Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 5

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 5
blaðinu í dag er þar fjallað um vænt- anlegt prófkjör sjálfstæðismanna vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Nú þegar er undirbúningur á fullu og voru t.d. símamenn að ham- ast við það fyrr í vikunni að bera símtæki inn í Valhöll hina nýju. Núna hefur Sjálfstæðisflokkurinn 12 fulltrúa í borgarstjórn, en fullvíst má telja, að fjórir gangi úr skaftinu af sjálfsdáðum, en með fækkun borg- arfulltrúa verða sjálfstæðismenn með 8 fulitrúa miðað við óbreytt kjörfylgi. En slagurinn um þessi 8 sæti gæti orðið harður. Nýjasti kandídatinn, sem æ oftar er nefndur í innsta kjarna flokksins, er Guðni Jónsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóri Naustsins, sem núna rekur ráðgjafar- og atvinnumiðlunarfyrir- tæki. Einkum eru það sjálfstæðis- menn í viðskiptalífinu, sem vilja fá Guðna í borgarstjórn og benda þeir á, að Guðni sé óumdeilanlegur mað- ur og utan við valdablokkirnar í fiokknum. Sjálfur hefur Guðni ekki tekið ákvörðun, en hennar má vænta fljótlega. . . D B^^ithöfundurinn Guðmundur Daníelsson á 75 ára afmæli á morgun, föstudag. Svo skemmtilega vill til að Guðmundur á ennfremur 50 skáldskaparafmæli, en hálf öld er nú liðin síðan fyrsta bók hans kom út. Það var ísafold sem gaf bókina út á sínum tíma og mun hún end- urútgefin hjá forlaginu í ár af þessu tilefni. Á sama tíma gefur ísafold út nýja bók eftir Guðmund Daníelsson sem ber nafnið „Tólftónafuglinn". Er það stutt ádeiluverk á mikla syni Eyrarbakka sem gerðust þjóðfrægir menn en munu ekki hafa sinnt mál- efnum fæðingarstaðarins sem skyldi að mati höfundar. Sagan seg- ir m.a. frá athafnamanninum og list- unnandanum Aggamagga og um- svifum hans. Þá segir frá listamann- inum Myndjóni. Að lokum er Aggi- maggi hylltur og honum reistur minnisvarði í lifanda lífi, fugl einn rytjulegur, gerður af Myndjóni og heitir verkið Tólftónafuglinn. Menn sem lesið hafa handritið (brot úr því birtist í Lesbók Morgunblaðsins um síðustu helgi) þykjast sjá auðveid- lega í gegnum lykilrómaninn. Aggi- maggi sé auðvitað enginn annar en Ragnar í Smára og Myndjón sé Sigurjón Ólafsson. Eins og margir muna, gaf Ragnar í Smára listasafni ASÍ málverkasafn sitt en stjórn ASÍ reisti Ragnari minnisvarða fyrir ut-' an Eyrarbakka. Var Sigurjón Ólafs- son fenginn til að gera verkið og bar það nafnið Krían. Nú eru báðir þess- ir heiðursmenn látnir en lifa áfram í minningu þjóðarinnar og að því er virðist einnig í nýju ritverki Guð- mundar Daníelssonar... N B ú er það nær fullfrágengið, að Jón Guðni Kristjánsson blaða- maður á NT verði ritstjóri hins nýja tímarits félagshyggjufólks, sem við höfum áður minnst á í þessum dálk- um. Stofnfundur um timaritið, sem enn er nafnlaust, er fyrirhugaður á miðvikudag í næstu viku. Auk Jóns Guðna munu starfa við blaðið þau Ólafur Ólafsson laganemi, sem verður framkvæmdastjóri, og Ás- laug Jóhannesdóttir, sem sjá mun um auglýsingar í ritið, sem áætlað er að verði 64 blaðsíður að stærð. Til- gangurinn með útgáfunni er að efla umræðu um þjóðfélagsmál og taka á faglegri hátt á ýmsum málaflokk- um, sem „félagshyggjuhópnum" þykir vera vanræktir. Tímaritið á ekki að vera flokkspólitískt enda þótt aðstandendur ritsins lýsi sjálf- um sér með orðunum „vinstra meg- in við íhaldið". Að undirbúningnum hafa m.a. þessir menn unnið: Magn- ús Ólafsson (áður ritstjóri NT), Jón Daníelsson blaðamaður á Alþýðu- blaðinu (áður á NT), Jón Guðni, Svanur Kristjánsson dósent (flóttamaður úr Alþýðubandaiag- inu), Reynir Ingibjartsson (starfs- maður Búseta). . . |f B^H.onur eru konum verstar segja sagnfróðir karlpungar. Eitt er þó víst: Stjarna Guðrúnar Helga- dóttur virðist fara dvínandi á himni kvennafylkingarinnar í Alþýðu- bandalaginu. Þingstaða Guðrúnar virðist nefnilega í hættu. Kvennalið- ið sækir stíft að fá Kristínu Ólafs- dóttur á þing og virðist allt benda til þess að hún taki sæti Guðrúnar, Þingmannalistinn er hins vegar ákveðinn í svonefndu forvali Al- þýðubandalagsins sem er lokað prófkjör flokksmanna. Hafa ýmsar konur innan vébanda flokksins þeg- BILALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERDI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR. VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-23-12/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent ar undirbúið sigur Kristínar í forvali. Guðrúnu er þetta hins vegar ljóst og má búast við að hún beiti sér fyrir því að forval verði lagt niður en jafn- vel opið prófkjör tekið upp. Hins vegar eru litlar líkur á að Álþýðu- bandalagið sætti sig við jafn galopn- ar aðferðir. . . H urstarnir í SIS hafa að undan- förnu átt erindi í húsakynni Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna kaffi- baunamálsins og sér ekki fyrir end- ann á því. En fleiri samvinnumenn hafa mátt þola yfirheyrslur réttvís- innar að undanförnu. Már Björg- vinsson fyrrverandi útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga á Laugar- vatni situr þessa dagana í gæslu- varðhaldi vegna gruns um stórfelld- an fjárdrátt úr hirslum KÁ. Hjá RLR fengust þær upplýsingar að óeðlileg vörurýrnun kæmi fram í bókhaldi útibúsins fyrir síðasta ár og fyrri helming þessa árs og að heildarupp- hæðin næmi einhverjum milljónum króna. Már hætti störfum hjá KÁ á liðnu vori og var þá ekki annað gef- ið upp en uppsögnin væri að hans eigin ósk. Það var svo ekki fyrr en í sumar að yfirstjórn KÁ kærði málið þó svo að alþýða manna austur í sveitum hafi þá vitað hvernig var í pottinn búið allt frá áramótum þegar vörurýrnunin varð fyrst Ijós í birgðatalningu. Þegar HP fór í prentun var komið að því að 10 daga gæsluvarðhalds- úrskurður yfir Má rynni út en hjá RLR veltu menn því fyrir sér hvort fara ætti fram á framlengingu eður ei... STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU. STORKOSTLEGT URVAL I VERSLUNINNI 0GÁ700 LITPRENTUÐUM BLAÐSÍÐUM PÖNTUNARLISTANS. VANDAÐUR ÞÝSKUR VARNINGUR. HAGSTÆTT VERD. VERSLUN OG AFGREIÐSLA IqJU JliijJ_ixLi NÝBÝLAVEGI 18.KÓP. S. 45033 Nú em það síöustu helgi nú umhelgina með 15% afslætti. Eigum einnig fyrtrUggiandi allt efni til þurrblómaskreytmga. og sáu skreytingar okkar úr afskornum blomum. Vöktu þær mikla athygli- Nú heldur 15 ^^^híundirbúið og sett upiKnída sýettrgu á þurrblómaskreytingum. Sýningin er opin nú um helgina. re,,^. Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar 36770-686340 15áia HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.