn Einars-
son fyrrverandi þjóðleikhússtjóri
setur upp Grímudansleikinn og þar
syngja hvorki meira né minna en
tvær stórstjörnur íslenskar, Kristj-
án Jóhannsson tenór og Kristinn
Sigmundsson barítón. Hins vegar
verður takmarkaður sýningafjöldi á
óperunni þar sem Kristján Jóhanns-
son getur aðeins sungið á fjölum
Þjóðleikhússins 15 sýningar eða
svo. Við spáum mikilli biðröð. . .
^^^>kur eru nú að hefjast á leikriti
Nínu Bjarkar Árnadóttur, Líf til
einhvers, sem leikstýrt er af Krist-
ínu Jóhannesdóttur, eins og HP
hefur áður sagt frá. Nú er ljóst hverj-
ir fara með aðalhlutverk í leikritinu,
og upplýsum við það hér með:
Hanna María Karlsdóttir, Arnór
Benónýsson, Kolbrún Péturs-
dóttir, Bríet Héðinsdóttir og
Guðlaug María Bjarnadóttir. ..
LEIÐRETTING
1934 en ekki1930
í 31. tbl. HP þ. 1. ágúst er sagt að
Lárus H. Bjarnason fyrrv. sýslumað-
ur á Isafirði og í Snæfells- og
Hnappadalssýslu og síðar rektor
Háskóla íslands hafi látist 1930. Hið
rétta er að Lárus lést þ. 30. des. 1934.
LAUSN Á
SKÁKÞRAUT
1.
1. Da4 Kd3 2. Hf3 mát. Drottn-
ingin valdar fjórðu röðina og c2.
Hér er unnið á einfaldan hátt úr
hugmynd, sem er kunn úr öðrum
skákdæmum.
2.
1. Re2 Ke5 2. Hb5 mát
1. — Kc4 2. Be6 mát
1. — Kc6 2. Be4 mát
Lykilleikurinn þrengir aðeins að
svarta kónginum, en mátin eru
hreinleg og falleg.
GRAIMPAGARÐI3 - SÍIVI: 29190
HAUSTVÖRUR
Á ÓVENJULÁGU VERÐI
FALCON CREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
1935
1985
Blómaskálinn er fluttur
að Nýbýlavegi 14
í ný og glœsileg húsakynni. Höfum allt til blómaræktunar, pottablóm, afskorin
blóm, skreytingar, krossa og krarisa. Lítid inn um helgina og alla hina dagana til
ad smakka á berjum og fá kaffisopa og eitthvad gott. Krakkar fá blödrur og ?
Sértilboð
NÝTÍND
KRÆKIBER
Mjög hagstætt
verð
vrSA
Opið alla daga kl. 10—22
^jA^lómasliáUnn
Nýbýlavegi 14, á horni Nýbýlavegar
og Auðbrekku. Sími 40980.
10 HELGARPÓSTURINN