Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 19
hann hafa lært mest af mönnum sem hann hefur spilað með. — Hverjum þá helst? „í svipinn man ég helst eftir Axel Einarssyni, hann var talsvert eldri en ég, svona hérumbil einsog góður pabbi. Axel var kannski enginn snilljngur á hljóðfæri einsog Björgvin Gíslason og Ásgeir Óskarsson sem líka kenndu mér heil- margt. Svo má ég heldur ekki gleyma Steina í Eik, Þorsteini Magnússyni." _ Þegar undanskilin er fyrsta sólóplata Herberts Á ströndinni, sem drukknaði í plötuflóðinu mikla árið 1977, má segja að uppfrá þessu hafi hann að mestu leyti horfið af sjónarsviðinu allt þangað til 1984. Hvar hélt hann sig öll þessi ár? „Sjáðu til, ég hef eiginlega aldrei verið hreinn atvinnumaður í bransanum. Ég held að það sé ein ástæðan fyrir því að ég hef ekki brunnið upp einsog svo margir. Ég dreif mig bara á sjóinn, í loðnu, var að heiman átta mánuði á ári, þénaði grimmt og keypti mér íbúð, bíl, frystikistu," segir Herbert og glottir. „Yfirleitt var ég kokkur, nokkuð góður kokkur þó ég segi sjálfur frá — hef líklega fengið músíkina og kokkamennsk- una í vöggugjöf. Annars hef ég unnið við ótrú- lega margt um dagana, kynnst þjóðfélaginu í gegnum vinnu; ég hef verið verkamaður, sjó- maður, bankamaður, sölumaður, kokkur á Hrauneyjarfossi, poppari, unnið í fiski, fataversl- un, hljómplötuverslun og sjálfsagt eitthvað fleira. Samt var langt í frá að ég afskrifaði músík- ina þótt ég tæki mér þetta langa frí, ég var alltaf með gítarinn við hendina og skrapp við og við í stúdíó með góðum mönnum til að leika mér. Þannig voru grunnarnir á b-hliðinni á nýju plöt- unni tildæmis teknir upp eftir Melarokkið fyrir þremur árum.“ KYRJAÐ FYRIR VELGENGNI Herbert stofnaði hljómplötuútgáfuna Bjart- sýni, lagði heila íbúð undir einsog er ekki óal- gengt í íslensku listalífi, og kom svo heim frá London í haust með nýju plötuna „Dawn of the Human Revolution" eða Dögun mannkynsbylt- ingarinnar í farteskinu. Hún er þegar orðin ein söluhæsta hljómplatan á þessu ári. Þegar Her- bert er spurður að því hvort Bjartsýni hafi risið undir nafni og hvort velgengnin hafi komið hon- um á óvart svarar hann bæði.. . ,,.. .já og nei. . . ég er, skal ég segja þér, búdd- isti og var búinn að kyrja fyrir því að dæmið gengi upp. í mínum augum er það aflið sem gef- ur mér lífskraft. Annars áttaði ég mig fyrst á því sem var að gerast þegar ég söng í Réttarholts- skólanum í síðasta mánuði. Þá voru undirtekt- irnar svo góðar að ég varð hérumbil að forða mér útum bakdyrnar. Síðan hef ég farið í skól- ana og félagsmiðstöðvarnar og það held ég að sé lykillinn að því hversu vel hefur gengið, þessi aldurshópur frá 13—16 ára er svo þakklátur ef maður gerir eitthvað fyrir hann. Svo þýðir held- ur ekkert annað en að fylgja þessu eftir, það gengur ekki að leggjast í svartsýni og segja „nú er ég búinn að leggja milljón í þessa plötu og það vill örugglega enginn kaupa hana, ég hlýt að fara beint á hausinn.. .“ Videóið hafði auðvitað sitt að segja líka." „Á ég að sýna þér hvernig ég kyrja," segir Herbert alltíeinu uppúr eins manns hljóði og dregur uppúr pússi sínu Iítinn klút sem hefur að geyma einskonar talnaband og litla skruddu sem Herbert segir að innihaldi lótussútruna svo- kallaða. „Ég kyrja tvisvar á dag, þrjú kortér á morgnana og hálftíma á kvöldin. Maður verður að gefa sér tíma í þetta, það þýðir ekki að kyrja þetta einu sinni tvisvar í mánuði þegar maður er niðurdreginn.“ Þetta eru talsverðar seremóníur og koma óinnvígðum undarlega fyrir sjónir; Herbert sest við lítið altari sem hann hefur út- búið sér í einu horni stofunnar, kveikir á kertum, handfjatlar talnabandið og tekur að söngla hátt og snjallt „nam-mjóhó-renge-kjó“ — það út- leggst í lauslegri íslenskri þýðingu: Ég tileinka mér hið leynda lögmál orsaka og afleiðinga í gegnum hljóð og bylgjur. „Eftir að ég fór að kyrja byrjaði allt að ganga upp hjá mér,“ segir Herbert. „Eg fór að hitta rétt fólk á réttum augnablikum; Geoff Calver sem pródúseraði plötuna, Kalla Óskars sem gerði fyr- ir mig vídeóið. Þetta eru heldur ekki trúarbrögð, við göngum ekki í hús og segjum fólki að hlut- irnir séu svona og svona, heldur byggist lögmál- ið á því að menn geti ekki breytt heiminum nema með þvi að breyta sjálfum sér fyrst. Svo hreifst ég lika af því hversu búddisminn er laus við allar öfgar, það eru engin boð og bönn sem segja manni að maður megi ekki reykja eða drekka eða borða kjöt. Þessi gutti er líka byrjað- ur að kyrja," bætir Herbert við og bendir á æskumanninn Herbert Ásgeir yngri sem varð eins árs gamall sama dag og nýja platan kom út. ALDURHNIGINN POPPARI? „Ég á tíu góð ár eftir enn,“ segir Herbert þeg- ar ég spyr hann að því hvernig honum lítist á þá framtiðarsýn að verða aldurhniginn poppari. „Ég man að mörgum jafnöldrum mínum fannst þeir vera orðnir gamalmenni þegar þeir voru ekki nema tuttuguogfimm. Ég er af annarri kynslóð islenskra popptónlistarmanna, kyn- slóðinni sem kom á eftir Hljómunum, og fíla mig HERBERT GUÐMUNDSSON VERMIR TOPPSÆTIÐ OG ER f HP-VIÐTALI þrælvel í dag. Eitt af því sem búddisminn hefur kennt mér er hversu sterkt afl hugsunin er — maður er ekki mikið eldri en maður hugsar sér. Ég er strax farinn að hugsa fyrir næstu plötu, svo það verður ekki aftur snúið í bili. Nú, ef illa gengur er alltaf hægt að fara aftur á sjóinn og kokka." Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, það er líka raunin þegar ég bið Herbert Guð- mundsson að lýsa sjálfum sér í fáum orðum. Merkilegt hvað spurningar af þessu tagi koma yfirleitt flatt uppá íslendinga. .. „Ég held að ég sé ekkert illmenni. Ég er oftast jákvæður og bjartsýnn og leiðist fólk sem er allt- af að mála tilveruna í svörtum litum. Maður verður að trúa á það sem maður er að gera hverju sinni. Annars held ég að ég sé tiltölulega venjulegur maður, sumum finnst ég reyndar vera of ánægður með mig, of öruggur með sjálf- an mig, en ég heícl ég hafi aldrei tapað á því. Konan mín getur líklega borið vitni um það að ég sé yfirleitt dagfarsgóður; ég er tildæmis aldrei hressari en í skammdeginu — jú, og á fullu tungli.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.