Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 10
texti og myndir: Guðlaugur Bergmundsson
ÍSLENDINGASÖGURNAR í TEXAS
ÞETTA ER SVO
FJÁRl SKEMMTILEGT
Rætt við tvo forsprakka forníslenskuhópsins við skólann í Houston
John McNamara: „Konan m(n og ég fórum strax til islands
ettir hjónavígsluna."
Ed Haymes: „Reynslan sýnir að Njála dregur fólk að íslend-
ingasögunum."
Islendingasögurnar og Texas.
Mörgum kann ad þykja þad harla
undarleg blanda. Samt er þaö nú
svo, að í Houston, borg þar sem nú-
tíminn hefur rutt burtu flestu sem
minnir á fortíðina, er til fólk sem
hefur á þeim brennandi áhuga.
Það er forníslenskuhópurinn við
The University of Houston, kennar-
ar og nemendur, aðailega úr ensku-
og þýskudeildum skólans. Hópur
þessi kemur saman annað hvert
föstudagskvöld og dundar sér við að
þýða einhverja íslendingasagn-
anna, eingöngu sér til skemmtunar.
Fyrir nokkru lauk hópurinn við að
þýða Laxdælu, eftir tveggja ára bar-
áttu.
„Mér fannst gaman að klára hana.
Það er þægileg tilfinning að hafa
lokið við þessa miklu sögu. Sem bet-
ur fer komst John ekki síðast, svo að
ég fékk að ljúka við söguna fyrir
hann. Ég fékk síðustu setninguna,"
segir Ed Haymes, prófessor við
þýskudeild háskólans og annar
tveggja forsprakka hópsins.
Hinn forsprakkinn er John Mc-
Namara, prófessor í miðaldaensku.
Hann er ekki frá því að hann sakni
Laxdælu.
„Það fylgir því ákveðin fullnægju-
tilfinning að hafa lesið alla söguna á
íslensku. Á hinn bóginn held ég að
það gæti nokkurs trega yfir að
henni skuli vera lokið. Við erum bú-
in að lifa svo lengi með þessum per-
sónum, að við vildum gjarna halda
því áfram. Ég held ég sakni þeirra,"
segir John.
Fóstbræðrasaga varð næst fyrir
valinu og hefur þýðing hennar
gengið vel, þótt hún sé öllu erfiðari
viðureignar en Laxdæla. Þýðingin
fer þannig fram að hverjum og ein-
um er settur fyrir stuttur kafli til að
vinna heima og þannig tekst að fara
yfir fimm til átta síður í hvert skipti.
EKKERT BJÓRHJAL
Forníslenskuhópurinn var mynd-
aður haustið 1981 og hefur hann
starfað óslitið síðan, að undanskild-
um sumarleyfum, þegar menn hafa
farið hver í sína áttina. Hópurinn
starfaði þó sl. sumar, vegna eindreg-
ins vilja þátttakenda. Hópurinn hef-
ur verið með fjölmennara móti und-
anfarið ár, allt upp í 15—20 manns,
en venjulega hafa um 10 manns sótt
hvern fund.
„Langar þig til að heyra hvernig
það raunverulega gerðist?" segir
John og skellihlær, þegar þeir félag-
arnir eru spurðir um tilurð hópsins.
„Við höfðum rætt um það öðru
hverju, ég, Ed, Carl Lindahl (prófess-
or í ensku við The University of
Houston. Innsk. GB) og fleiri að
gaman væri að gera eitthvað þessu
líkt, en það hafði aldrei neitt orðið
úr framkvæmdinni," heldur John
áfram. „Svo var það síðdegis ein-
hvern föstudaginn haustið 1981, að
ég, Carl og fleiri úr háskólanum sát-
um saman við bjórdrykkju. Eftir
þriggja tíma bjórþamb, sagði Carl
við mig: John, ef þú ætlar að stunda
gömul ensk fræði, engilsaxnesk
fræði, og tungumál og bókmenntir
Norður-Evrópu af einhverri alvöru,
verðurðu að læra forníslensku og
lesa íslendingasögurnar á frummál-
inu.
Ég sagði, að það væri hárrétt og
að við gætum gert það. Ég sagðist
þekkja fólk, sem myndi vilja taka
þátt í slíku. Ed Haymes í þýskudeild-
inni myndi vilja vera með, og við
gætum væntanlega fengið fleiri í lið
með okkur."
Þeir ræddu síðan um þetta fram
og til baka, en eins og gengur og
gerist, þegar drukkinn er bjór og
menn eru að skemmta sér, var einn-
ig rætt um aðra hluti. í vikunni á eft-
ir hittust þeir aftur, John og Carl.
„Ég sagði við hann: Carl, ekki
haida að þetta hafi bara verið bjór-
hjal. Mér var full alvara," segir John.
Þeir ákváðu að hittast aftur og líta
á þá texta, sem þeir höfðu við hend-
ina, eins og Inngang að forníslensku
eftir Gordon, og veltu fyrir sér hvað
væri hægt að gera. Eftir nokkra
undirbúningsfundi hringdi John í Ed
og var ákveðið að hefjast handa fyr-
ir alvöru og buðu þeir nokkrum
stúdentum að slást í hópinn.
„Við fréttum síðan af Bill Miller,
sem var lagaprófessor við the Uni-
versity of Houston, en kennir núna
við lagadeild Michigan háskóla,"
heldur John áfram. „Við komumst
að því að hann kenndi kúrs, sem
hann kallaði Blóðhefndir (Blood
Feuds) þar sem hann lét stúdent-
ana lesa engilsaxneska söguljóðið
Bjólfskviðu og níu íslendingasögur,
í enskri þýðingu að sjálfsögðu. Við
buðum honum að slást í hópinn, svo
og konu hans. Kona Eds og kona
mín slógust einnig í hópinn, ásamt
ýmsum fleirum."
RIFJA UPP EÐA LÆRA
Á þeim fimm árum, sem hópurinn
hefur komið saman, hefur hann les-
ið og þýtt Hrafnkelssögu, Droplaug-
arsögu, Gísla sögu Súrssonar, og nú
síðast Laxdælasögu.
— Hver mynduö þið segja að vœri
megintilgangur hópsins? Er hann
að kynnast sögunum sjálfum eða
tungumálinu?
„Eg held að það sé hvort tveggja,"
svarar John. „Flest okkar, sem
myndum kjarna hópsins, hafa á
einn eða annan hátt áhuga á göml-
um tungumálum Norður-Evrópu og
þar með á gömlum bókmenntum
Norður-Evrópu. Og íslensku forn-
sögurnar eru að sjálfsögðu með
merkilegustu bókmenntum álfunn-
ar frá fyrri hluta miðalda. Við höfð-
um þó einkum lesið þær í enskum
þýðingum."
Að minnsta kosti tveir úr upp-
runalega hópnum höfðu samt lært
einhverja forníslensku. Ed hafði
lært hana eitt misseri, er hann var
við nám í Virginiuháskóla, og þegar
hann var við framhaldsnám í Þýska-
landi las hann texta á forníslensku,
án þess þó að þar hafi verið um að
ræða formlega kennslu í málinu.
Carl Lindahl nam íslensku og fornís-
lensku, þegar hann var við doktors-
nám í fornensku, en það var ein-
göngu í sambandi við samanburðar-
málvísindi. Formleg kennsla var
það ekki.
„Þannig langaði fólk annað hvort
til að rifja upp forníslenskuna sína,
eða, eins og í tilviki nokkurra okkar,
að læra hana til að geta kynnst þess-
um merkilegu bókmenntum á þann
hátt,“ segir John.
— Hvernig gekk svo fólki að klóra
sig fram úr íslenskunni?
„Sumir áttu í miklum erfiðleikum
með hana,“ segir Ed, sem nú loksins
kemst að. „Margir notuðu tiltækar
þýðingar, en reyndu samt að ráða
í merkingu hvers einstaks orðs,
Flestir í hópnum höfðu haft einhver
kynni af fornensku, miðháþýsku
eða nútíma þýsku, og voru því vanir
að fást við germönsk tungumál. Ég
held þó að einhverjum hafi þótt
þetta of erfitt, sem varð til þess að
þeir gáfust upp.“
MEÐ NJÁLU OFARLEGA
í HUGA
Þótt Fóstbræðrasaga hafi orðið
fyrir valinu sem næsta verkefni
hópsins, eru menn að velta fyrir sér
að ráðast einhvern tíma í Njálu.
„Reynslan sýnir, að það er Njála
sem dregur fólk að íslendinga-
sögunum og heldur því við efnið,“
segir Ed. „Það er vegna þess, að hún
er best þeirra allra, eftir því sem ég
veit best.“
John tekur undir það og segist
kenna Njálu sem hluta af kúrsi um
þróun vestrænna bókmennta frá
tímum Forn-Grikkja og þar til að
loknu Endurreisnartímabilinu.
Nemendurnir lesa m.a. Hómer, Ari-
stóteles, Sófókles, Ovid, Dante
o.s.frv.
„Einn af hápunktum kúrsins er
alltaf Njálssaga. Stúdentunum finnst
hún mjög skemmtileg. Þá hef ég
alltaf ritgerðarverkefni, sem byggir
á Njálu. Og til að leysa það af hendi
verða stúdentarnir að gera rann-
sóknir á sögu og menningu íslands,
einkum á miðöldum. Og ég hef
fengið nokkrar mjög góðar ritgerðir
þar um,“ segir John.
Forníslenskuhópurinn hefur haft
áhrif á kennsluskrá The University
of Houston. Á vormisseri var í fyrsta
skipti í sögu skólans boðið upp á
kennslu í forníslensku, og skráðu 15
nemendur sig í kúrsinn, fæstir
þeirra úr sjálfum hópnum. Kúrsinn
var settur upp innan þýskudeildar-
innar, og segist Ed gera sér vonir um
að geta boðið upp á hann aftur eftir
nokkur ár.
Ed Haymes hefur ekki látið sér
nægja að þýða Islendingasögurnar
sér til skemmtunar í frístundum sín-
um. Undanfarið ár hefur hann verið
að snúa Þiðrikssögu af Bern yfir á
ensku, og á hann að skila handritinu
tilbúnu til útgáfu eftir eitt ár. Áætlað
er svo að þýðingin komi út einhvern
tíma á næstu tveimur árum þar á
eftir.
SAMEIGINLEGUR ÁHUGI
Á (SLENSKUM
BÓKMENNTUM
Forníslenskuhópurinn er einn af
örfáum hópum innan háskólans,
þar sem kennarar og nemendur úr
ýmsum deildum hafa hist um langt
skeið vegna sameiginlegs áhuga
þeirra á ákveðnu tungumáli og bók-
menntum.
„Eitt af því, sem hefur tengt mörg
okkar er sameiginlegur áhugi á ís-
lenskum bókmenntum," segir John.
„Við Ed þekktumst fyrir, en við
höfðum aldrei séð suma úr hópnum
sem núna eru vinir okkar. Þá er
einnig í hópnum fólk, sem hefur
komið til íslands. Og þegar ég og
kona mín giftum okkur, fórum við
samdægurs frá Houston til New
York og þaðan til íslands, þar sem
við lentum aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir hjónavígsluna."
Það hefur einnig komið til tals, að
hópurinn fari saman til íslands eitt-
hvert sumarið og ferðist um sögu-
slóðir. Ekkert hefur þó verið ákveð-
ið í þeim efnum enn.
Kvöldvökur hópsins eru ekki bara
alvöruþrungnar þýðingar á sögu-
bókmenntunum. Hverjum fundi má
eiginlega skipta í þrennt. Fyrst
rabba menn saman drjúga stund yf-
ir veitingum, sem gestgjafinn hefur
borið á borð. Síðan er þýtt í klukku-
tíma, eða rúmlega það. Loks er svo
haldið áfram að gæða sér á veiting-
um og rabba saman, stundum langt
fram á nótt.
„Þú hefur alveg sleppt einni höf-
uðástæðunni fyrir tilveru hópsins,"
segir Ed, þegar þeir eru spurðir
hvort ,þeir hafi einhverju við að
bæta. „Og hún er sú, að þetta er svo
fjári skemmtilegt. Ég veit um fáar
betri ástæður fyrir því að ko'ma
saman í góðra vina hópi en að þýða
forníslensku."
10 B HELGARPÓSTURINN