Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 7
BÓKMENNTIR
Fólkið og
dauðinn
Matthías Jóhannessen:
Konungur af Aragon
— og aörar sögur
Smásögur (182 bls.)
Almenna bókafélagiö 1986.
Verö kr.: 1375
I þessari bók eru samankomnar
þrjátíu smásögur. Smásögur er
reyndar sannkallað réttnefni yfir
flestar þessar frásagnir því mjög
margar þeirra eru óvenjulega
stuttar, 3—4 síður. Stuttu frásagn-
irnar minna að mörgu leyti á ljóð
í uppbyggingu, eru spunnar utan
um eitt atvik eða eina hugmynd.
Nokkrar sögur eru lengri og viða-
meiri. Þar á meðal er fyrsta sagan,
Maren, sem er einar þrjátíu síður.
Sú saga er endurlit og endurminn-
ing gamallar konu sem lifði sinn
blómatíma á seinni hluta aldarinn-
ar sem leið. Þessi saga er frábrugð-
in öðrum bæði að efni og stíl. Stíll-
inn er eiginlega klassískur íslensk-
ur frásöguþáttastíll, eða þjóðleg-
ur frásögustíll. Tekst höfundi vel
að beita þesum stíl og kallar fram
svipmyndir úr ævi þessarar konu
sem miða að því að minna lesanda
á að stutt er síðan fólk í þessu landi
bjó við allt önnur kjör og allt aðrar
aðstæður en nú tiðkast.
Annars sækir höfundur efnivið
sinn í margar áttir bæði innan-
lands og utan, til samtíma og
löngu liðinnar fortíðar.
Eftirminnileg er t.d. sagan þar
sem sagt er frá konu Hamsuns við
banabeð hans, þar sem hún rifjar
upp það sem dreif á daga þeirra
síðustu æviárin. Þannig eru flestar
sögurnar myndir af einstaklingum
og viðbrögðum þeirra við marg-
víslegum og stundum óvæntum
aðstæðum.
Það er eftirtektarvert að í mörg-
um frásögnunum er dauðinn ná-
lægur og ef tala má um eitthvert
stef eða meginviðfangsefni í.þess-
ari bók þá er það dauðinn. Ymist
er það óttinn við dauðann sem
fjallað er um eða viðbrögð að-
standenda við dauðanum. Annars
virðist höfundur fyrst og fremst
vera að fjalla um dauðann sem
óhjákvæmilega niðurstöðu lífsins.
Einhverjar af sögunum gætu
verið byggðar á endurminningu
höfundar um atvik og fólk sem
honum hefur þótt eftirtektarvert
ýmist vegna eigin upplifunar eða
frásagna annarra. Sterkan keim af
slíku ber sagan lndverskur bláfugl
og einnig Logn fyrir storm, eða
helfró. Fyrri sagan hefst á því að
sögumaður kemur ungur með föð-
ur sínum að Blönduósi en fer síðan
að segja undarlega sögu af stúlku
þaðan, Önnu, sem fer að heiman
og fer að vinna á Landakoti og
ætlar að gerast nunna og fer til
Kaupmannahafnar á klaustur-
skóla. Þaðan flosnar hún og fer að
vinna en slasast og er upp frá því
lífeyrisþegi og býr langa ævi á
Nörrebro. í seinni sögunni hittir
sögumaður gamlan sjómann sem
rifjar upp æviatriði þar sem hann
liggur á banabeði. Þannig kallar
höfundur fram svipmyndir úr
óblíðri ævi sjómannsins og skapar
dauða hans í lokin vídd lífsins.
Fólk af fjölbreytilegasta tagi
kemur fram á síðum þessarar bók-
ar og verður margt af því Ijóslif-
andi fyrir sjónum lesanda.
Stíll og frásagnarháttur sagn-
anna er einnig f jölbreyttur, allt frá
hefðbundnum frásögustíl eins og
að framan er getið yfir í mynd-
rænan og ljóðrænan stíl og þaðan
yfir í hrein samtöl. Sumar sögurn-
ar eru rökrænar og auðskiljanleg-
ar en aðrar eru torræðnari og
moderniskar í tjáningarhætti.
Smásögur Matthíasar eru mjög
fjölbreyttar eins og áður segir og
að sjálfsögðu eru þær misáhrifa-
ríkar á lesanda, en þær bestu eru
þrælgóðar. G.Ást.
I
1
Nýjar bœkur írá Skuggsjá
mn\ him y
SKUGG&JÁ
Árni Óla
Reykjavík
íyrri tíma III
Héi eru tvœr síðustu Reykjavíkur-
bœkur Árna Óla, Sagt frá Reykjavík
og Svipur Reykjavíkur, geínar
saman út í einu bindi. Þetta er þriðja
og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík
fyrri tíma. í þessum bókum er geysi-
mikill íróðleikur um persónui, sem
mótuðu Reykjavík og settu svip á
bœinn. Nútímamaðurinn öðlast
nýjan skilning á höíuðborg landsins
og íorverunum er hana byggðu. Frá-
sögn Árna er skemmtileg og litandi,
og margar myndir prýða bœkumar.
Pétur Zophoníasson
Víkingslœkjarœtt III
Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáíu af
Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar
Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar
hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu
bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna-
sonar. Alls verða bindin íimm í
þessari útgáíu aí hinu mikla œtt-
frœðiriti Péturs Zophoníassonar.
Myndir aí þeim, sem í bókinni em
neíndir, em íjölmargar eins og í fyrri
bindum ritsins, og mun íleiri heldur
en vom í fyrstu útgáíunni.
ZOF-tJCMlASSOiú j. '
LHgAR£IT
Helga Halldórsdóttir
írá Dagverdará
Ön erum viö menn
Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki,
sem hún kynntist sjálf á Snœíellsnesi,
og einnig fólki, sem íoreldrar hennar
og aðrir sögðu henni írá. Þetta em frá-
sagnir af sérstœðum og eftirminni-
legum persónum, svo sem Magnúsi
putta, Leimlœkjar-Fúsa, Þórði sterka
o.fl. Kafli er einnig um Jóhannes
Sveinsson Kjarval listmálara og sagt
er frá skáldunum Bólu-Hjálmari,
Sigurði Breiðfjörð, Jónasi Hallgríms-
syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er af
vísum í bókinni, sem margar haía
hvergi birst áður.
Pétur Eggerz
Ævisaga Daviös
Davíð vinnur á skriístofu snjalls fjár-
málamanns í Washington. Hann.er í
sífelldri spennu og í kringum hann er
sííelld spenna. Vinur hans segir við
hann; „Davíð þú veist of mikið. Þú
verður að íara írá Ameríku eins íljótt
og auðið er. Þú ert orðinn eins og
peningaskápur íullur af upplýsing-
um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En
þeir óttast að einhverjum slóttugum
bragðareí takist að leika á þig, opna
peningaskápinn og hagnýta sér
upplýsingamar."
R
I
1
SKUGGSJÁ - BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.
HELGARPÓSTURINN 7 B