Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 7
I Útvegsbankanum munu bankastjórarnir naga sig í handarbökin fyrir ad hafa ekki far- id rcekilega í saumana á vidskiptum Haf- skips og bankans. Prátt fyrir, að Axel Kristj- ánsson aðallögfrœðingur bankans hafi farið reglulega í eftirlitsferðir á skrifstofur Haf- skips haföi það lítið að segja, aðallega vegna þess, að forráðamenn fyrirtœkisins létu áœtlanadeildina útbúa nýjar skýrslur og áœtlanir, oftast á fimmtudögum, sem síðan voru lagðar fyrir Axel. Inn í þessar „nýju“ áœtlanir voru settar „nýjar forsendur", spá um gengisþróun breytt o.s.frv. í því skyni, að skýrslurnar litu betur út. Sama var gert, þegar líða tók að fundum forráðamanna Hafskips og bankastjórnar Útvegsbankans. Jafnframt var þess ávallt gœtt að greiða niður yfirdráttinn og láta hann líta sœmilega út áður en til fundar kœmi. Petta hefur HP eftir áreiðanlegum heimild- um. Við höfum jafnframt heimildir fyrir því, að einn afœðstu embœttismönnum bankans hafi viljað láta kanna viðskiptin sérstaklega, og það oftar en einu sinni, en málinu verið drepið á dreif í bankaráðinu. Enda þótt menn hafi staðhœft, að pólitík hafi ráðið miklu um þá góðu þjónustu, sem Hafskip fékk í Útvegsbankanum, þá liggur ekkert slíkt fyrir skriflega. Pannig hafa ekki fundizt nein plögg í Útvegsbankanum, sem sýna bein afskipti Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra af lánafyrirgreiðslum til Hafskips. Heimildir innan Útvegsbankans staðhœfa. hins vegar, að Albert hafi haft áhrif á stefnu Útvegsbankans gagnvart Hafskipi. íbankan- um gera menn sér hins vegar grein fyrir því, að erfitt geti orðið að sanna eitt eða neitt í þessu efni, þvíþessi áhrif fyrrverandi banka- ráðsformannsins og stjórnarformanns Haf- skips hafi farið sömu leiðir og fyrirgreiðslu- pot stjórnmálamanna, sem selja víxla fyrir kjósendur sína. Nafn viðkomandi stjórn- málamanns kemur sjaldnast við sögu á plöggum. Þá er jafnframt bent á, aö þeir bankastjór- ar, sem kunni að hafa látið undan pólitískum þrýstingi verði síðastir manna til þess að við- urkenna slíkt. Þannig hafi fundur forsœtis- Albert Guðmundsson í þungum þönkum á Alþingi f gærkvöldi... ráðherra með þremur fyrrverandi banka- stjórum Útvegsbankans verið út í hött. A endanum sé því um að rœða grundvall- armál, þ.e. þann hagsmunaárekstur, sem felst í því að sitja beggja vegna borðsins, og „rannsókn" á hugsanagangi. Annars hefur HP dœmi um bein afskipti Alberts Guðmundssonar af láni til einstakl- ings. í því tilviki beitti hann sér fyrir því, að Pétur Einarsson fasteignasali með meiru, kaffifélagi hans af Borginni, fengi 6 milljón króna lán. Þetta tókst honum ekki að knýja fram og mun þar hafa ráðið mestu, að Axel Kristjánsson mun hafa barið í borðið og krafizt þess, að viðskiptum yrði lokað á Pét- ur. Þetta var síðla árs 1982. Hingað til hefur verið fremur hljótt um hluthafana í Hafskipi. En nú er reiðin farin að birtast. Þannig hefur Magnús Árnason hluthafi í Hafskipi, sent stjórn Hafskips Útvegsbankanum o.fl. bréf, þar sem hann krefst riftunar á samningi sínum um hluta- fjárkaup í febrúar s.l. Rök hans eru þau, að hann hafi verið blekktur. Hlutur hans er tœp- ar 3 milljónir króna, þar afum 2 milljónir frá því á þessu ári. STÆRSTU HLUTHAFARNIR FENGU FEITAN DESEMBERTÉKKA: TUGIR MILUONA 25% LAUNA STJÓRNENDA HAFSKIPS FRAMHJÁ SKATTI UNDIR EFTIRLITIOG UMSJÖN ENDURSKOÐANDANS ■■■■■■■■■^^■■■■■■eftir Halldór Halldórsson myndir: Jim Smart / viðtali í síðasta Helgarpósti við þá Gunnar Andersen og Björgvin Björgvinsson komu fram ýmsar at- hyglisverðar upplýsingar um innra starf Hafskips, bœði um stór atriði og smá. Og það eru ekki sízt litlu dœmin um hégómann, sem hafa vak- ið athygli, eins og t.d. notkun Bald- vins Berndsens forstjóra Hafskips USA á kadiljákum og sérpöntuðum og sérmerktum golfkúlum. Þessi dœmi eru ekkiýkja merkileg i sjálfu sér, en þau segja sína sögu um þann hugsunarhátt, sem liggur að baki hjá þeim, sem hafa rekið fyrirtœkið. ,,Hégómi og blindur metnaður," eru orð þeirra Björgvins og Gunnars um forystusauöi Hafskips. Svar Björgólfs Guðmundssonar við viðvörunum vegna Noröur-Atl- antshafssiglinganna lýsir vel því, sem þeir félagar eiga við. Viðbrögð Björgólfs voru þau, að annað hvort skyldi stefnt að þessari útvíkkun starfseminnar eða þá, að Hafskip yrði aldrei annað og meira en 30 manna fyrirtœki. Draumur Björg- ólfs var að stýra stóru kompaníi. Eftir síðustu grein Helgarpóstsins um Hafskipsmálið hafa augu manna beinzt í æ ríkara mæli að til- færslu fjármuna frá sjálfu fyrirtæk- inu til annarra tengdra fyrirtækja í eigu forráðamanna félagsins. Jafn- framt velta menn því nú fyrir sér hvort það hafi eingöngu verið starfs- menn fyrirtækisins, sem mökuðu krókinn með þessum hætti eða hvort stjórnarmenn og aðrir stórir viðskiptamenn Hafskips hafi notið einhverrar sérstakrar velvildar hjá fyrirtækinu. Helgarpósturinn hefur heimildir fyrir því, að á hverju ári hafi tugum milljóna króna verið veitt til stærstu hluthafa og við- skiptavina Hafskips. Þetta var gert með því að greiða í hverjum desembermánuði afslátt til þessa hóps. Slíkt mun ekki ógjarnan tíðkað. Hins vegar hefur Hafskip sérstöðu, því afsláttur þessi mun hafa hlaupið á 1,5—2,5 milljónum króna ár hvert handa þeim stærstu. Og í öðru lagi mun forstjóri Hafskips hafa fullvissað viðtakendur „feitu desembertékkanná' um, að þessir fjármunir kæmu ekki til skatts. Helgarpósturinn minntist á þetta afsláttarmál í framhjáhlaupi í grein á dögunum og segir sagan, að ýmsir hluthafar hafi orðið felmtri slegnir, ekki sízt þeir, sem eru á kafi í stjórn- málum. Því er haldið fram, að meðal ann- ars á þennan hátt hafi forráðamenn Hafskips haldið stjórnarmönnunum „góðum“ og keypt sér frið. Enda er HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.