Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK
Með fullri kynvitund
eftir Jón Örn Marinósson
Svo bar til um þessar mundir að ég sat í rómantískri hugljómun í gormslitnum
hægindastól að lesa Æskuminningar smaladrengs eftir Jón Svanröðarson frá
Klömbruhóli. Konan hvíldi öndvert mér í stofunni á legubekk og blaðaði í gömlum
árgöngum af Húsfreyjunni, en allt í kringum okkur féll hlýleg birta frá lampanum sem
ég erfði eftir hana ömmu mína, Þorfinnu Brandsdóttur, barnafræðara, kvenfélags-
formann í áraraðir og brautryðjanda um grænkálsræktun í sinni sveit. Ég var djúpt
sokkinn í lýsingar Jóns Svanröðarsonar á heiðum sumardögum og tómstundaiðju
smaladrengja íhjásetudal og hrökk illa upp við skerandi fingurblístur sonar míns, tíu
ára snáða með skærblá augu og glólokkað hár, sem hafði læðst til mín í stólnum og
horfði nú á mig með spurnarsvip.
— Hvað var það, vinur minn, sagði ég
og reyndi að gæða svip og málróm þeirri
mildi sem Jón Svanröðarson kvað hafa
auðkennt föður sinn í lokubuxunum alla
tíð og honum féll ekki úr minni fyrr en
eftir sinn dag.
Snáðinn lagði litla hönd sína í lófa mér
og spurði: Hvað heldurðu að þú fram-
leiðir margar sáðfrumur á sólarhring?
Mildin, sem ég gat um áðan, stirðnaði
á vöngum mér, ég kipptist til og æsku-
minningar smaladrengs féllu eins og hrá-
viði á nýja Berber-teppið. Konan leit til
okkar snöggt, í framan grágul eins og
opnur í gömlum árgöngum af Húsfreyj-
unni.
— Hvað varstu að segja, hváði ég í for-
undran.
— Ég þarf bara að fá að vita, svaraði
drengur og sást ekki bregða, hvað þú
framleiðir margar sáðfrumur á sólar-
hring.
Ég dró djúpt andann og reyndi að
leyna því hversu ég var skjálfmæltur.
— Hvers vegna þarftu að vita það?
— Ég er með heimaverkefni fyrir skólann á morgun.
— Og hver hefur sagt þér (ég talaði hægt og af miklum alvöruþunga) að ég fram-
leiði sáðfrumur á hverjum sólarhring?
— Það stendur í bókinni okkar og svo útskýrði kennarinn það betur með teikning-
um á töflunni. Barnsröddin var svo tær og ómfögur að mér óaði að gera það sem
ég var tilneyddur að gera svo að spennan hið innra bæri ekki taugakerfið ofurliði. Ég
reis hálfur upp úr stólnum, hvessti augun á drenginn og þrumaði eins og tröllin í dag-
draumum Jóns Svanröðarsonar: Þér kemur það sko í andskotanum ekkert við hvort
ég framleiði yfirleitt nokkrar sáðfrumur eða engar og ef svo væri að ég gerði það hef
ég ekki hugmynd um hvað þær eru margar og snautaðu inn til þín, strákur.
Hann horfði á mig, skelfdur, og læddist út úr stofunni jafn hljóðlega og hann kom.
Ég hengslaðist með þungum dynk ofan í stólinn svo að söng ámáttlega í slitnum
gorminum.
— Barnssálin er ekki einu sinni óhult lengur í skólanum, hvæsti ég og teygði mig
niður á gólfið eftir Æskuminningum smaladrengs. Eftir andartak leit ég á konuna.
— Hvað er eiginlega að gerast? hnussaði ég. Hvað ég framleiði margar sáðfrumur
á sólarhring! Veist þú það?
Konan leit á mig undan Húsfreyjunni og hristi höfuðið.
— Það hljóta að vera einhver ósköp, tuldraði hún og hélt áfram að lesa.
Ég reyndi að festa hugann við frásögn Jóns Svanröðarsonar af fermingardeginum
á Stóra-Hvoli, þar sem hann roðnaði upp fyrir hársrætur við það eitt að sjá flétturnar
á smalastúlku af næsta bæ og minntist þess æ síðan. En að liðnum sosum fimmtán
mínútum stóð snáðinn aftur í stofudyrunum og hvíslaði og ekki laust við ótta í rödd-
inni: Pabbi? Pabbi?
Ég gaut til hans augum og ræskti mig.
— Pabbi, þú verður að gera það fyrir mig að hjálpa mér að svara.
Ég sá eftir því að hafa hreytt yfir hann blótsyrðum áðan og spurði vingjarnlega hvað
það væri sem hann gæti ekki ráðið fram úr.
— Það er tíunda spurningin, pabbi. Hvaða munur er á homma og lesbu?
Æskuminningar smaladrengs lentu með
Húsfreyjunni á stofugólfinu og við, foreldr-
arnir, stóðum í hlýlegri birtunni frá lampan-
um hennar Þorfinnu Brandsdóttur, barna-
fræðara, niðurnegld og engu líkara en
grunnskólinn allur hvíldi á herðum okkar
eins og farg.
Daginn eftir kom sonur minn með tilskrif
frá kennara sínum þar sem forráðamanni
barnsins var bent vinsamlega á að svör við
heimaverkefni, sem kennari hafði ætlast til
að börnin leystu í samvinnu við foreldra,
hefðu í þessu sérstaka tilfelli reynst með
öllu ófullnægjandi. Ef slíkt yrði ekki rakið til
nær yfirþyrmandi vanþekkingar, leyfði und-
irritaður sér að staðhæfa að viðtakandi
bréfsins væri haldinn úreltum lífsviðhorfum,
vöntun á félagsþroska og heilbrigðri kyn-
vitund. Stigagjöf fyrir heimaverkefni við-
komandi barns hefði verið svo hraksmánar-
leg að barnið hefði orðið fyrir aðkasti
bekkjarsystkina og hætta á sálrænum,
ómeðvituðum kynþrengslum. Forráðamað-
ur barnsins væri vinsamlegast beðinn að koma í viðtal við umsjónarkennara.
Ég baðaði út öllum öngum, stikaði um gólf og hellti mér yfir kennslukonuna sem
mældi mig út í gegnum kringlótt gleraugu í svartri umgjörð, köld og stjörf eins og
ég væri óverkun í kerfinu.
— Grunnskólinn, svaraði hún, er ekki sniðinn eftir hugmyndum Jóns Svanröðar-
sonar eða sjónarmiðum Þorfinnu Brandsdóttur og stúlkur ganga ekki lengur með
fléttur. Þið ættuð að leita til sálfræðings, þú og eiginkonan, ef ykkur er annt um barnið
og viljið ekki að það bíði kynferðislegt skipbrot.
— Kynferðislegt skipbrot! Hefurðu nokkurn tímann heyrt annað eins, tautaði ég
um leið og ég hvarf úr fanginu á konu minni þá um kvöldið seint og fálmaðist gegnum
myrkrið að dyrunum. Ég opnaði ofur hljóðlega, svo að ég vekti ekki strákinn, og sá
þá hvar hann skaust eftir ganginum í áttina að herberginu sínu. Ég stokkroðnaði og
hrópaði til hans hvurn í andskotanum hann væri að snuðra.
— Við erum með samræmt heimaverkefni í félagsfræði og líffræði, svaraði hann
innan úr herberginu.
Ég birtist í dyragættinni hjá honum, ógnandi á svip.
— Ekki skamma mig, pabbi. Ég vildi ekki gera ykkur mömmu það aftur að skila
auðu. Svo er líka allt í lagi að gera það ef menn elska hver annan. Það stendur í bók-
inni okkar.
Ég kveikti Ijósið á náttborðinu hjá mér og las Æskuminningar smaladrengs eftir
Jón Svanröðarson uns birti af degi.
FRETTAPOSTUR
Hafskipsmálið rannsakað á mörgum vígstöðvum.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á fót þriggja
manna nefnd til að kanna hvort um óeðlilega við-
skiptahætti hafi verið aö ræða í viðskiptum Utvegs-
bankans og Hafskips. Hæstiréttur á að tilnefna menn
í nefndina og verður bankaeftirlitið nefndarmönnum
innan handar við upplýsingaöflun. Þá mun skiptaráð-
andi, sem nú fer með forræði þrotabús Hafskips, eiga
að kanna hvort einhver lögbrot tengjast gjaldþrotinu
og ástæðum þess. Þá hafa verið uppi raddir innan
Sjálfstæðisflokksins um að Albert Guðmundsson eigi
að segja af sér ráðherradómi meðan rannsókn fer
fram á þætti hans í samskiptum Hafskips og Útvegs-
bankans. Á mánudag sendi svo Albert ríkissaksókn-
ara bréf þar sem hann fór fram á að þáttur hans með-
an hann var stjórnarformaður skipafélagsins og
bankaráðsformaður Útvegsbankans verði rannsakað-
ur.
Skuldir Arnarflugs um S90 milljónir króna
Margir hugleiða nú hvort Arnarflug verði næsta
stórfyrirtæki íslenskt sem verði tekið til gjaldþrota-
skipta en skuldir fyrirtækisins nema um 590 milljón-
um króna. Pastar eignir félagsins eru að verömæti
176,6 milljónir og að auki á fyrirtækið „veltufjár-
muni“ að upphæð 297,8 milljónir, en hluti þess eru
skuldir sem erfitt verður að ná inn. í janúar sl. tók
Arnarflug erlent lán með ríkisábyrgð að upphæð 40
milljónir króna í gegnum Útvegsbankann. Undan-
farna daga hafa Arnarflugsmenn átt í viðræðum við
erlenda lánardrottna um að endursemja um greiðslur
og lengja greiðslutimann, þannig að erlendar skuldir
felagsins greiðist upp með sama tíma og útistandandi
skuldir félagsins skila sér. Samningar hafa tekist við
fjóra af stærstu lánardrottnum Arnarflugs.
Bandalag jafnaðarmanna setur sér skipulag
Guðmundur Einarsson alþingismaður var kosinn
formaður Bandalags jafnaðarmanna á landsfundi
þess í Reykjavik um helgina. Varaformaður var kos-
2 HELGARPÓSTURINN
inn Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri.
Samþykktar voru breytingar á skipulagi bandalags-
ins og nú kosinn formaður í fyrsta skipti frá stofnun
þess 1983. Formaður þingflokks var kosinn Stefán
Benediktsson. Lítið bar á forsprökkum Félags jafn-
aðarmanna, andófsmönnunum svonefndu, á lands-
fundinum. Á mánudag sagði hins vegar einn þing-
maður BJ, Kristín Kvaran, sig formlega úr þingflokki
bandalagsins, sökum „djúpstæðra samstarfsörðug-
leika“.
Ríkisstjórnin samþykkir húsnæðisaðgerðir
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sinum á þriðjudag
að fylgja í aðalatriðum eftir aðgerðum sem nefnd um
húsnæðismál leggur til í álitsgerð um greiðsluvanda
íbúðareigenda. Nefndin leggur áherslu á að 200 millj-
ónum króna verði varið úr Byggingarsjóði ríkisins til
að létta greiðslubyrði vegna skammtímalána í gegnum
banka og sparisjóði; um leið geri ríkisstjórnin nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að húseigendur sem hafa
þunga greiðslubyrði, fái skuldbreytingu og lengingu
lána.
ísland situr hjá við afgreiðslu tiilögu um frystingu
kjarnavopna
Eftir talsverðar umræður og deilur á þingi er nú út-
séð um að Alþingi afgreiði þær þrjár tillögur sem fyrir
liggja um afstöðu íslands til frystingar kjarnorku-
vopna áður en allsherjarþing Sameinuðu þjóðaima
greiðir atkvæði, í dag, fimmtudag, um tillögu Svíþjóð-
ar og Mexíkó. ísland mun þvi eitt Norðurlandanna
sitja hjá við afgreiðslu SÞ.
Sérfræðiþjónusta lækna: gat í samningum?
Tryggingastofnun ríkisins hefur stöðvað greiðslur
til margra lækna á meðan fram fer rannsókn á sér-
fræðitöxtum þeirra. Ástæðan er sú að reikningar þeir
sem ýmsir læknar sendu inn þóttu ótrúlega háir.
Nefndir hafa verið reikningar upp á 800.000 kr.
Fréttapunktar
• Sautján ára nemandi í Ármúlaskóla, Helena Jóns-
dóttir, hafnaði í 6. sæti i heimsmeistarakeppni í diskó-
dansi sem haldin var í London sl. föstudag.
• 21 þúsund atvinnuleysingjar voru skráðir í nóv-
ember en það samsvarar því að um 960 manns hafi
verið atvinnulausir sem jafngildir 0,8% atvinnuleysi.
Er þetta helmingsaukning frá fyrra mánuði.
• Ráðgert er að Reykjavíkurborg reisi á næsta ári 250
fermetra hús undir tilraunaframleiðslu á sviði líf-
tækni og efnaiðnaðar. Kostnaður er áætlaður 6,5—7
milljónir króna og á húsið að rísa i Keldnaholti.
• íslendingar sigruðu Vestur-Þjóðverja, 28—27,
landsleik í handknattleik í Laugardalshöll á föstu-
dagskvöld.
• Efri deild Alþingis samþykkti á mánudag með 13 at-
kvæðum gegn 4 frumvarp um að flokka ónæmistær-
ingu undir kynsjúkdóm, þvert ofan í viðvaranir
þeirra lækna og sérfræðinga sem um málið hafa fjall-
að og þvert gegn áskorunum samtaka homma og
lesbía.
HELGARPÚSTURINN
Rannsókn lokið
Hví skyldi þjóðin sífellt vera að sverta
syni þá er bestir reyndust vera?
Hún ætti að vita að vinstri höndin á Berta
vissi ekki hvað sú hægri var að gera.
Niðri
nAMc iW’ 'i
b'C'J'J