Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 13
nótt í lífi hinna ástsælu Stuð- manna, Egils, Valgeirs, Jakobs, Tómasar og hinna strákanna og stelpnanna. Úr herbúðum þeirra spyrst að þeir ætli sér að taka ríkis- fjölmiðilinrt sjónvarp með áhlaupi í þann mund sem einkaréttur þess á bylgjum ljósvakans fjarar út. Stuð- menn og félagar þeirra ætla að skemmta landsmönnum í eina tvo tíma þessa svallsömu nótt og er ráð- gert að hluti dagskrárinnar verði í beinni útsendingu. Þjóðin situr sum- sé við sjónvarpsgláp á nýársnótt. En Stuðmenn láta ekki þar við sitja á nýárinu, því að lokinni sjónvarpsút- sendingunni halda þeir í Laugar- dalshöll þar sem verður haldið heil- mikið húllumhæ með ýmsum skemmtikröftum, eins konar barna- bali fyrir fullorðna... A fimmtudagskvöld i síðustu viku var haft símaviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í kvöldfréttum. Tilefni viðtalsins var þingmál, sem Ólafur kvaðst ætla að leggja fram á Alþingi næsta dag varðandi rann- sóknarnefnd í Hafskipsmálinu, en þingmaðurinn hafði sjálfur frum- kvæði að þessari frétt með þvi að hringja í Atla Rúnar Halldórsson fréttamann. Ólafur Ragnar var hins vegar ekkert að hafa fyrir því að segja Atla Rúnari frá því, að þennan sama dag var búið að leggja fram samskonar mál á Alþingi og að alþýðubandalagsþingmanni hafði verið boðið að „vera með á málinu", eins og það heitir á þingslangri. Það urðu víst ýmsir þingmenn til þess að hringja á fréttastofu útvarps og leið- rétta þennan „misskilning", sem ör- ugglega var ekki til kominn sökum þess að Ólafur ætlaði sér að klekkja á þeim samþingmönnum sínum, sem lagt höfðu fram tillögu um rannsóknarnefnd vegna sukksins hjá Hafskipi... iSitthvað hefur áhugi Alþýðu- flokksins á BJ minnkað að undan- förnu, í takt við gengi Bandalagsins í skoðanakönnunum. Þegar BJ hélt landsfund í febrúarbyrjun, mætti Jóhanna Sigurðardóttir á staðinn með væna blómaskreytingu og ræðustúf, en á landsfundinn í síð- ustu viku barst einungis nett jóla- skreyting með kveðju frá Sambandi ungra jafnaðarmanna... Áfengi og önnur vimu- efni eiga aldrei sam- leið með akstri, hvorki á ferðalagi né heima við. Ekkert hálfkák gildir í þeim efnum. I SS-búðunum yersla þeir sem kjósa =i s </> >' Jólin eru á næsta leiti og I SS-búðunum getur þú fengið nánast allt sem þarf til hátíðarinnar — nema lifandi jólasveina. í búðunum er þér nú boðið uppá glæsilegt úrval af girnilegum kjötvörum með öllu tilheyrandi, úrvals ávexti, óviðjafnanlegt sælgæti og allt sem þú hugsanlega þarft í jóla- baksturinn. Það er auðvitað ekki ráð- legt að fara í búðarkerru- kapþakstur I SS-búðunum, en rýmisins vegna er það vel mögulegt. Þar ert þú laus við þrengsli, hama- gang og hávaða stór- markaða; þar er afslaþþ- andi umhverfi og nægt olnbogarými. I SS-búðunum rignir vör- unum hreinlega yfir þig — úrvalið er eins og best veröur á kosið. Og þar er auðvelt að nálgast vörum- ar; hjá okkur hittir þú nefnilega fyrir hjálpsamt og nærgætið starfsfólk sem veitir hraða og góða þjónustu af alúð og hlýleik. ( Austurveri, Glæsibæ, Skólavörðustíg, Hafnarstræti, viö Hlemm og á Akranesi. HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.