Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 14
Hrefna Bjarnadóttir, annar tveggja eigenda landsins Búrfells í Mosfellssveit, bendir á eign slna og sjálft Búrfellið sem Hafskipsmenn hugðust krukka í. Þarna fyrirfinnst
eitt harðasta afbrigði graníts á Islandi.
HAFSKIP H/F OG EINKAAÐILAR STOFN-
UÐU NÁMUFÉLAG SUMARIÐ 1983, EN
FREISTA ÁTTI ÞESS AÐ FLYTJA ÚT GRANÍT
ÚR MIÐDAL FYRIR MILLJÓNIR MEÐ SKIP-
UM HAFSKIPS:
FÓRU
YFIRGANGI
IIM LAND Min
leftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart
- SEGIR HREFNA
BJARNADÓTTIR
SEM ÁSAMT SIG-
FÚSI THORAREN-
SEN Á LANDIÐ
BÚRFELL í MOS-
FELLSSVEIT, EN
ÞAÐ RANNSÖK-
UÐU JARÐFRÆÐ-
INGAR RANN-
SÓKNARSTOFN-
UNAR BYGGING-
ARIÐNAÐARINS Á
VEGUM NÁMUFÉ-
LAGSINS, ÁN
LEYFISOG VIT-
UNDAR LANDEIG-
ENDANNA.
Othar örn Betersen, lögfræðingur og
hluthafi Almenna námufélagsins: „Ég
hvorki má né vil láta hafa nokkuð eftir mér
um þetta mál," segir hann um meintan yf-
irgang félagsins við rannsóknir á landi
Búrfells og Miðdals 2, en alls óvíst er
einnig að leyfisveiting fyrirtækisins fyrir
námuréttindum á þessu svæði sé lögleg.
• Hafskip hf. ásamt tengdu
fyrirtœki, Reykvískri endur-
tryggingu og einstaklingum
stofnuöu Almenna námufélagiö
hf. áriö 1983, en heimili þess og
varnarþing er í pósthólfi Reyk-
vískrar endurtryggingar.
• Félagið fékk jaröfrœöing hjá
ríkinu til aö rannsaka jaröveg í
landi einstaklings, án vitundar
hans eöa leyfis, en jaröfrœöing-
urinn neitaöi síðan eigandanum
um allar upplýsingar.
• Hagvirki gerðist hluthafi í
félaginu um þaö leyti sem „teppa-
lagningirí' kom til greina, en rann-
sóknir Almenna námufélagsins
beindust einmitt aö efni í malbik.
• Engin leiö var fyrir landeig-
andann að lýsa lögbanni á verkiö
sakir efnahags og fjarveru annars
eigandu landsins, en þetta tvennt
telur hann félagiö hafa nýtt sér.
Þetta eru fáeinir punktar í máli
sem Helgarpósturinn rakst á í vik-
unni. Það snýst um fyrirtæki sem
Hafskip og aðrir aðilar stofnuðu fyr-
ir hálfu þriðja ári með það fyrir aug-
um að hefja vinnslu á sérstaklega
sterkri steintegund í Mosfellssveit,
en hún gefst að sögn einstaklega vel
í gerð malbiks. Þetta er og fágætt
efni hérlendis, og reyndar víðar um
álfur, en þessvegna er eftirspurn eft-
ir því mikil.
Almenna námufélagiö, en það er
heiti firmans sem hér um ræðir, fékk
leyfi til rannsókna á þessu efni og
síðar vinnslu á svæðinu sem um get-
ur. Að því er best verður séð, hafði
sá sem það leyfi gaf, ekkert umboð
til þess. Einn landeigendanna á
staðnum frétti ekki af því að verið
væri að rannsaka landareign hans
uppi í Miðdal í sýnilegum órétti fyrr
en seint og um síðir og þá af tilvilj-
un.
Hvað sem því líður þótti aðstand-
endum Almenna námufélagsins
það vera ljóst frekar fljótt, að þessi
námavinnsla gæti skilað þeim
drjúgum arði á innanlandsmarkaði,
þrátt fyrir kostnaðarsamar rann-
sóknir og annan undirbúning verks-
ins. Jafnvel að firmað fengi bolmagn
til að hefja útflutning á þessu efni til
malbiksgerðar, en vitaskuld yrði því
þá skipað út með flota Hafskips á
hagkvæmum kjörum, enda einn
hluthafanna þar á ferð.
Að öllu samanlögðu var sem sagt
fyrirsjáanlegt, að því er bjartsýnis-
mönnum fannst, að hér væri í upp-
siglingu milljónafyrirtæ'ki. Það
hefði kannski orðið, ef undirstaðan
— sem var að ná innanlandsmark-
aðnum með trompi — hefði ekki
klikkað: Fyrirtækinu Hagvirkja,
sem um þetta leyti gerðist hluthafi
að Almenna námufélaginu að eir.-
um þriðja, var ekki sleppt á veginn
í kringum landið. Trompið; „teppa-
lagningin" sem að efninu til átti auð-
vitað að fást úr Miðdal, reyndist ekki
nógu hátt.
Pappírsfyrirtæki
Almenna námufélagið hf. er
pappírsfyrirtæki. Forsvarsmenn
þess neita ekki þeirri staðhæfingu.
Þannig segir stjórnarformaður þess
til að mynda; „Þetta er bara að nafn-
inu til.“
Fyrirtækið hefur aldrei náð svo
langt að opna skrifstofu, skipa prók-
úruhafa ellegar framkvæmdastjóra;
heimilisfangið (og varnarþingið) er
pósthólf 874, 121 í Reykjavík, en
það er sama box og Reykvísk endur-
trygging hf. hefur, en það firma er
að mestu í eigu Hafskipsmanna.
Forstjóri Reykvískrar endurtrygg-
ingar, Gísli Lárusson á Rein í Mos-
fellssveit, er jafnframt stjórnarfor-
maður „Alnámu“ eins og hann og
aðrir hluthafar og stofnendur fyrir-
tækisins stytta nafn þess í daglegu
tali. Þessir hluthafar eru auk Gísla
Björgólfur Guömundsson, forstjóri
Hafskips, Eggert Waage vinnuvéla-
stjóri, Einar Tryggvason i Miðdal,
Ingimar Haukur Ingimarsson, arki-
tekt (sem nú er hættur afskiptum af
félaginu), Othar Örn Petersen,
hæstaréttarlögmaður og formaður
Verktakasambands íslands, Hafskip
hf. og Reykvisk endurtrygging.
Stjórn félagsins skipa utan Gísla í
formannssætinu, þeir Björgólfur og
Gísli Friöjónsson (fyrir hönd Hag-
virkja, en Ingimar Haukur var í sæti
Gísla áður) sem meðstjórnendur og
Eggert og Einar sem varamenn.
Endurskoðandi er Sveinn Jónsson,
en lögfræðingur félagsins Othar
Örn Petersen. Hlutafé félagsins var
ein milljón í upphafi og lagði hver
hluthafanna fram 150 þúsund, utan
Hafskip og Reykvísk endurtrygging
sem hvort um sig lögðu aðeins 50
þúsund í pottinn. Hlutafjárloforð
Hagvirkjamanna að einum þriðja
hluta af heildarhlutafé fyrirtækisins,
átti að felast í framlagi vinnuvéla til
rannsókna og vinnslu.
í hlutafjárlögum félagsins segir
orðrétt; „Heiti félagsins er Almenna
námufélagið hf„ (á ensku General
Mining Company). Heimili og varn-
arþing er í Reykjavík. Tilgangur fé-
lagsins er efnisvinnsla hvers konar,
sala og dreifing á efni, útflutningur
á efni og allt sem viðkemur framan-
greindum rekstri. Jafnframt er til-
gangur að eiga og reka fasteignir og
lánastarfsemi." GMC, en það væri
skammstöfun félagsins á enska vísu,
er ennþá til, að því er stjórnarfor-
maður þess segir HP. Mestar líkur
eru samt á því að það lognist út af
innan tíðar, enda þykir fullreynt við
arðsama námavinnslu.
Óvirðing eignar-
réttar
Eftir stendur að minnsta kosti
einn brúnaþungur landeigandi í
Miðdal sem telur að félagið hafi
troðið á sér, farið með yfirgangi um
eign sína en leyfið til rannsókna á
svæðinu hafi verið illa fengið. Þetta
er Hrefna Bjarnadóttir. Hún var gift
Sigfúsi Thorarensen allt þar til fyrir
nokkrum árum að þau slitu samvist-
ir. Nokkur síðustu misseri hefur Sig-
fús verið við störf í Yemen á vegum
ístaks, en Hrefna búið í Reykjavík.
Faðir Sigfúsar, Stefán Thorarensen
lögregluþjónn, lést fyrir hálfum öðr-
um áratug. Hann keypti landið sem
allt snýst um.
Það heitir Búrfell. Stefán keypti
það af Ríkharöi heitnum Jónssyni
myndhöggvara og Pétri Þorsteins-
syni sem núna er sýslumaður Dala-
manna, en bjó áður á Dallandi í
Mosfellssveit. Saman áttu þeir Mið-
land 2, sem Búrfell er úr. Kaupin
voru í tveimur áföngum; í fyrri
kaupsamningnum í janúar 1953 var
kveðið á um áframhaldandi náma-
rétt seljenda af landinu (en í þessu
landi hafði fundist gull um síðustu
aldamót, sem reyndist ekki nógu
mikið til arðbærrar vinnslu). í seinni
kaupsamningnum, sem jók á Iand-
areign Stefáns, var hinsvegar ekkert
kveðið á um frekari námarétt selj-
endanna tveggja.
Ríkharður Jónsson, annar selj-
enda Búrfellslandsins, féll frá á.iO
14 HELGARPÓSTURINN