Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 4
BOKMENNTIR
Verkid allt
Lúdvík Kristjánsson:
Islenzkir sjávarhœttir V
Bókaútgáía Menningarsjóds 1986
498 bls. Verö 4500 kr.
Þessi bók er síðasta bindi ís-
lenzkra sjávarhátta, hið fimmta í
röðinni. Þar með er lokið útgáfu
þessa verks, en hún hófst 1980. ís-
lenzkir sjávarhættir er einstakt
þrekvirki, og ber margt til. Höf-
undur og kona hans hafa kannað
ógrynni ritaðra heimilda og dreg-
ið saman föng um sjávarhætti, og
afmörkun efnis var frá upphafi
skýr og skipuleg: sjávarhættir á
árabátaöld. Lúðvík hefur lagt
mikla elju við að safna frásögnum
heimildarmanna, og segir rétti-
lega í eftirmála, að þunnur mundi
bakfiskurinn í ritinu „ef þess gætti
ekki, sem komið er úr munnlegri
geymd“ (494). Alls eru heimildar-
menn 374 talsins, þar af 278 fædd-
ir fyrir aldamót (og meðal þeirra
16 fæddir fyrir 1860). Frásagnir
þeirra fylla í eyður hinna rituðu
heimilda, auk þess sem fjöldi
heimildarmanna hefur búið yfir
reynslu, sem hvergi sér stað í bók-
um, kunnað skil á hinu hversdags-
lega, sem ekki þótti ástæða til að
skrá. Framsetning Lúðvíks er
einkar ljós og fjörleg, þegar efni
gefst til, og málfar hans fjölbreytt;
ekki sízt ber að þakka, að hann
heldur til haga tungutaki sjó-
manna, og öll eru bindin náma
fróðleiks um málið. Enn vil ég
nefna að kort, Ijósmyndir og teikn-
ingar eru notuð í ríkum mæli til að
fylgja eftir efnisatriðum, koma
þeim betur til skila en ella, auk
þess sem þau eru sönn bókar-
prýði. Menn átta sig betur á notk-
un hluta þegar þeir hafa mynd fyr-
ir augum.
í þessu bindi er fjallað um nytjar
af hvölum, rostungum og sjávar-
fuglum, auk þess sem vikið er að
þjóðtrú og getspeki. Sem fyrr er
frásögnin ákaflega ítarleg. Saga
nytjanna er rakin eftir því sem
heimildir hrökkva til, og þráður-
inn er spunninn til nútímans að
nokkru leyti. Höfundur lítur á efni
sitt frá mörgum hliðum. Hann birt-
ir t.d. sýnishorn hvalaörnefna,
fjallar um álitamál varðandi hval-
veiðar, lýsir rétti manna til hval-
skurðar, víkur að hvalskutlum og
veiðiaðferðum, greinir frá stað-
bundnum hvalveiðum, skýrir frá
nýtingu hvalafangs, verði á hval,
smíðisgripum úr hvalbeini og
-tönnum, segir frá slysum við hval-
veiðar, minnist á hvalaheiti, nefnir
leiki og þjóðtrú í tengslum við
hvali o.s.frv. Og sem fyrr segir er
frásögnin rækilega studd teikning-
um, myndum og kortum; í öllum
bindum sjávarhátta eru rúmlega
2000 myndir.
Með sama hætti er grein gerð
fyrir öðrum þáttum þessa rits. Far-
ið er réttsælis um landið og lýst
fuglabjörgum og eggnytjum, síðan
fjallað um fuglaveiði og fjallað um
nytjar af einstökum fuglategund-
um, lunda, teistu, fýl, súlu, álku og
Iangvíu (sbr. flekaveiðar), geir-
fugli, skarfi, svartbak, máv, rytu,
kríu og síðast en ekki síst æðar-
fugli. Allir efnisþættir sýna ljós-
lega, hve sambúð manns og nátt-
úru hefur verrð náin, hvað menn
voru í raun hugvitssamir að nýta
gæði náttúrunnar til hlítar; það
var lítið sem fór til spillis hvort
sem menn gerðu að lunda eða
langreyði.
Kaflinn um þjóðtrú og getspeki
sýnir einnig glögglega, hvaða
lotningu menn báru fyrir náttúr-
unni og undrum hennar og tóku
mið af hvers kyns fyrirboðum, til
góðs og ills. „Þegar aflasælum for-
manni brást svo veiði, að hann
fékk naumast bein úr sjó þá aðrir
fiskuðu, var það feigdarólán
(333).“ Kaflar um kreddur, hindur-
vitni, tröll og huldufólk sýna les-
endum, að fleira en illviðri olli
mönnum ótta á sjó og gat orðið til
fjörtjóns: „Eitt sinn heyrðist tröll
segja einhvers staðar í Tindastóin-
um:
Dregur í Dingolfshnjúk,
dimmir í Vatnsskarð.
Margar verða ekkjur í kvöld
á Skaga.
Um nóttina urðu margir skiptapar
(341).“
I bókarlok er efnisútdráttur á
ensku, ögn fjallað um heimildir, en
síðan koma skrár. Fyrst fer skrá yf-
ir teikningar og ljósmyndir af
munum úr Þjóðminjasafni og
byggðasöfnum í öllum bindunum
fimm. Þar vakti sérstaka athygli
mína, hve margt er sótt í Minjasafn
Egils Ólafssonar á Hnjóti og
Byggðasafnið á Skógum og ber
vitni forsjálni og sívaxandi elju
Egils og Þórðar Tómassonar. Því
næst fer atriðisorðaskrá þessa
bindis, mjög ítarleg, síðan nokkrar
sagnir og orðtök, málshættir og
loks nafnaskrá I. til V. bindis, geysi-
mikil að vöxtum eða 90 tvídálks-
síður með litlu letri. Hún er lykill
að öllu verkinu. Ég sé ekki betur
en hún sé vandlega samin, þótt
hægðarauki hefði verið að sýslu-
nöfnum með heimilisfesti manna
eða örnefnum. Lauslegur saman-
burður (einungis við þetta bindi)
leiddi ekkert misjafnt í ljós. Leið-
réttingar eru á tveimur blaðsíðum
undir bókarlok og loks er eftirmáli
höfundar, Við verkalok, þar sem
sögð er saga ritsins í grófum drátt-
um. Þar segir m.a.: „Mér hefur alla
tíð, síðan ég hóf að semja ritið, ver-
ið ljóst, að ekki yrðu af sér keyptar
villur, missagnir og jafnvel mistök,
að ekki sé talað um, að eitthvað
kunni í að vanta. Sú hefur og orðið
raunin og ástæðulaust að dylja
það. En ég vænti þess, að ekki séu
svo mikil brögð að því, að það rýri
heildargildi verksins (498)" Sjálf-
sagt má finna missmíði á Islenzk-
um sjávarháttum eins og öðrum
bókum, þótt ég ætli mér ekki í þá
lúsaleit í þessari ritfregn. Hitt er
miklu meira vert, að Lúðvík hefur
dregið úr rituðum heimildum
feiknamikinn fróðleik og bjargað
frá gleymsku þekkingu um þá
undirstöðu, sem mannlíf í landinu
var og er byggt á. Verk hans er
unnið af þeirri alúð og virðingu
fyrir viðfangsefninu, að fátítt má
telja.
Ég hef áður sagt, að mér líki
ekki alls kostar hversu mikið er
borið í band þessa rits, en frágang-
ur að öðru leyti er forlaginu til
mikils sóma, prentvillur sárafáar
að því mér virtist í fljótu bragði;
prentun hefur tekizt vel og þó eru
nokkrar opnur í daufara lagi í
mínu eintaki.
„Fyrsti kaflinn í ritið var skrifað-
ur fyrir 19 árum og smám saman
fjölgaði þeim, unz lokið var við
þann síðasta á liðnum vetri" (498)
segir í eftirmála. Þetta er hljóðlega
mælt á háværum tímum. Ég óska
Lúðvík Kristjánssyni og fjölskyldu
hans til hamingju með einstætt af-
reksverk á sviði íslenzkra fræða.
5.5.
HYLDYPI
eftir Stuart Woods
Kafbatanjósnir við
strendur Svíþjóðar.
Ein mest spennandi
njósnasaga seinni ára
Verðkr. 1.125,00
firi
KDFORLAGSBCKUR/
Svartir þjónar
hvítra í Afríku
Grasid syngur
Höf.: Doris Lessing
Pýö.: Birgir Sigurösson
Útg.: Forlagiö
Fyrsta skáldsaga breska rithöf-
undarins Doris Lessing Grasið
syngur sem út kom fyrir u.þ.b.
fjörutíu árum, kom út í íslenskri
þýðingu nú síðastliðið sumar.
Doris Lessing er einn af virtustu
höfundum Breta í dag og er þetta
fyrsta bók hennar sem þýdd er á
íslenska tungu.
Sagan gerist í Ródesíu í Afríku
en þar ólst Doris Lessing upp og
bjó til tuttugu og fimm ára aldurs
að hún fluttist til Englands og byrj-
aði að skrifa.
Grasið syngur er saga hvítrar
bóndakonu í Afríku, lífi hennar
fyrir og eftir giftingu eru gerð skil
allt til þess að hún finnst myrt á
dyraþrepi húss síns af svörtum
þjóni sínum.
í formála að íslensku þýðing-
unni segir höfundur aðalviðfangs-
efni sögunnar vera samband
hvítra og svartra í Suður-Afríku.
Hvítu drottnararnir eru svo hátt
yfir hina svörtu þjóna sína hafnir
að milli þeirra mega ekki fara
nokkur mannleg samskipti fyrir
utan boð og bönn húsbændanna
hvítu. Stígi hvítur maður út fyrir
þessi takmörk er sá hinn sámi orð-
inn svikari og úrkast og þó sér-
staklega ef hvít kona gerir slíkt,
því konan er hin heilögu vé hvíta
mannsins og hreinleiki hennar og
ósnertanleiki af hálfu svartra er
grundvöllurinn að yfirráðum og
siðfræði hvítra í Suður-Afríku.
Sagan um hvítu konuna sem fær
bana af höndum svarts þjóns síns
er þannig saga Afríku þessara
tíma. í augum hvítra eru hinir
svörtu ekki menn, þeir eru m.a.s.
óhreinni en dýr og hver sá sem
lætur þá snerta sig, leyfir þeim að
vera menn gagnvart hinum hvítu,
hlýtur bana af. Öðruvísi eru yfir-
ráð hvítra í bráðri hættu. í þessu
sambandi skiptir fórn einstakl-
ingsins engu til eða frá. Tilfinning-
ar hvítra til svartra hvort sem þær
eru í formi ástar eða haturs, eru
forboðnar enda fordæmir samfé-
lagið konuna hvítu sem myrt var,
fordæmir hana af því hún er myrt
af svörtum þjóni sínum, hún hlýt-
ur að hafa stigið út fyrir hin leyfi-
legu en óskráðu mörk og því á hún
sjálf alla sök. Fordæmingin er
framkvæmd með þögninni, hér
hefur eitthvað gerst sem ekki má
tala um, er tabú.
Grasið syngur er mögnuð saga
um samfélag og siðfræði sem er
okkur framandi og óskiljanlegt.
Efniviðinn notar höfundurinn til
að lýsa þessu samfélagi í hnot-
skurn, sýna lesandanum hvernig
þetta samfélag, þessi siðfræði og
siðareglur eru manneskjunni ó-
eðlilegar og ónáttúrulegar, hvern-
ig hin skörpu skil milli svartrar
manneskju og hvítrar eru ímynd-
uð, tilbúin og stríða gegn náttúr-
unni.
Þýðing Birgis Sigurðssonar er á
vönduðu máli og sérstök rækt
lögð við að halda áherslupunktum
heilla setninga réttum úr frum-
málinu yfir á íslenskuna. Kæfandi
hiti Afríku og svitinn sem drýpur
af mannfólkinu, bæði í eiginlegri
og óeiginlegri merkingu, hellist
yfir lesandann úr frumtexta höf-
undarins og þessum stíleinkenn-
um hefur þýðanda tekist að halda.
Orðfærið er frjótt, óvenjulegt á
stöku stað, en fer vel og er fallegt
aflestrar. fÁ.
4 B HELGARPÓSTURINN