Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 6
INNLEND YFIRSYN
eftir Guðmund Árna Stefónsson
Kosningar næsta sumar eða haust, ellegar
að stokkað verði upp í ráðherraliði Sjálfstæð-
isflokksins, þannig að Þorsteinn Pálsson for-
maður flokksins og fleiri nýir menn skipti inn
á fyrir einhverja þá ráðherra flokksins, sem
fyrir sitja? Og þá mun stjórnin sitja út kjör-
tímabilið. Þetta eru þeir tveir valkostir sem
langflestir telja að séu efst á baugi hjá sjálf-
stæðismönnum þessa dagana, þegar staða
ríkisstjórnarinnar og hugsanlegt framhald
stjórnarsamstarfsins ber á góma. Tafarlaus
stjórnarslit vegna ágreinings um fjárlögin
eru mjög ósennileg.
I viðræðu við nokkra stjórnarliða úr bæði
Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki kom
mjög sterkt fram, að ekkert benti til þess að
stjórnarslit væru framundan á næstu vikum
og mánuðum, þótt vík væri á milli vina hvað
varðar ýmis atriði fjárlagafrumvarpsins.
„Mín tilfinning er sú, að það náist samstaða
um enn eina tilraunina til að ná árangri í
þessum efnum,“ sagði meðal annarra Ólafur
G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins. Og efnislega voru skoðanir ann-
arra mjög á hinn sama veg, enda þótt yfirlýs-
ingar úr herbúðum sjálfstæðismanna siðustu
daga bendi mjög ákveðið til þess að stjórnar-
samstarfið verði sett á oddinn fyrir nýju og
endurbættu frumvarpi til fjárlaga. Miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins fundaði um síðustu helgi
og niðurstaðan þar var mjög eindregið sú, að
frumvarp það sem fjármálaráðherra er með
í sínum fórum og hefur fengið blessun innan
ríkisstjórnarinnar og ennfremur hjá þing-
flokkum stjórnarflokkanna, sé langt í frá full-
nægjandi.
Næsta mánudag mun þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins koma saman og ræða fjár-
lagafrumvarpið og fleira, þ. á m. stöðu ríkis-
stjórnarinnar og hugsanlega uppstokkun á
ráðherraliðinu. Menn hafa dálítið velt vöng-
um yfir ástæðum þess, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sneri svona snögglega við blaði í af-
stöðunni til fjárlagafrumvarps Alberts, því
víst hafði þingflokkurinn samþykkt drögin
— með semingi þó. Hins vegar hefur
óánægja ýmissa sterkra hagsmunaaðila og
almenns flokksfólks með frumvarpið, þá sér-
staklega viðskiptahallann, erlendu skulda-
söfnunina og ekki síst skattahækkanir, leitt
Matthíasarnir eru gífur-
lega sterkir í kjördæm-
um sínum, Mathiesen í
Reykjanesi og Bjarnason
á Vestfjörðum.
Stormur í vatnsglasi eda
stórtíðindi í farvatninu?
til þess að ýmsir þingmenn fóru að endur-
skoða sinn hug. Upp úr sauð svo á miðstjórn-
arfundinum í Stykkishólmi á dögunum.
En umræðan um fjárlagafrumvarpið er
angi af stærra máli sem nú enn og aftur fær
fljúgandi byr; nefnilega hugmyndir um
nauðsynlega uppstokkun á ráðherraliði
Sjálfstæðisflokksins og almenna úttekt á
stjórnarsamstarfinu og vænlega tímasetn-
ingu á nýjar kosningar.
Aftur á móti veikir það talsvert þessa um-
ræðu alla, að þrír af sex ráðherrum flokksins
eru nú í útlöndum og sömuleiðis er Stein-
grímur Hermannsson erlendis — á þingi
frjálslyndra stjórnmálaflokka. Afstaða fram-
sóknarmanna til hækkandi hitastigs í her-
búðum sjálfstæðismanna er því óljós. Hins
vegar lögðu menn á það áherslu að núver-
andi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru
engir léttvigtarmenn, sem hægt væri að
mjaka úr ráðherrastólum gegn vilja þeirra,
án ófyrirséðra alvarlegra eftirkasta.
Matthíasarnir eru gífurlega sterkir í kjör-
dæmum sínum, Mathiesen á Reykjanesi og
Bjarnason á Vestfjörðum. Albert hafa sjálf-
stæðismenn ekki lagt í enn, þrátt fyrir mik-
inn vilja í þá veru. A það var bent að stjórn-
arslit á íslandi verða ekki ef ráðherraliðið í
stjórnarflokkunum stendur saman gegn slík-
um þreifingum. Og sú virðist staðan í dag,
enda þótt Sverrir Hermannsson láti vaða eitt
og eitt skeyti endrum og eins.
Þótt ókleift sé að staðhæfa nokkuð um
framvindu þessara mála, voru langflestir
stjórnarliðar í hópi viðmælenda HP þeirrar
skoðunar, að þessi hrina gengi yfir. Fjárlögin
verða löguð, stjórnin situr áfram óbreytt
þennan veturinn, er sennilegasta niður-
staðan. En allt getur gerst. Á það bentu fleiri
en einn úr hópi sjálfstæðismanna, að það
jafngilti pólitísku sjálfsmorði af hálfu Þor-
steins Pálssonar, ef hann léði máls á því að
taka sæti í ríkisstjórninni nú. Fyrir það fyrsta
yrði það að gerast með ákveðnum leiðind-
um og sárindum þeirra, sem víkja munu og
þeir hinir sömu munu hugsa Þorsteini þegj-
andi þörfina, þótt síðar verði. í annan stað er
málefnastaða ríkisstjórnarinnar veik og
spurningin er hvort Þorsteini tækist að setja
jákvætt mark á stjórnarsamstarfið á þeim
stutta tíma sem eftir lifir af kjörtímabilinu.
Samkvæmt „ritualinu" þá ber að efna til
kosninga í apríl 1987. Það er ekki hefðbundinn
kosningamánuður og bara af þeirri ástæðu
einni er mjög sennilegt að kosningum verði
flýtt og þær verði næsta haust.
Og svo er önnur ástæða og ekki veigaminní:
Margir sjálfstæðismenn reikna dæmið
þannig, að Davíð Oddsson hali inn stórsigur
í borgarstjórnarkosningunum næsta vor og
því sé mjög heppilegur tími fyrir kosningar
fljótlega í kjölfarið, á meðan sjálfstæðismenn
eru í sigurhamnum og kjósendur mjög fýs-
andi að vera í sigurliði. Einn úr forystuliði
Framsóknar sagði hins vegar að framsóknar-
menn væru ekkert sérstaklega spenntir fyrir
því að spila þennan leik alfarið á nótum sjálf-
stæðismanna. „Hins vegar getum við ekki
komið í veg fyrir það, ef sjálfstæðismenn
vilja nýjar kosningar á næsta sumri. Við
getum hins vegar fylgt okkar eigin tímaplani
og rofið stjórnina á heppilegum tímapunkti
fyrir okkur — jafnvel fyrir næstu sveitar-
stjórnakosningar. Við áttum okkur alveg á
áætlun Sjálfstæðisflokksins og höfum mjög
rætt það í okkar hópi hvernig beri að standa
að nýjum kosningum hvað varðar málefni og
ekki síður tímasetningu," sagði forystumað-
ur Framsóknarflokksins.
Og víst skiptir tímasetningin mikiu. Eða
eins og Ólafur G. Einarsson orðaði það, þeg-
ar spurt var um hugmyndir hans um nýjar
kosningar: „Ég hef á tilfinningunni, að
stjórnin muni sitja vel fram á næsta ár, a.m.k.
fram yfir sveitarstjórnakosningar næsta vor.
En ég vona að stjórnarflokkarnir hafi vit á
því að efna til kosninga þegar vel stendur á
hjá þeim, en ekki illa, eins og alltof algengt
er hjá ríkisstjórnarflokkum. Það er vonandi
að menn hafi eitthvað lært af fyrri mistökum
í þeim efnum."
ERLEND YFIRSYN
Flugher ísraels á sér engan líka í ná-
kvæmnisárásum. Sama leiknin og lýsti sér í
árásunum á kjarnorkustöð í Bagdad og loft-
varnakerfi Sýrlendinga, lagði i rúst aðsetur
PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, í út-
jaðri Túnisborgar í fyrramorgun. Átta flug-
vélar komu hverri sprengju og eldflaug i
mark eftir 2400 kílómetra flug og eldsneytis-
töku á lofti. Tilviljun ein réð því, að Jasser
Arafat, foringi PLÓ, var ekki í tölu þeirra sex
tuga manna sem biðu bana.
Árásin er gerð á sjötta degi eftir að Palest-
ínumenn myrtu þrjá ísraela um borð í
skemmtibáti í höfninni í Larnaca á Kýpur, og
ísraelsstjórn lýsir yfir að atlagan að höfuð-
stöðvum PLO sé hefnd fyrir það hryðjuverk.
Margfalt lengri tíma en tæpa viku tekur að
undirbúa jafn vandasama hernaðaraðgerð
og flugher ísraels hefur nú framkvæmt.
Morðin í Larnaca urðu tilefni til að gera al-
vöru úr áður frágenginni áætlun.
Talsmaður PLO á Kýpur fordæmdi ódæðis-
verkið i skemmtibátnum daginn sem það var
framið. Morðingjarnir eru i höndum yfir-
valda á eynni, og fyrir rétti kemur væntan-
lega í ljós hverra erinda þeir ganga. Innrás
ísraelshers í Líbanon, sem náði hámarki með
því að PLO hörfaði frá Beirut til Túnis, var á
sínum tíma kynnt af þáverandi Israelsstjórn
sem hefndaraðgerð fyrir banatilræði við
ísraelska sendiherrann í London. Eftirá
reyndist morðinginn vera á snærum örgustu
fjandmanna forustu PLO meðal Palestínu-
manna.
Sýrlandsstjórn gerir út Palestínumenn sem
sagt hafa skilið við PLO vegna þeirrar stefnu
Arafats og hans manna að leggja drög að
friðargerð við ísrael. Hafa PLO-menn verið
myrtir víða um lönd. Að hreyfingunni er þvi
sótt úr tveim áttum, frá Sýrlandi og ísrael.
Nánasti bandamaður samtakanna er hins
vegar Hussein Jórdanskonungur. Hann hef-
ur eins og Arafat komist að þeirri niðurstöðu,
að brýnt sé að láta á reyna, hvort ísraels-
stjórn fáist til að standa við þá stefnu að láta
af hendi hertekið land fyrir frið. ísraelskt
landnám á vesturbakka Jórdanar muni ella
með tímanum útiloka málamiðlun á slíkum
nótum.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Shimon Peres hyggst
styrkja stöðu sína bæði
gagnvart Jórdan og
Likud.
Margar flugur í einu höggi
markmid árásar Israels á PLO
Hussein og Arafat hafa leitast við að taka
Reagan Bandaríkjaforseta á orðinu, eftir að
hann lýsti yfir vilja til að beita áhrifum
Bandaríkjanna til að stuðla að frekari friðar-
gerð ísraels og nágrannaríkja í framhaldi af
friðarsamningi ísraelsmanna og Egypta. En
þrátt fyrir áralanga viðleitni rekur ekki né
gengur. Bandaríkjastjórn neitar enn að ræða
við sameiginlega sendinefnd Jórdansstjórn-
ar og PLO, en slíkur fundur er hugsaður sem
undanfari beinna samninga sömu aðila við
Israel. Sömuleiðis vill Bandaríkjastjórn ekki
fallast á kröfu Husseins að öll ríki í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal
Sovétríkin, taki þátt í alþjóðlegri ráðstefnu
um endanlega friðargerð fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
Bandaríkjastjórn er samt umhugað um að
halda Hussein Jórdanskonungi við efnið, og
hefur Reagan forseti leitast við að fá þingið
til að stöðva ekki sölu á vopnum fyrir millj-
arð dollara til Jórdans. Var vopnasalan meg-
inmál á síðasta fundi þeirra konungs og for-
seta. Gerir Reagan sig líklegan til að tilkynna
þinginu áform um vopnasöluna, sem nær
fram að ganga nema þingið mótmæli form-
lega innan tiltekins frests. Að undirlagi mál-
svara ísraels í Washington hafa 79 af 100
öldungadeildarmönnum þegar lýst yfir, að
þeir hyggist leggjast gegn vopnasölu til
Jórdans!
Enn flækist málið við það, að ísraelsstjórn
er ósamstæð samsteypustjórn tveggja helstu •
keppinauta í ísraelskum stjórnmálum.
Verkamannaflokkurinn og Likudbandalagið
hafa samið um að hvor leggi til forsætisráð-
herra hálft kjörtímabil. Forsætisráðherra-
skeið Shimon Peres, foringja Verkamanna-
flokksins, er um það bil hálfnað. Skoðana-
kannanir sýna að hann og Verkamanna-
flokkurinn hafa forskot á Likudbandalagið
og foringja þess, Shamir utanríkisráðherra.
Bendir ýmislegt til að Peres vilji gjarnan láta
stjórnina springa og efna til nýrra kosninga,
áður en að því kemur að hann þurfi sam-
kvæmt samningi að skila forsætisráðuneyt-
inu í hendur Shamir.
Kosningar myndu að verulegu leyti snú-
ast um mismunandi afstöðu flokkanna tii her-
numdu svæðanna. Likud vill í raun leggja
þau til frambúðar undir Israel. Verkamanna-
flokksforustan er fáanleg til að skila Jórdan
yfirráðum að nafninu til á Vesturbakkanum,
gegn því að ísraelsmenn haldi virkjum á
hernaðarlega mikilvægum stöðum.
Þessar aðstæður allar eru undirrótin til að
Peres og flokksbróðir hans, Rabin landvarna-
ráðherra, beittu sér fyrir ákvörðun um
árásina á aðalstöðvar PLO. í fyrsta lagi stuðl-
ar hún að því að stappa stálinu í þá menn á
Bandaríkjaþingi, sem ákveðnastir eru að
hindra áform Reagans um vopnasölu til
Jórdans. í öðru lagi er girt fyrir að forusta PLO
gefi fyrst um sinn frekar eftir en orðið er til
að greiða fyrir fyrirhuguðum fundi fulltrúa
hennar og Jórdans með bandarískum emb-
ættismönnum. í þriðja lagi telja Peres og
Rabin sig hafa sýnt Israelsmönnum, að for-
ingjar Verkamannaflokksins séu ekki síður
en Likud færir um að framkvæma skjótar og
árangursríkar hernaðaraðgerðir.
Eftir er að sjá, hversu lengi hönd verður
höggi fegin í þetta skipti. Daginn eftir árásina
á aðalstöðvar PLO létu áhrifamikil blöð í
ísrael sér fátt um finnast, og töldu vafasamt
að hún svaraði kostnaði af óhjákvæmilegum
pólitískum og diplómatískum eftirköstum.
Sá eini sem borið hefur blak af ísraels-
stjórn er Reagan Bandaríkjaforseti, sem seg-
ir hana vera í rétti og hafa valið rétt skot-
mark fyrir árásina. Shultz utanríkisráðherra
hans sagði hinsvegar samdægurs, að ekkert
gæti réttlætt stigmögnun ofbeldisverka,
hver sem í hlut ætti.
Mubarak Egyptalandsforseti lýsir árás
ísraelsmanna glæp og áfall fyrir friðarvið-
leitni, sem hljóti að hafa áhrif á samskipti
Egyptalands og ísraels. Efnahagsbandalag
Evrópu hefur áfellst ísrael. Nýskeð hafði
Margaret Thatcher ákveðið að bjóða sendi-
nefnd Jórdans og PLO til London til við-
ræðna við Howe utanríkisráðherra. Kvaðst
hún gera það í því skyni að reka á eftir
Reagan vini sínum að hætta að tvístíga og
fara að sínu fordæmi til að þoka áfram friðar-
viðleitni.
Jasser Arafat segir fyrir sitt leyti, að fyrir
ísraelsstjórn vaki að eyðileggja þann grund-
völl sem verið hafi að myndast að friðargerð
í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
6 HELGARPÓSTURINN