Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 29
ö llum fjölmiðlum hefur bor- ist undarleg fréttatilkynning frá ný- stofnuðu félagi sem nefnir sig Áhangendasamtök Davíðs Odds- sonar. Aðalmarkmið samtakanna er samkvæmt tilkynningunni að stuðla markvisst að framgangi Davíds Oddssonar borgarstjóra. Þessu markmiði hyggjast samtökin vinna að, með því að minna reglu- bundið á tilvist og gjörðir Davíðs. Þannig munu samtökin beita sér fyrir því að ekkert blað komi út án þess að stúf eða frétt um Davíð sé að finna á síðum blaðsins plús mynd af borgarstjóranum. Ennfremur að engin samkoma, svo sem opnun (eða lokun) listsýninga eða íþrótta- móta, spilakvöld, fjallganga, árshá- tíð, skírn o.s.frv. fari fram án þess að Davíð sé þar staddur. Þar að auki munu samtökin beina áskorun til Pósts og síma og samgöngumála- ráðherra að gefa út frímerki af Davíð Oddssyni sem ekki rýrnar í verðgildi þar sem verð frímerkisins verði bundið fargjaldi með strætis- vögnum Reykjavíkur. Þá vilja sam- tökin að rísi stytta af Davíð þar sem Jón nokkur Sigurðsson stendur nú á Austurvelli. Kjörorð samtak- anna er „Davíð daglega". Eftir lestur þessarar mögnuðu fréttatilkynning- ar erum við á HP ekki frá því að Áhangendasamtök Davíðs Odds- sonar séu stofnuð af stuðnings- mönnum Sigurjóns Péturssonar, eða hvað finnst ykkur?... 38og39% Stjóm Samvinnubankans hefur ákveðið að hækka vexti á H-vaxtareikningi í 38% eftir 12 mánuði frá innborgun og í 39% eftir 18 mánuði frá innborgun. Aðeins einn banki býður H- vaxtareikning. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. órvaUÖ KORT Enginn korta- kostnaður Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 KUJSiöl HELGARPÖSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.