Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 17
POPP Stingandi skjaldbökudraumar Frami hljómsveitarinnar Police hefur verið með ólíkindum á undanförnum árum. Þeim skaut upp á stjörnuhimininn á seinni hluta áttunda áratugarins um það leyti er pönk- byltingin var að háma í sig börnin sín. Kraft- urinn í tónlist Police var mikill og söngvar- inn, ljóshærður hás tenór, söng allt öðru vísi en aðrir popparar. Fyrstu plöturnar voru hrá- ar, en svo fóru þeir að fága yfirborðið dálítið með aukinni kunnáttu og reynslu. Plötur Police eru orðnar fimm talsins, allar gæða- gripir, þótt ólíkar séu. Starfar hljómsveitin Police enn eða er hún hætt? Hún starfar enn, segir umboðsmaður- inn og hótar hverjum þeim málaferlum, sem fullyrðir annað. Hann segir þremenningana einfaldlega verða að hvíla sig hver á öðrum. Síðustu árin hafi verið ótrúlega annasöm og erfið og nú ætli liðsmenn Police að einbeita sér að eigin áhugamálum. Enginn efast um það að Sting (Gordon Sumner) er driffjöðurin í hljómsveitinni Police. Hann semur flest lögin og textana. Hann syngur, er kvennagullið og er þar af leiðandi stöðugt í slúðurdálkum erlendra blaða. Sting hefur einnig lagt fyrir sig kvik- myndaleik með góðum árangri. Pað er því eðlilegt, að fólk beini aðailega sjónum sínum að honum, þegar hljómsveitin Police leggur kylfur og handjárn á hilluna um sinn. Aðdáendur Police hafa áreiðanlega fyllst forvitni, þegar þeir fréttu að Sting væri í stúdíói að vinna að nýrri plötu með hljóð- færaleikurum sem ekki hafa áður komið við sögu hjá hljómsveitinni. Dream Of The Blue Turtles kom síðan út fyrr í sumar og fékk góðar viðtökur. Sjálfsagt hefur meirihluti þeirra, sem hafa það að atvinnu að segja skoðun sína á hljóm- plötum, einhvern tímann líkt þeim við úr- valsvín. Það hefur þann eiginleika að batna með aldrinum, rétt eins og gæðaplötur. Mig grunar að sú sé raunin með Dream Of The Blue Turtles, fyrstu sólóplötu Stings. Sólóplata? — Sting er ekki alveg tilbúinn að skrifa undir það. Hann skrifar á umslag plötunnar: „Síðan ég byrjaði á þessu (þ.e. plötunni) hefur fólk ætíð talað um það sem sólóplötuna mína, sem er auðvitað firra. Það hljómar eins og ég hafi gert allt sjálfur, og það gerði ég ekki.“ Merkilegt, að engum skuli hafa dottið þetta í hug fyrr. Ef listamað- ur gerir ekki allt, sem viðkemur plötunni, er hún ekki sólóplatan hans. Sólóplötur eru því ekki eins algengar og maður hefði haldið. Auðvitað þurfti mannvitsbrekku eins og Sting til að benda á þetta! Sting er ákaflega meðvitaður í textum sín- um sem endranær. Hann er þó ekki jafn svakalega alvarlega þenkjandi og til að mynda félagarnir í The Style Council, sem eru að kikna undan heimsósómanum. Sting , er öllu bjartsýnni. Hann vonast til að heimur- inn eigi framtíð þrátt fyrir kjarnorkuvá, því að auðvitað hljóta Sovétmenn að elska börn- in sín eins og við okkar. Annars virðist mér Sting eiga fremur erfitt með að texta lög sín. Textarnir eru fremur stirðir á köflum, án þess þó að vera beinlínis illa ortir. í versta falli er kveðskapurinn í meðallagi. Mér heyrist Sting oft hafa verið fundvísari á grípandi melódíur en á Dream Of The Blue Turtles. Kannski er tónlistin viljandi tormelt- ari en á plötum Police. Fyrir bragðið þarf platan meiri yfirlegu og athygli en Police- plöturnar. Hugletingjar: Varið ykkur! Það, sem skilur DreamOf The Blue Turtles og Policeplöturnar þó helst að, er jassblær- inn í nokkrum lögum. Sting hefur fengið með sér fjóra toppmenn, sem skilja sitt mark náttúrlega eftir. Omar Hakim spilar á trommur. Branford Marsalis blæs í sax og leikur á ýmis ásláttarhljóðfæri. Daryl Jones leikur á bassa og Kenny Kirkland á hljóm- borð. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðar- menn aðrir við sögu. Til dæmis Eddie Grant, eigandi stúdíósins, sem platan var hljóðrituð í. Sting leikur sjálfur á gítar og einnig á bassa í einu besta lagi plötunnar, Moon Over Bour- bon Street. Annars er erfitt að gera upp á milli laganna tíu á plötunni. Öll hafa þau sína kosti. Sum venjast fyrr en önnur, eins og gengur. I heild sinni er platan Dream Of The Blúe Turtles annars vönduð og mrkið í hana spunnið, eins og við var að búast. Svona rétt eins og gæða- sopinn, sem fyrr var drepið á. MYNDLIST Sigurlaugur, sá er enginn draugur eftir Guðberg Bergsson Sigurlaugur Elíasson sýnir um þessar mundir í Listasafni alþýðu. Merki safnsins er vagnhjól (tímans?) inni í ferhyrningi. Sigur- laugur fylgir listahjóli tímans í verkum sín- um, og það hjól er ekki enn komið inn í fer- hyrninginn (fangað þar), heldur fer það sem eldur í sinu um hinn vestræna heim. Og þeg- ar ég segi sinu þá á ég líka við það að hinn vestræni heimur er orðinn að hálfgerðri sinu á flestum sviðum. En einu sinni óx þar þó gras og þá málaði Bosch myndir af heyvagn- inum. Hvernig voru hjólin á honum? En sleppum táknmálinu og snúum okkur að efninu: litum og málverkum Sigurlaugs Elíassonar. Á boðskorti Sigurlaugs er mynd af einu málverki hans sem er númer eitt í sýning- unni og heitir Með kveðju frá Sandvík. Þetta er mynd af draugi sem fylgir þeim rammís- lenska sið að halda á hofðinu undir hend- inni, í stað þess að láta það hvíla á hálsinum. Þetta gerðu draugarnir til þess að hindra að höfuðið hugsaði eða það væri í einhverri snertingu við búkinn: lífríki sitt, eins og núna er sagt. Þótt Sigurlaugur máli þannig drauga gerir hann það án þess að deila á nokkurn hátt á rammíslenska stefnu þeirra í „höfuðmálum". Aftur á móti má vel vera að hann bendi ósjálfrátt áhorfendum á þá staðreynd með myndinni að hann fylgi ekki draugastefn- unni. Sigurlaugur er enginn draugur. List hans er í tengslum við lífríki nútímastefn- unnar í málaralist. Eitthvað efast hann um að nútímaíslend- ingar skilji hvað er á ferðum, höfuðlaust og svart, enda bætir hann við málverki, líkt og undirstrikun, því sem er mynd af ljá. Mál- verkið merkir þá: dauði. Málarinn leggur hvarvetna litríka áherslu á „undirstrikanir“. Þær eru málverk felld inn í málverk eða samsett málverk sem taka við strikum hvert frá öðru. Oft er það að Sigur- laugur málar ekki í venjulegum skilningi heldur strikar hann. Þessi strik draga síðan upp mynd. Og þannig eru strikin vissar ljóð- línur í litum. Víkjum okkur nú að sýningarskránni og höldum athyglinni vakandi; og hlustið nú „góðir hálsar"*: Utan á henni er mynd af manni sem er í sama dúr og draugurinn á mynd númer eitt. Sá er munurinn að maður þessi er í þeim stíl sem núna er kallaður „villimannastíllinn nýi“ og sýningin er að mestu í honum. Þessi frumherji nútímalistar er líka með höfuðið undir hendinni. Sá er þó munur á honum og draugnum að draugurinn er með höfuðið undir vinstri handleggnum en lista-draugur- inn með það undir hægri. Með vinstri hand- legg heldur hann fyrir hálsinn eins og hann skammist sín fyrir það að vera hauslaus. Það virðist samt vera náttúra hans. Nú langar mig að spyrja: Er einhver merk- ing í þessu hjá Sigurlaugi? Er hann að hverfa frá stefnu sinni í viðhorfi sínu til drauga, þeirri að deila alls ekki á þá í „höfuðmálum"? Hví deilir hann ekki á íslenska drauginn fyrir höfuðleysi sitt en lætur nútímadrauginn í málaralist skammast sín fyrir „höfuðfellinn". 1 þokkabót stendur Sigurlaugur sjálfur fyr- ir framan drauginn í „villimannastílnum" og leggur hönd sína á hönd sem kemur út úr litaskógi á bak við drauginn, þannig að hönd hans og hin leynda hönd (hinnar heilögu list- ar sem kemur út úr hinu óþekkta?) mynda kross. Til að kóróna allt er handakrossinn fyrir framan blygðun draugsins (í listum?). Og þó virðist ekkert vera undir listadraugnum. Hann er kynlaus. Af hverju stafa þá þessi miklu kristnu handatákn utan á sjálfri sýn- ingarskránni? Er þetta nýrómanskur lista- stíll? Eg sting upp á að listfræðingar landsins leggist á eitt ásamt listaáhugamönnum og reyni að leysa þessa miklu nútímalistargátu. Ég legg til að þeir fái til liðs við sig mestu táknafræðinga nútímans: Tzvetan Todorov, hana Júlíu Kristevu og Eco. Ég hef sjálfur skýringu á þessu og leyndinni í list Sigur- laugs Elíassonar en mér dettur ekki í hug að leysa frá skjóðunni og sýna ykkur hana niðri í rökkri vitsmunaposans í mér. Til eru aðrir og betri posar. Aftur á móti hef ég örlítið rúm eftir og ætla að nota það til þess að benda ykkur á (án þess ég rökstyðji það nánar eða sýni dæmi, eins og vísindamenn gera) að Sigurlaugur Elíasson er prýðis teiknari. Hann teiknar á þann hátt að táknmál hans verður ráðið af hverjum sem er. Svo einfalt er það og dregið með alveg mátulega tenntum línum. Sigurlaugur er smiður í sér. í eðli sínu er hann ágætis sög, líka það. Hér lýkur umsögn minni og nú er ykkar að skilja og skilgreina það sem er til sýnis í Lista- safni alþýðu. Það er vel þess virði. En farið ekki þangað með höfuðið undir hendinni. • Takið efiir hinni snilldarlegu málvenju í íslensku að ávarpa háls- inn en ekki höíuðið, enda var þegar Ijóst við upphaf íslenskrar tungu að best væri að ávarpa hann, því hugur flestra fslendinga er ekki til viðtats enda hafa þeir höfuðið á felustaðnum. ' s „Hann teiknar á þann hátt að táknmál hans verður ráðið af hverj- um sem er," segir Guðbergur Bergsson um Sigurlaug Elfasson sem sýnir þessa dag- ana í Listasafni al- þýðu. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.