Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1985, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Qupperneq 18
POPP Síöasti gítarguöinn? eftir Ásgeir Tómasson SOUL TO SOUL — Stevie Ray Vaughan & Double Trouble. Utgefandi: Epic/Steinar. Gítarguðum fer ört fækkandi í henni ver- öld. Rafmagnsgítarinn er úr tísku og öld hljómborða er runnin upp. Risið á köppum eins og Eric Clapton, Jeff Beck, Jimmy Page og slíkum er harla lágt. Framleiðnin er i lág- marki og frammistaðan ekki til að hrópa húrra fyrir. Um það leyti, sem mönnum voru að verða ljós döpur örlög gítarleikara úr framvarða- sveit popps og rokks, skaut enn einum gítar- guðinum upp á fölgráan stjörnuhimininn. Vitaskuld hljómaði Stevie Ray Vaughan Texasbúi af guðs náð eins og hver önnur tímaskekkja. Hann vakti þó athygli fyrst og fremst fyrir þá sök, að David Bowie fékk hann til að spila á gítar á plötunni Let’s Dance. Vaughan átti síðan að leika i hljóm- sveit Bowies á hljómleikaferðinni, sem var farin til að fylgja útgáfu Let’s Dance eftir. Fljótlega skarst þó i odda með húsbónd- anum og þjóninum. Bowie bar því við, að Stevie Ray Vaughan hafi viljað fá pláss í dag- skránni til að kynna sína plötu, sem var ný- komin út. Vaughan kvað Bowie hafa borgað sér svo smánarleg laun, að enginn maður með sjálfsvirðingu hefði getað tekið við slíku. — Hver sem orsökin var, þá átti David Bowie stóran þátt í að koma Stevie Ray Vaughan á framfæri. Platan, sem hér er til umfjöllunar, Soul To Soul, er sú þriðja sem Vaughan og Double Trouble senda frá sér. Hún er hræðilega gamaldags, en eigi að síður best þeirra þriggja, sem enn hafa komið út. Vaughan ræður vitaskuld lögum og lofum í öilum tiu lögum plötunnar. Gítarinn fær að væla ótæpilega að hætti gömlu meistaranna. Og það verður reyndar að viðurkennast, að pilt- urinn er ekkert verri spilari en þeir. Ógæfa hans er einungis sú, að hafa fæðst áratug of seint. Fimm lög plötunnar eru eftir Vaughan. Hin koma héðan og þaðan. Einu gildir hverj- ir eru skrifaðir fyrir þessum lögum. Stíllinn er hinn sami út í gegn: blúsað suðurríkja- rokk. Yfirbragð og uppbygging er hin sama út í gegn. Fyrir þá, sem stöðnuðu í tónlist í kringum 1970, er Soui To Soul áreiðanlega sannkallað tár i tómið. Unnendur hljómsveita á borð við Cream, Led Zeppelin og ýmsar suðurríkja- sveitir, sem ég er hættur að nenna að greina í sundur i huganum, geta glaðst yfir því, að á tölvu- og hljómborðaöld nennir einhver að taka almennilegt gamaldags sóló. Tryggir að- dáendur Stevie Ray Vaughans mega líka vera kátir. Þeirra manni fer þó alltént fram — á sinn hátt. SOME STRANGE FASHION - One The Juggler. Útgefandi: RCA/Skífan. Petta er ein af þeim plötum, sem maður getur sett á fóninn aftur og aftur og spurt svo sjálfan sig á eftir: Fyrir hverja er þessi plata eiginlega gerð? og: Hvernig í ósköpunum datt málsmetandi mönnum hjá RCA eigin- lega í hug að gefa hana út? Helsta skýringin er sú, að þeir hafi keypt köttinn í sekknum, því að gamla kempan Mick Ronson stjórnar upptökum og leikur að auki á gítar og nokk- ur önnur hljóðfæri á plötunni. Some Strange Fashion er auðvitað ekkert í líkingu við það, sem Stúdió Bimbó var að dæla á markaðinn hér um árið. Allir hlutað- eigandi halda lagi, upptaka og hljóðblöndun „Platan er hræðilega gamaldags," segir Ásgeir Tómasson m.a. um plötu Stevie Ray Vaughans SOUL TO SOUL. er í fínasta lagi, en tónlistin sjálf er nauða- ómerkileg. Sannkallað uppfyllingarpopp, sem meira en nóg er til af í heiminum í dag. Eitt lag sker sig þó sæmilega úr. Everyday heitir það. Ég er viss um, að forstjóra Skífunnar dytti aldrei sú firra í hug að gefa út þriðja flokks plötu á borð við Some Strange Fashion. Til hvers er hann þá að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja hana inn? PUMPING IRONII: The Women. - Ýmsir flytjendur. Útgefandi: Island Records/Fálkinn. Ég lét kvikmyndina Pumping Iron fram hjá mér fara með glöðu geði og hef hugsað mér að gera það sama með framhaldið. Þó sýnist mér myndin geta verið nokkuð forvitnileg, ef marka má umslagið með tónlistinni úr myndinni: sterkbyggðar, léttklæddar stúlkur með vöðvana í hnút á líklegustu og ólíkleg- ustu stöðum. Á þessari plötu eru átta lög, eitt með hverj- um flytjanda. Fjórir þeirra eru vel þekktir. Það eru The Art Of Noise, Skipworth And Turner, Black Uhuru og Grace gamla Jones. Af lögunum átta ber Moments In Love af, framlag Art Of Noise. Að öðru leyti er lagaval myndarinnar Pumping Iron 11 ósköp meðal- mennskulegt. Vonandi kveður meira að myndinni. LEIKLIST Heimspeki nöturleikans eftir Reyni Antonsson og Gunnlaug Ástgeirsson Stúdentaleikhúsid. Ekkó (gudirnir ungu). Höfundur: Claes Andersson. Þýding: Ólafur Haukur Símonarson. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Lýsing: Egill Örn Árnason. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. ,,Ekkó“ sker sig að því leyti frá öðrum skandinavískum „vandamálaleikritum" að þar er ekki verið að prédíka eitt eða neitt, né leita einhverra patentlausna, heldur er það fyrst og fremst lýsing, næstum eins og Ijós- mynd, af ákveðnu umhverfi, lýsing á ungl- ingum, fyrir unglinga, og sögð með þeirra eigin tungutaki án nokkurra skáldlegra til- burða, en um leið hvöss og beinskeytt ádeila á allt þetta grimma kerfi sem engu þyrmir. Unglingarnir eru hér ekki sýndir sem ein- hverjar vammlausar hetjur, jafnvel ekki sem fórnarlömb hins vonda kerfis sem vorkenna beri, og er þó samúð höfundarins vissulega óskipt með þeim. Þeir eru aðeins vanmátt- ugir leiksoppar kerfisins, líkt og guðirnir í goðsögnum Ovidiusar, einfaldlega vegna þess að þótt guðir séu, þá eru þeir svo óskap- lega mannlegir þegar allt kemur til alls. Því eru hinum ungu guðum auðvitað búin mannleg örlög. Guðasamfélagið — unglinga- klíkan — leysist upp þegar á reynir og hinir ungu guðir deyja, líkast til elskaðir af engum. Þetta er ef til vill kjarninn í þeirri heimspeki nöturleikans sem hér birtist. En við verðum að spyrja sjálf okkur hvort það sé ekki skort- ur á kærleika, samúð og gagnkvæmri virð- ingu ásamt hamslausri neysludýrkun sem skapað hefur þetta nöturlega samfélag. Þess- um spurningum er ekki beinlínis svarað í leikritinu, en þær liggja í loftinu. Ólafur Haukur Símonarson hefur snúið þessu verki á íslensku og tekist listavel. Hann virðist hafa hið besta tak á orðfæri íslenskra unglinga, þannig að umhverfið varð manni aldrei framandlegt, þó svo erlend stórborg væri, að vísu ber að geta þess að ýmislegt bendir til þess að við séum að eignást okkar stórborgir líka. Leikmynd Karls Aspelunds er einkar haganlega gerð með farandsýningu í huga, einkar trúverðug umgjörð um hinn nöturlega heim sem þarna er verið að lýsa, en þar kynnumst við einum hlut sem er nokkuð framandlegur í augum íslendinga, nefnilega veggjakrotinu „graffiti" sem svo algengt er að sjá erlendis, þar sem einna mest ber á pólitískum slagorðum af ýmsu tagi eða skömmum á lögguna eða yfirvöldin. Það hefði mátt vera meira af slíku í þessari leikmynd. Tónlist Ragnhildar Gísladóttur gerir sitt til að auka á nöturleikann, kröftugt rokk með pönkívafi. Ragga sýnir hér svo ekki verður um villst að hún er ein hinna fremstu ef ekki fremsti popplistamaður okk- ar. Ég minnist þess varla að hafa fyrr heyrt jafn „listrænt innihaldsleysi" og þessa tónlist hennar, og það er varla á margra færi að gera einmitt innihaldsleysi listrænt. Og ekki minnkar lýsing Egils Arnar Árnasonar áhrifamátt sýningarinnar. Hún er oft frábær, til dæmis í martraðaratriðunum, bestu atrið- um sýningarinnar. Andrés Sigurvinsson hefur skapað úr þessu verki, sem, og það verður að segjast, er ekki neinn stórbrotinn skáldskapur, en þess betri „heimildarljósmynd”, þó nokkuð skemmtilega sýningu, og á köflum prýðilega dramatíska, þó svo hún missi á stöku stað að- eins niður dampinn, og þá fannst manni að- eins á köflum eins og sýningin hefði verið hönnuð fyrir minna svið en í Samkomuhús- Alþýduleikhúsid á Hótel Borg: Þvílíkt ástand eftir Graham Swannell. Þýöing: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld. Leikmynd og búningar: Gudný Björk Ric- hard. Lýsing: Árni Baldvinsson. Leikendur: Arnar Jónsson, Helga Jóns- dóttir, Margrét Ákadóttir, Bjarni Stein- grímsson, Siguröur Skúlason. Að þessu sinni hefur Alþýðuleikhúsið hreiðrað um sig á Hótel Borg, enn heimilis- laust þó komið sé á tvítugsaldur. Færir það upp sætsúra kómedíu nýja af nálinni ættaða úr veldi Breta eftir fremur ungan höfund (35 ára) og er hans fyrsta sviðsverk, frumsýnt í febrúar sl. Sverrir Hólmarsson hefur snarað verkinu mjög lipurlega úr ensku, textinn víða mein- fyndinn og annarstaðar launfyndinn. Hvorki ætla ég að greina þau þjóðfélags- mein sem leikurinn afhjúpar, né heldur að setja þau í félagslegt samhengi með söguleg- inu á Akureyri, þó sá ágalli væri ekki til telj- andi lýta, en sumt í leikstjórninni var einkar skynsamlega gert, til dæmis að túlka hyldýpi kynslóðabilsins þannig að eingöngu raddir hinna fullorðnu heyrðust, sem og hafði þann augljósa kost að ekki skapaðist misræmi i leikstíl áhuga- og atvinnuleikaranna sem hugsanlega hefði getað skaðað heildarsvip sýningarinnar. Leikur í sýningunni er yfirleitt með mikl- um ágætum, ekki hvað síst samleikur hinna ýmsu ólíku einstaklinga sem mynda ungl- ingaklíku þá sem er þungamiðja leiksins. Öll- um leikurum tekst einkar vel að draga fram þá þætti sem sameina þennan hóp, og ekki síður þá þætti sem að síðustu splundra hon- um. Titilhlutverkið Ekkó leikur Arna Vals- dóttir og kemst ágætlega frá þessari í senn einföldu og veraldarvönu unglingsstúlku, sem allt of fljótt verður að fara að velkjast um í hinum harða heimi sem þeir fullorðnu hafa skapað, án þess að vera á nokkurn hátt í stakk búin til að horfast í augu við þennan heim. Afleiðingin sjálfsmorðstilraun og um grunni. Hitt er víst að hér er höfundur, sem er að nálgast það að verða miðaldra, að spegla svolítið sinn aldur og sína kynslóð í nútímanum. Verður sú speglunaraðgerð æði kómisk og um leið harmræn á köflum og ekki koma karlmennirnir sérlega glæstir úr aðgerðinni (svo er aftur áleitin spurning hvers vegna konunum er hlíft). Því er ekki að leyna að á frumsýningu var einmitt „að- verðamiðaldrakynslóðin" í töluverðum meirihluta og hlógu margir býsna dræmt. Hér er í rauninni ekki um heilsteypt venju- legt leikrit að ræða heldur fjóra þætti, sem hver um sig er einskonar mynd af fremur aumkunarverðum karlmönnum sem allir eiga það sameiginlegt að vera komnir í ein- hvers konar strand með besefann á sér. Það lendir óverðskuldað á Arnari Jónssyni að bregða sér í líki þessara ólukkuriddara, en hann ber sig vel og mannalega og skilar hin- um knáu knöpum skilvíslega til áhorfenda af þeirri innlifun og natni sem honum er svo vel lagin. Þær Helga Jónsdóttir og Margrét Áka- dóttir leika hinar dyggðum prýddu konur óskaplega nýtískulegt en að sama skapi kær- leiksvana geðveikrahæli. Hitt aðalhlutverk- ið, Narsi, er í höndum Ara Matthíassonar, og tekst honum meistaralega að túlka þessa persónu, bæði í hæðnisblendnum oflátungs- hætti framan af, og ekki síður í hinni djúpu örvæntingu þess sem forlögin hafa útskúfað. Semsagt leiksigur. Hér gefst ekki tóm til að geta einstakra annarra leikara, nefna má þó kröftugan leik Stefáns Jónssonar í hlutverki Njóla-Skíts, og Einars Gunnarssonar, sem leikur Bodda „sportidjótinn" í hópnum, per- sónu sem er nokkuð sér á parti. Samtalið milli hans og föðurins er annars alveg óborg- anlegt háð þar sem hin svokölluðu „fyrir- myndarbörn", og þá ekki síður foreldrar þeirra fá sneið sem ekki getur kallast annað en beisk á bragðið. Sagan um Ekkó, Narsa og þau hin er ekki falleg saga, en hún er ágeng. Hún vekur okk- ur til umhugsunar um vanmátt okkar gagn- vart fallega glansheiminum okkar sem við sjálf höfum skapað, og sem við eigum hugs- anlega sjálf eftir að tortíma, og auðvitað okk- ur sjálfum um leið. p a. verksins, sem ýmist eru saklaus eða næstum saklaus fórnarlömb folanna vökru (nema þegar þær leika gálurnar í þriðja þætti). Er framgangur þeirra allur hinn þýðasti, bregða fyrir sig brokki, skeiði og jafnvel stökki, Helga einkum í fyrsta þætti, þær báðar í öðr- um þætti og Margrét í þriðja þætti. Þeir Sig- urður Skúlason og Bjarni Steingrímsson eru staffírugir graddar í þriðja þætti og fer þeim fátt úrskeiðis. Heildarmyndskeið sýningarinnar rann fremur brokkgengt, ekki endilega vegna þess að mishratt væri farið heldur var jafn- vægið ekki nógu gott, vantaði meiri snerpu í lokin, en ekki er úr vegi að tamningameist- arinn geti enn bætt þar úr. Borgin er alltaf huggulegur staður og hef- ur síðasta andlitslyfting lukkast bærilega. Húsið opnar klukkutíma fyrir sýningar og er þá hægt að fá sér eitthvað heilsusamlegt að drekka og boðið er uppá smárétti í hlénu. Það má því vel eiga skemmtilega kvöldstund á Borginni með Alþýðuleikhúsinu, jafnvel þó maður sé að verða bráðum miðaldra. G.Ást. Aumingja mennirnir 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.