Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 21
menn fara ekki í gang fyrr en um hádegið. Mín reynsla er sú að morgnar nýtist illa á vinnustað." — Það er ekki það að þú sért að flýja skamm- degið? „Nei, öðru nær! Skammdegið hefur engin áhrif á mig — blessunarlega. Ytri aðstæður: veð- urfar, landslag, skrúðgarðar eða malbikaðar götur, hafa ekkert með það að gera hvernig mér gengur að koma því í verk sem ég ætla mér að koma í verk eða yfirhöfuð hvernig mér líður.“ — Þýðir þetta að þú sért svona staðfestur eða þú kunnir ekki að hrífast? „Ég held að ég hafi tilhneigingu til að spyrna við því að hrífast. Ég efast um það sem ég hrífst af, velti fyrir mér hvort það sé þess virði. Og ég held að ég sé frekar staðfastur. — Voðaleg nafla- skoðun er þetta. Oj bara!“ segir Árni og fussar. — Hefur þér þá einhvern tímann orðið hált á hrifningunni? „Nei — andskotinn! Ég hef ekki lent í neinum stórslysum, en mér finnst ástæða til þess að vanda sig þegar maður velur sér eitthvað til að vera hrifinn af. Maður á ekki að láta einhver áhrif vaða yfir sig eins og maður sé viðtæki." — Tengist þetta ekki blaðamennskusvamp- inum að einhverju leyti? „Jú, áreiðanlega, því maður innbyrðir á hverj- um degi reiðinnar býsn af áhrifum og þá er lífs- spursmál að sigta það vel." — Drekkurðu lýsi? „Nei, en ég er tekinn upp á því að gleypa grænar vítamíntöflur. Þetta er íslenskur iðnaður og þær smita frá sér grænum lit. Það eru einu merkjanlegu áhrifin af þessum töflum: grænar hendur." — Gerirðu eitthvaö fleira til að efla hreysti og þor? „Ég held ég þori nú hverju sem er ef eitthvað kemur upp á, og líkamlega er ég alveg sæmilega hraustur. En úr því að það ert þú sem spyrð verð ég að segja þér að ég trimma þrisvar í viku.“ — Hefurðu fundið einhverja breytingu á þér eftir að þú fórst að hlaupa? „Já, ég er helvíti móður." Þar með er heilsu- ræktin greinilega útrætt mál. Góð hrollvekja er algjör nautn — Svo að við víkjum að kvikmyndunum. Nú ert þú mikill kvikmyndaunnandi með sérstakt dálœti á hryllingsmyndum. Hvað sækirðu í hrollinn? „Ég hef alltaf verið veikur fyrir því sem tengist hrollvekjunni, þeim skilningi á tilverunni að það er eitthvað sem maður þekkir ekki, skilur ekki og er þar af leiðandi hræddur við. En þessi sérá- hugi á hrollvekjum hefur dofnað, einkanlega vegna þess að fáar hrollvekjur eru þannig gerð- ar að maður verði verulega hræddur. En góð hrollvekja skilur mann eftir verulega uggandi um sinn hag og sitt umhverfi. Slík hroll- vekja er ómetanleg skemmtun og hristir upp í manni. En þær eru fáar. The Innocents eftir Jack Clayton er besta hrollvekja sem ég hef séð," seg- ir Árni og bendir á plakat á veggnum þar sem skelkað andlit Deborah Kerr fangar augun. „Ég hef séð þessa mynd fjórum sinnum og verð alltaf jafn drulluandskoti hræddur. Það finnst mér al- gjör nautn." — Þarftu þá að fara á hryllingsmynd til að verða hrœddur yfirleitt? „Já, eða ég þarf að vera uppi á háum stað. Eina hræðslan sem ég finn fyrir í lífinu sjálfu er lofthræðslan. Þess vegna fannst mér Vertigo eft- ir Hitchcock algjört dúndur." Og ritstjórinn í Árna tekur yfir: „Nú getur þú náttúrulega spurt: Er eitthvað í sálinni sem þú ert hræddur við að hrapa ofan í? Ætlarðu að spyrja svoleiðis?" Ég held það nú. „Þetta er orðið skrýtið samtal," heldur Árni áfram. „Jújú, ég býst við því að þetta allt, að ég skuli sigta öll áhrif sem að mér streyma, sé á varðbergi gagnvart umhverfinu, helgist af ein- hver konar sálarmynstri. En ég nenni bara ekki að rýna of mikið í sjálfan mig og súmmera mig upp. Finnst þér nokkur ástæða til þess?“ spyr hann einlægur. — Er þetta ekki bara ein af þessum leyfilegu leiðum til að fá útrás fyrir þennan margum- rœdda tilvistarskelk? Öryggisventill fyrir óum- flýjanlega hræðslu? „Tilvistarskelkur? Hvaða skelkur er það? Ég finn ekki fyrir neinum tilvistarskelk. Ég er mjög jarðbundinn maður eins og þú veist. Ég er ótta- laus þótt mér finnist nú betra að standa ekki í neinum stórræðum. Mér finnst hins vegar mjög gott að fólk sé unnvörpum haldið tilvistarskelk vegna þess að það gefur meiri sveiflur í mannlíf- ið og veitir manni kærkomnar spurningar í blaðaviðtölum," segir Árni hlæjandi og þykist nú hafa launað mér lambið gráa. — Hvað er það fleira sem hrífur þig? „Biómyndir eru dóp sem ég þarf á að halda, ég er illa haldinn ef ég fæ ekki minn skammt í hverri viku. Á þeim tíma þegar ég var á fullu við kvikmyndagagnrýni fyrir Morgunblaðið sá ég allt upp undir tíu — fimmtán myndir á viku; það var orðinn heldur stór skammtur. Maður var orðinn dálítið titrandi. En núna er ég orðinn ansi titrandi af því að ég hef ekki komist nógu mikið i bíó. Arni Þórarinsson ritstjóri Mannlífs í HP-viðtali Svo finnst mér gaman að hlusta á músík, sér- staklega blús. Þá spyrð þú: Ertu svona blúsað- ur?" Ég segist telja að ég sé búin að afgreiða það mál milli línanna. Enginn selskapsmaður — Hvað með alla þessa krimma í bókahillun- um? „Já, mér finnst skemmtilegt að lesa um einka- spæjara. Bækur eftir t.d. Raymond Chandler. Ætlarðu þá ekki að spyrja mig hvort það sé eitt- hvað í sambandi við tilvistarskelkinn?" segir Árni glottandi og slær pipuhausnum nokkrum sinnum í öskubakkann og þykist jafnframt hafa slegið öll vopn úr höndum mér. „Mér finnst fróðlegt að lesa um fólk sem fer fram á ystu nöf, fólk sem brýtur þau lög sem ríkja í samfélaginu, fremur svokallaða glæpi. Síðan er einkaspæjarinn þessi einfari sem rann- sakar málin og leitar að rótum atferlisins, en heldur sjálfur alltaf fjarlægð og jafnvægi. Mis- munandi miklu að vísu. Eg á auðvelt með að setja mig í spor þessara manna. Maður er sjálfur svo hrikalega normal," segir Árni og setur upp pókerfeis. „Náttúrulega er þetta samsvörun við starf blaðamannsins sem fylgist með og kynnist öllum andskotanum en verður að láta það hafa sem minnst áhrif á sig. Hans hlutverk er að miðla því en ekki taka þátt og helst á hann ekki að hafa áhrif á framvindu mála, þó að blaðamenn geri það oft óbeint. Með því sem þeir birta geta þeir haft áhrif á atburðarás til góðs eða ills. Það er auðvitað mikil ábyrgð því fylgjandi. Eg hef samt alltaf verið hlynntur þeirri blaða- mennsku sem tekur dálitla sjensa. Auðvitað er Heigarpósturinn ávöxtur þeirrar tegundar blaðamennsku, þ.e.a.s. blaðamennsku sem birtir frekar meira en minna." — Og auðvitað með bullandi siðferðiskennd að baki. ..? „Já. í heildina held ég að sé betra fyrir þjóðfé- lagið og náttúrulega ekki síður blöðin að birta meira en minna, þ.e.a.s. mér finnst silkihanska- blaðamennska — sú tegund blaðamennsku sem veigrar sér við að taka á viðkvæmum málum — hættulegri til lengdar en sú sem tekur kannski of mikla sjensa. Best er sú blaðamennska sem er hvoru tveggja, áræðin og ábyrg." — Og svo undir lokin, Arni: Hverjar eru þínar uppáhaldsaðstœður þegar þú ert einn? „Aaaa. . . það er í myrkvuðum bíósal með jjoppkorn og krassandi mynd á tjaldinu," segir Árni með sinni skýjuðu röddu. — En í selskap, svokölluðum mannfagnaði? _ „Ég er ekki mikill selskapsmaður í eðli mínu. Ég hef enga gríðarlega þörf fyrir mannfagnaði, sigta mjög vel út það fólk sem mér finnst gaman að tala við.“ — Ertu á þína vísu ,,harðjaxl sem dansar ekki" svo ég vitni i Norman Mailer? „Ég á reyndar til að dansa þegar mikið liggur við. En harðjaxl? Nei, ég er ekki töffari í þeim skilningi. Það held ég að sé alveg af og frá. — Sko — ég er frekar þessi mjúki maður sem eng- inn þó sekkur í.“ — Jœja, finnst þér þú hafa verið spurður spjörunum úr? „Spjörunum úr — já, mér finnst það. Þetta hef- ur verið afar óþægilegt," segir Árni Þórarinsson, áreiðanlega í kurteisisskyni, og tekur síðan til við að sýna mér leikni sína í eldhússtörfum, sem orð er á gerandi. En ekki hér. * *

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.