Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 25
”h T ■ imaritið Luxus sem Olafur Hauksson og Þórarinn Jón Magnússon hjá Sam-útgáfunni gefa út hefur ekki lukkast sem skyldi, altént hefur salan ekki verið eins og vonast var til. Ólafur og Þór- arinn eru ekkert á því að gefast upp þó á móti blási, heldur hafa þeir ákveðið að endurskipuleggja efnis- innihald og uppbyggingu blaðsins, til dæmis breyta um nafn þess, en talið er að það hafi fælt lesendur frá fremur en laðað að. Samkeppni um nýtt nafn blaðsins mun vera afráðin og eru góð verðlaun í boði eftir því sem HP heyrir og kemur hér með á framfæri við blanka en hugmynda- glaða menn. . . H ^SI ú nálgast jólin og áramótin óðfluga og tilheyrandi tilstand í kringum hátíðirnar. Við fréttum af áhugaverðri áramótaskemmtun sem haldin verður í Þjóðleikhús- kjallaranum á nýárskvöld. Er það hópur af 68-kynslóðinni sem hefur tekið staðinn á leigu og ætlar að halda „nostalgiu-skemmtun með viðeigandi lagavali og skemmti- kröftum. M.a. heyrum við að Megas hafi gefið jáyrði sitt og eins er að vænta að aðrar stórstjörnur blóma- hippa- og mótmælendakynslóðar- innar troði upp. Skemmtinefnd hef- ur starfað ötullega að framgangi þessarar skemmtunar og sitja í henni Ævar Kjartansson, Margrét Björnsdóttir, Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Ingólf- ur Margeirsson; allt gott og gilt 68-fólk. Miðar verða af takmörkuðum fjölda og heyrum við að fólk sé þeg- ar farið að spyrjast fyrir um miða- kaup. . . ið samruna Búr og ísbjarnar- ins og stofnun Granda hf., var fyrir- sjáanlegt að nýir endurskoðendur yrðu ráðnir að fyrirtækinu. HP veit fyrir víst að margir litu þennan feita bita hýru auga. Það fyrirtæki sem hreppti hnossið er Endurskoðun hf, sem þeir Ólafur Nilsson, Sveinn Jónsson og Helgi H. Jónsson hafa gert að einhverju virtasta firma á þessu sviði á undanförnum árum. Uthlutun þessa verkefnis mun, aldrei þessu vant, hafa verið laus við pólitík. . . Öryggislykill sparifjáreigenda Av/íRZLUNflRBfiNKINN * -(MMMWime&pin,! 5 1 ekkilíkaaö verameö? Já jólahappdrætti SAA er ekkert venjulegt happdrætti. Fimmtudaginn 12. desember byrjum viö aö draga út Toyotur og viö drögum 1 Toyota Corolla á dag fram. tii 23. desember. Og ekki veröur happdrættiö endasleppt. því á aðfangadag drögum við um 12 Toyotur. Vinningsnúmerin veröa aö jafnaöi birt deginum síöar og helgarvinningsnúmerin veröa birt á þriöjudögum. Þáhnig gefst lengra ráörúm til þess aö greiöa miöa. Ef þú borgar strax, áttu meiri von um vinningj en mundu samt aö á aðfangadag verða Toyoturnar 12! jomppomi m m

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.