Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 9
texti: Anna Kristine Magnúsdóttir Ijósm.: Gunnar Gunnarsson
þessu.M!"
Daginn sem ég átti að mæta í sjón-
varpið ákvað ég að fara ekki á „fata-
fylleri" eins og ég kalla það og vera
í ákveðnum fatnaði í stað þess að
eyða mörgum klukkutímum í að
leita að viðeigandi fötum. Svo lagði
ég af stað í bæinn með rútu og hugs-
aði með mér að nú þyrfti ég að bíða
einhvers staðar þar sem væri af-
slappað andrúmsloft svo ég færi nú
ekki alveg á taugum. Fyrsta heimil-
ið sem mér datt í hug var hjá Gyðu
systur minni þar sem er ró og skiln-
ingur. Ég var nú orðin svolítið kvíð-
in þegar þangað kom, en Gyða syst-
ir sagði: „Þú ferð nú létt með þetta,
við biðjum fyrir þér.“ Ég kom upp í
sjónvarp um kvöldmatarleytið og
þar var tekið svo vinalega á móti
mér að kvíðinn fauk að mestu út í
veður og vind. Það leið að minnsta
kosti ekki á löngu þar til ég var farin
að spyrja starfsfólk sjónvarpsins
hvaðan það væri ættað — dæmi-
gerð ég! Mér fannst umhverfið ekki
þannig að ég þyrfti að vera kvíðin —
en auðvitað var ég samt stressuð
innan í mér. Fannst ég vera einhver
kerling úr sveit sem væri komin til
borgarinnar til að troða upp! En
þetta var virkilega skemmtilegt
kvöld og þarna hitti ég í fyrsta skipti
Bubba og gat auðvitað ekki setið á
mér að segja honum að hann væri
dýrlingurinn minn. Hann sagðist
ætla að kaupa bókina mína og á
móti sagðist ég ætla að kaupa plöt-
una hans. Ekki amalegt að selja bók
í sjónvarpssal!"
VERÐ BÚIN AÐ NÁ MÉR
I' FEBRÚAR!
Fyrstu dagana eftir að bókin kom
út segist Ella hafa einangrað sig.
„Ég nennti ekki að hlusta á hvaða
álit fólk hafði á henni fyrst í stað en
svo tók ég á mig rögg og dreif mig
í bæinn. Eg gekk niður allan Lauga-
veginn og mér til mikillar furðu var
fjöldi manns sem heilsaði mér og
veifaði til mín. Þetta voru miklu
meiri viðbrögð en ég hafði átt von á,
því innst inni var ég hálf hrædd um
að bókin myndi ekki seljast. Mér var
svosem sama mín vegna en var far-
in að hafa verulegar áhyggjur af Ing-
ólfi!“
Hún segist jafnvel halda að þeir
sem telji sig vera mikið til umfjöllun-
ar i bókinni verði fyrir vonbrigðum
þegar þeir lesa hana: „Sjáðu bara
systur mínar. Ég er næstum viss um
að þær halda að það séu margir
kaflar um þær en fæstar þeirra fá
nokkuð um sig! Ég segi til dæmis
bara um Ingu systur að henni hafi
alltaf gengið svo vel að læra og sé
svo vel gefin og á öðrum stað segi ég
að ég vildi að ég gæti spilað eins vel
og Stína systir. Það er nú allt og
sumt! Þessi bók er líkast til uppgjör
mitt við fortíðina. Það hafa margar
konur lent í svipuðu lífi og ég en
þora bara ekki að segja frá því. . .
Lífið verður alltaf ruglað ef fólk
gerir ekkert i málunum og maður
verður að ná úr sér innri spennunni
til að skilja hvað maður hefur í raun-
inni gert öðrum. Meðan ég fór deyfð
í gegnum mitt líf var fullt af fólki um-
hverfis mig sem fór í gegnum það
sama ódeyft. . “
Hvort von sé á framhaldi á
þroskasögu Ellu eftir fjörutíu ár
svarar hún hlæjandi: „Nei — ætli
þetta sé nú ekki nóg í bili! Það er
svolítil spenna sem myndast við að
setja sálina á blað og ég efast um að
ég verði búin að ná mér fyrr en í
febrúar. Þá ætla ég að setjast niður
og lesa bókina Allt önnur Ella...“
GUNNAR
lióslifandi kominn
_ Hún segist fyrst hafa hitt Ingólf
RŒtt VÍO Elinu Porar- Margeirsson ritstjóra af tilviljun og
insdóttur um bókina
„Allt önnur Ella“
sagt honum opinskátt frá lífi sínu.
Áhugi Ingólfs var vakinn þótt hún
vissi ekki af því og þremur mánuö-
um síöar hringdi síminn á heimili
hennar íHveragerði:,, Jœja Ella, nú
er ég aö koma í kaffi!" sagði Ingólf-
ur. Og án þess að Elín Þórarinsdóttir
gerði sér grein fyrir því á- þeirri
stundu var búið að ráðstafa árinu
1986 hjá henni.
MARGIR HRUKKU í KÚT
Þetta var snemma ársins og með-
an Ella bakaði pönnukökur handa
væntanlegum gesti gat hún engan
veginn ímyndað sér hvað hann vildi
henni. En Ingólfur kom sér beint að
efninu: „Ella, eigum við ekki að
semja eina bók?“ „Ég sagði bara jú
strax!“ segir Ella og hlær, „en ef mig
hefði grunað hversu mikil vinna lægi
að baki þessu hefði ég aldrei farið út
í þetta.“ Án þess að óra fyrir vinn-
unni sem beið hóf Ella að segja Ing-
ólfi sögu sína sem nú hefur verið
gefin út undir nafninu „Allt önnur
Ella — þroskasaga Elinar Þórarins-
dóttur“.
„Ég náði í kassa fullan af gömlum
mér Iíða vel. Ég var svolítið feimin í
fyrstu en Ingólfur er svo glaðlyndur
og hress að feimnin fór fljótt af mér.“
Ella segist hafa lesið bókina „Lífs-
játning", um Guðmundu Elíasdótt-
ur söngkonu, sem Ingólfur Mar-
geirsson skrifaði og haft mjög gam-
an af þeim stíl sem hann hefur.
„Þegar ég fékk fyrstu handrit í
hendur fannst mér Gunnar vera ljós-
lifandi kominn því lngólfur náði lýs-
ingum á honum svona bráðvel."
Viðbrögð vina og ættingja segir
hún hafa verið mjög misjöfn: „Eigin-
lega fór allt í hálfgert kerfi og það
voru margir sem fjarlægðust mig
þegar ég sagðist vera að segja frá lífi
mínu í bók. Hafa sennilega ætlað að
forðast að lenda á prenti! Jú — fólk
hrökk í kút og hélt ég myndi tala um
eitt og annað sem betur væri geymt
— en ég held nú satt að segja að það
hafi verið öfundsýki hjá sumum! En
það var enginn sem bað mijg um að
íáta ekki skrifa bókina. Eg hafði
samband við þau börn Gunnars sem
ég náði í og sagði þeim frá því sem
i vændum var, að það væri sagt frá
pabba þeirra, bæði gott og slæmt.
Það fá allir sinn skammt í bókinni,
bæði það sem gott var og slæmt, ég
er þrígift og þeir fá allir sitt. . .“
lyfja og hvernig ég náði mér upp úr
því án þess þó að bókin sé leiðbein-
andi. Við reynum heldur að sýna
fram á hvernig þetta þróaðist í mínu
tilviki og hvernig er hægt að rétta
sig við aftur."
Hún segist hafa fengið handrit að
bókinni smátt og smátt í hendur og
hafi farið ásamt eiginmanni sínum,
Hans S. Gústavssyni, norður á Dal-
vík þegar Ingólfur var að leggja síð-
ustu hönd á verkið: „Það var mjög
gott að hafa Hans til að lesa þetta
yfir því hann er góður gagnrýn-
andi,“ segir hún. „Hann var jákvæð-
ur gagnvart þessu og stóð sig mjög
vel meðan við unnum að bókinni."
„HVAÐAN ERUÐ ÞIÐ
ÆTTUÐ?"
Ella segist ekki hafa lesið bókina í
heild eftir að hún kom út, enda
sendi hún fyrsta eintakið sitt til for-
eldra sinna: „Ég ætla að bíða með
að lesa bókina því mér finnst hálf-
gert tómarúm hafa myndast og
lengi vel fannst mér eins og ég væri
í svefni. Það er svolítið einkennilegt
að segja svona opinskátt frá lífi sínu;
mér finnst eins og sálin í mér liggi
þarna í bókinni."
Viðbrögð við bókinni létu ekki á
Elln Þórarinsdóttir ásamt núverandi
eiginmanni sínum Hans S. Gústavs-
syni, garðyrkjubónda: „Hans var já-
kvæöur gagnvart bókarhugmyndinni'
og mjög góður gagnrýnandi."
myndum sem ég hafði alltaf ætlað
að henda, enda kannski ekkert vin-
sælt að vera með fullan pappakassa
af myndum af fyrsta eiginmannin-
um þegar maður hefur verið þrígift-
ur“ segir hún og kímir. „Þetta var allt
í einum hrærigraut. ..“
Hálfum mánuði síðar var Ingólfur
mættur með segulbandið og í heilan
mánuð sátu þau á heimili Ellu og
hún sagði honum sögu sína: „Ég
hélt satt að segja að ég myndi fá
minnimáttarkennd gagnvart hon-
um, en hann kunni lagið á að láta
ER KANNSKI ÓÞARF-
LEGA OPIN!
En hvernig fannst henni að rifja
upp liðna daga?
„Stundum þegar ég hugsaði til
baka kom upp heift í mér — heift og
leiði. En það var ég sem skapaði
þetta líf að sumu leyti og auðvitað
reyni ég að varpa ljósi á það góða
líka. Ég á afskaplega létt með að tala
um fortíðina og er kannski óþarf-
lega opin?! — Þarna kemur líka ým-
islegt fram um ofnotkun áfengis og
sér standa og Ella hefur fengið mik-
ið af hamingjuóskum. Hún er þegar
byrjuð að árita bókina og finnst það
nú ekki mikið mál eftir að hafa kom-
ið fram í sjónvarpinu í beinni út-
sendingu: „Ég hafði ekki komið
fram opinberlega síðan 1959 — fyrir
27 árum,“ segir hún og brosir. „En
svo hringdi Ingólfur og sagði að nú
ætti ég að syngja eitt lag í sjónvarp-
ið. Þegar ég maldaði í móinn, sagði
hann eitthvað á þessa leið: „Nei,
Ella — þú leikur þér að þessu,“ og ég
svaraði: „Já, já, ég bara leik mér að
HELGARPÓSTURINN 9B