Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 11

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 11
BOKMENNTIR Astarsaga úr mannheimum Steinunn Sigurdardóttir: Tímaþjófurinn Skáldsaga (189 bls.) Iðunn 1986 Verð.Kr. 1588 Tímaþjófurinn er fyrsta skáld- saga Steinunnar Sigurðardóttur, en áður hafa komið út eftir hana þrjár ljóðabækur, tvö smásagna- söfn og í sjónvarpi hafa verið leik- in tvö leikverk hennar. Með þess- um verkum hefur Steinunn skap- að sér sérstöðu meðal rithöfunda. Verk hennar eru ólík verkum flestra annarra höfunda að því leyti að í þeim er að finna sér- kennilega blöndu mannlegrar hlýju og tilfinninganæmni, kald- hæðni og sposkrar afstöðu til til- verunnar. Um leið og hún stendur mjög nærri persónum sínum og yrkisefnum býr hún til ákveðna fjarlægð sem skapar viðfangsefn- inu sjónarhorn sem nálgast það að vera absurd. Tímaþjófurinn er út frá þessu sjónarmiði beint framhald af fyrri verkum Steinunnar, en um íeið viðbót og víkkun, því hér fer hún inná nýjar brautir með ritun heill- ar skáldsögu. Bygging þessarar sögu er at- hyglisverð. Sagan er sögð í fyrstu persónu og er það aðalpersónan og nánast eina persónan í sögunni sem lesandi kemst nærri, sem seg- ir söguna. í fyrstu er eins og um venjulega slíka frásögn sé að ræða, skipulega fram setta frásögn af atburðum og hugrenningum. En fljótlega er eins og sögumaður- inn missi vald á skipulaginu og sjálfum sér og hugsanir hans taki meira og minna völdin. En þá breytist einnig frásagnarhátturinn því í stað epískrar frásagnar er þá beitt aðferðum ljóðsins þannig að myndir og tákn tala beint til tilfinn- inga lesandans í stað rökrænnar frásagnar. Þessar tvær hliðar sögumannsins takast á út alla bók- ina og veltur á ýmsu hvor er ofaná Þessi átök stíls og forms eru táknræn fyrir efni sögunnar, því meginviðfangsefni sögunnar er einmitt átök ytri ásýndar og innra lífs aðalpersónunnar. Átök milli þeirrar manneskju sem hún eigin- lega vill vera og sýnast vera útávið og þeirrar manneskju sem hún hinsvegar er innra með sér. Álda ívarsen er 37 ára, kennari við MR í tungumálum. Hún er vel menntuð, er af auðugu foreldri sem hún hefur þegar erft, komin af gamalgrónu reykvísku aristo- kratí og er sér vel meðvitandi um það. Hún er ógift en á að baki fremur stutta en misheppnaða sambúð. Hún er mjög sjálfsörugg og telur sig hafa fulla stjórn á sjálfri sér og þeim karlmönnum sem hún leggur lag sitt við hverju sinni. T.d. hefur hún þegar sagan hefst haldið nokkra hríð við lat- ínukennarann, giftan þriggja barna föður, en er orðin leið á honum og slítur þeirra sambandi. En það hefur slík áhrif á hann að hann gengur í sjóinn. Þetta hefur nokkur áhrif á hana, en hún er þó meira pirruð á manninum að haga sér svona. Nú fær hún augastað á nýja sögukennaranum, sem er töluvert yngri en hún, og ætlar sér að ieika sama leikinn við hann eins og hún hefur svo oft áður gert. En nú bregður svo við að hún verður í fyrsta skipti á ævinni yfir sig ást- fangin, missir stjórn á tilfinningum sínum. Og enn bregður svo óvænt við að nú er það hann sem slítur sambandinu, yfirgefur hana, sjálfa Öndvegisbók Útlcndingurinn eftir Nóbclsverðlaunahöfundinn Albert Camus er fágætlega vel samin saga og listilega islenskuð. „Still þeirrarsögu, sem hér birtist, hefur verið líkt við fágað ' blikandi stál og önnur alskír efni.“ (Bi. B. i ‘ Öldu ívarsen. Upp er komin staða sem hún kann ekkert að bregðast við og hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Stærsti hluti sögunnar fjallar einmitt um þetta ástand, þegar ástarsorgin, söknuðurinn og þráin ná tökum á Öldu og yfirskyggja allt hennar tilfin ningalíf (og reynd- ar allt hennar líf). Nú ætla ég ekki að fara að lýsa þessum tilfinningum, til þess að kynnast þeim er best að lesa bók- ina en með aðferðum sem reynt var að lýsa hér að framan tekst Steinunni á fremur frumlegan og óvenjulegan hátt að kalla fram hugarástand sem veitir lesanda óvænta sýn á tilfinningalíf einnar manneskju. Reyndar er öll per- sóna Öldu fremur óvenjuleg í ís- lenskum bókmenntum seinni tíma og hreint ekki ótrúleg. Hinsvegar liggur alls ekki í augum uppi af- staða höfundar til þessarar per- sónu. Þar kemur til þessi sérkenni- lega blanda af hlýju og kaldhæðni, sem gefur lesanda möguleika á margskonar túlkun verksins. í öllu falli er hér um að ræða sérstætt - framlag til umræðunnar um konur og reynsluheim kvenna, sem und- anfarin misseri hefur verið mjög svo áberandi í okkar samfélagi. Það sem mér finnst þó best við þessa sögu er áræði höfundar til þess að fara sínar eigin leiðir í frá- sagnarhætti, byggingu og stíl. All- ur texti sögunnar er mjög vel unn- inn, bæði þeir hlutar þar sem beitt er beinni frásagnartækni og ekki síður þeir hlutar þar sem ljóðræn tjáning situr í fyrirrúmi. Við fyrstu sýn kann sagan að virðast losara- leg í byggingu, en ef betur er að gáð myndar hún öll sterka og sam- fellda heild, þó innan þessarar heildar séu notaðar fjölbreyttar aðferðir. Steinunn Sigurðardóttir hefur með þessu verki stigið stórt skref framávið á skáldferli sínum og vonandi eflir það hana til enn frek- ari átaka. G.Ást. Góð bók Leiðtogafundurinn í Reykjavík eftir Guð- mund Magnússon. Umbúðir um fundinn, fréttamenn, fundurinn sjálfur og þau mál, sem tekin voru fyrir og deilt var um. Fjöldi mynda með íslenskum og enskum textum. Útdráttur í bókarlok á ensku. u fSkss octobsb. >®BS HELGARPÓSTURINN 11 B

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.