Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 6
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd: Jim Smart
VANDAÐAR BÓKMENNTIR
FYRIR LÍTINN PENING
„Við höfum selt 60.000 bækur á sjö mánuðum. Aukinn áhugi á kiljum þýðir einfaldlega vandaðri útgáfa..."
„Er von á þessari í kilju?" er
spurning sem afgreidslufólk bóka-
verslana hefur heyrt œ oftar síðustu
vikur þegar viðskiptavinir kynna sér
þœr bcekur sem á markaðnum eru.
En hvað eru kiljur og hvað hafa þær
framyfir innbundnar bækur? Dr.
Árni Sigurjónsson sem veitir for-
stöðu Kiljuklúbbi Máls og menning-
ar hafði svör á reiðum höndum.
ALMENNILEGAR BÓK-
MENNTIR Á ÓDÝRUM
PAPPÍR
„Það hefur tíðkast í mörg ár að
gefa út bækur á linum spjöldum,
svokaliaðar kiljur — eða óinn-
bundnar bækur eins og þær eru
kallaðar í bókaverslunum," sagði
Árni. „Þá var allt prentað á sama
pappírinn og hluti upplagsins bund-
inn í harðspjald og hitt í lina kápu og
þessar bækur voru saumaðar.
Sparnaður var því lítill og verðmun-
ur sömuleiðis. Það sem aftur á móti
hefur verið að gerast nú síðari ár er
að menn eru farnir að líma þessar
bækur jafnframt því að prenta bæk-
urnar á ódýrari pappír og þetta er
hugsað sem kiijur frá upphafi og þá
fyrst fer að nást sparnaður í fram-
leiðslu þeirra. Stórt upplag gerir það
einnig að verkum að verð bókanna
lækkar. Kiljugerð hefur verið mikið
að aukast undanfarin ár hér á landi
en það var töluvert stórt stökk þeg-
ar Mál og menning byrjaði með Ugl-
urnar fyrir tveimur árum. Það sem
fólst í þessum Uglum var að þar
voru á ferðinni almennilegar bók-
menntir á heldur ódýrari pappír en
innbundnar bækur og þessar bækur
voru límdar. í upphafi voru þessar
bækur framleiddar í Danmörku þar
sem er kiljuprentsmiðja sem sér-
hæfir sig í kiljuframleiðslu. Þetta
þróaðist síðan í þá átt að ýmsir hér
á landi fóru að huga að útgáfu á kilj-
um og með stóru átaki á undanförn-
um tveimur árum hafa íslenskar
prentsmiðjur náð allt að þvi sam-
keppnishæfu verði í kiljugerð. Ein
prentsmiðja hér keypti sérstaka
fræsingarvél og önnur keypti rúllu-
prentvél sem verður notuð í kilju-
gerð þannig að íslenskar prent-
smiðjur eru að taka sig á.“
BREYTING Á BÓKA-
MARKAÐNUM
Árni segir að samanborið við
dönsku prentsmiðjuna séu þær ís-
lensku vel á veg komnar, „enda er
þeim það kappsmál að fá þessi við-
skipti inn í landið. Þeir hafa það jafn
sterklega á tilfinningunni og bóka-
forlögin að hér sé á ferðinni breyt-
ing á íslenska bókamarkaðnum,
breyting sem verður til frambúðar,
og eðlilega vilja prentsmiðjurnar
aðlagast þessum breyttu aðstæð-
um.“
Árni segir að ýmis bókaforlög hafi
farið út í kiljuútgáfu í vaxandi mæli
og nefnir þeirra á meðal Almenna
bókafélagið, Vöku og Vasaútgáfuna
sem nýlega gaf út „Grimms ævin-
týri“ í kilju „en ekkert forlag þó —
þori ég að segja — með eins stóru
átaki og Mál og menning með stofn-
un Kiljuklúbbsins. Kiljuklúbburinn
er að verða eins árs en fyrstu bæk-
urnar sendum við frá okkur í apríl.
Á þeim sjö mánuðum sem við höf-
um gefið út kiljur hafa komið út tólf
titlar og við höfum selt um 60.000
bækur. Fyrirkomulagið í klúbbnum
er þannig að menn eru áskrifendur
að honum líkt og að tímariti. Þeir fá
senda til sín bókapakka með þrem-
ur til fimm bókum, alveg þangað til
þeir kæra sig ekki um meira og
segja upp áskriftinni. Þetta tryggir
mikla dreifingu á þessum bókum og
með þessu sigrumst við á þeim
vanda sem íslensk kiljuútgáfa hefur
átt við að etja. Með áskriftarfyrir-
komulaginu er mikil dreifing nefni-
lega tryggð, og þess vegna hægt að
lækka verð bókanna niður í sama
sem ekki neitt."
AUKINN ÁHUGI =
VANDAÐRI ÚTGÁFA
Meðalverð bóka í Kiljuklúbbnum
er 133 krónur og segir Árni það
mögulegt vegna þess hve upplagið
sé stórt, „og með skynsamlegri
skipulagningu og dreifingu auk ým-
iss konar sparnaðar. Með þessu móti
náum við bókarverði á kiljum niður
í 1/7 hluta þess verðs sem er á jóla-
bókunum í ár. Það er enginn vafi á
því að hér er um samkeppnishæft
verð að ræða og það er ljóst að kilj-
urnar hafa öðlast vinsældir."
Eins og fram hefur komið er mið-
að við að þrjár til fimm bækur séu í
hverjum bókapakka frá Kilju-
klúbbnum og meðal þeirra bóka
sem komið hafa út á kilju er „Jörð í
Afríku“ sem varð metsölubók í vor.
Þá hefur bókin „Stríð og friður"
fylgt þeim þremur pökkum sem
komið hafa og von er á fjórðu og síð-
ustu bókinni í þeim flokki fyrir jólin.
Þar verður einnig að finna veiga-
mikla kvikmyndahandbók „sem er
stórvirki í þýðingu" að sögn Árna.
„Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina sem inniheldur umsagnir
um 7000 kvikmyndir og íslenskum
kvikmyndum verður bætt inn í.
Inn á milli í þessari kiljugerð höf-
um við verið með endurprentanir
en þegar við sjáum hversu mikill
áhugi er fyrir hendi og hversu marg-
ir áskrifendurnir eru, þá getum við
ráðist í kostnaðarsamari útgáfu eins
og kvikmyndahandbókina. Með öli-
um þeim kvikmyndum sem boðið
er upp á hérlendis, sjónvarpsstöðv-
um og myndböndum gerum við ráð
fyrir að áhugi á slíkri uppsláttarbók
sé fyrir hendi. Við vitum nú að
traustur grundvöllur er fyrir Kilju-
klúbbnum og því getum við ráðist í
fjárfrek verkefni og hækkað með
því „standard" klúbbsins."
Það kom fram í spjallinu við Árna,
að fyrstu tveir bókapakkarnir eru
uppseldir og sá þriðji er að seljast
upp, „en við munum prenta eitthvað
af þessum bókum aftur," segir hann.
Hann segir, að einstaka bók muni
því verða fáanleg í bókaverslunum
enda eftirspurnin mikil. „Eg held að
viðhorf fólks sé að breytast og mér
finnst reyndar að kiljurnar séu bún-
ar að sanna ágæti sitt. Sú kynslóð
sem ég er af, fólk milli þrítugs og fer-
tugs, þekkir kiljur og virðir þær ekki
síður en annað lesmál. Þannig bók-
arformi kynntumst við í skóla og
þannig höfðum við efni á að eignast
góðar bækur um leið og við fórum
að geta lesið erlend tungumál. Ég
held þess vegna að óhætt sé að full-
yrða að þetta sé breyting sem verð-
ur til frambúðar, þessi kynslóð lítur
kiljur öðrum augum en áður var
gert. Hér áður fyrr tíðkaðist að þær
bókmenntir sem prentaðar voru á
þennan hátt féllu undir „sjoppubók-
menntir" og allt frá árunum eftir
stríð var vinsælt að gefa út ails kyns
reyfara í þessu formi. En ekkert
mælir gegn því að einnig vandaðar
bókmenntir séu framleiddar á hag-
kvæman hátt.“
KILJUR I' JÖLAGJÖF?
Hvort hann álíti að fólk fari í aukn-
um mæli að gefa kiljur í jólagjafir?
Árni:
„Því ekki það? En það er ekki þar
með sagt að fólk hætti að gefa dýr-
ari bækur í jólagjafir, ég hef ekki trú
á því. Kiljur hafa lengst af þótt vera
heldur ómerkilegri en innbundnar
bækur enda er markaðurinn hér
stílaður meira upp á dýrar og fínar
gjafir, litprent og myndir, en það er
ekkert vitlausara að gefa góða lesn-
ingu í jólagjöf þótt umbúðirnar séu
ekki veigamiklar.
En því er ekki að neita að það er
líka hugsjón í þessari útgáfustarf-
semi okkar: Við viljum gjarnan að
fólk geti eignast góða bók ódýrt, og
meðal gamalla félagsmanna í Máli
og menningu er mikill áhugi á þess-
um klúbbi. Þeir telja þetta eðlilegt
framhald þeirrar alþýðuútgáfu sem
forlagið var upphaflega stofnað til
að sinna: að fólk geti eignast vand-
aðar bókmenntir fyrir lítinn pening.
Það er forsenda fyrir blómlegu
menningarlífi. Bækur eru þýðingar-
mikill menningarmiðili sem á í
harðri samkeppni við sjónvarp,
tímarit og myndbönd. Það er því
ákveðin ánægja sem fylgir því að
leggja hönd á plóginn við að gera
bækur ódýrar.“
6 B HELGARPÓSTURINN