Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 15

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 15
allt önnur ELLA Elín Þórarinsdóttir, barnabarn séra Árna Þórarinssonar, pró- fasts á Stórahrauni, var saklaus sveitastúlka þegar hún kom til höfudstaðarins nokkrum árum eftir stríð. Þá kynntist hún Gunnari Salómonssyni, öðru nafni Úrsusi, annáluðum krafta- jötni og alþjóðlegum aflraunamanni. Þrátt fyrir 25 ára aldurs- mun felldu þau hugi saman og giftust. Leið Ellu lá nú út í heim þar sem hún gerðist fegurðardrottning og slagarasöngkona og fylgdi Úrsusi sínum gegnum súrt ogsœtt; í kastljósum fjölleika- húsa og utan þeirra. ALLT ÓNNUR ELLA er þroskasaga konu sem eftir þrjú hjóna- bönd og ótrúlegt lífsvolk verður allt önnur Ella. ALLT ÖNNUR ELLA bregður upp svo mörgum fjörlegum myndum sorgar og gleði, eymdar og allsnœgta, brennandi ástar og svartasta hat- urs, að lesandinn hlýtur að undrast, hve blandaðir ávexlir einn- ar œvi geta orðiö. Ingólfur Margeirsson ritstjóri sló rækilega í gegn með bók sinni um Guðmundu Elíasdóttur, LÍFS- JÁTNINGU, sem var umsvifa- laust prentuð í þremur stærðar upplögum og tilnefnd fyrst slíkra bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ingólfur á svo auðvelt að nálgast viðmælendur sína og segja sögu þeirra í áreynslulausri frásögn, að naum- ast verður betur gert. NUTIMAFOLK Bókin um einstaklinginn í einkalífi og starfi. Gagnleg bók handa fólki á öllum aldri Islensk bók sem á erindi vid alla og þig líka Höfundar Nútímafólks eru hinir kunnu sálfræðingar Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Þær reka í sameiningu sjálfstætt fyrirtæki á sínu sviði, Sálfræðistöðina, þar sem þær bjóða m.a. upp á einkaviðtöl og starfsráðgjöf. Álfheiður og Guðfinna hafa á undanförnum árum efnt til námskeiða um land allt og hafa þúsundir manria sótt þessi námskeið, sem bæði hafa verið sniðin að þörfuén almennings, sérhæfðra starffhópa og at- vinnufyrirtækja. Þá hafa þær ritað fjölda greina í blöð og tímarit. í Nútímafólki er m.a. leitast við að svara þessum spurningum: • Hvað mótar einstaklinginn? • Hvernig pössum við saman? • Hvers vegna ganga sum sambönd en önnur ekki? • Hvers vegna rífumst við? • Hvernig hjálpum við börnum best í skilnaði? • Hvernig vegnar þér í starfi? • Hvernig eru samskiptin á vinnustað? • Andlegt heilbrigði — hvað er að vera ,,normal"? HELGARPÓSTURINN 15 B

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.