Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 14. febrúar 19.15 Döf.. . 19.25 Innlent barnaefni. Sjónvarpið hefur ákveðiö að hefja endursýningu á end- ursýndum endursýningum og er þetta fyrsta endursýningin hvað börn- um við kemur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. Áður sýnt haustið 1967. 20.00 Fréttir. Áður skeöar í júlí '83. 20.35 Rokkarnir. . . Fótboltahljómsveitin Tic Tac ofan af Skaga flautuð til leiks. 21.00 Þingsjá. 21.15 Kastljós. 21.50 Sjálókur Hólms kemst að niður- stöðu. . . 22.40 Seinni fréttir. 22.45 Drengirnir frá Brasilíu (The Boys from Brazil) ★★★ Bresk-bandarísk bíó- mynd frá '78 eftir sögu Iru Levin. Leik- stjóri Franklin J. Schaffner. Aðalleikar- ar Gregory Peck, Laurence Olivier, James Mason og Lilli Palmer. Heldur ólíkindaleg saga um skipulagt eldi á litlum Hitlerum í Suður-Ameríku, en sumpart frumleg og frekar hrollvekj- andi á köflum. Spenna og góður leikur. 00.55 Myrkur, af því að nóttin er komin! Laugardagurinn 15. febrúar 14.45 Bein. 17.00 Skakkur Bjarni. 19.25 Bjarnabyggð . . . allt morandi í búr- um. 19.50 Fréttaágrip af fingrum fram. 20.00 Vinnukonugrip um Ingva Hrafn. 20.25 Slomósjón dömubindaauglýsing- ar. . . 20.29 Þula smælar fram efni kvöldsins, á bullandi... 20.30 Higg, altso Staupasteinn. Hlæjandi: Guðni Kolbeinsson og fjölskylda. 20.55 Sá gamli kemur í heimsókn (The Plea- sure of His Company) ★★ Bandarísk frá '61 í leikstjórn George Seaton. Aðalleikarar Fred Astaire, Lilli Palmer, Debbie Reynolds og Tab Hunter. Fremur vandræðaleg saga um mið- aldra heimshornaflakkara sem snýr heim til að vera við brúðkaup dóttur- innar, en líkar ekki mannsefniö. Ágæt- ur leikur svo langt sem hann nær. Slappt tempó, þreytuleg leikstjórn. 22.45 Lífið er stutt (Vivre pour vivre) ★★★ Frönsk-ítölsk bíómynd frá '67 í leik- stjórn Claude Lelouch. Aðalleikarar Yves Montand, Candice Bergen og Annie Girardot. Talsvert sterk saga um erfiðleika frægs sjónvarpsfrétta- manns í hjónabandi. Mjúkur leikur. Sjarmi í Bergen og Montand nýtur sín í mörgum fallega skotnum senum. 00.50 Guöni Kolbeinsey þýðir þetta ekkert lengur. . . Sunnudagurinn 16. febrúar 16.00 Guð minn góður. 16.10 Á slóðum gullgrafara: Á ferö með Fjár- laga- og hagsýsludeild um Vatnsmýr- ina, eða svo gott sem. . . 17.05 Feim. Bandarískur væmni- og veimil- títuþáttur með þykkum súkkulaði- hjúp. 18.00 Stundin. Krakkaskarinn trélímdur við kassann. 18.30 Valin brot út Glugganum (gömlum þætti um pukur, pervisma og fleira, þið munið). 19.30 Hlé.. . og þó, sjálfsagt ein bein frá Bjaddna. 19.50 Vísifingur, vísifingur. . . 20.00 . . . hvar ert þú. . ? 20.25 Hér er ég, hér er ég. .. 20.35 ... góða kvöldið, kvöldið, kvöldið. Nú hefst þriðji þátturinn á slóðum fálka. 21.00 Sjónvarp næstu viku. Guðrún Skúla- dóttir segir hneyksluð frá. 21.25 Blikur á lofti. Áttundi þáttur: Ekki ein einasta sekúnda af honum var tekin einhverstaðar upp á íslandi, sem hefði í sjálfu sér verið í frásögur færandi. Þýðendur Jón og Edwald (til skiptis). 23.05 Þjóðsöngurinn. öxarárfoss, stingandi strá og allt það. Alltaf jafn töfrandi. © Fimmtudagskvöldið 13. febrúar 19.00 Frétt og frétt. 19.50 Daglegar svívirðingar Sigurðar Gé... 20.00 Leikritið „Bæn meyjarinnar" eftir Stephen Mulrine í leikstjórn Ingu Bjarnason. 21.10 Gestur í útvarpssal. Már Magg mætir og gaular eitthvaö eftir Paoli Tosti og fleiri... 21.35 Ljóð Árna Páls. 22.20 LP = Lestur Passíusálma. 22.30 Fimmtudagsumræðan. Fáeinar hræð- ur spá í próblem, sem er ekki neitt neitt þegar allt kemur til alls. 23.00 Rögnvaldur Sigurjóns uppgötvar grammófóninn. 24.00 Góða nótt. Föstudagurinn 14. febrúar 07.00 Upp, upp — mín sál. 07.15 Morgunógleðin. 07.20 Jónína skýtur skönkunum gegnum veggi. 09.05 Barnatfmi. 09.45 Þingfréttir; slúðrað um helstu (póli- tísku) framhjáhöldin viö Austurvöll. 10.40 „Ljáðu mér eyra". Málmfríður Sigurð- ardóttir spáir í lýtalækningar nyrðra! Rúvak. 11.10 „Sorg undir sjóngleri". Síra Gunnsi Bjöss kjökrar þýðingu sína með ekkasogum að fram komin af nef- rennsli. 11.30 Dúndrandi þungir morguntónleikar. 12.20 Hádagsfrétt. Jón Múli leiðréttir skrif fréttamanna, sem veröa feikifúlir fyrir tfragðiö. . . og klaga f Markús, auðvitað. 14.00 Miðdegissagan okkar. 14.30 Upptaktur. Gvendur Ben á vitlausum hraða. 16.20 Kremjandi síðdegistónleikar. 17.00 Helgarúbart baddnanna. Ég mœli med Rás 1, föstudaginn 14. febrúar, klukkan 11.10. ,,Sorg undir sjón- gleri". Síra Gunnsi Bjöss kjökrar þýðingu sína með ekkasogum, að fram kominn af nefrennsli. 17.40 Út atvinnulífinu: Launþegum strítt á lága kaupinu sínu. 19.00 Pétur Pétursson leiðréttir fréttir. 19.50 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir fer með rétt mál. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen tjúnnar upp í tækinu sínu og kynnir þáttinn á ensku. 20.35 Landsleikur í handbolta. Sammi lýsir sigri íslands yfir Norsurum í Höllinni. Áður flutt í fyrra, ef ég man rótt. 21.30 Atli Heimir hlustar einn manna á nú- tímatónrugl. 22.20 LP. 22.30 Kvöldtónleikar: Syfjandi leiðinlegir. 23.00 „Heyrðu mig - eitt orð". Kolbrún Hall- dórsson sér um eitt orð. 00.05 Djassþáttur. Tommi fitlar við bassann. Smitandi. 01.00 Suð. Suð. Austan. . . Laugardagurinn 15. febrúar 07.00 Hírvígó .. . 07.15 Þulur velur og kynnir músík, því mið- ur. 07.30 íslenskireinsöngvararog kórar syngja hátt. 09.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þonn Steph- ens kynnir hreint sjúklega góða tón- list. Smitandi. 11.00 Heimshorn — Japan (Hæja-hagga- hú). 12.20 Fréttir af firnamikilli fiskigengd f Mjóa- firði. 13.50 Hér og nú. Fréttamenn útvarps ger- ast frumlegir. 15.00 Miðdegismúsfk. Drungaleg. 15.50 íslenskt mál fyrir Jón Pál og fleiri. 16.20 Listagrip: Sigrún Bjöss ullar á elítuna. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga. 17.35 Einsöngur í útvarpssal: Ágústa KGB Ágústsdóttir gargar í mækinn sem missir þrífótanna. . . 19.00 Fréttir, leiðréttar af Jóhannesi Ara- syni. 19.35 Siggi Sigurjóns segir „Sama og þeg- ið" össi og Kalli líka, og síðan aftur og aftur. He-he. . . 20.00 Nikkan. 20.30 Endurflutningur fimmtudagsleikrits- ins, að því að Markús missti af því þá. Konan hans reyndar líka. 21.40 Kvöldtónleikar, ætlaðir móður Mark- úsar. .. 22.20 . .. þó svo óþarfi sé að blanda henni eitthvað í þetta. LP, núna. 22.30 Bréf frá Færeyjum. 00.05 Miðnætur Marinósson. 01.00 Rástengdur Marinósson. Sunnudagurinn 16. febrúar 08.00 Guð minn almáttugur. 08.35 Létt morgunlög (til að vega upp byrj- un dagskrárinnar). 09.05 Þungir morguntónleikar (til að vega upp léttleikann). 10.25 Pælt í Passíusálmunum. 11.00 Mezza. 12.20 Fréttir, leiðréttar af Ragnheiði Ástu. 13.30 Dagsbrún 80 ára, ég 56. Aðrir, eitt- hvað allt annaö. 14.30 Miðdegisþyngslin. Serenöður og ser- enöður. 15.10 Spurningakeppni framhaldsskólanna. 16.20 Samband íslands og Danmerkur. Gylfi Þonn flytur erindi um það ógeð. 17.00 Síðdegisþyngslin. Rómönsur og rjómapönnsur. 19.00 Engar fréttir = góðar fréttir. Eða hvað? 19.35 Milli frétta. Gunni Gunn hugsar upp- hátt. 20.00 Stefnumót. 21.00 Ljóð og lag. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 íþróttir. 22.40 Afríkusaga. 23.15 Kvöldtónleikar. 00.05 Milli svefns og vöku. Maggi Einars mókir, tæknimaðurinn hrýtur. Hús- vörðurinn einn eftir vakandi í hús- inu... 00.55 ... þangað til nú: Dong. eftir Sigfinn Schiöth £ Fimmtudagskvöldið 13. febrúar 20.00 Lög Hringjarans frá Pósti og síma. 21.00 Draugagangur. Ragga Dabbadú vofir yfir. 22.00 Svabbi Gezz hú jú nó fitlar við mæk- inn. 23.00 Tónlistarþáttur um spurningu. Ha, ég? = Nei. 24.00 Tuttuguogfjögurnúllnúll. Föstudagurinn 14. febrúarvinna 10.00 Morgunþáttur: Mí Pol, jú Djonn.. . 12.00 Steikt ýsuflök í hádeginu. Hlé þess- vegna. 14.00 . . .og kötturinn Njáll. 16.00 Jón. 18.00 Suð. 20.00 Dósahljóð. 21.00 Vínarbrauð. 22.00 Við Rabarbarinn. 23.00 Næturgagnið. 03.00 . . . og pelamó, púðursykur og króna. Laugardagurinn 15. febrúar 10.00 Morgunþáttur I meðallagi og/eða meðalaglasi. 12.00 Suð. Suð. Vestan. 14.00 Svavar Dalton til Lukku-Láka: Bang- bang. 16.00 Listapopp: Annar þáttur af fimm. 17.00 Hringborðið. Erna Arnar at arna, snýst í... 18.00 Suð. Suð. Vestan. Fimm. 20.00 ÁDJ kynnir framsækna rokktónlist, x- bó eins og ég hef alltaf sagt. 21.00 Djass og blús. Venni Linnet getur ekki ákveöiö sig. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris fflar botn- inn... 23.00 Svifflugur. Hákon Sigurjóns í Sýr- landi.. . 24.00 Orðið Fram Orðið Fram Valur Fjögur Eitt. 03.00 Næturvaktinni allri lokið. Sunnudagurinn 16. febrúar 13.30 Salt í samtíöina. 15.00 Jón Krossgátufari. 16.00 Vesældalistinn. 18.00 Norðan Átta. Svæðisútvarp virka daga 17.03-18.00 Ingólfur Arnarson og ná- grannar — FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Helgi magri og nágrannar — FM 96,5 MHz. 17.03-17.02 Bjössi bolla og bræðurnir Ormsson — FM 9,2 Y. UTVARP Vond ,,ritstýring“ SJÓNVARP Breskur sjarmi Það hefur lengi vantað ritstýringu á Rík- isútvarpið. Þó hafa stöðugildi „ritstjóra" út- varpsins verið til árum saman. Dagskrár- stjóri og varadagskrárstjóri eiga að sjálf- sögðu að bera ábyrgð á dagskránni sem slíkri; þeir eiga að móta efni og hlustunar- venjur almennings. Það verður að segjast að útvarpinu hefur verið illa ritstýrt gegn- um tíðina, og allt frumkvæði „ritstjóranna" vantað. Það er ekki þar með sagt að góðir þættir hafi ekki borist okkur hlustendum á öldum Ijósvakans; síður en svo. En yfirleitt hefur hið góða efni komið að utan, verið framtak einstaklinga úti í bæ sem boðið hafa vinnu sína (og yfirleitt fyrir smánar- laun) dagskrárstjórum. Dagskrárstjórarnir hafa hins vegar verið linir gagnvart ýmsum þrýstingi frá getulitl- um, utanaðkomandi aðilum og látið ómerkilegt og leiðinlegt efni flæða inn í stofnunina. Þannig geta alls konar einstakl- ingar labbað niður á Skúlagötu og stamað einhverri frásögn inn á segulband, aðilar með sérþarfir þruglað um áhugamál og ýmsir lausapennar og rithöfundar hampað alls konar þýðingum framan í dagskrár- stjóra sem kinka kolli til samþykkis nýjum langlokulestri í útvarpinu. Þá virðast dag- skrárstjórar ekki hafa rænu á að samræma vinnu dagskrárgerðarmanna, heldur virð- ast þeir ganga sjálfala innan stofnunar- innar. Það þætti nokkuð lélegur ritstjóri sem ekki héldi fundi með ritstjórn sinni daglega til að samræma efni og vinnu. Ut- koman verður einnig sú að Rikisútvarpið (rás 1) býður upp á snubbótta, langdregna og leiðinlega dagskrá sem þar að auki er lítið samræmi eða jafnvægi í þegar á heild- ina er litið. Dagskrárstjórar virðast ekki heldur hafa rænu á að hafa samband við aðra deildarstjóra eins og tónlistarstjóra. Tónlistardeildin sýður saman einhverja naglasúpu sem afhent er í pakka til þular sem leikur plötubunkann fyrir landslýð. Þannig myndast oft óeðlilegt vægi milli 1 lesins efnis og leikins. Þetta er dálítið sam- i bærilegt við að ritstjóri blaðs leyfði öllum j blaðamönnunum að skrifa það sem þeir vildu (þegar þeir vildu) og allir lausapenn- ar blaðsins mættu skrifa um ýmis efni að eigin vild og það birtist bara eftir hendinni. Og meðan ritstjórinn sæti í kaffi eða orti Ijóð, þá yrði blaðið tilbúið á einhvern tilvilj- unarkenndan og allt að því undirfurðuleg- an hátt. En í sjálfu sér skipti það ritstjórann engu máli, því um væri að ræða ríkisútgáfu hvort eð væri, og laun hans og eftirlaun negld með lögum. Ég þykist viss um að síðastliðin helgi hafi verið mikil gróðahelgi fyrir þá, sem reka vídeóleigur. Ekki einvörðungu vegna þess að mánuðurinn var að hefjast og fólk átti enn einhverja peninga, heldur einnig fyrir þær sakir að sjónvarpsdagskráin þessa daga var sérlega fátæk af freistingum. Vonbrigðin hófust strax á föstudags- kvöld, þegar mér þótti sannast að þættirnir um Sherlock Holmes yrðu ekki til þess að ég sæti um að sjá þá á kostnað annarrar skemmtunar. Þó svo ekkert sé út á hlut- verkaskipan og leik að setja, er eins og það skorti meiri skerpu og spennu í atburðarás- ina. Auðvitað bjóða sögurnar um Holmes ekki upp á æsispennandi eltingarleiki a la San Fancisco, eða þvi um líkt, en það er tæpast hægt að láta „breska sjarmann" ein- an um að halda uppi heilli þáttaröð. Enska yngismærin, sem allt snerist um hjá Holmes og Watson i þetta sinn, var ann- ars fullkomið skólabókardæmi um muninn á hlutverkaskipan í breskum og bandarísk- um sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þetta var ósköp alþýðleg og hraustleg stúlka, sem tæpast hefði komist lengra en í hlutverk statista í henni Hollywood. Þar vestra virðist oft skipta meira máli að leik- konurnar séu eins og postulínsdúkkur í Sue Ellen vaknar ávallt með nýblásið hár og fullkomna andlitsförðun. . . framan en að þær geti leikið skammlaust. Það eru mistök, sem Bretinn lætur ekki oft henda sig. Það getur verið reglulega hjarta- styrkjandi að sjá enskar „söguhetjur" á skjánum, sem maður gæti allt eins átt von á að hitta niðri í Austurstræti — fyrir utan þá ómældu gleði, sem fylgir því að sjá per- sónur vakna með úfið hár og andlit „frá náttúrunnar hendi". Ekki vil ég trúa því, að ég hafi verið ein um að láta það pirra mig þegar Dallas- meyjarnar stigu silkiklæddar upp úr rúm- inu, eins og þær væru að koma beint úr hárgreiðslu hjá Salon Veh og snyrtingu hjá Heiðari! Slíkar glansímyndir stuðla einmitt að því álagi, sem vestrænar nútímakonur þurfa að búa við. Hin ýmsu öfl í þjóðfélag- inu, og þar á meðal framleiðendur sjón- varpsefnis, eru stanslaust að senda út óbein skilaboð um það hvernig hin full- komna kona á að vera: Hún á að vakna með snyrtilega blásið hár og fullkomna andlits- og handsnyrtingu, vera þrumu- kokkur og baka ávallt sín eigin brauð, skipa ábyrgðarstöðu á vinnumarkaðnum, hjálpa börnunum daglega með heimalærdóminn, hlusta á öll vandamál eiginmannsins, vera virk í félagsstarfi og liðast síðan niður í hjónasængina með frygðarstunum að loknum afrekum dagsins. Það var ekki glætu að sjá í sjónvarpsdag- • skrá iaugardagskvöldsins fyrir okkur, sem heima sátum, en Blikur á lofti björguðu sunnudagskvöldinu. Var ekki einu sinni hægt að sletta í mann endursýndri mynd á laugardaginn? Kúrekarnir John Wayne og Lee Marvin nægðu alls ekki til þess að bjarga málunum, jafnvel þó þeir væru farn- ir af baki og sóluðu sig nú léttklæddir á ein- hverri Suðurhafseyju. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.