Helgarpósturinn - 03.10.1985, Qupperneq 9
leiðendum og seljendum nauðsyn-
legt til að koma vörum sínum eða
þjónustu á framfæri við neytendur.
Markviss auglýsingastarfsemi krefst
mikillar vinnu, sérhæfðs starfsfólks
auglýsingastofa, meðal annars við
markaðsfærslu, skapandi sölu-
mennsku, textagerð og hönnun. Út-
seldur tími þessara starfsmanna er
ef til vill á bilinu 800 til 1600 krónur,
áreiðanlega mismunandi á stofun-
um, og fer einnig eftir hæfni og
reynslu viðkomandi starfsmanns.
En ég tel gerð auglýsingar fyrst dýra
ef hún skilar ekki þeim árangri sem
stefnt er að, þó svo að gerð hennar
kunni að hafa verið ókeypis hjá ein-
hverju blaðinu. Árangursríkar aug-
lýsingar verða vart gerðar nema í
góðu og nánu samstarfi framleið-
anda og auglýsingastofu."
í samtölum Helgarpóstsins við
ýmsa aðila sem tengjast þessum
málum, kom þó fram önnur og al-
varlegri gagnrýni. Því var haidið
fram að ákveðnar auglýsingastofur
sem kaupa þjónustu af öðrum, s.s.
prentvinnslu, setningu og Ijós-
myndatöku, fengju magnafslátt í
þessum viðskiptum sínum, en þessi
afsláttur kæmi viðskiptavini stof-
unnar aldrei til góða; afsláttar væri
ekki getið á nótu, heldur greiddi
viðskiptavinur fullan reikning.
Þá var einnig bent á samning sem
SÍA og samtök tímaritaútgefenda
hafa gert sín á milli. í honum er
kveðið á um að auglýsingastofur fái
15% afslátt af taxta auglýsingabirt-
inga í tímaritum. Hins vegar er tekið
fram að sá afsláttur skuli veittur í
formi kreditnótu, — þessi afsláttur
komi viðskiptavini ekki til góða þar
sem hans sé ekki getið á reikningi.
Það komi hins vegar ekki í veg fyrir
að 15% þjónustugjaldi auglýsinga-
stofanna sé bætt ofan á reikninginn.
Þessu var beint til Kristínar Þor-
kelsdóttur, ásamt spurningu um
hvernig birtingarafslætti auglýsinga
í blöðum og ríkisfjölmiðlum væri
háttað: Kristín sagðist vilja svara
þessum spurningum í einu lagi:
„Grundvallarsjónarmið hér á
landi við gerð samninga á milli aug-
lýsingastofa og viðskiptavina þeirra
er þetta: auglýsingastofan leggur
15% þjónustulaun ofan á nettóverð
aðkeyptrar þjónustu og auglýsinga-
birtinga hjá þeim fjölmiðlum sem
veita stofunum ekki sérstök þjón-
ustulaun. Aftur á móti er ekki lagt
ofan á verð fjölmiðla sem veita stof-
unum sérstök þjónustulaun. Dylgjur
um slíkt eru út í hött. Það eru viður-
kenndir viðskiptahaéttir um allan
heim að fjölmiðlar veiti auglýsinga-
stofum sérstök þjónustulaun. Það
líður vart á löngu þar til þeir verða
einnig almenn regla hér á landi, því
þar fara saman hagsmunir fjöl-
miðla, auglýsenda og auglýsinga-
stofa.“
Að „deila og
drottna7/
Það er engin skylda að nota aug-
lýsingastofur, en viðmælendum
Helgarpósts ber þó undantekning-
arlítið saman um að það sé æski-
legra, vilji menn faglega gerðar
auglýsingar og árangur. Eins og einn
viðmælenda HP orðaði það:
,,Þó gagnrýni sé beint að auglýs-
ingastofunum er ekki þar með sagt
að þær séu alvondar. Innan þeirra
veggja eru gerðir mjög smellnir
hlutir sem vekja athygli og skila fyr
irtækjunum milljónum í aðra hönd.
Þess utan eru þar unnin ákveðin
verk sem annars mundu lenda á
stjórnanda fyrirtækisins; aukaþjón-
usta sem aldrei er tekið gjald fyrir.“
Davíð Scheving Thorsteinsson
kveðst mest hafa notað auglýsinga-
stofur hingað til við teikningar um-
búða og einnig oft við útlitshönnun
blaða- og tímaritaauglýsinga. Hann
kveðst líka oft hafa fengið umbrots-
mönnum blaða og tímarita þetta
hlutverk, með ágætum og skjótum
árangri, og þar við bættist að slíkt
væri án alls tilkostnaðar.
Hann segist vilja „deila og
drottna" í samskiptum sínum við
stofurnar, og noti því margar, allt
eftir því sem við á hverju sinni. Að
ógleymdum „hugmyndabankan-
um“ eins og hann orðar það: „Þessi
ótrúlegi fjöldi velunnara minna,
sem stendur á leiksviðinu sem ógn-
un við atvinnumennina, og hvetur
þá til dáða."
Og Davíð útlistar það nánar; í
nánast hverri viku kemur einhver til
hans með hugmynd, eða jafnvel full
útfærða hugmynd, að auglýsingu,
fyrir útvarp, innkaupapoka eða
sjónvarpsauglýsingar. Sumar þessar
hugmyndir segir hann góðar, aðrar
afbragðsgóðar og hann kveðst hafa
óspart notað sér af þeim. Gott dæmi
er Sverrir Stormsker.
Fyrirtækin gera
etcki nógu harðar
kröfur
Við nokkuð annan tón kveður hjá
Gunnari M. Hanssyni forstjóra IBM
á Islandi. Hann vill nýta sér þjón-
ustu auglýsingastofa til fullnustu, en
segir hana einfaldlega ekki fyrir
hendi:
„Mér finnst ótækt, eins og það
virðist vera á íslandi í dag, hve mikl-
um tíma fyrirtækin þurfa sjálf að
eyða í auglýsingar. Þetta er dýr
þjónusta, þar af leiðandi finnst mér
að auglýsingastofurnar eigi að gera
meira af vinnunni en þær gera í dag.
Það virðist hefð á íslandi að fyrir-
tækin blandi sér allt of mikið í aug-
lýsingar; þar á ég t.d. við samningu
texta, jafnvel það að koma með hug-
myndir."
— Nú vilja sumir gjarnan hafa
puttana í þessu og jafnframt áhrif?
„Auðvitað höfum við áhrif, því
við segjum á endanum alltaf af eða
á. En mér finnst eðlilegt að við gæt-
um fengið í hendur tillögur um texta
sem við gætum valið úr, en þurfum
ekki sjálfir að láta starfsfólk okkar
eyða löngum tíma í að betrumbæta
eða semja textann.
Menn hafa fremur lagt áherslu á
útlit og hönnun auglýsinga en texta-
gerð, þar að auki held ég vanti fleiri
textahöfunda á stofurnar. Mín skoð-
un er sú að þetta hafi verið látið við-
gangast; fyrirtæki hafi ekki gert
nógu harðar kröfur til auglýsinga-
stofanna að fá þetta fyrir þann pen-
ing sem þau greiða þeirn."
— Ertu meö þessu ad segja aö
menn fái of lítid fyrir þaö sem þeir
borga?
„Eg vil frekar orða þetta þannig:
Við erum sérfræðingar á okkar
sviði og við viljum geta keypt þá
þjónustu frá stofnunum sem þær
eiga að vera sérhæfðar í að veita —
frá A-Ö — og við erum tilbúnir til að
borga sanngjarnt verð fyrir, en hún
er bara ekki fyrir hendi í dag.“
AUt
fram
stveymir
Ár og dagar líða
Nú eru 30 ár frá því að fyrstu plaströrin frá Reykjalundi
voru tekin í notkun og gerbreyttu véitumálum (slendinga.
Ekkert vatnsiagnaefni hefur reynst betur íslenskum aðstæðum.
Eins og ný liggja rörin á sínum stað
- 30 ár eins og dropi í hafið.
30 áfallalaus ár
og ekki verður séð fyrir endann á verkefnum,
endingu eða möguleikum
röranna frá Reykjalundi.
REYKJALUNDUR
Reykjalundur, sími 666200
Mosfellssveit
HELGARPÚSTURINN 9