Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 18
hefur verið sett á laggirnar. Það heitir Útgáfufyrirtækið Grand hf. og er í eigu þeirra félaga í Maxis Steen Johansens og Sigþórs Hákonar- sonar ásamt tónlistarmönnunum Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunnarssyni. Þeir Steen og Sigþór dreifðu plötu Pálma Friðarjól fyrir jól með góðum árangri og nú á næstunni er væntanleg ný plata með Mannakorni frá Grand hf.. . l^^imtudaginn 6. febrúar voru opnuð útboð í eldvarnakerfi það fyrir Kópavogshæli, sem Kiwanis- menn eru að safna fyrir. Áður en „athöfnin" hófst, stóð forsvarsmað- ur ríkisspítalanna á fætur og las upp pistil úr slúðurdálki Helgarpóstsins. Þar sagði, að menn væru uggandi um að fyrirfram hefði verið ákveðið að Heimilistæki hf fengju þetta verk, en þeir sem viðstaddir voru út- boðið voru fullvissaðir um að svo væri ekki og að vel og vandlega yrði farið yfir öll tilboð. Þess má síðan geta, að Skanis hf, Norræn viðskipti var eitt þeirra fyrirtækja, sem lögðu inn tilboð í öryggiskerfi fyrir Kópavogshælið. Menn minnti samt endilega að það fyrirtæki verslaði einungis með ryð- varnarmálningu. . . l upphafi árs bárust þær fregnir úr herbúðum Alþýðuflokksins að Jón Baldvin og félagar hygðust fara í aðra fundaherferð á borð við þá sem maður Bryndísar fór í á fyrra ári undir margtuggðu slagorði. Hinni nýju herferð hafði jafnvel verið gefið nafn og skyldi landinn aftur tekinn með trompi, en síðan er eins og baráttuandinn hafi lyppast máttlaus niður. Ástæðan ku vera sú, að bæði hugmyndin og tilkynningin um fundaherferðina var komin frá Ámunda Ámundasyni, umboðs- manni með meiru, en honum hafði láðst að fá samþykki „skemmti- kraftanna" fyrir þessum uppákom- um. Munu fréttir af þessu herbragði jafnvel hafa komið Jóni formanni á óvart og í opna skjöldu. . . másagnakeppni Listahátíðarí i\ eykjavík R AÐEINS 2 MÁNUÐIR TILSTEFNU Frestur til að skila inn smásögum í keppnina rennur út 10. APRÍL UM TILHÖGUN SAMKEPPNINNAR Yrkisefni | sagnanna skal sótt í íslenskt nútímalíf, en að öðru leyti hafa höfundar frjálsar hendur. Skilafrestur I er til 10. apríl 1986. Sögurnar skulu merkt- ar dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja i lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefninu og sendast í pósthólf Listahá- tiðar, númer88,121 Reykjavík. Dómnefnd | smásagnasamkeppninnarskipa þag Þórdis Þorvaldsdóttir borgarbókarvörður, Stefán Baldursson leik- hússtjóri og Guðbrandur Gislason bókmenntafræðingur. HEIM verða tilkynnt við opnun Listahátiðar 1986 þann 31. mai. Stefnt er að þvi að gefa út bestu sögurnar i bók og er áætlaö að bókin komi út á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst. Verðlaun eru mjög vegleg og verða visltölutryggð en þau eru: 1. 2. 3. verðlaun verðlaun verðlaun 250.000,- 100,000,- 50.000,- Aðeins ein saga hlýtur hver verölaun. Listahátíó i Raykjavik. Reykjvikurtx)rg Seöiabanki Tökum að okkur alls konar veislur. Fermingar, afmæli, árs- hátíðir. Smurbrauð, ostabakkar og pottréttir. Getum einnig útvegað sal með vínveitingaleyfi. Ef þú ert með hugmynd talaðu vio okkur og við getum fram- kvæmt hana í sameiningu Hafið samband í síma 14446-26007 FYRIR K0NUR Eykur starfsorku Eykur andlegt atgervi Eykur jafnvægi Hjálpar konum á breytingaaidri Náttúrulækningabúðin hefur selt Melbrosia í fjölda ára og á því tímabili hafa þúsundir kvenna haft verulegt gagn af því til að auka starfsþrek sitt og hæfni - til þess að takast á við lífið. Mel- brosia hefur einnig hjálpað miklum fjölda kvenna sem tekið hefur það inn á meðan breyt- ingaaldurinn hefur gengið yfir. Þakklæti þeirra hefur oft glatt okkur innilega. Það er og stað- reynd að ýmis óþægindi sem fylgja gjarnan breytingaaldrinum hafa horfið eins og dögg fyrir sólu við daglega inntöku á Melbrosia. En hvað er þetta Melbrosia mundi einhver sjálf- sagt vilja spyrja. Melbrosia samanstendur af tveim mikilvægum efnum úr ríki náttúrunnar - frjódufti og Royal Jelly. Frjóduft er hreint og náttúrulegt „Pollen" (blómafrjó - blómafræflar) unnið úr hunangskök- um (honeycombs). Það er talið betra en frjó sem unnið er beint úr blómum - vegna þess að það hefur umbreyst á eðlilegan hátt í býflugnabúinu. Þetta sérstaka frjóduft er þekkt undir nafninu „Bee Bread". Royal Jelly er umbreytt pollen sérfæði býdrottn- ingarinnar. Lífaldur hennar er margfaldur aldur annarra búflugna í búinu. Þegar býdrottningin er upp á sitt besta framleiðir hún allt að 5000 egg á dag. Því er hún alin á þessu kraftmikla fæði - Royal Jelly. Náttúrulækningabúðin, Laugavegi 25, símar: 10262/3 Heildsala Smásala Póstkröfur 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.