Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR Hægt miðar í samningamálunum Samninganefndir ASÍ, VSÍ og VMS funduðu á mánudag og var farið yfir ýmsar hugmyndir úr undirnefndum. Engin efnisleg niðurstaða varð af þeim fundum. Varðandi hús- næðismál er verið að athuga með hvaða hætti lifeyrissjóð- irnir geti í auknum mæli komið inn í fjármögnun húsnæðis- málalánakerfisins sem yrði til þess að einfalda og samræma kerfið og létta undir með húskaupendum og húsbyggjend- um. Margt þykir benda til þess að tilboð frá atvinnurekend- um sé í burðarliðnum. Ríkisstjórnin lofar aðgerðum vegna samninganna Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur um aðgerðir vegna yf- irstandandi kjarasamninga. Þar er gert ráð fyrir að verði ekki verulegar breytingar til hins verra á viðskiptakjörum eða öðrum ytri aðstæðum þjóðarbúskaparins frá því sem nú horfir, sé unnt að draga svo úr verðbólgu á næstu mánuðum ,,að almenn verðhækkun frá janúar 1986 til janúar 1987 verði innan við 9 af hundraði". í þessum tillögum kemur fram að forsenda verðbólguhjöðnunar sé stöðugt gengi krónunnar og að almennt verði samið um hóflegar launa- breytingar í áföngum. Takist það er ríkisst„órnin tilbúm til að beita sér fyrir lækkun opinberrar þjónustu, lækkun beinna skatta, lækkun nafnvaxta, verðlækkun á olíu og bensíni og umbótum í húsnæðismálum og að aðhalds verði gætt við ákvörðun búvöruverðs. Allt eru þetta aðgerðir sem hafa bein og óbein áhrif á framfærslukostnað. Kennaradeilan í hnút Lausn virðist ekki vera í sjónmáli í deilu fjármálaráðuneyt- isins og kennara i Kennarasambandi Islands. Baráttuvika kennara er nú á þriðja degi. Aðgerðirnar felast m.a. í því að leggja niður kennslu einn dag í hverjum landshluta. í dag, fimmtudag, fellur kennsla þannig niður á Reykjanesi og Austurlandi. Tilgangurinn með þessum aðgerðum er eins og fram hefur komið að þrýsta á um jöfnun 5% mismunar launa kennara sem eru i Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi, og knýja á um viðræður um samn- ingsréttarmál. Á þriðjudag safnaðist mikill fjöldi kennara saman á þingpöllum þegar von var á að svarað yrði fram- lagðri fyrirspurn um laun, samnings- og verkfallsrétt og lögverndun á starfsheiti kennara á sameinuðu Alþingi. Svo fór að svör fengust ekki við fyrirspurninni vegna fjarvista fjármálaráðherra og létu viðstaddir kennarar óspart í sér heyra af því tilefni. Kvennalistinn í framboði til bæjar- og sveitarstjórnakosn- inga Kvennalistinn hefur ákveðið að bjóða fram í Reykjavik í komandi sveitarstjórnakosningum og áhugi er meðal kvenna um allt land um sérframboð í flestum kjördæmum landsins. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem haldinn var um helgina þar sem kosningarnar framundan voru ræddar. Brunamálastjóri verði rekinn Guðmundur Einarsson formaður Bandalags jafnaðar- manna hefur farið fram á það við Alexander Stefánsson fé- lagsmálaráðherra að hann leysi Þóri Hilmarsson bruna- málastjóra þegar frá störfum. I bréfi sem Guðmundur sendi ráðherra á mánudag segir hann að ófremdarástand bruna- mála hérlendis hafi nýlega komið í ljós þegar eldsvoði varð á Kópavogshæli og í ljós kom að brunavarnir voru engar. í bréfi sinu vikur Guömundur meðal annars að umf jöllun HP á meintum hagsmunaárekstrum brunamálastjóra og óánægju kunnugra með störf hans. Guðmundur telur ærna ástæðu til að ætla að Brunamálastofnun gegni alls ekki hlutverki sínu undir stjórn núverandi brunamálastjóra og að brotin hafi verið lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Reyklaust ísland árið 2000 Krabbameinsfélag íslands hafði frumkvæði að því að hér á landi hafa verið stofnuð samtök, RÍS 2000, sem hafa það að markmiði að ísland verði reyklaust árið_2000, en svipuð samtök hafa verið stofnuð víða um heim. Ýmis samtök heil- brigðisstétta standa að RÍS 2000 og eru nú á döfinni miklar herferöir gegn reykinguin á almannafæri og gegn þeim sem hagnast fjárhagslega á að selja tóbak. Fréttamolar • Borgarráð samþykkti á fundi í vikunni umsókn Guð- björns Guðjónssonar, forstjöra í Reykjavík, um lóð fyrir hótelbyggingu á horni Kringlumýrar og Sigtúns. • Skráð atvinnuleysi í janúarmánuði var nú minna en i sama mánuði sl. 4 ár. Alls voru skráðir rösklega 51 þús. dag- ar á landinu öllu sem samsvarar um 2.370 atvinnulausum allan mánuðinn. • Skipadeild Sambandsins mun frá og með næstu viku auka siglingatíðni sina um helming milli íslands og Vestur- Evrópu. Hingað til hafa ferðir verið á hálfsmánaðar fresti. 9 Fréttamenn Rúvak, svæðisútvarpsins á Akureyri, þau Erna Indriðadóttir og Jón Baldvin Halldórsson, hafa bæði sagt starfi sínu lausu. • Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Alþýðubanda- lagið efna til baráttudaga gegn ríkisstjórninni 13. til 15. þessa mánaðar. Af því tilefni verður staðið fyrir vinnustaða- heimsóknum, félagsfundum og almennum stjórnmála- fundum víða um land. • Kona höfuðkúpubrotnaði þegar hún féll aftur fyrir sig ofan af dansgólfinu á veitingastaðnum Broadway á laugar- dagskvöld. Hún var að dansa þegar óhappið varð. • Stjórn Dagsbrúnar hefur fengið verkfallsheimild hjá fé- lögum sínum. • Lögreglan var kölluð á geðdeild Landspítalans á laugar: dagskvöld. Tilkynnt var um torkennilegan hlut sem gat allt eins verið sprengja. Við athugun kom í ljós að hluturinn var samansettur úr leir, virum og einangrunarbandi. • Þritug kona hrapaði til bana í fjallinu Tunguhorni í grennd við Bolungarvík á sunnudagskvöld. Hún var í fjall- göngu ein síns liðs. NQATUN Nogar vörur i Noatuni Nóatúni 17 sími 17261 Rofabæ 39 sími 671200 1 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.