Helgarpósturinn - 29.08.1985, Síða 15

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Síða 15
LISTAPi „Omannleg stœrd“ segir Jón Reykdal myndlistarmaöur um plássið sem hann hefur fyrir langstœrstu einkasýningu sína til þessa. ,,Þetta er nœstum því ómannleg stœrb, alveg hreint rosaleg, þœr mynda minna sem virtust vera svo œgilega miklar heima á vinnustofu verda hérna að krœkiberjum í hel- víti.“ Jón Reykdal myndlistarmaður opnar sína langstærstu einkasýn- ingu á laugardaginn. Hér á undan varð honum hugsað til þeirra fimm hundruð fermetra af plássi sem hann hefur fyrir milli sextíu og sjö- tíu myndir sem hann ætlar að sýna fólki um og upp úr helginni. Hann er hvað þekktastur fyrir grafíkina sína, en nú bregður svo við að ekkert svoleiðis verður að sjá. Aðeins olíumálverk og þurrkrít- armyndir: „Maður verður að geta skipt um tempó í listinni. í grafíkinni er þetta svo óskaplega hægfara að endurnýjunin verður lítil. Olíumál- verkið og þurrkrítin ganga miklu hraðar fyrir sig. Þetta fer samt ekki svo hratt hjá mér núorðið að það sé hrátt; yfirlegan er þó nokkur, en þó hvergi nándar eins og í grafíkinni þar sem maður stendur uppi með átta verk eftir allt árið.“ Sýningin stendur til fimmtánda september. Landið er viðfangsefnið. Jón segir þetta vera allt saman hug- læg verk hjá sér núna. Hann segir líka að þegar sér verði litið inn í sal- inn þar sem hann segi þetta í síma sjái hann svo greinilega hvað allt sé morandi í fjöllum hjá sér. Þessar myndir séu sínar hugmyndir um landið sem hann hafi fengið á ferð- um sínum á síðustu árum. Þetta séu samt ekki þannig myndir að hægt sé að rata eftir þeim. Það er öllu bland- að saman á þeim, áhrifum héðan og þaðan, allt saman afskaplega hug- lægt. Jón segir svo að sín bíði að rista aftur í dúk að þessari sýningu niður tekinni. Félagsskapurinn íslensk grafík verði með samsýningu næsta vor og þar verði hann með. Sig sé farið að kitla í lófana að taka upp þau gömlu miðaldavinnubrögð, sem þar þurfi með. -SER. Jón Reykdal myndlistarmaður, heima (vinnustofunni sinni (vikunni: þeim." Þetta eru ekki þannig myndir að hægt sé að rata af Smartmynd „Éinskonar táningapopp, eða bara popptónlist," segir Ragnhildur Glsladóttir um múslkina sem hún hefur nýskrifað fyrir Stúd- entaleikhúsið og nýjasta verkefni þess, rokksöngleikinn Ekkó eða Guðirnir ungu. Smartmynd. „Pœlt í plötu“ með lögunum sem Ragga Gísla var að semja við rokksöngleikinn Ekkó eða Guðirnir ungu. Síðustu tvœr vikur hefur Ragga Gísla verið að sémja tónlist fyrir sviðsverk, en það hefur hún aldrei gert áður. Stykkið er rokksöngleikur og heitir Ekkó eða Guðirnir ungu eftir Claes Andersson í þýðingu Ol- afs Hauks Símonarsonar, en Stúd- entaleikhúsið setur leikinn upp í til- efni af ári œskunnar í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar og œtlar að fara víðreist með. „Mér heyrast þetta vera einfaldar grípandi melódíur, jafnt hraðar sem hægar, einskonar táningapopp, eða bara popptónlist; allavega var þetta unnið mjög hratt, en þetta verða víst ellefu lög, jú einmitt, það er ver- ið að pæla í að gefa þau saman út á plötu, en hvort það nú verður, er allsendis óvíst," segir Ragnhildur og bendir á að það verði þeir Gústi og Dóri úr Með nöktum, ásamt Jóni úr Oxzmá og Margréti svuntuþeysara HELGARPÓSTURINN 15 sem leika muni þessi lög hennar á sýningum, sem sagt ekki hún sjálf, enda bíði hennar lokavinnsla plöt- unnar sem hún er að senda frá sér með manninum Jakobi Frímanni í haust. En þá er þess líka að geta að Ekkó eða Guðirnir ungu fjalla um táning- inn og umhverfi hans. Sagt er frá samskiptum þeirra við hitt kynið, foreldrana, skólann, vinina og allt það, þið vitið. Umgjörð verksins er klíkan og samskipti unglinganna innan hennar. Ragga taldi þetta verk ekki einasta vera hollt hugum táninga heldur ekki síður þeirra sem væru að ala þá upp, ergó: for- eldranna. Jæja, sýningin fór af stað í Tónabæ á þriðjudagskvöld, kom við á Akranesi í gærkvöldi og menn ættu svo bara að bera sig eftir því hvenær hún á leið framhjá þeim. Fara, sjá og heyra. Dilla sér.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.