Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 14
texti: Anna Kristine Magnúsdóttir mynd: Jim Smart
MAÐUR HEFDIHRUNID
NIDUR Á HELLISSANDI
Rætt við Eðvarð Ingólfsson rithöfund
Hann er adeins 26 ára gamall en
á ad baki glœsilegan feril sem rit-
höfundur. Tvœr unglingabóka
hans, „Fimmtán ára á föstu“ og
„Sextán ára í sambúð" urdu met-
sölubœkur og spurning er hvort ný-
útkomin bók „Astarbréf til Ara“ eigi
líka eftir ad slá í gegn. Sjálfur segist
hann alltaf hafa œtlad sér ad veröa
rithöfundur og tíu ára gamall
hringdi hann vestan af Hellissandi í
Stimplagerdina í Reykjavík og pant-
adi stimpil. A honum átti ad standa
„Edvarö Ingólfsson, rithöfundur".
ÓLST UPP í KVENNA-
BÚRI
„Ég var afskaplega ákafur sem
barn" segir Eðvarð um æskuárin
„og er það kannski enn!“ bætir
hann við og brosir. „Mig fýsti að vita
ýmislegt um lífið og tilveruna og var
mjög spurull. Ég las mikið og heill-
aðist snemma af þeim sögum sem
ég las og einnig af sjónvarpsþáttum
eins og „Lassie". Hvötin til að skrifa
vaknaði snemma hjá mér og þegar
ég var 8 ára skrifaði ég smásögu
sem kennnarinn las upp fyrir bekk-
inn. Krakkarnir klöppuðu fyrir mér
og ekki varð það nú til að draga úr
áhuganum. Síðan fór ég að semja
skemmtiþætti til að flytja á bekkjar-
kvöldum og á þessum árum var ég
strax ákveðinn í að verða rithöfund-
ur eins og sagan um stimpilinn sýn-
ir! Það var enginn sem hvatti mig en
ég hafði sterka þörf fyrir að tjá mig
í þessu formi. Fyrstu smásögurnar
mínar drógu dám af þeim sögum
sem ég heillaðist af en svo hætti það
að nægja mér að lesa sögur og ég
vildi fara að skapa sjálfur. Sjálfsagt
hafa margir nágranna minna brosað
að mér tíu ára gömlum þegar ég
sagðist ætla að verða rithöfundur —
og kannski líka útvarpsmaður —
þegar ég yrði stór. Býst við að marg-
ir hafi brosað við mér, klappað mér
á kollinn og sagt einhver hvatning-
arorð en hugsað með sér að þetta
væri nú bara ákafi í stráknum!"
Eðvarð fæddist í Reykjavík,
fimmti í röðinni af sjö systkinum „og
eina barnið sem fæddist þar. For-
eldrar mínir bjuggu á Hellissandi
þar sem mamma hafði fætt fjórar
systur mínar, en þegar hún fór suður
kom strákurinn. Síðan eignaðist
hún tvær dætur í viðbót á Hellis-
sandi þannig að ég var umkringdur
kvenfólki. Faðir minn lést þegar ég
var 7 ára og ég var því alinn upp í
kvennabúri — og hafði gott af. Það
var eðlilega erfitt að framfleyta fjöl-
skyldunni svo maður var snemma
farinn að axla ábyrgðina ásamt
öðru heimilisfólki — enda eini karl-
maðurinn, en móðir mín stjórnaði
heimilinu af mikilli atorku."
A Hellissandi bjó Eðvarð til tví-
tugsaldurs, utan þess að hann fór til
náms í Reykholti í tvo vetur og síðar
lá leiðin til Egilsstaða þaðan sem
hann lauk stúdentsprófi 1981: „Ég
held ég hafi haft afskaplega gott af
að alast þarna upp“ segir Eðvarð um
æskustöðvarnar. „Ég komst
snemma í snertingu við þessa at-
vinnuvegi sem þjóð okkar byggir
lífsviðurværi sitt á og ég kynntist vel
lifnaðarháttum fólksins. Það verður
að segjast eins og er, að ég held það
sé gífurlegur munur á að alast upp í
litlu þorpi eða í þéttbýli eins og
Reykjavík. Á Hellissandi voru
hvorki tískuverslanir né plötubúðir
þegar ég var á mínum unglingsár-
um og við gerðum mikið af að fara
í skoðunarferðir, lékum okkur í fjör-
unni og hrauninu. Ég var afskaplega
mikið Jöklabarn og hafði snemma
dálæti á Snæfellsjökli. Mig langaði
alltaf svo óskaplega til að snerta
hann... Ég hef hins vegar aldrei
gengið á tindinn sem kann að
hljóma ótrúlega eftir 20 ára búsetu
í nálægð jökulsins. Hins vegar gekk
ég hringinn í kringum Snæfellsjökul
þegar ég var 14 ára ásamt kennara
mínum og félaga. Það var fjórtán
klukkustunda löng ganga, mun
lengri og erfiðari en við hefðum
haldið, en það var ógleymanleg
ferð.“
ÓÐUR BERNSKUNNAR
Hann segist hafa fylgt Vilhjálmi
Einarssyni frá Reykholti til Egils-
staða þegar hann gerðist rektor
menntaskólans þar en námið hafi
dregist um einn vetur vegna þess
hann hafi farið á vertíð eftir lands-
próf. Eftir stúdentspróf lá leiðin til
Reykjavíkur og ekki leið á löngu uns
bernskudraumurinn um að verða
útvarpsmaður rættist. í fjögur ár sá
Eðvarð um þætti fyrir ungt fólk,
fyrst á rás 1 og síðan þáttinn Frístund
á rás 2, en sá þáttur var sendur út
100 sinnum, vikulega í tvö ár. Þar
segist Eðvarð hafa kynnst ungu
fólki vel en þættirnir urðu þó ekki
kveikjan að bókum hans. Fyrstu
unglingabókina, „Hnefaréttur"
skrifaði Eðvarð þegar hann var að-
eins 16 ára gamall, þótt sú bók hafi
ekki verið gefin út fyrr en fimm ár-
um síðar, eftir að hafa verið lesin
sem framhaldssaga í útvarpi: „Þetta
var algjört bernskuverk —■ en ég
ætla ekkert að hlaupast frá því, ég
kannast við hana! Þetta er óður
bernskunnar fyrir mér...“ Reyndar
var „Hnefaréttur" önnur bókin sem
gefin var út eftir Eðvarð, sú fyrsta
var „Gegnum bernskumúrinn."
Fleiri fylgdu í kjölfarið, þar á meðal
tvær samtalsbækur, „Við klettótta
strönd" sem hafði að geyma viðtöl
við ellefu „Jöklara" og bókin um
Reyni Pétur sem kom út um jólin í
fyrra. Það eru þó einkum unglinga-
bækurnar „Fimmtán ára á föstu" og
„Sextán ára í sambúð" sem minnst
er á í upphafi viðtalsins sem hafa
skotið Eðvarð upp á toppinn í vin-
sældum.
UMDEILDAR BÆKUR
„Þessar unglingabækur mínar
hafa alltaf verið umdeildar og gagn-
rýnendur skipst í tvo hópa“ segir
hann. „Eðlilega taka þessar sögur
að nokkru leyti mið af mínum eigin
reynsluheimi... Sumir gagnrýnend-
ur hafa sagt að sögurnar mínar séu
óraunsæjar — en ég náttúrlega neita
því vegna þess að ég þekki persón-
urnar í sögunum mínum afskaplega
vel. Þær heyra til minnihlutahóps
unglinga, það get ég alveg viður-
kennt og mínar persónur tala til
dæmis ekki sérstakt unglingamál.
Það eru engar slettur eða gæja- og
stelpulæti sem ræðst m.a. af því að
þegar ég var sjálfur unglingur var
ég á margan hátt dálítið hátíðlegur
og alvarlegur — kannski ekki eins
ákafur og þegar ég hringdi eftir
stimplinum! Ég tók lífinu alvarlega,
sem kom til af því að ég missti föður
minn þegar ég var 7 ára og alvara
lífsins blasti við. Það var iíka allt
öðruvísi þankagangur á Hellissandi
heldur en í Reykjavík. En auðvitað
er ég að skrifa unglingabækur fyrir
nútímabörn og það má vel vera að
nú sé komin tískuverslun og plötu-
búð á Hellissandi, ég veit það ekki
svo vel. Við höfum öll verið ungling-
ar og þekkjum þessar tilfinningar,
að verða vonsvikinn, verða glaður
eða ástfanginn, verða fyrir von-
brigðum vegna þess að mamma og
pabbi skilja mann ekki. Ef maður
þekkir þessar tilfinningar sem ungl-
ingur þá er ekki svo erfitt að flytja
þær yfir til næstu kynslóðar og
klæða þær í búning. Taka mið af tíð-
arandanum og búa þannig til ungl-
ingasögu. I rauninni tel ég að ég hafi
sjálfur aldrei misst tengslin við ungl-
ingsárin m.a. vegna þessarar þátta-
gerðar hjá útvarpinu. Ég vissi sem
var að ég næði aldrei til ungling-
anna nema hafa góða samvinnu við
þá og það tókst. En grunntilfinning-
arnar Dreytast ekki þótt maður
verði að sjálfsögðu að fylgjast með
tíðarandanum og klæða tilfinning-
arnar í búning til að gera sögurnar
trúverðugri. Unglingarnir í dag eru
miklu frjálslegri en þeir voru þegar
ég var unglingur — og þó eru ekki
nema 10 ár síðan. Þeir krakkar sem
komu í þættina til mín gátu til
dæmis sagt hiklaust nafn á drauma-
prinsinum — og prinsessunni og
það sama gildir um þau sem skrifa
Æskunni undir nafni. (Innsk. blm.:
Eðvarð hefur verið ritstjóri barna-
blaðsins Æskunnar sl. 2 ár.) Maður
hefði hrunið niður heima á Hellis-
sandi ef einhver hefði látið svona út
úr sér! Það er hins vegar gleðilegt
hvað unglingarnir eru opnir og
áhugasamir — ásamt því að vera
duglegir við að tjá tilfinningar sínar.
Það held ég að sé grundvallaratriðið
til þess að fólk verði hamingjusamt
í lífinu: Að tjá það sem þau eru að
hugsa."
„AÐ KOMA INN Á
ÁSTARMÁLIN"
Hann segir sjálfsagt aldrei hægt
að búa til ákveðna formúlu fyrir
metsölubók handa unglingum, „því
þá þarf að skrifa unglingasögu sem
fellur öllum jafn vel í geð. En það
hlýtur að vera talsvert atriði að
skrifa bókina út frá sjónarhóli ungl-
inga, setja sig í þeirra spor. Ungling-
arnir vilja gjarnan að maður komi
aðeins inn á ástarmálin og bækurnar
mínar eru nú margar hverjar róm-
antískar þannig að ég hef sinnt þeim
þáttum nokkuð — en bók þarf fyrst
og fremst að fylgja tíðarandanum."
Hann segist gera sér grein fyrir því
að það líki ekki öllum unglingum
við bækurnar hans, „enda margir
sem lesa bækurnar sem hafa allt
annan bakgrunn en ég sjálfur. Sum-
ir halda því fram að ég eigi ömmum
og öldruðum frænkum það að
þakka hversu vel bækurnar hafa
selst vegna þess að þær álíti að rit-
stjóri Æskunnar, blaðs sem Stórstúka
íslands gefur út, geti ekki verið að
vekja óróa með unglingum. En ég
trúi því ekki að unglingar hafi ekki
sjálfir áhrif á hvað þeir lesa. Ungl-
ingar eru líka fólk og ég vil ekki ætla
þeim að láta segja sér hvað þeir eigi
að lesa! En sem betur fer er engin
lognmolla í kringum mínar bækur,
því sá höfundur sem ekki hreyfir við
lesendum sínum hlýtur að vera al-
veg náttúrulaus!"
Hann segir að með „Sextán ára í
sambúð“ hafi hann í rauninni verið
að kveðja „Fimmtán ára á föstu"
enda hafi lesendur þeirrar bókar
spurst fyrir um framhaldið, m.a.
hvort Lísa, ein aðalpersónan eign-
aðist strák eða stelpu: „Einn lesand-
inn sagðist vilja að hún eignaðist
strák, svo það varð úr!“
„Ástarbréf til Ara“ — svipar sögu-
persónunni þar til Árna í fyrri bók-
um?
„Já og að mörgu leyti er ég líkur
þessum strákum. Ég held oft með
þeim og þegar maður er að skrifa
um þá að eltast við stelpur þá rifjast
margt skemmtilegt upp! Sjálfur hef
ég aðeins upplifað einstaka atvik
sem gerast í bókunum og það væri
lélegur höfundur sem aldrei gæti
skrifað um annað en það sem hann
sjálfur hefur upplifað. En mín per-
sónusköpun er ekki svo fjarri þeim
unglingum sem ég hef kynnst"
sagði Eðvarð Ingólfsson og sagði
brosandi að hann myndi ekki
harma að „Ástarbréf til Ára“ seldist
eins vel og fyrri bækurnar.
Kannski eigum við von á fram-
haldi — að minnsta kosti ætlar Eð-
varð að skrifa áfram þótt maður
megi eiga von á að það verði barna-
bækur síðar meir, tileinkaðar sex
mánaða dótturinni Elísu.
14 B HELGARPÓSTURINN