Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 15

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 15
Séra Fjalarr Sigurjónsson prestur og prófastur á Kálfafellsstað í Suður- sveit tók heldur fálega erindi blaðamanns um einhverskonar viðtal. „Þú kemur að tómum kofunum hér,“ sagði karl í símtólið en benti þess í stað á fjölmörg áhugaverð sóknarbörn í Suðursveit og Öræfum. Enda sóknar- börnin ekki fá, Fjalarr er prófastur í einni mestu langloku af prófastsdæmi að vera á Norðurlöndum; það nær frá Hvalnesskriðum í austri, að Fúlalæk í vestri. Það eru einir 350 kílómetrar af hringveginum. AÐ YERA BUINN AD SNUÐA MANNSKAPINN í ALLAN Það var því upp á von og óvon að blaðamenn renndu upp að Kálfafellsstað og bönkuðu uppá gömlum og virðulegum prestsbústaðnum. Prestsfrúin, Beta Einarsdóttir, kom til dyra en innar á ganginum stóð Fjalarr, klæddur eins og aðalsmaður en smávegis hokinn og horfði út undan sér eins og prakkari. Heimilið bar vott ótrúlegri eljusemi frú Betu við útsaum og aðskiljanlegustu hannyrðir, blómarækt, steinasöfnun og margt fleira. Séra Fjalarr leiddi blaðamann og ljósmyndara inn í stofu. Hvorir spyrja aðra almæltra tíðinda og innan tíðar höldum við áfram spjallinu þar sem frá var horfið í símanum um merkilega Skaftfell- inga. Ekki hvað síst í Öræfunum, — en báðir eru ásáttir um að þar sé fólk merkilegra en annar- staðar. „Öræfingar, þeir brjóta meira heilann, — spekúlera meira en annað fólk. Það voru sumir hræddir um að þegar opnaðist leiðin suður myndi mannlíf þar hrynja og Öræfingar yrðu bara að venjulegum Islendingum. Vildu helst bara geyma þá í spíra. En Öræfingar voru auð- vitað þeir sömu, — þetta voru heimsborgarar fyrir." Það er Fjalarr sem hefur orðið um sóknar- börn sín í Sveitinni milli sanda en síðan snemma á öldinni hefur ekki verið sérstakur prestur í Öræfunum og kirkjan að Hofi annexía frá Kálfa- fellsstað. ÁBYRGÐARHLUTUR AÐ SETJAST UPP Á SÖFNUÐINN Séra Fjalarr á Kálfafellsstað er sonur Önnu Sveinsdóttur og séra Sigurjóns Jónssonar er sátu Kirkjubæ í Hróarstungu um áratuga bil og margir kannast við. Hann byrjaði sinn prestskap í Hrísey þar sem hann var prestur í 11 ár og segir sjálfur að hann hefði ef til vill verið þar lengur hefði staðurinn verið landfastur en ekki botn- fastur en annexía var á Arskógsströnd og ferða- lög þar á milli gátu verið kalsasöm og erfið á sjötta áratugnum. í nóvember 1963 fluttu þau hjónin sig að Kálfafellsstað og hafa verið þar síð- an. Það var sól og blíða þegar þau komu í Suður- sveitina og við spyrjum hvort eins hafi viðrað á tveggja áratuga embættisferli. „Jú, jú. Við erum að ininnsta kosti ekki farin enn og maður slær víst botninn í þetta hérna. Enda þýðir ekkert fyrir þessa gömlu skarfa að ætla í nein ný embætti. Þessir ungu taka þetta allt saman. Fólk vill ekki þessa kallgaura, — út- brunna. En það er náttúrulega ábyrgðarhlutur að mga svona lengi í embætti, að setjast svona }p á söfnuðinn. Það þarf að gefa söfnuðinum að bíða eftir þeirri stóru stund.' Klerkurinn hallar sér aftur á bak í stólnum og þessi seiðmagnaða ræða læðisl út úr honum eins og nokkurskonar skrýtla, — manninum er alvara en veit samt að það sem hann segir er í aðra röndina drepfyndið. — En fólk vilj ekki þessa gömlu skarfa seg- jröu, — eruö þiö þá eitthuaó sídri sálusorgarar en yngri prestar, leitar fólk sídur til ykkar meö sín vandamál? „Ég vil nú ekkert fullyrða um það, það er ekki ósennilegt þar sém slíkt kemur upp, en senni- lega er þetta misjafnt. Það er sennilega í þéttbýi- inu sem tekur meira á taugarnar á fólki. Það ær- ist frekar þar og þarf þá að leita til einhvers. Beinlínis slíkar ferðir hingað eru fátíðar. Maður þekkir alla og kemur á bæi. En auðvitað er mað- ur alltof latur við að fara til fólks. Þetta breyttist svolítið. Hér áður höfðum við ■BnRBBHMHnSHSnKHHIeftir Bjorna Harðarson manntalið á okkar snærum og þannig var það fyrstu árin eftir að ég tók við. Þá var farið á hvern bæ en svo tók Hagstofan við, og þar fór það í vaskinn, það haldreipið. Húsvitjun ætti ekki að vera ofverkið í sveitum, þó hún sé von- laus í miklu þéttbýli. Þótt þetta sé ekki lagaleg skylda lengur þá er þetta siðferðileg skylda sem fylgir starfinu. Maður gerir annars aldrei það sem maður á að gera, — reynir alltaf að skjóta sér undan öllum hlutum." — Þú meinar ad prestar séu þannig...? „Ja, ég hef nú enga viðmiðun í þessum efnum nema sjálfan mig.“ — En er þetta mikil vinna aö vera prestur? Tekur kannski á samviskuna! „Ja, — það er messað svona annað veifið og vonandi eins og skyldan býður. Það er kannski ekki mikið um það, — sem betur fer, — að maður standi í moldum upp að hnjám. En það kemur samt fyrir. Og eins að börn fæðast og eru borin þá að skírnarlaug; jú enn gengur slangur í það heilaga og svo framvegis. Náttúrulega er líka ýmislegt veraldlegt sem lendir á manni. Svo á maður í starfinu að vera raunar á vakt allan sól- arhringinn og vera á ferðinni; kíkja á bæina. Jú, þetta snertir samviskuna, en ef hún fer að láta mjög illa þá svæfir maður hana. Það eru náttúrulega til prestar sem vinna óaðfinnanlega en ég er ekki í þeirra hópi. Maður skákar í því skjólinu að stutt er eftir.“ ... FÆRRI SKROKKSKJÓÐUR HÉRNA... — En þad er mikill munur á þvíad vera sveita- prestur eöa þá í þéttbýlinu fyrir sunnan... „Það er svo gjörólíkt, enda myndi ég aldrei leggja það á mig að stunda þá iðju þar; myndi heldur hypja mig á eyrina, en að vasast í slíku. Þeir eru svo önnum kafnir þessir prestar í þétt- býlinu að þeir geta aldrei um frjálst höfuð strok- ið. Maður fær færri skrokkskjóður hérna og tíma til að vera með sjálfum sér.“ — Einhverntímann heyröi ég haft eftir hér- aöslœkni úti á landi ad sálusorgarastarfið hefði í seinni tíð lent að mestu leyti á lœknum! „Það gerir það ábyggilega oft á tíðum. Það er hluti af læknisstarfinu. Ábyggilegt að þeir stunda það miklu stífar en prestar; fólk leitar miklu frekar til þeirra með sín vandamáL Eg held að þetta sé að mörgu leyti rétt boðlpið. Það gæti svo verið að læknar geti vísað á presta ef þeir sjá að það er réttara heldur en að gefa manninum pillur eða rista hann á hol. Og spjallið fer út fyrir sjálft prestsstarfið; út um sveitirnar. Fjalarr minnist á piparsveinana sem eru i öllum sveitum. „Það piprar alltaf slæðingur og það er slæmt þegar við blasir landauðn af þeim sökum. En þetta er að breytast. Unga fólk- ið nú orðið fer á stjá til þess að leita sér að maka. Svo koma alltaf einhverjir í „pósti". Það eru ýmsar ráðskonur komnar hér i sveitina þannig, eða starfskrafta á maður vist að kalla það. Og giftast svo inn í sveitina, mikið rnetfé." — Presturinn hefur engin afskipti af þessum hjúskaparmálum... „Þeir hafa nú farið flatt á því sumir, — betra að sleppa því að vera með hnapphelduna á lofti i tíma og ótíma. Það eru takmörk fyrir því hvað menn geta látið til sín taka.“ Segir Fjalarr svipbrigðalaus. mynd Kristín Þóra Harðardóttir HHHHH ÞENNAN TÍMA MIÐPUNKTUR ÞAR SEM MAÐUR SJÁLFUR ER... — En hvernig gengur svo að samlagast Suður- sveitarmönnum, ekkert erfitt... „Að draga ,,dám“ af þeim, nei, nei, — það hef- ur tekist furðanlega..." — En þú verður aldrei Suðursveitarmaður, eða hvað? „Ég get ekki krafist þess; en að hluta til þó Suðursveitungur. Maður á alltaf einhverja ögn af sjálfum sér á þeim stað þar sem maður hefur verið lengi. Maður hefur vissar taugar til þeirra staða.“ — En þú ert enginn bóndi hér á Kálfafellsstað, — ekki með neinar skepnur? „Nei, í dag eru flestir í þurrabúð. Ég asnaðist til þess að fara að kenna í næstu sveit fyrstu árin hér og það bjargaði mér alveg frá því að fara út í búskap. Þeim finnst þetta nú ansi snautlegt sumum hérna, enda var forveri minn, hann séra Sváfnir Sveinbjarnarson búforkur og er enn, þar sem hann er á feðraslóðum. Þegar við Sváfnir vorum að byrja i þessu þá voru launin ekki til þess að fita mann þannig að þeir sem fóru í sveitaköllin urðu að vera með búskap til að skrimta. En þetta hefur skánað mikið og ég held að það þurfi örugglega fáir að kvarta núna miðað við launin sem voru á okkar fyrstu árum. Ég sagði það nú einhverntímann þegar þeir voru að býsnast yfir þessum ómyndarskap í manni að það viðraði ekki vel í afurðasölunni og ég vildi ekki auka á smjör- eða kjötfjallið. En auðvitað er þetta aumingjaskapur að hokra ekki í sveit; en þá væri maður bundinn í báða skó. Við byrjuðum hér með einn hund; mikinn speking, en svo dó hann og þar með var kippt fótun- um undan okkar skepnuhaldi. Það er ekki einu sinni köttur á bænum, væri sjálfsagt kom- inn ef ég væri ekki að draga úr því. Það er fugla- lífið hérna fyrir utan. Köttur myndi spólera því og ég vil heldur hafa þá gesti hér.“ — En að búa í sveit eins og þessari er það ekki leiðinlegt? Veturnir langir og kvöldin endalaust sjónvarpsgláp? „Hehr, leiðinlegt." Fjalarr lítur á viðmælanda sinn eins og hann sé nú alls ekki með réttu ráði og hafi kannski aldrei verið. „Nei, það er svo mikið að gera hérna yfir veturinn að það er kannski hvert einasta kvöld í vikunni sem við erum að vasast í hinu og þessu. Það eru félags- vistir og kvöldvökur, svo spilum við bridge hérna í sveitinni einu sinni í viku, og margt fleira. Það er frekar að það sé um of heldur en að manni þurfi að leiðast. Nei, það er ekki hang- ið yfir sjónvarpinu. Hér er maður sko alls ekki utan við heiminn. Þetta er naflinn og eiginlega hlýtur það alltaf að vera miðpunkturinn þar sem maður sjálfur er. Það halda margir að hér hljóti að vera drepieið- inlegt yfir veturinn en það er nú öðru nær. Þá lifnar yfir mannskapnum." BULL Á REIKNING FÁVISKUNNAR — En efvið víkjum aftur að prestskapnurn. Nú mannfólksins og almcettisins. Tekur Guð svona prófskírteini vfirleitt gild? „Ég efast stórlega um það. Ég veit ekki hvort saman verið tóint blöff. Hann er samt enginn gráskeggur sem dinglar fótunum niður af skýja- stólpum. Mér er nær að halda að við séum brot af þessari heild, tilheyrum henni þó við séum ekki stórar agnir. Við vitum enda varla hver við erum. Þó mann rámi í sjálfan sig i spegli þá kemst maður seint til botns í því hver maður er.“ — Að við séum hluti af Guði... er þetta ekki tóm grautartrú, svona út frá lúterskum rétt- trúnaði? „Jú, jú. Þetta er náttúruiega allt talið tómt bull og ekki sæmandi að bera á borð fyrir nokkurn mann. Það myndi líða yfir þá marga ef þeir heyrðu þetta. En þetta hér er nú bara tveggja manna tal. Það er bara út af því hvað maður veit lítið að manni verður að fyrirgefast. Þetta verð- ur allt að skrifast á reikning fáviskunnar. Það er ekkert við því að gera þó að það sé þykk á manni skelin." — En út frá þessu, — hvernig er þá háttað trúarlífi og trúarhugmyndum safnaðarins...? „Ja, ég veit ekki,“ segir Fjalarr og það kemur dágóð þögn eins og spurningin sé þess eðlis að hún komi prestinum ekkert við. „Ég veit ekki hvað ég á mikið um það að segja, en ef allt er með felldu þá eiga menn að fá að vera með þennan þátt í friði. Við eigum ekki að vera að troða einhverjum stórasannleik sem ekkert fær haggað inn á fólk. Svona er maður nú lélegur trúboði. Varla not- hæfur í svörtustu Afríku," bætir kennimaðurinn við og hlær að öllu saman. — Þú ert þá ekkert hrifinn af þeim sem bein- línis hrópa fagnaðarerindið? „Þeir um það sem það vilja; en það er kannski alltof mikið af snakki í þessu. Ég held að menn ættu að gera meira af því að þegja, en það til- heyrir víst að vera alltaf að þusa.“ — / prestsembcettinu... ? „Ég veit það ekki. Jú, kannski alveg sérstak- lega í því, eða hefur það ekki verið þannig?" FÓLK SÆKIR KIRKJUR FURÐANLEGA — Nú höfum við haft þig á launum í prests- embœtti í rúm þrjátíu ár og þetta er útkoman! „Já, þú verður að fara i annan stað að láta uppfræða þig í kristindóminum. Þú gætir orðið hundheiðinn á að hlusta á mig. Það er eins og sagt var um einn ágætan að dagsverki loknu að hjá honum var ekki stingandi strá, — ekkert nema arfaþvæla, — uppskeran. En það er náttúrulega ískyggilegt að vera bú- inn að snuða mannskapinn allan þennan tíma," hlær Fjalarr. — En messan, er hún þá bara menningar- tradisjón, — eða nálgumst við guðdóminn þrátt fyrir allt við það að hlýða á prestinn? „Jú, — það á nú alltaf eitthvað gott að fljóta með þar og messan er nú ágæt. Fólk sækir kirkj- ur furðanlega, maður þarf ekki að kvarta, en vonandi ekki bara til þess að góna á prestinn. Ef margir koma saman með því sama hugarfari og Hann kenndi þá er markinu náð. Raunar er það kröftugast eins og kvekarar hafa það, koma bara saman og þegja. Og ef ein- hver vill tala þá gjöri hann svo vel og tali, eða svona er manni sagt að það sé hjá þeim. Það er gott að skýla nektinni og sýnast gáfna- ljós ef menn kunna að halda sér saman þegar við á.“ — En er þá ekki komin tilvalin hugmynd fyrir Albert til þe.ss að spara, að segja bara öllum prestum upp? „Við látum nú ekki bara stinga okkur upp í fjárlagagatið. Það væri annars allt í lagi ef önnur skilyrði væru því hagstæð og veröldin ekki svona vansköpuð. En prestar eru ekki til óþurft- ar frekar en aðrir góðir menn, — ef þeir reyna aö vera eins og menn og lifa með fólkinu. Standa í báða fætur en hugsa því hærra. Þó maður kom- ist ekki hjá því að margt af því sem maður er að hugsa sé tórh tjara. Ekki í sambandi við guð- fræðina, heldur bara svona almennt. Menn eru alltaf að svína sig út í þanka og ómerkilcgum og mannskepnan á að vera." Klerkur skreppur fram í eldhús og kemur fljótl aftur. Skynjar að nú muni viðtalið brátt á enda og horfir eins og hugsi á viðmælanda sinn og blokkina þar sem allt hefur verið punktað hiður. „Það er eins og ég segi, maður á að þegja, þó maður hafi ekki haft vit á því núna. — Annars þykir mér oft gaman að þegja, þegi stundum tímunum saman og læt aðra mala fyrir mig. En það þykir víst ekki skemmtilegt og ætli maður flokkist þá ekki undir þumbara." Kaffitíminn hjá okkur hefur nú náð samfellu við kvöldmatartímann og það er ekki fyrr en eft- ir fyrsta flokks kjötbollur og skyrsleikju hjá Betu sem blaðamenn HP tygjá sig til farar. „En nú er nóg komið... Amen eftir efninu," punktar Fjalarr aftast á handritsblaðið í yfirlestri á viðtalinu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.