Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 8
AKÆRÐIR FYRIR FOLSUN OG RANGAN FRAMBURÐ ÓLAFUR HRÓLFSSON, FYRRUM STJÓRNARMAÐUR íLÖGVERND, OG VALGEIR KRISTINSSON, FYRRUM BÆJARLÖGMAÐURIHAFNARFIRÐI, HAFA VERIÐ ÁKÆRÐIR FYRIR MEINTA FÖLSUN Á VOTTORÐI VEGNA ERFÐASKRÁR, RANGAN FRAMBURÐ OG ÓLAFUR FYRIR ÓLÖGMÆTA RÁÐSTÖFUN Á EIGNUM ÚR DÁNARBÚI. FRAMBURÐUR VITNA STANGAST Á. EINKADÓTTIR HINS LÁTNA HEFUR AÐ ÖLLUM LÍKINDUM TAPAÐ SÍNUM HLUTA ARFSINS. Ríkissaksóknaraembœttid hefur gefid út opinbera ákceru á henclur Ólafi Hrólfssyni, fyrrum stjórnar- manni í samtökunum Lögvernd, og tveimur ödrum einstaklingum fyrir meinta fölsun vid frágang á erföa- skrá móöurbróöur Ólafs, Magnúsar Ólafssonar heitins, sem um árabil var sundkennari og sundlaugavörö- ur á Akureyri. Eru þeir ákœröir fyrir meinta fölsun á vottoröi erföaskrár- innar og Ólafur fyrir ólögmœta ráö- stöfun á eignum dánarbúsins. I tengslum viö máliö hefur ákœru- valdið svo oggefiö út ákœru á hend- ur Valgeiri Kristinssyni, lögmanni og fasteignasala, fyrrverandi bœjar- lögmanni í Hafnarfiröi, fyrir meinta hlutdeild í röngum framburöi vitn- anna. Tildrög þessa máls eru þau, að í desember 1983 lést á Vífilsstöðum áðurnefndur Magnús Ólafsson, móðurbróðir Ólafs. Við lát hans tók Ólafur að sér að sjá um málefni dán- arbúsins. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins felur hin opinbera ákæra í sér að Ólafur hafi gengið frá vottorði vegna erfðaskrár Magnús- ar og kvatt til tvo votta — að Magn- úsi látnum og Valgeiri Kristinssyni viðstöddum. Ólafur tók síðan að ráðstafa eignum úr dánarbúinu, seldi meðal annars húseign Magnús- ar að Laxagötu 6 á Akureyri og keypti íbúð að Öldutúni 14 í Hafnar- firði. Magnús átti dóttur utan hjóna- bands, Huldu Magnúsdóttur, en þeirra samskipti höfðu aldrei verið náin og var hennar ekki getið í erfðaskránni. Nokkru eftir lát Magnúsar gerist það að Ólafur og eiginkona hans, Ragnheiður Gústafsdóttir, skilja. Mun sá skilnaður ekki hafa verið án átaka, enda bú þeirra tekið til gjald- þrotaskipta. Við yfirheyrslur vegna búskiptanna í fógetarétti kom fram sá framburður Ragnheiðar, að ekki hefði allt verið með felldu hvað varðaði frágang á erfðaskrá Magn- úsar heitins. Dóttir Magnúsar, Hulda, hafði fylgst með málinu og í gegnum Iögmann sinn fór hún fram á uppskrift á eignum dánarbúsins og að afhendingu arfsins yrði frest- að. Var skiptaráðanda, Má Péturs- syni, bent á vafasamar kröfur Ólafs Hrólfssonar, sem meðal annars hélt því fram að Magnús hefði gefið sér við hin og J>essi tækifæri ýmsar eignir sínar. A þessar kröfur var hins vegar ekki hlustað að því er virðist og var meðal annars íbúðin að Öldu- túni í Hafnarfirði seld og mun skiptaráðandinn, Már Pétursson, síðar hafa skrifað undir afsal vegna þeirrar sölu. Þótt Huldu Magnúsdóttur hafi ekki verið getið í erfðaskrá Magnús- ar er kveðið á um það í lögum, að sé um skylduerfingja að ræða (maka eða börn) megi ekki ráðstafa með erfðaskrá meiru en einum þriðja hluta eigna til annarra. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins voru eignir dánarbúsins metnar á um tvær milljónir króna og fólu meðal annars í sér húseign með innbúi, fé á sparisjóðsbók og bifreið. Sam- kvæmt lögum átti því Hulda tilkall til sem nemur tveimur þriðju hlut- um þessara eigna, sem nú hefur hins vegar verið ráðstafað. að fullu eftir þrotabúskiptin, þar sem einhliða yfirlýsingar Ólafs Hrólfs- sonar um gjafir Magnúsar til sín voru teknar gildar þrátt fyrir viðvar- anir lögmanns Huldu í þeim efnum. Eftir framburð Ragnheiðar Gúst- afsdóttur við þrotabúskiptin um vafasaman frágang erfðaskrárinnar fór málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru sendar ríkissaksóknaraembættinu, sem síðan gaf út opinbera ákæru gegn Ólafi, vottunum tveimur og Valgeiri Kristinssyni lögmanni, fyrir sak- næmt athæfi við gerð erfðaskrár- innar; vottorðafölsun, rangan fram- burð og ólögmæta ráðstöfun eigna úr dánarbúinu. Málið er nú í höndum Guðmund- ar L. Jóhannessonar, dómara í Hafnarfirði. Hann hefur haft málið hjá sér um nokkurt skeið, en í sam- tali við Helgarpóstinn sagði Guð- mundur að hann væri nú að íhuga að leita til dómsmálaráðuneytisins um að setudómari yrði fenginn í málið vegna persónulegra tengsla Valgeirs við embættið, meðan ann- ars sem fyrrverandi bæjarlögmað- ur. Ekki tókst Helgarpóstinum að ná tali af Ólafi Hrólfssyni vegna þessa máls. í samtali við Helgarpóstinn vildi Valgeir Kristinsson ekkert tjá sig um málið, en sagði ásakanir á hendur sér alvarlegar og óréttmæt- ar. Samvkæmt heimildum Helgar- póstsins stangast framburður hans á við framburð annarra ákærðra í máli þessu. Það skal ítrekað og und- irstrikað að enginn dómur hefur fallið í máli þessu og engin sekt sönnuð, en ef á hin bóginn ásakanir á hendur Valgeiri verða sannaðar á hann á hættu að missa lögmanns- réttindi sín. „Það er sem betur fer afar fátítt að lögmenn missi réttindi sín,“ sagði Sveinn Snorrason, íor- maður Lögmannafélags Islands, í samtali við Helgarpóstinn, en stjórn félagsins kemur til með að fjalla um mál Valgeirs og meta mögulegan réttindamissi í ljósi umfjöllunar dómstóla. Annar lögmaður taldi í samtaíi við Helgarpóstinn, að senni- lega hefðu aðeins þrír lögmenn misst þannig réttindi sín frá upphafi. í máli þessu fyrir dómi verður væntanlega fjallað um þrotabú- skipti Ólafs og Ragnheiðar. í því sambandi hlýtur meðferð skiptaráð- andans, Más Péturssonar, að koma til tals, en hann hefur samkvæmt þessu ekki talið þörf á því að draga búskiptin á langinn þrátt fyrir við- varanir lögmanns Huldu um að framburður Ólafs um gjafir Magnús- ar til sín væri vefengjanlegur og þrátt fyrir framburð Ragnheiðar um vafasaman frágang á erfðaskránni. -FÞG Uppapresturinn frá Uppsölum verður í Reykjavík nú um helgina VERÐI MINN VILJI Á morgun, föstudaginn 8. ágúst, kemur sœnski guðfrœðingurinn Ulf Ekman til landsins. Hann er mjög umdeildur í heimalandi sínu eins og viö greindum frá hér í HP fyrir hálf- um mánuði, en nú gefst Islending- um tœkifœri til þess aö kynnast Ek- man og boöskap hans afeigin raun. Samkomurnar veröa haldnar í Bú- staöakirkju í Reykjavík og verða þœr töluvert ólíkar því messuhaldi sem þar hefur fariö fram til þessa, ef eitthvaö er aö marka þœr fregnir sem borist hafa hingaö til lands frá Svíþjóö. í Svíaríki hefur mikið verið skrif- að um Ulf Ekman og söfnuð hans, Livets ord, á þessu ári. Dagblað í Uppsölum, Upsala Nya Tidning, hefur m.a. birt um þetta heila greinasyrpu, enda er þeim málið skylt þar sem höfuðstöðvar safnað- arins eru þar í borginni. Af þessum greinum má ráða að það sé helst Biblíutúlkun Ekmans, sem menn hnjóta um og eiga erfitt með að samþykkja, en einnig hefur umbún- aðurinn og hið ytra form á samkom- um verið umdeilt. Að endingu hafa efasemdamenn bent á fjárhagshlið- ina á stofnuninni og þóst sjá þar ýmsa maðka í mysunni. MONGÓLÍTAR GETA LÆKNAST Túlkun Ekmans á Biblíunni verð- ur að kallast afar jákvæð, jafnvel glannalega jákvæð. Sænski blaða- maðurinn, sem skrifaði fyrrnefndan greinaflokk, fór á samkomu hjá Livets ord þar sem amerískur lækn- ingaprestur lagði hendur yfir fólk með alls kyns kvilla. Þar á meðal var mongólíti, en hingað ti! hefur ekki mikið verið reynt að ,,lækna“ þá. Þegar blaðamaðurinn spyr síð- an Ulf Ekman hvort mongólítinn hafi virkilega haft von um bata eftir þessa handayfirlagningu, hafði hann eftirfarandi að segja: „Sjúkdómar eru engin Guðsbless- un. Syndin, dauðinn og sjúkdómar eru verk erkifjanda mannanna, djöfulsins. Jesús læknar þá sjúkl- inga, sem á hann trúa. Það eru dæmi þess að mongólítar virðast lifna við og taka meira við sér. Ég trúi því, að þeir hafi mögu- leika á að verða alheilbrigðir. Guð getur gert kraftaverk á sviðum, sem okkur mönnunum virðast óhugs- andi.“ EKMAN SKIPAR OG GERIR KRÖFUR Einn fyrrum lærifaðir Ekmans við guðfræðideildina í Uppsalaháskóla, Sigbert Axelson lektor, fylgist grannt með framgangi mála hjá Livets ord. Hann segir að Ulf Ekman hafi strax í skóla tilheyrt hópi manna, sem reyndi að sanna tilvist Guðs með því að sýna fram á að kraftaverk gætu gerst. Axelson hef- ur ýmislegt við starfsemi safnaðar- ins að athuga, m.a. persónudýrkun- ina á Ekman og það gífurlega vægi, sem hann sjálfur hefur í allri starf- seminni. Þessi mikla áhersla á Ulf Ekman sem einstakling telur Axel- son hins vegar að muni verða til þess að hreyfingin verði ekki langlíf. Segir hann að boðskapurinn sé alltof innantómur og einhæfur til að geta staðið undir svo stórum söfnuði til lengdar. Samkvæmt upplýsingum frá þess- um sænska guðfræðilektor, mun Ekman hafa sótt framhaldsmennt- un til babtistaprests í Oklahoma í Bandaríkjunum. Presturinn heitir Kenneth Hagin og er hann sagður hitta himneskar verur eða jafnvel Jesú sjálfan, þegar hann sér sýnir. Hagin þessi tengist samtökum, sem kallast Full Gospel, en það er trúar- hreyfing sem byggir á hægriöfgum, að því er Sigbert Axelson segir. I blaðaviðtali fyrr í sumar heldur Axelson því einnig fram að Full Gospel séu samtök ríkra atvinnu- rekenda og að þau hafi m.a. veitt kontra-skæruliðum í Nicaragua fjár- stuðning. Að endingu finnur guðfræði- lektorinn að viðhorfi Ekmans til Guðs, og segir að hann feli Guði aldrei vandamál sín til úrlausnar á þann hátt sem Honum sé þóknan- legur. Orðrétt segir Axelson: „Mað- ur leggur vandamálin í hendurnar á Guði og síðan verður það sem verða vill. Ekman skipar Guð hins vegar fyrir og setur fram kröfur. Aldrei hef ég heyrt hann segja „Verði þinn vilji, en ekki minn“.“ Eins og fyrr segir, er allt hið ytra form á samkomum Livets ord af- skaplega ólíkt því sem fólk á að venjast í guðsþjónustum innan ís- lensku þjóðkirkjunnar. Söfnuðurinn tekur mikinn þátt í því sem fram fer, klappar saman lófunum, teygir upp hendurnar og syngur með lítilli hljómsveit, sem þarna er. Einnig er fólk hvatt til þess að snúa sér að sessunautum sínum og tjá þeim t.d. að maður sé því feginn að Jesús lifi og annað í þeim dúr. Síðast en ekki síst, er það ekki algeng sjón í ís- lenskum guðshúsum að ílát séu látin ganga á milli kirkjugesta í þeim til- gangi að þeir láti fé af hendi rakna til safnaðarstarfsins. Þetta er hins vegar regla hjá Livets ord, enda er það einkastofnun og hefur ekki ann- að rekstrarfé en það sem velunnar- ar reiða af hendi. Hvort sama „stemmning" verður á samkomunum í Bústaðakirkju og Ulf Ekman hefur tekist að skapa í Uppsölum, kemur í ljós nú um helg- ina. Orð forstöðumanns Livets ord verða túlkuð af Asmundi Magnús- syni lækni, sem numið hefur við Biblíuskóla Ekmans í Svíþjóð ásamt konu sinni og a.m.k. einum öðrum íslendingi. Tungumálaerfiðleikar ættu því ekki að standa í vegi fyrir því að boðskapur Ulfs Ekman kom- ist til skila. Hvort orð hans falla í frjósama jörð hér uppi á lslandi, verður reynslan hins vegar að skera úr um. -JL 3 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.